Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ1994 33 I í 1 I i I I f I I I I í I < 1 I i MIIMIMIIMGAR sem stóðu höllum fæti. Hins vegar batt hún vonir við að flokkur sinn myndi á Alþingi ná fram ýmsum réttindamálum fólksins í landinu sem og varð, en ekki af þeim hraða sem hún kaus. Það er þó kannske engin tilviljun að Aðalheiður réði miklu um að það tókst að mynda ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1988, stjórnina sem náði tveimur árum síð- ar þjóðarsátt og lagði grunninn að þeim stöðugleika sem ríkt hefur síð- an. Við Aðalheiður vorum bæði byij- endur á Alþingi 1987, hún sjóuð i harðri baráttu verkalýðsins og vön að ganga beint fram og hlífa sér hvergi. Eg dáðist fljótt að því hversu einörð hún var og laus við alla til- gerð og óþarfa mælgi. Þegar einhver mál voru á dagskrá sem hún bar fyrir bijósti gekk hún án þess að hafa nokkuð í höndunum í ræðustól- inn og talaði frá hjartanu. Þingmenn tóku mjög tillit til orða hennar og virtu þessa fullorðnu baráttukonu. Hún var verðugur fulltrúi fólksins í landinu þau ár sem hún sat á Alþingi. Ég ætla að rifja upp brot úr tveim- ur ræðum Aðalheiðar sem lýsa henni vel. Hún gekk fram í baráttu fyrir réttindum heimavinnandi húsmæðra og um frumvarp um lífeyrisréttindi sagði hún 2. desember 1987: „Ef frumvarpið verður samþykkt þá verður rutt úr vegi þeirri hindrun sem felst í því hugarfari að hugsa sem svo: Þessi kona er heima. Hún gerir ekkert. Hún er bara húsmóðir. Þegar ég lít til baka yfir mína ævi finnst mér að ég hafi ekki sofnað þreyttari í annan tíma en þegar ég var bara húsmóðir og sveitakona og mér finnst meira en mál til komið að fara að meta þetta.“ Henni rann til rifja að móðirin sem með uppeldisstarfi sínu skyldi ekki hafa réttindi á borð við aðra fyrir sitt mikla starf. Þegar hún varði ríkisstjórnina í sinni síðustu ræðu á Alþingi sem hún var stundum kölluð „mamma“ að sagði hún: „Hvað hefur áunnist? Þið vitið það öll. Verðbólga mælist nú minni en áður hefur þekkst. Vaxtaó- freskjan er á hröðu undanhaldi. At- vinnuvegir úti um landið eru á upp- leið og atvinnuleysi minna en þeir bjartsýnu þorðu að vona.“ Svo spurði hún: „Vilja menn að fijálshyggjan grálynd og grimm setjist aftur að völdum? Spili hratt og villt og hlaupi svo í fangið á EB þegar allt um þrýt- ur?“ Síðustu varnaðarorðin féllu. Styrkur var Alþingi að Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur og hún hafði áhrif og setti annað og betra yfirbragð á þingið. Þingmenn Framsóknar- flokksins og Framsóknai-flokkurinn þakka Aðalheiði við leiðarlok fyrir samstarfið frá 1988 til 1991. Hún ásamt Steingrími Hermannssyni áttu stóran þátt í því hversu vel tókst að stýra þjóðfélaginu inn á brautir sókn- ar og samstöðu á þessum árum. Mín tilfinning er sú að verkalýðshreyfing- in hafi verið fúsari til samstarfs og fundið betri hljómgrann fyrir sínum viðhorfum í ríkisstjórn þar sem Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir var mikils metin og réð oft úrslitum. Stíðar áttum við náið og gott sam- starf í bankaráði Búnaðarbankans, ég sem formaður en hún varaformað- ur. Þar gerðist það sama, barátta fyrir fólkinu var henni efst í huga en ég fann þó jafnan að hún gerði þær kröfur til fólks að það gerði skyldu sína og vildi að menn björguð- ust