Morgunblaðið - 05.05.1994, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ1994 53
ÚRSLIT
Knattspyrna
Evrópukeppni bikarhafa
Úrslitaleikur
Kaupmannahöfn:
Arsenal - Parma...................1:0
Alan Smith (19.). 33.765.
England
Chelsea - Coventry................1:2
(Cascarino 43.) - (Ndlovu 32., Morgan 34.).
8.923.
Manchester United - Southampton.2:0
(Kanchelskis 60., Hughes 89.). 44.705.
Frakkland
Átta liða úrslit bikarkeppninnar:
Marseiile - Montpellier...4:3
BiStaðan var 0:0 eftir framlengingu og
þurfti því vítakeppni. Sonny Anderson og
William Prunier skoruðu ekki úr tveimur
fyrstu spymum Marseille. Montpellier mæt-
ir Lens í undanúrslitum og Auxerre tekur
á móti Nantes.
Vináttulandsleikur
Cannes, Frakklandi:
Bólivía - Saudi-Arabía...1:0
Erwin Sanchez (79.). 700.
Íshokkí
Heimsmeistarakeppnin
Átta liða úrslit:
Bandarikin - Rússland....3:1
(1-0 2-0 0-1)
Craig Janney 17:33, Scott Young 23:53,
26:43 - Andrei Kovalenko 47:20.
Svíþjóð - Ítalía.........7:2
faúm
FOLX
B PETER Nilsson, sem verið
hefur þjálfari og leikmaður KR-
inga í borðtennis, hefur ákveðið að
ganga til liðs við Víkinga næsta
vetur. Hann verður þar þjálfari og
leikmaður næsta keppnistímabil.
B KRISTJÁN Þ. Krisíjánsson,
fyrrum leikmaður Hauka og ÍBV,
hefur verið ráðinn knattspyrnu-.
þjálfari hjá Neista frá Hofsósi sem
leikur í 4. deild.
KNATTSPYRNA
Eidur Smári
valinn í
landslið 18
ára og yngri
Guðni Kjartansson, þjálfari
piltalandsliðsins í knatt-
spyrnu, hefur valið 16 manna hóp
fyrir Evrópuleikinn gegn Portúgal,
sem fram fer á Valbjarnarvelli í
Laugardal næsta sunnudag kl.
17.00. Þetta verður fyrri leikur í
16-liða úrslitum pilta 18 ára og
yngri. Síðari leikurinn fer fram í
Caldas Da Rainha í Portúgal 15.
maí. Það lið sem vinnur samanlagt
kemst áfram í 8-liða úrslitakeppni
sem frain fer á Spáni í júlí.
Meðal þeirra sem valdir voru í
landsliðshópinn er Eiður Smári
Guðjohnsen, sem er aðeins 15 ára
en verður 16 ára í haust og á enn
eftir eitt ár í landsliði 16 ára og
yngri. Þess má geta að hann var
fyrst valinn í það lið 14 ára. Hópur-
inn er annars þannig skipaður:
Markverðir:
Ólafur Kristjánsson, Fram
Gunnar Sigurðsson, ÍBV
Aðrir lcikmenn:
Kjartan Antonsson, UBK
Bjarki Stefánsson, Val
Vilhjálmur Vilhjálmsson, KR
Ragnar Ámason, Stjörnunni
Sigurbjöm Hreiðarsson, Val
Sigurvin Ólafsson, Stuttgart
Bjarnólfur Lárasson, ÍBV
Guðni Rúnar Helgason, Sunderland
Brynjar Gunnarsson, KR
Jóhannes llarðarson, ÍA
Guðmundur Brynjólfsson, Val
Ólafur Stigsson, Fylki
Eiður Smári Guðjohnscn, Val
Björgvin Magnússon, Werder Bremen
íslenska liðið mun einnig leika
æfingaleik gegn Spánveijum á
Spáni 11. maí og þá munu Andri
Sigþórsson, Bayern Múnchen og
Þórhallur Hinriksson, KA bætast í
hópinn.
