Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
''HOWEVERJHE ÖIG PROBLEM 15 an overtornep
Rie AT THE CÖRNER OF THIRP ANP MI55I0N "
Stóra vandamálið er samt sem áður þungavinnu- Nei, stóra vandamálið er, að ég
vél á hvolfi á horninu á Miklubraut og Lönguhlíð. hef ekkert lært fyrir morgundag-
ínn...
—
BREF
TEL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími691100 • Símbréf 691329
D hefir dugað
Frá Árna Helgasyni:
Þegar ég ungur maður fór að velta
fyrir mér, hvernig ég gæti varið
lífi mínu á einhvem hátt þjóðfélagi
mínu til gagns, var um ýmsar leið-
ir að ræða. Þá var hátt veifað sam-
vinnuhreyfingunni og kaupfé-
lögunum, sem áttu að gera lífið
allt að því að paradís, og þá var
það jafnaðarstefnan sem átti að
gæta þess að enginn gæti eignast
meira en aðrir o.s.frv. Svo komu
kommúnistarnir útblásnir af allri
dýrðinni í Rússlandi, þar væri allt
að því himnaríki á jörðu og sérstak-
lega var þar framarlega minn ágæti
skólastjóri og frændi sem aldrei
átti nógu kröftug orð til að lýsa
dýrðinni og framtíðinni ef sú stefna
fengi byr.
Eftir góða umhugsun og athug-
un, fannst mér sjálfstæðisstefnan
og íhaldsstefnan myndi duga landi
mínu best til heilla og því varð val-
ið auðvelt, og það val hefir aldrei
beðið skipbrot eða orðið sér til
minnkunar, því þegar ég sé nú að
hinar leiðirnar hafa beðið skipbrot
og eru í upplausn. Og þeim sem
þar villtust inn hefði verið nær að
fara sér hægara. Auðvitað hefir í
mínum flokki oltið á ýmsu eins og
gengur, en það er varla teljandi á
við ósköpin hinum megin. Það hefir
líka verið rætt nokkuð um bókstaf-
ina sem listarnir hafa valið sér og
merkingu þeirra og hafa þeir einnig
haft sína merkingu í mínum huga.
A hefir oftast nær verið aðgerðalít-
ið, en afraksturinn hafa þeir ætíð
verið til með að hirða, B hefir verið
í basli og bágindum, og jafnvel blað-
ið þeirra ekki tilkomumikið í dag,
G fínnst mér hafa verið gagnslaust
og stundum eins og glópur í skýjum
uppi og oft meira en það.
Og svo er það bíllinn minn. Ef
ég set gírinn á R, kemst ég ekkert
nema aftur á bak og er það tákn-
rænt fyrir samsuðuna í Reykjavík
nú, sem á þann eina tilgang að
setja fótinn fyrir allar framfarimar
í Reykjavík. En svo ef ég færi drif-
skaftið yfir á D, þá er allt áfram
og enginn vandi að aka til framtíð-
arinnar og gera landið okkar að enn
dásamlegra landi. Og mun það ekki
sannast eins og áður að það er D
sem á eftir að duga best landi okk-
ar og þjóð, þegar til framtíðarinnar
er horft? Og eitt er víst að þar bein-
ist dugnaður til dáða. Spurning
dagsins: Er ekki R-listinn Ruglaður
í Ríminu?
ÁRNI HELGASON,
Stykkishólmi.
Jöfnun atkvæða
fækkun þingmanna
Frá Viktori B. Kjartanssyni:
JÖFNUN atkvæðavægis er eitt af
mikilvægum stefnumálum núver-
andi ríkisstjórnar. Þetta markmið
lætur lítið yfir sér en er í raun
grundvallarmál í lýðræðisskipulagi:
að allir geti haft jöfn áhrif á lands-
stjómina. Þrátt fyrir breytinguna á
kosningalöggjöfínni fýrir nokkmm
ámm er munurinn á vægi atkvæða
einstakra kördæma ennþá vemleg-
ur. Þannig eru þrefalt fleiri kjósend-
ur að baki hverjum þingmanni á
Reykjanesi en á Vestfjörðum og um
tvöfalt fleiri kjósendur em að baki
þingmanni á Vestfjörðum en á Norð-
urlandi eystra.
Hlutverk þingmanna
Samkvæmt stjómskipun landsins
fara þingmenn með löggjafarvald,
þ.e. vald til að setja þjóðinni almenn f
lagafyrirmæli. Þingmönnum er ætl-
að að breyta í samræmi við eigin
sannfæringu og eiga þeir að líta á
sig sem fulltrúa allrar þjóðarinnar
fremur en sem fulltrúa sérstakra
hagsmunahópa eða landssvæða.
Eftir því sem misvægi atkvæða
eykst verða kjósendur í ákveðnum
kjördæmum „verðmætari" en aðrir
og því hættara við að ákveðnir þing-
menn gerist fremur talsmenn sér-
sjónarmiða en almennra.
Alþjóðlegar kröfur
Bæði í Mannréttindayfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna og Mannrétt-
indasáttmála Evrópu koma þær
skoðanir skýrt fram að kosninga-
réttur þcgnanna skuli vera jafn.
Þetta hafa flestar lýðræðisþjóðir
viðurkennt í verki og sumar hafa
jafnvel ákvæði þess efnis í stjórnar-
skrám sínum. Hæstiréttur Banda-
ríkjanna kvað upp dóm fyrir um
aldarþriðjungi þar sem sagði að
misvægi atkvæða eftir búsetu fengi
ekki staðist, þar sem þingmenn
væru fulltrúar fólks en ekki fer-
metra.
Leiðir til úrbóta
Ýmsar leiðir eru til úrbóta en
aðalatriðið er að ná markmiðinu um
jöfnun atkvæðisréttar. Nefna má
leiðir eins og að þingmönnum verði
fækkað um 1-2 í hveiju kjördæmi
utan Reykjavíkur og Reykjaness eða
að ákveðið verði að einn þingmaður
sé fyrir ákveðinn kjósendahóp, t.d.
fýrir 5.000 kjósendur. Seinni leiðina
mætti útfæra bæði í einmennings-
kjördæmum eða kjördæmum með
fleiri þingmönnum eða blanda því
saman. Nauðsynlegt er einnig að
þingmönnum verði fækkað og þann-
ig sparað í yfírbyggingu hins opin-
bera. íslendingar hafa mun fleiri
þingmenn en t.d. Lúxemborg hvort
sem miðað er við mannfjölda eða
þjóðarframleiðslu. Gæði þingstarfa
fara hins vegar ekki eftir fjölda
þingmanna.
Breyting nú eða á næstu öld
Leiðrétting á misvægi atkvæða
verður ekki gerð nema með stjórn-
arskrárbreytingu en slíkt krefst
samþykkis tveggja þinga með kosn-
ingum á milli. Þannig verður Al-
þingi að afgreiða slíkar tillögur á
næsta þingi ef beita á nýjum reglum
á þessari öld (væntanlega í þing-
kosningum 1999). Því verður mál-
efnaleg og markviss umræða um
þetta máléfni að hefjast sem fyrst,
þannig að kostirnir liggi á borðinu
og þingmenn geti afgreitt máiið
næsta haust.
VIKTOR B. KJARTANSSON,
tölvunarfræðingur og varaþing-
maður Sjálfstæðisflokksins í
Reýkjaneskjördæmi.