af dugnaði sínum. Hún hafði aldr- ei vanist öðru og taldi vinnuna upp- sprettu hamingjunnar. Við áttum mjög gott samstarf, hún hafði áhuga á málefnum bankans og gerði kröfur um aðhald og sparnað og gladdist yfir góðri afkomu bankans. Aðalheið- ur var óvenju heilsteypt manneskja með mikla réttlætiskennd og ómyrk í máli ef vegið var að hennar hugsjón- um. Þá var erfítt að' mæta henni svo rökföst var hún. Aðaiheiður og Guðsteinn voru fiutt heim í Rangárþing og höfðu komið sér vel fyrir á dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli. Þegar ég átti leið um Hvolsvöll kíkti ég gjarnan inn hjá þeim hjónum, drakk kaffibolla og við ræddum málefni líðandi stundar. Nú við leiðarlok vil ég þakka samstarfið og allar skemmtilegu minningarnar sem ég á af samskiptum mínum við þessa merku baráttukonu. Mér finnst héraðið okkar ögn flat- ara eftir að hún er horfin og sakna vinar í stað sem vildi vel og ráðlagði heilt. Þeir eru margir sem munu sakna Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur og þakka við leiðarlok hennar mikla starf og ósérhlífni í baráttunni fyrir kjörum og sjálfsögðum mannréttind- um kvenna og verkafólks. Við Margrét sendum Guðsteini, bömum hennar og afkomendum samúðarkveðjur. Minningin um starf og lífsbaráttu Aðalheiðar mun lifa og er öllum til eftirbreytni. Guðni Agústsson. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir tók við formennsku í Sókn 1976 eftir kosningar sem þá fóru fram. Hennar beið erilsamur tími því mikil átök voru þá á vinnumarkaði. Á þessum árum náðust ýmsir merkir áfangar inn í samninga, svo sem mat á hús- móðurstarfi til starfsaldurs auk, mats á húsmæðraskólaprófi um einn launaflokk svo og veikindaréttur vegna veikra barna, lenging á orlofi og starfsmenntunarnámskeið. Þetta eru þau atriði sem Aðalheiður var hvað stoltust yfir að hafa átt þátt í að næðu fram að ganga. Ýmiskonar félagsstarf þróaðist einnig á þessum árum og má þar nefna sumarferðir Sóknar sem voru helgarferðir innanlands. Þær ferðir hafa verið farnar árlega frá þessum tíma og njóta sífelldra vinsælda og er þetta góð leið til að fólk kynnist og fái notið landsins síns. Þá fór af stað félagsvist á þessum árum og með þrautseigju hélt spilanefndin út því hægt fór þetta af stað. Þessi starfsemi er í dag með miklum blóma, þökk sé frumkvöðlunum. Á þessum árum voru oft hörð vinnustaðaátök og þurfti oft að bregðast við með lagni til að ná fram málamiðlun á vinnustöðum. Einnig voru félagsleg átök sem oft komu berlega í ljós á félagsfundum og voru fundirnir oft mjög ijölmennir og snörp skoðanaskipti sem ekki greri yfir í einstaka tilfellum. Má þar minnast eftirminnilegra funda bæði í Hreyfilshúsinu og í Borgartúni 6, þar sem samningar voru eitt sinn felldir, og afhenti þá Aðalheiður óró- legu deildinni samningsumboð en viðsemjendur voru þeim viðskotaillir þannig að endirinn fór í hendur Aðal- heiðar sem leysti málið að lokum. Það duldist engum sem kynntist Aðalheiði að þar fór kona með stórt hjarta og mikið skap. Skapinu beitti hún ansi oft til að gefast ekki upp þegar heilsan var henni erfið. Okkur er minnisstætt þegar hún fékk lungnabólgu fjórum sinnum sama árið og gekk það langt að kalla til sín samninganefnd borgar og ríkis að sjúkrarúmi sínu á Landspítalanum þar sem lagðar