ÍÞRÓTTIR
KORFUKNATTLEIKUR
Axel ráðinn þjálfari KR
Ungverjinn Laszlo Nemeth tekur við enska landsliðinu
AXEL Nikuiásson, fyrrum landsliðs-
maður í körf uknattleik, var í gær ráðinn
þjálfari úrvatsdeildarliðs KR. Hann tek-
ur við af Ungverjanum Laszlo Nemeth,
sem óskaði eftir að hætta í kjölfar til-
boðs sem hann fékk um að taka við
landsliðsþjálfarastöðu enska iands-
liðsins.
Axel hefur þjálfað drengjalandsliðin síðan
1991 og var með 9. flokk ÍBK í vetur,
en var nýlega ráðinn í fullt starf á skrif-
stofu Körfuknattleikssambands íslands, þar
sem hann sinnir unglingamálunum. „Það
hefur alltaf heillað mig að verða þjálfari
meistaraflokks, en ég átti ekki von á því í
ár,“ sagði hann við Morgunblaðið í gær-
kvöldi. „Möguleikinn opnaðist skyndilega og
það var annað hvort að hrökkva eða stökkva.
Hins vegar veit ég að hveiju ég geng, hef
spilað með flestum strákunum í KR og Fal
Harðarsyni með ÍBK og landsliðinu. Þetta
gekk fljótt fyrir sig, en nú förum við að
snúa okkur að komandi verkefnum.“
Laszlo Nemeth sagðist hafa kunnað vel
við sig á íslandi, en hann hefði varla ^getað
hafnað tilboði Englendinga. „Ég elska Island
KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/Kristinn
Axel Nikulásson hefur þjálfað unglinga í
körfuknattleik undanfarin ár, en tekur nú við
úrvalsdeildarliði KR. Með honum á myndinni, sem
var tekin í gærkvöldi, er Kristín Oskarsdóttir,
16 mánaða frænka hans.
og því kom ég aftur. Hugur minn hefur
ekki breyst og breytist ekki, en það er heill-
andi að taka aftur þátt í íþróttinni á alþjóða
vettvangi,“ sagði hann í gærkvöldi, en Eng-
lendingar buðu honum þriggja ára samning.
Sófus Guðjónsson, formaður körfuknatt-
leiksdeildar KR, sagði að þessi þjálfara-
skipti hefðu verið gerð í mesta bróðemi.
„Við vorum með samning við Laszlo til
tveggja ára, en þar sem hann fékk gott til-
boð frá enska sambandinu gáfum við hann
eftir. Laszlo hefur skilað mjög góðu starfi
hjá KR enda einn besti þjálfari, sem komið
hefur til landsins. Það var afráðið að Axel
tæki við KR-liðinu eftir að Laszlo hætti og
kemur hann því til starfa ári fyrr en áætlað
var. Við emm mjög sáttir við þessa niður-
stöðu, þökkum Laszlo samstarfið og óskum
honum alls hins besta um leið og við bjóðum
Axel velkominn," sagði formaðurinn.
Sófus sagði að Falur Harðarson, sem lék
um tíma með liðinu sl. vetur, myndi leika
með liðinu næsta vetur, en hann er við nám
í Bandaríkjunum. Eins hefur Bárður Eyþórs-
son, leikmaður Snæfells, sýnt áhuga á að
leika með félaginu, en fljótlega skýrist hvort
af því verður.
Rétti tíminn
til að skora
- sagði Alan Smith, hetja Arsenal
ALAN Smith gerði glæsiiegt mark fyrir Arsenal gegn Parma á
19. mínútu í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa í Kaupmanna-
höfn í gærkvöldi og markið tryggði enska félaginu sigur. „Þetta
hefur verið skemmtileg Evrópukeppni og það var ánægjulegt að
skora," sagði fyrirliðinn, sem hafði gert sex mörk á tímabilinu.
„Ég hafði aðeins gert eitt mark í keppninni svo þetta var rétti
tíminn til að bæta öðru við.“
Reuter
Alan Smith, hetja Arsenal, gerði eina mark leiksins og er hér með bikarinn.
