Morgunblaðið - 05.05.1994, Side 52
52 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
KORFUKNATTLEIKUR
Fjonr nýlioar
í landsliðinu
Undirbúningur hafinn fyrir undankeppni EM
TORFI Magnússon, landsliðs-
þjálfari í körfuknattleik, til-
kynnti í gær liðið, sem tekur
þátt í Polar-Cup í Svíþjóð í
næstu viku, og eru fjórir nýliðar
í hópnum. Landsliðið verður
með í Promotion-keppninni í
byrjun júní og eru þessi mót
fyrsti liður í undirbúningi liðs-
ins fyrir undankeppni EM að
ári.
Island er í riðli með Eistlandi,
Finnlandi og Svíþjóð B á Polar-
Cup, sem verður í Stokkhólmi 12.
til 15. maí, en í hinum riðiinum eru
Litháen, Svíþjóð, Danmörk og Nor-
egur. Promotion-keppnin verður í
Dublin á írlandi 4. til 8. júní og þar
er ísland í riðli með Kýpur, And-
orra og Gíbraltar, en í B-riðli eru
Irland, Lúxemborg, Malta og Wal-
es.
20 til 27 þjóðir leika um 10 sæti
í undankeppni EM, sem verður í
maí og júní á næsta ári, en áður
komust aðeins fjórar þjóðir áfram.
í undanúrslitakeppninni leika' 30
þjóðir og verður leikið í fimm sex
liða riðlum heima og að heiman
keppnistímabilin 1995-96 og
1996-97, en tvær efstu þjóðirnar í
hveijum riðli komast í úrslitakeppni
Evrópumótsins 1997. Þær 11 þjóð-
ir, sem verða í 2. til 12. sæti í úr-
slitakeppni EM 1995, leika einnig
í undanúrslitum næstu EM sem og
þær 10 þjóðir, sem verða í 3. og
4. sæti í riðlum undanúrslitakeppn-
innar 1995.
Eftirtaldir ieikmenn skipa lands-
liðið, sem leikur í Svíþjóð, landsleik-
ir tii hægri:
Jón Kr. Gíslason, ÍBK................131
Valurlngimundarson, UMFN.............141
Guðmundur Bragason, UMFG..............82
TeiturÖrlygsson, UMFN,................64
Guðjón Skúlason, ÍBK,.................58
Jón Amar Ingvarsson, Haukum...........39
Nökkvi Már Jónsson, UMFG,.............28
Kristinn Friðriksson, ÍBK,.............4
Hermann Hauksson, KR...................0
Hjörtur Harðarson, UMFG................0
Brynjar Karl Sigurðsson, Val...........0
Marel Guðlaugsson, UMFG................0
Landsliðið mætir úrvaisliði, sem Ingvar
Jónsson valdi, í Garði í kvöld kl. 20. Þessir
eru í úrvalsliðinu:
Einar Einarsson, ívar Ásgrímsson og
Eggert Garðarsson úr ÍA. Pétur Ingvarsson
og Sigfús Gizurarson frá Haukum. Joe
Wright, Friðrik Ragnarsson UMFN, Bárður
Eyþórsson Snæfelli, Bragi Magnússon og
Ragnar Þór Jónsson frá Val og KR-ingarn-
ir Davíð Grissom og Ólafur Ormsson.
VALUR Ingimundarson er landsleikjahæstur íslendinga í körfuknattleik.
Kvennalið
til Luton
^Jigurður Hjörleifsson, þjálfari
unglingalandsliðs kvenna í
körfuknattleik, hefur valið tólf
stúlkur til að leika með liðinu á
fjögurra þjóða móti í Luton, sem
hefst á morgun. Auk íslenska liðs-
ins taka lið frá Englandi, írlandi
og Wales þátt í mótinu. Landsliðs-
hópurinn er þannig skipaður:
Anna Dís Sveinbjörnsdóttir,
Grindavík, Auður Jónsdóttir og
Hólmfríður Karlsdóttir, Njarðvík,
Erla Reynisdóttir og Erla Þor-
steinsdóttir, Keflavík, Birna Val-
garðsdóttir, Tindastóli, Elín Harð-
ardóttir og Kristjana Magnúsdótt-
ir, Val, Erla Hendriksdóttir og
Hildur Ólafsdóttir, Breiðabliki,
Kolbrún Pálsdóttir og Helga Þor-
valdsdóttir, fyrirliði, KR.
íslenska liðið leikur gegn írlandi
á morgun, Englandi á laugardag
og Wales á sunnudag.
Héðinn Gunnarsson, dómari, fer
út með liðinu, en hann dæmir á
mótinu.
í kvöld
Handknattleikur
1. deild karla
2. leikur um bronsið:
Víkin: Víkingur-Selfoss...20
Meistaramir áfram
SCOTTIE Pippen skoraði sigurkörfu Chicago í framlengdum leik gegn Cleve-
land. Hann hefur leikið mjög vel með Chicago í úrslitakeppninni.
MEISTARARNIR í Chicago
Bulls tryggðu sér sæti í undan-
úrslitum Austurdeildar NBA í
fyrri nótt og sýndu jafnframt
að þeir eru til alls líklegir án
Michaels Jordans. Bulls vann
Cleveland 95:92 eftirfram-
lengdan ieik og sigraði því 3:0.
Þetta er fjórða árið í röð sem
félagið slær út mótherja sinn í
8-liða úrslitum án þess að tapa
leik og í fimmta sinn á sjö árum
sem Bulls slær Cleveland út í
úrslitakeppni.
