Morgunblaðið - 05.05.1994, Page 45

Morgunblaðið - 05.05.1994, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 45 BRÉF TIL BLAÐSINS LÍKAN af knattspyrnuhöil sem fyrirhugað er að byggja í Noregi. Yfirbyggður kuattspyrn u völl- ur, draumur eða veruleiki? Frá Hafliða Richard Jónssyni: KNATTSPYRNA á íslandi hefur tek- ið miklum stakkaskiptum undanfarin ár en nú er komið að ákveðnum tíma- punkti _þar sem stöðnunar fer _að gæta. Ástæða þess er að hér á ís- landi eru veður oft válynd og aðstæð- ur til knattspyrnuiðkunar að vetrar- lagi mjög slæmar. Reynt hefur verið að spila og gera boltaæfingar í ökkla- djúpum snjó og glerhálku þar sem ekki veitti af að nota gadda í stað takka og má þar að auki rekja ijöld- ann allan af meiðslum knattspyrnu- manna til þessara aðstæðna. Undanfarin ár hafa knattspyrnu- og bæjarfélög verið að bæta aðstöðu knattspyrnunnar með því að byggja gervigrasvelli með eða án snjó- bræðslu og hafa þessir vellir kostað 30 til 50 milljónir króna. Þó að þess- ir vellir séu nú til staðar hefur það sýnt sig að veðurfar hefur ekkert breyst með tilkomu þeirra. Einungis er hægt að æfa og spila á þeim þeg- ar veður er gott og annaðhvort hláka eða snjóbræðslukerfi hefur gert vel- lina snjólausa. Þar að auki liggja þessir gervigrasvellir undir skemmd- um að vetrarlagi vegna þess að þeim er ekkert hlíft gegn ágangi frost- og þíðuverkana eða tækjum þeim er notuð eru tii snjómoksturs. Það er því ljóst að eina ráðið fyrir íslenska knattspyrnu er að fara að dæmi Norðmanna og byggja knatt- spyrnuhöll. Og þá komum við að aðalspurningunni, höfum við fjár- magn í slíka byggingu? Til þess að gera sér grein fyrir því hvað höll af þessu tagi kostar þá held ég að best sé að skoða það sem Norðmenn eru að gera. Þeir eru nú með átaksverk- efni í gangi til að skapa atvinnu og ætla þeir sér að byggja knattspyrnu- hallir víðs vegar um Noreg. Þessar hallir eru mismunandi stórar og með mismiklum búnaði. Ódýrasta höllin er hálft hús með möguleika á stækk- un, 80x49 m, tilbúið með gervi- grasi, upphitun, lýsingu en án bún- ingsaðstöðu og mun kosta um 200 milljónir. Því næst kemur hús í fullri stærð. 108x80 m, tilbúið með gervi- grasi, upphitun, lýsingu en án bún- ingsaðstöðu á 365 milljónir. Dýrasta höllin er síðan hús í fullri stærð, 108x80 m, tilbúið með gervigrasi, upphitun, lýsingu og búningsaðstöðu á 430 milljónir. Þessar tölur eru óneitanlega mjög háar í sjálfu sér, en ef við skoðum nú hvað rúmmetr- inn í dýrustu höllinni kostar þá lítur dæmið aðeins öðrvísi út. Miðað við þessar forsendur mun hann einungis kosta 29 þúsund sem telst vera mjög lítið í dag. Þá er enn ósvarað spurn- ingunni um fjármagn. í mínum huga byggist hagkvæmasta lausnin á sam- vinnu. Ef aðeins Reykjavík og nálæg sveitarfélög tækju sig saman og byggðu fyrstu höllina ásamt knatt- spyrnufélögunum þeirra þá þyrfti þetta ekki að vera þeim þungur baggi. Sveitarfélögin þyrftu að borga um 68 milljónir hvert og knatt- spyrnufélögin aðeins að skipta á milli sín 86 milljónum. Þetta eru ekki háar upphæðir sé tekið mið af því sem bæjarfélög hafa lagt í bygg- ingar fyrir menningar- og tóm- stundamál. Sem dæmi má geta þess að íþróttahús Breiðabliks í Kópavogi mun kosta rúmlega 200 milljónir, Borgarleikhús Reykjavíkur kostaði rúmlega 4,5 milljarða, að ógleymdri sundlaug er nýverið var opnuð í Árbæ en hún kostaði rúmlega 600 milljónir. Það að byggja knattspyrnu- höll í sameiningu ætti að vera mjög hagkvæmt þar sem slíkt jiús myndi aldrei standa ónotað. Á vetuma gætu knattspyrnufélögin skipt á milli sín tímunum, og á sumrin væri hægt að nýta húsið fyrir ýmiss konar sýn- ingar, ég tala nú ekki um tónleika af stærstu gerð þar sem húsið gæti tekið við um 18 þúsund áhorfendum. Margir gætu nú hugsað sem svo að ekki væri pláss fyrir mörg félög í einu húsi, en það er nú svo að í hverri viku er fjöldi lausra tíma fyrir menn sem einungis geta æft eftir