Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSIMINGARNAR 28. MAÍ Þrír listar í Andakíls- hreppi Andakílshreppi - Fram eru komnir þrír listar við hrepps- nefndarkosningamar 28. maí nk. Lista fólksins skipa: Sturia Guðbjamason, Sigurður Jakobs- son, Gunnar Kristjánsson, Guðmundur Sig- urðsson, Guðrún Ólafsdóttir, Sig- ríður L. Guðjóns- dóttir, Steinunn Eiríksdóttir, Steinunn Ámadóttir, Ólöf Guð- bransdóttir og Steinþór Grön- feld. Listi óháðra býður fram eftir- talda: Ríkharð Brynjólfsson, Svövu Kristjánsdóttur, Magnús Jónsson, Sverri Hallgrímsson, Rósu Marinósdóttur, Hauk Júl- íusson, Elísabetu Haraldsdóttur, Gísla Sverrisson, Guðrúnu Gunnarsdóttur og Guðmund Hallgrímsson. Listi ungs fólks er þannig: Ólafur Davíðsson, Sigvaldi Jóns- son, Þórhallur Teitsson, Sverrir Júlíusson, Jón Ólafsson og Soff- ía Egilsdóttir. Fyrir fjórum ámm var Listi óháðra sjálfkjörinn og fékk fimm menn í hreppsnefnd. 28.MAI Vinstri menn o g húsnæðismálin UM ÞESSAR mundir dreifa vinstri menn bæklingi, sem hefur hlotið yfirskrift- ina „Við viljum breyta". Eitt af þeim málum sem frambjóð- endur vinstri manna vilja breyta er stefnan í húsnæðismálum borgarinnar. Við að lesa þennan bækling mætti halda að þessir frambjóðendur hafi ekki hugmynd um það sem þeir skrifa um eða þá að þeir rita gegn betri vitund. Vinstri menn vilja breyta stefnu í húsnæðismálum, m.a. með það í huga að létta greiðslubyrði almennings. Lausnin er að þeirra dómi aukið framboð á leiguhús- næði og kaupleiguíbúðum. Lítum aðeins nánar á þetta. Húsnæðis- nefnd Reykjavíkur hefur haft til úthlutunar þrenns konar húsnæði. Félagslegar eignaíbúðir — félags- legar kaupleiguíbúðir og almennar kaupleiguíbúðir. Vinstri menn vilja félagslegar eignaíbúðir feigar og vera eingöngu með kaupleiguíbúðir í félagslega íbúðakerfinu og halda að með því geti þeir lækkað greiðslubyrði fólks. Ef við værum með íbúð sem kostaði 8 milljónir króna miðað við áðurnefnda lána- flokka er greiðslubyrði eftirfarandi: Félagsleg eignaíbúð: (Kaup) útborgun 800 þúsund kr., greiðslu- byrði 22.800, - kr. pr. mánuð. Félagsleg kaup- leiguíbúð: (Leiga) eng- in útborgun, greiðslu- byrði 30.000.- kr. pr. mánuð. Almenn kaupleigu- íbúð: (Leiga) engin út- borgun, greiðslubyrði 47.300.- kr. pr. mánuð. Afborganir í eigin vasa Við skulum gefa okkur að sá sem fær úthlutað félagslegri eignaíbúð eigi ekki fyrir útborgun og þurfi aðstoð (en sem betur fer eiga flest- ir fyrir útborgun) þá kemur tvennt til greina, að Húsnæðisstofnun láni 100% lán til 3ja ára eða viðkom- andi fái lífeyrissjóðslán, sem marg- ir eiga aðgang að í dag. Greiðslu- byrði af 800 þúsund kr. lífeyris- sjóðsláni er ca 5.200.