voru línur í úrlausn á samningahnút. Samningsaðilar Sóknar virtu vitsmuni Aðalheiðar afar mikils enda var hún afar fljót að sjá út leiðir í sarnningamálum og fylgdi þeim vel.eftir. í starfi sínu sem formaður Sóknar átti Aðalheiður sæti í mörgum nefndum og ráðum og fannst henni oft fara ærinn tími í þetta. nefndamas og oft væri inni- haldið rýrt sem útúr þessu kæmi. Af þessu má meðal annars sjá hvern- ig hún stýrði stjórnarfundum sem voru stuttir og markvissir og ekkert óþarfa mas um aukaatriði. Þetta var hennar stíll og því breytti enginn. Árið 1982 var tekin ákvörðun um að Starfsmannafélagið Sókn eignað- ist eigið húsnæði bæði fyrir skrifstof- ur og fundi. Þetta var stórhuga ákvörðun og þótti ýmsum nóg um. 1983 tók Aðaiheiður fyrstu skóflu- stunguna að Sóknarhúsinu í Skip- holti 50A. Húsið var stórt og var strax í upphafi gert ráð fyrir að selja hluta þess. Verkakvennafélagið Framsókn varð til að kaupa 1. hæð hússins fyrir skrifstofur sínar. Einnig voru seldar íbúðir sem eru á efstu hæð hússins. En stærsti hluti hússins er í eigu Sóknar og var það vígt 12. apríl 1986. Þetta hús hefur verið mikil lyftistöng fyrir félagið og er það vel þekkt sem Sóknarhúsið. Þar fer fram mikil starfsemi, bæði félags- leg og líkamleg, því þar er rekin heilsurækt sem var sú fyrsta sinnar tegundar á íslandi sem sérstaklega var sniðin að þörfum kvenna og einn- ig til að vinna á versta meini ís- lensks vinnumarkaðar „vöðvabólgu". Þetta eru stórir draumar sem Aðal- heiður sá til að rættust. Við í Sókn erum stolt af að hafa átt meðal okk- ar aðra eins konu og Aðalheiði Bjam- freðsdóttur. Þá er rétt að minnast þess að hún var málsvari þeirra sem minna máttu sín, ekki bara í Sókn heldur einnig síðar á Alþingi. Það var henni svo eiginlegt að engum duldist að þar talaði kona með þekkingu á kröppum kjörum og langvarandi veikindum enda þekkti hún hvort tveggja af eigin reynslu. Árin sem Aðalheiður vann fyrir Sókn urðu ellefu, en þá var heilsan farin að gefa sig og vildi hún því hafa jafnari vinnu og ætlaði að hætta störfum vorið 1987 sem formaður. Hún vildi gjarnan taka saman sögu Sóknar á því ári og næsta en margt „fer öðruvísi en ætlað er því um vorið er hún kosin inn á Alþingi fyrir Borg- araflokkinn. En Starfsmannafélagið Sókn var henni afar kært og fylgdist hún með starfsemi félagsins alveg fram að hinstu stundu. Bar hún hag þess fyrir bijósti og var félagsmaður þess af lífi og sál. Starfsmannafélagið Sókn þakkar Aðalheiði hennar merku störf fyrir Sókn sem hér hefur aðeins verið getið. Þá viljum við sérstaklega þakka maka hennar Guðsteini Þor- steinssyni sem stóð við bakið á henni öll hennar starfsár. Við sendum Guð- steini, börnum hennar og öðrum að- standendum samúðarkveðjur og biðj- um Guð að varðveita ykkur í sorg ykkar. Stjórn Starfsmanna- félagsins Sóknar. Elskuleg vinkona mín er látin. Við Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir kynnt- umst fyrir um 15 árum. Þá var ég að sækja námskeið í Námsflokkunum fyrir sóknarstarfsmenn. Á þessum námskeiðum kenndi hún réttindi og skyldur starfsfólks og var það mikil reynsla að fá beint í æð allt um kjara- samninga og réttindi sem þeim fylgja. Seinna kynntumst við betur þegar ég sótti fjölmennasta trúnað- armannanámskeið Sóknar á Freyju- götunni. Lærðum