klukkan fimm á daginn um 55 klst. Einnig er það staðreynd að knattspyrnufé- lög nota aðeins heiming vallar við æfíngar, þannig að tvö félög geta æft í einu með því að skipta húsinu með tjaldi eins og tíðkast í íþrótta- húsum. Ef við gefum okkur nú að Excel námskeið hvert félag léti einungis tvo efstu flokka æfa í húsinu, og þá í fimm tíma í viku hvern, þá mundi vera pláss fyrir ellefu knattspyrnufélög í húsinu. Að byggja knattspyrnuhöll er mik- ið verkefni og kannski of stór biti fyrir eitt sveitarfélag. Það hlýtur því að vera hagstæðara fyrir okkur að sameinast, sýna vilja í verki og gera drauminn um knattspyrnuhöll á ís- landi að veruleika. HAFLIÐIRICHARD JÓNSSON, byggingatæknifræðingur. Mun Reykjavík greiða húsaleigubætur? Frá Jóni Kjartanssyni: Ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um húsa- leigubætur. Þetta er gamalt bar- áttumál og því er frumvarpinu fagnað. Leigjendur á frjálsum markaði hafa alla tíð þurft að greiða sinn húsnæðiskostnað sjálf- ir, enda opinber stefna lengst af að styðja fólk til þess eins að eign- ast húsnæði. Samkvæmt frum- varpinu er sveitarfélögum ætlað að greiða út bæturnar, en ríkið endurgreiðir sveitarfélögunum síð- ar 60% af útlögðum kostnaði gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga. Þótt frumvarpinu sé fagnað og þar með viðurkenningu á rétti leigjenda, eins og annarra, til að- stoðar við greiðslu húsnæðiskostn- aðar, eru verulegir annmarkar á þessu frumvarpi. T.d. verða sveit- arfélög að ákveða fyrir 1. okt. ár hvert hvort húsaleigubætur verði greiddar á komandi ári. Sé það ekki gert fellur niður réttur til húsaleigubóta í viðkomandi sveit- arfélagi fyrir næsta ár. Fólk veit því aldrei fyrirfram hvort það á bótarétt á komandi ári. Ekki er að undra þótt spurt sé hversvegna þetta undanþágu- ákvæði er sett í frumvarpið, og hver beitti sér fyrir því? Víst er að hugmyndin er ekki komin frá félagsmálaráðherra. Þetta er stjórnarfrumvarp og því hefur þurft samþykki ríkisstjórnar fyrir endanlegri gerð þess. Umrætt ákvæði hefur því verið sett inní frumvarpið að kröfu annarra. Þeg- ar sett voru ný lög um félagsíbúða- kerfið 1990 fékk þáverandi borg- arstjóri í Reykjavík sett inní lögin ákvæði sem heimilaði sveitarfélög- um undanþágu frá því að fram- kvæma þau. Borgin hefur síðan nýtt sér þetta heimildarákvæði og með því aukið á húsnæðisvandann. Með þetta í huga hlýtur sú spurn- ing að vakna, hvort það sama sé að gerast nú. Eru núverandi ráða- menn borgarinnar með þessu að opna sér ieið til að þurfa ekki að. greiða húsleigubætur til Reykvík- inga, verði þeir áfram við völd? JÓN KJARTANSSON frá Pálmholti, formaður Leigjendasamtakanna. - kjami málsins! Weetabix Abyrgðar- leysi að fara í verkfall Frá Christel Walters: ALDREI hef ég kynnst eins ábyrgð- arlausri stétt og meinatæknar eru. Kaupið þeirra getur ekki verið eins lítið og þær halda fram vegna þess að þá gætu þær ekki verið svona lengi í verkfalli. Ég get ekki trúað því að þessi þjóð geti farið í háttinn að kvöldi dags - erum við virkilega ekki með samviskubit gagnvart sjúklingum? Eru einhveijir til sem styðja þetta verkfall. Ef ég man í’étt gerir Kvennalistinn það. Er ekki tími til kominn að Kvennalist- inn snúi sér að verkefnum sem þeim koma virkileg við, eins og beijast fyrir því að fjölskyldulíf verði heil- brigðara og að börnin kynnist for- eldrum sínum jafnmikið og dag- mömmunni. Meinatæknar hér fyrir norðan - á Akureyri - eru ekki ánægðir með. hvernig verkfallið hefur þróast. Ég er viss um að þeir ganga ekki ángæðir til svefns á kvöldin. CHRISTEL WALTERS, Akureyri Alpen morgunmatur er hollur og orkuríkur matur fyrir þá sem skila löngu dagsverki. Trefjarnar fyrir meltinguna og vítamínin bæta heilsuna. ALPEN ER KRÖFTUGT OG GOTT MORGUNKORN. 94029 Tölvu- og verkfræöiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 ÖBKIN 1012 - 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.