- kr. á mán- uði, yrði þá greiðslubyrðin komin upp í ca. 28 þúsund kr. á mánuði en yrði samt lægri, en kaupleigu- Það er furðulegt að vinstri menn skuli vilja ganga af sjálfseignar- forminu dauðu, segir Hilmar Guðlaugsson, enda verður fólk að hafa val um leiðir í húsnæðis- málum. íbúðin, sem vinstri menn leggja ofurkapp á. Er þetta öryggiskenndin í hús- næðismálum sem vinstri menn vilja, að fylgi því að búa í Reykja- vík? Ég legg það í dóm kjósenda. Þá er það ekki svo lítið atriði, að þeir sem fá úthlutað félagslegri eignaríbúð eru að greiða afborgan- ir af lánum í sinn eigin vasa og er útborgunin og afborganirnar vísitölutryggðar. Ef íbúðin verður í samfelldri eign í 30 ár, er gefið út kvaðalaust afsal, og viðkomandi getur selt íbúðina á frjálsum mark- aði eftir það. Kaupleiguíbúðir eiga engan rétt á sér Ég er mjög undrandi á þeim ákafa vinstri manna, að vilja ganga af eignaríbúðaforminu dauðu, og vara ég alvarlega við því. Fólk á að hafa val eins og það hefur í dag, að öðru leyti en því, að það á skilyrðislaust að leggja niður al- mennar kaupleiguíbúðir, þeir eiga engan rétt á sér innan félagslega íbúðakerfisins. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur hefur nýlokið við úthlutun íbúða, en alls bárust 860 umsóknir, 90% af þeim umsóknum óskuðu eftir félagslegri eignaríbúð. Því miður fengu ekki allir íbúð, en aldrei hef- ur verið úthlutað eins* mörgum íbúðum og nú, eða alls um 350 íbúðum. Félagslega íbúðakerfið hefur reynst mjög vel, eins og það var uppbyggt 1971. Sjálfsagt er að endurskoða og skera vankanta af gömlum reglugerðum, en að ætla sér að bylta kerfínu eins og vinstri menn boða getur haft alvarlegar afleiðingar. Ég næ því engan veginn, hvaða tilgangi það þjónar, að dreifa slík- um fullyrðingum, eins og koma fram í þessum bæklingi vinstri manna. Er kannski tilgangurinn aðeins sá að reyna að blekkja fólk? Höfundur er múrari og skipar fjórða sæti á D-lista íReykjavík. Hilmar Guðlaugsson Listi Al- þýðuflokks í Mýrasýslu FRAMBOÐSLISTI Alþýðu- flokksins í sameinuðu sveitarfé- lagi í Mýrasýslu (Borgarnes, Hraunhreppur, Norðurárdals- hreppur, Stafholtstungna- hreppur), vegna komandi kosn- inga er þannig skipaður: Sig- urður Már Einarsson, fiski- fræðingur, Jón Haraldsson, verslunarmaður, Kristmar Ólafsson, háskólanemi, Hólm- fríður Sveinsdóttir, stjórnmála- fræðinemi, Bjami Steinarsson, málarameistari, Björk Ágústsdóttir, húsmóðir, Sigríð- ur Karlsdóttir, húsmóðir, Tryggvi Gunnarsson, rafvirkja- meistari, Eyjólfur T. Geirsson, bókari, Jóhanna Lára Óttars- dóttir, fulltrúi, Valdimar K. Sigurðsson, Trausti Jóhanns- son, húsasmiður, Henning Henningsson, háskólanemi, Valgeir Ingólfsson, verkstjóri, Eygló Harðardóttir, verslunar- maður, Ingi Ingimundarson, aðalbókari, Ingigerður Jóns- dóttir, kjötiðnaðarmaður og Sveinn G. Hálfdánarson, inn- heimtustjóri. FYRIR skömmu gerði heilbrigð- isráðherra grein fyrir nýrri verka- skiptinu sjúkrahúsanna á Stór- Hafnarfjarðarsvæðinu. Þar kemur skýrt og greinilega fram staðfesting ráðherrans á því hlutverki St. Jó- sefsspítala í Hafnarfirði verður með sama hætti og verið hefur undan- farin ár. Sú þjónusta hefur verið byggð upp á síðastliðnum 12 árum með það í huga að veita Hafnfirð- ingum og íbúum nágrannabyggða- laganna eins fjölbreytta sérfræði- þjónustu og kostur er, ásamt því að kappkosta að hagkvæmni stærð- arinnar fær því að njóta sín. Það er að segja að sú þjónusta sem í boði er sé viðráðanleg fyrir ekki stærri stofnun og að þjóðarbúið borgi ekki meira með henni heldur en gert er á öðrum sjúkrahúsum. Vegna bæjar- og