við þar með að leita til félagsins þegar mál komu til úrlausnar sem við ekki kunnum skil á. Það var gott að leita til Aðalheiðar og hafði hún mikinn áhuga á hvern- ig okkur gengi úti á vinnustöðunum. Ári seinna kvaddi hún mig til frek- ari starfa fyrir félagið og upp frá því áttum við afar náið samstarf, m.a. í byggingarnefnd vegna Sókn- arhússins. Vinátta hennar hefur ver- ið mér og fjölskyldu minni afar mik- ils virði og höfum við haldið nánu sambandi hin síðari ár með heim- sóknum og símtölum því alltaf vildi hún fylgjast með félaginu og einnig fá fréttir af fjölskyldunni en betri helmingur minn er af skaftfellsku bergi brotinn og tókst þeim að rekja saman ættir sínar sem henni þótti nú ekki lakara. Nokkur áhugamál áttum við sam- eiginleg, þó sérstaklega skógrækt en þar var hugurinn á flugi þegar við ræddum um trjálundina sem okkur voru kærastir. Bóklestur var okkur sameiginlegur og sótti ég fyrir hana bækur í bókasafnið um tíma en hafði varla undan þar sem hún var afar hraðlæs. Á sumardaginn fyrsta litum við inn til hennar á Vífilsstöðum og hún þá fjarskalega lasin en spurði samt um félagið og hvað væri helst á döf- inni. Þannig var hún í sínum veikind- um, hugurinn bar hana þangað sem hún vildi. Margs er að minnast þegar litið er til baka en hæst ber minninguna um afar stórbrotna konu sem hafði hijúfa framkomu en stórt hjarta og stóran faðm fyrir þá sem fengu að kynnast henni nánar. Það að eiga Aðalheiði að vini var stór gjöf sem ég vil þakka um leið og ég kveð, þig kæra vinkona, með söknuði. Ég sendi þér, Guðsteinn, hjartans kveðjur. Einnig votta ég börnum og öðrum aðstandendum innilega samúð mína. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Formaður Sóknar. Nú eru sextán ár liðin frá því stofnun Leigjendasamtakanna var ákveðin. Ég hafði rætt við nokkra verkalýðsleiðtoga, sem flestir tóku hugmyndinni vel, en ekkert gerðist. Svo náði ég símasambandi við Aðal- heiði, sem þá var formaður Sóknar, og hún sagði strax: Við gerum þetta, og þar með var stofnunin ákveðin. Aðalheiður gekk í það af krafti að koma stofnfundinum á, útvegaði húsnæði og frummælanda og lét auglýsa fundinn. Oftar mun Aðal- heiður hafa lagt lið réttindabaráttu manna í húsnæðismálum, og einnig eftir að hún varð þingmaður. Við leiðarlok þakka Leigjendasam- tökin Aðalheiði stuðninginn og bar- áttu hennar alla fyrir réttindum fá- tækra. F.h. Leigjendasamtakanna, Jón Kjartansson frá Pálmholti, form. Fleiri minningargreinar um Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Ölkeldu II, Staðarsveit, sem lést að kvöldi 1. maí, verður jarð- sungin frá Staðastaðarkirkju laugardag- inn 7. maí kl. 14.00. Sætaferð verður frá BSÍ kl. 11.00. Gfsli Þórðarson, Þórður Gíslason, Ingibjörg Þórðardóttir, Stefán Konráð Þórðarson, Jón Svavar Þórðarson, Haukur Þórðarson, Signý Þórðardóttir, Kristján Þórðarson, Tama Bjarnason, Snæbjörn Sveinsson, Ragna (varsdóttir, Bryndfs Jónasdóttir, Rósa Erlendsdóttir, Helgi Jóhannesson, Astrid Gundersen, barnabörn og barnabarnabarn. stydjum D-listann Ágústa Johnson líkamsræktarþjálfari Eva Ottósdóttir Sóknarstarfsmaður Páll Eiríksson fyrrv. yfirlögregluþjónn Björgvin Halldórsson tónlistarmaður Dagur Sigurðsson handknattleiksmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.