Scottie Pippen var hetja
Chicago, gerði 23 stig og skor-
aði körfuna sem tryggði sigurinn í
framlengingunni, en staðan var jöfn
eftir venjulegan
prj leiktíma, 90:90.
Gunnari „Vörnin hjá okkur
Valgeirssyni var betri og það réði
i Bandaríkjunum úrslitum," sagði
Pippen,. sem tók
einnig 11 fráköst og átti sex stoð-
sendingar. Meistararnir leika í und-
anúrslitum Austurdeildar við
sigurliðið úr viðureign New York
og New Jersey. Chris Mills bætti
eigið stigamet er hann gerði 25
stig fyrir Cleveland í leiknum og
Mark Price gerði 22. Cleveland lék
án Brad Daugherty, Larry Nance
og John Williams, sem allir eru
meiddir.
Miami Heat sigraði Atlanta
Hawks 90:86 og tók óvænta for-
ystu 2:1. Ef Miami kemst áfram
verður það í fyrsta skipti síðan úr-
slitakeppnin hóf göngu sína fyrir
48 árum að lið sem kemst í úrslita-
keppnina. í 8. sæti, slær út lið sem
kemur inn í 1. sæti. Steve Smith
var besti leikmaður í Miami, gerði
25 stig. Miami á nú góða möguleika
á að komast áfram því næsti leikur
verður á heimavelli annað kvöld.
Glen Rice gerði 19 stig fyrir Miami
og Rony Seikaly, sem lék í stað
Grant Long sem tók út leikbann,
gerði 12 stig og tók 20 fráköst.
Craig Ehlo var bestur í liði Hauk-
anna með 20 stig. „Þetta var stór-
kostlegur sigur og mikilvægur, en
við höfum ekki unnið neitt enn,“
sagði Kevin Loughery, þjálfari
Miami.
Vesturdeild
Portland heldur enn í vonina um
að komast áfram í úrslit Vestur-
deildar eftir 118:115 sigur á Houst-
on Rockets á heimavelli. Rod Strick-
land gerði 25 stig fyrir heimamenn
og átti 15 stoðsendingar. Hakeem
Olajuwon gerði 36 stig fyrir Rock-
ets og hefur nú skorað 108 stig í
fyrstu þremur leikjunum í úrslita-
keppninni. Næsti leikur fer fram í
Portland.
Karl Malon gerði 24 stig og tók
13 fráköst er Utah Jazz sigraði San
Antonio Spurs auðveldlega 105:72
— náði mest 30 stiga mun. Utah
hefur yfir, 2:1, og á næsta leik
heima. Jeff Hornacek gerði 15 stig
og John Stockton 13 og átti 12
stoðsendingar fyrir Utah. David
Robinson, sem var stigahæstur í
deildarkeppninni, var haldið niðri í
16 stigum. Hann hitti aðeins úr
átta skotum af 21. Dennis Rodman
lék ekki með Spurs vegna leik-
banns, en hann lét sér ekki leiðast
þó að hann hafi greitt 710 þús. ísl.
kr. í sekt — því að það sást til hans
ganga út af hóteli ásamt söngkon-
unni frægu Madonnu í fyrrinótt.
Webber nýliði ársins
Chris Webber hjá Golden State
Warriors hefur verið útnefndur ný-
liði ársins í NBA-deiIdinni og Jim
Lynam var í gær ráðinn aðalþjálf-
ari hjá Washington Bullets í staðinn
fyrir Wes Unseld, sem sagði upp
eftir síðasta leik liðsins í deildar-
keppninni. Unseld verður áfram
varaforseti félagsins.
KFÍ sigraði í 2. deild
KFÍ frá ísafirði sigraði í úrslita-
keppni 2. deildar sem fram
fór á ísafirði um síðustu helgi og
leikur því í 1. deild næsta keppnis-
tímabil. ísfirðingar hafa aldrei áður
leikið í 1. deild.
KFÍ vann Þór frá Þorlákshöfn í
úrslitaleik 75:48, en þau færast
bæði upp í 1. deild. Selfoss sigraði
UMF Stafholts. 88:57 í leik um
þriðja sætið. Leikið var í tveimur
4-liða riðlum. Úrslit voru sem hér
segir:
A-riðill:
KFÍ-Seltoss.....................87:50
Selfoss - Laugar...................82:65
Laugar - KFI......................100:70
■Árvakur mætti ekki.
B-riðill:
Þór Þorlákshöfn - ÍH...............74:58
UMF Stafholts. - Þrymur............80:55
Þór-Þrymur.........................77:65
UMF Staf - Þór.....................84:59
ÍH - UMF Stafholts.................80:55
ÍH - Þrymur.......................64:51
Þar sem fyrirhugað er að fjöiga í úrvals-
deildinni næsta vetur úr 10 í 12 lið má
búast við að Selfyssingar flytjist einnig upp
í 1. deild með KFÍ og Þór. Eins hefur heyrst
að Léttir verði ekki með lið í 1. deildinni
næsta vetur.
Morgunblaðið/Þorkell
KR Reykjavíkurmeistari kvenna
KR-STÚLKUR tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu í gær-
kvöldi með 1:0 sigri gegn Val, en KR vann fyrri leik liðanna 5:3. Helena Ólafs-
dóttir, fyrirliði, gerði eina mark leiksins stundarfjórðungi fyrir leikslok og hér
er hún með sigurlaunin.