sveitarstjórnar- kosninga koma stjórnmálaflokkar nú fram með ýmsar hugmyndir í stefnuskrám sínum. Stefnuskrá okkar sjálfstæðismanna í Hafnar- fírði hefur verið birt. Þar er víða komið við. Meðal annars eru ýmsir áhugaverðir þættir um heilbrigðis- mál. Til dæmis er lögð áhersla á áframhaldandi uppbyggingu á St. Jósefsspítala, Sólvangi og Hrafn- istu. Ándstæðingar Sjálfstæðis- flokksins hafa sagt að bæjarstjóm hafí ekkert með þessi mál að gera, þar sem þau séu ákveð- jn af ríkisvaldinu og fjármögnuð að lang- mestu leyti (85%). Um þetta vil ég segja, að ef ekki kemur til áhugi og þrýstingur frá bæj- aryfivöldum og al- menningi um mál sem þessi, þá gerast hlut- imir seint. Áhrif bæjar- yfirvalda og almenn- ings getur ráðið úrslit- um. Sem dæmi um það má benda á, að þá at- lögu sem gerð var að St. Jósefsspítala í árslok 1991 skipti verulegu máli sú undirskriftasöfnun sem þá fór fram í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Rúmlega tíu þúsund manns úr þess- um byggðarlögum sögðu þáverandi heilbrigðisráðherra skoðun sína á málinu, og í framhaldi af því voru fyrri áform dregin til baka. Við núverandi aðstæður í at- vinnumálum ber bæjarstjórn að standa vörð um þær þjónustustofn- anir sem fyrir em í bænum. St. Jósefsspítali, Sólvangur og Hrafn- ista eru stórir vinnu- staðir og aukin þjón- usta þeirra þýðir aukna atvinnu. Með það í huga ber bæj- aryfirvöldum að beita sér fyrir vexti þeirra og viðgangi. Til dæmis eru áætlanir um tengi- byggingu á St. Jósefs- spítala mjög mikilvæg- ar fyrir áframhaldandi þróun þeirrar sérfræði- þjónustu sem þar er starfrækt. Bygging þessi tengir saman sjálfan spítalann og göngudeildarhúsið, ásamt því að skapa aðstöðu fyrir nýjan aðgang að spít- alanum. Breytt verkaskipting á milli ríkis og sveitarfélaga, sem fyrirhuguð er í formi reynslusveit- arfélaga, gerir ráð fyrir því að bæjaryfirvöld taki öldrunarþjónustu og heilsugæslu á nýjan leik. Gefur þetta bæjarstjórn meiri möguleika á að skipuleggja og endurbæta þjónustu á þessum sviðum, bæði hraðar og með markvissari hætti heldur en þegar eiga þarf við ríkis- valdið. Árið 1985 samþykktu bæjar- yfirvöld áætlun um uppbyggingu á St. Jósefsspítali, Sól- vangur og Hrafnista eru stórir vinnustaðir og Arni Sverrisson vill staðinn verði vörður um þær þjónustustofnanir sem fyrir eru í Hafnar- fírði. Sóivangi. Hluti þessara fram- kvæmda er þegar kominn í gagnið, en ef litið er til áforma um viðbygg- ingu við Hrafnistu kemur upp sú spurning hvort þarna sé hugsanlega um tvíverknað að ræða. Þessu þurfa bæjaryfirvöld að fá úr skorið. Hafnfirðingar, stöndum vörð um heilbrigðiskerfið í bænum okkar og sýnum frumkvæði til frekari fram- fara. Það fjölgar atvinnutækifær- um. Höfundur er framkvæmdastjóri St. Jósefsspítala og skipar 7. sætið á franboðsiista Sjáifstæðisflokksins i Hnfnarfirði. Frumkvæði til framfara Árni Sverrisson Guðrún Þórbjarnardóttir snyrtifræðingur Guömundur Magnússon prófessor Bryndís Þórðardóttir kennari /félagsráðgjafi Egill Ólafsson leikari/tónlistamaður Vala Asgeirsdóttir Thoroddsen 5 styðjum “______

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.