Ijjetta var fyrsti Evróputitill Ars-
enal í 24 ár, en lið félagsins
vann Anderlecht frá Belgíu í úrslitum
borgarkeppninnar 1970. Úrslita-
markið kom eftir mistök Lorenzos
Minottis, sem ætlaði að spyrna fram
á völlinn en tókst ekki betur til en
svo að nánast var um fyrirgjöf að
ræða. Smith þakkaði fyrir sig, tók
boltann niður og lét vaða af um 15
metra færi í nærstöng og inn, óverj-
andi fyrir Luca Bucei í markinu.
Arsenal varðist vel og hélt fengn-
um hlut, en leikmenn ítalska liðsins
áttu meira í fyrri hálfleik. Þeir áttu
þá 19 skot að marki gegn sex skotum
Arsenal og voru næst því að skora
á 13. mínútu, þegar Svíinn Thomas
Brolin skaut í innanverða stöngina,
auk þess sem Zola fékk tvö góð færi.
George Graham, stjóri Arsenal,
bætti enn einni rós í hnappagatið.
„Við vissum að næðum við að skora
gætum við haldið hreinu, en seinni
hálfleikur var sem klukkustund. Alan
Smith var maður leiksins, en það
voru margar hetjur í kvöld. Leikmenn
ítalska liðsins eru leiknari en við og
þeir voru mun ákveðnari og fljótari."
„Það er sannfærandi að sigra ítalskt
lið,“ sagði Smith, „því sagt er að
ítalska deildin sé sú besta í heimi."
Nevio Scala, þjálfari Parma, sagði
að betra liðið hefði sigrað. „Arsenal
var betra og varðist vel gegn spili
Parma. Við lékum ekki eins vel og
venjulega og leikmennirnir voru
taugaóstyrkir, en allt var opið til
loka.“
Liðin: Arsenal: David Seaman; Tony
Adams, Steve Bould, Nigel Winterburn, Lee
Dixon, Paul Davis, Stephen Morrow, Ian
Selley, Kevin Campbell, Alan Smith, Paul
Merson (Eddie McGoldrick, 86.).
Parma: Luca Bucci, Antonio Bennarivo,
Lorenzo Minotti, Luigi Apolloni, Alberto
Di Chiara, Roberto Sensini, Gabriele Pin
(Alessandro Melli, 70.), Massimo Crippa,
Tomas Brolin, Gianfranco Zola, Faustino
Asprilla,
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:
Miami — Atlanta..............90:86
■Miami er yfir 2:1.
Cleveland - Chicago..........92:95
■Eftir framlengdan leik. Chicago vann 3:0
og kemst áfram.
Portland - Houston.........118:115
■Houston hefur ylír 2:1.
Utah - San Antonio..........105:72
■Utah hefur yfir 2:1.
Íshokkí
NHL-deildin
Austurdeild, undanúrslit:
Ny Rangers - Washington..........5:2
■Rangers hefur yfir 2:0.
New Jersey - Boston..............5:6
BBoston hefur iyfiri 2:0-
Keegan gerði tíu ára
samning við Newcastle
KEVIN Keegan verðurfram-
kvæmdastjóri Newcastle Un-
ited fram yfir aldamót, eða til
2004. Frá þessu var formlega
gengið milli hans og félagsins
í gær.
Newcastle hefur gengið vel
síðan Keegan tók við liðinu
í febrúar 1992 og með þessum tíu
ára samningi vill félagið tryggja
að hann verði áfram í herbúðum
félagsins. Newcastle er í þriðja
sæti úrvalsdeildarinnar, á eftir
Manchester United og Blackburn
Rovers, og er öruggt með UEFA-
sæti næsta tímabil. Liðið hefur
ekki tekið þátt í Evrópukeppni
síðan 1978.
Newcastle hefur einnig fengið
Arthur Cox, sem var fram-
kvæmdastjóri liðsins 1982 - 1984
og keypti m.a. Keegan til félags-
ins, til starfa aftur. Hann er í
miklum metum hjá félaginu eins
og Keegan og verður aðstoðar-
þjálfari liðsins. Cox hefur verið
framkvæmdastjori Derby síðan
1984.
1'