Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 37 DÓROTHEA JÓNSDÓTTIR I I I I j i I DAG, 6. maí, er níræð heiðurskonan Dórothea Jónsdóttir á Siglufirði og voru foreldrar henn- ar hjónin Guðlaug Gísladóttir og Jón Jó- hannesson. Alls urðu börn þeirra tíu og var Dórothea næstelst. Auk hennar eru nú að- eins á lífi Jóhannes, f. 1916 og býr í Reykja- vík, og Bryndís, sem fædd er 1914 og býr á Siglufirði. Systkinin sem látin eru voru: Helga, f. 1902, d. 1949, Klara, f. 1906, d. 1969, Jóhannes (eldri), f. 1908, d. 1914, Anna, f. 1909, d. 1983, Ófeigur Trausti, f. 1912, d. 1932, Ingibjörg, f. 1918, d. 1973, Finn- bogi, f. 1928, d. 1930. Jón Jóhannesson, faðir Dórotheu, var þekktur fræðimaður og fékkst við sagnaritun og söfnun íslenskra fræða. Einnig var hann sjálfmennt- aður málafærslumaður og varð fljótt vinsæll sem slíkur, og var því oft fjarri heimilinu. Guðlaug, kona hans, var harðdugleg mynd- arkona sem með mik- illi vinnu og ósérhlífni þess tíma sá ein um börn og bú í fjarveru Jóns. Ég get ímyndað mér að Dórothea hafi erft helstu eðliskosti for- eldra sinna beggja, eljusemina og iðnina frá móður sinni og fróðleiksþorstann og frásagnargleðina frá föður sínum. Dórothea, sem reyndar alltaf er kölluð Thea, vann frá barnæsku við síldarsöltun. Hún sagði mér einu sinni frá því hvernig það atvikaðist að hún fór að salta, þá innan við tíu ára gömul. Verkstjórinn á síldar- planinu hét henni því, að ef hún hlypi fram í sveit til að kalla til vinnu konu sem þar bjó, fengi hún pláss fyrir sig sjálfa. Hvort þetta var alvara hjá verkstjóranum segist Thea ekki vita, en hún hljóp um Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! AFMÆLI óraveg til að sækja konuna, hermdi svo loforðið upp á verkstjórann, og átti eftir það sitt fasta pláss á plan- inu. Meðfram barneignum og bústörf- um saltaði Thea alltaf þegar færi gafst. Hún hefur sagt mér frá því að þegar kallað var til söltunar, hvenær sem var sólarhringsins, bað hún eldri börnin fyrir þau yngri, signdi allan hópinn og fór svo til vinnu. Þetta hefur mér alltaf fund- ist dæmigert fyrir Theu og lýsandi fyrir dugnað hennar, æðruleysi og trú á það góða. Eiginmaður Theu var Einar Ás- grímsson frá Nefstöðum í Fljótum, f. 6. nóvember 1896, d. 5. október 1979. Hann starfaði lengst af sem beykir og síldarmatsmaður á Siglu- firði. Börn Theu og Einars eru: Jón, f. 31. janúar 1926, býr í Hafn- arfirði, kona hans er Guðrún Val- berg; Ásta, f. 14. maí 1928, býr í Rvík, gift Páli Gunnólfssyni; Ás- grímur, f. 7. nóvember 1929, býr með móður sinni á Siglufirði; Guð- laug, f. 29. mars 1932, býr í Sand- gerði, var gift Siguijóni Jóhannes- syni sem lést 1970; Sólveig, f. 14. júní 1933, býr í Hafnarfirði, gift Helga Einarssyni; Brynjar, f. 17. september 1936, d. 27. júní 1984, bjó í Vestmannaeyjum, hans kona var Guðrún Ólafsdóttir; Stella, f. 9. febrúar 1940, býr á Siglufirði, gift Páli Gunnlaugssyni. Barnabörnin urðu 25 talsins, fjöldi langömmubarnanna er kom- inn á fimmta tug og langa- langömmubörnin eru þegar orðin fjögur. Afkomendurnir og fjölskyld- ur þeirra fylla nú hundraðið og vel það. Næstum alla búskapartíð þeirra Theu og Einars stóð heimili þeirra á Grundargötu 9 og þar býr Thea enn ásamt syni þeirra, Ásgrími. Þarna fæddust börnin, öll nema Jón, og þarna fæddust líka nokkur af fyrstu barnabörnunum sem áttu sín fyrstu spor í húsi afa og ömmu. Grundargata 9 hefur því spilað stóra rullu í lífi fjölda fólks. Húsið byggðu Einar og Thea í félagi við Jóhann bróður Einars og Halldóru, fyrri konu hans, og bjuggu fjöl- skyldurnar þar í félagi í nokkur ár. Seinna keyptu þau svo hinn hlutann og varð þá rýmra um þann fjölda fólks sem þar hefur verið, bæði heimilisfólk og gestkomandi. Geta má nærri að á margmennu heimili hafi oft verið líf og fjör og mikið umstang. Alltaf var einhver að koma í mat og kaffi og húsmóðirin óþreytandi í að veita af rausn þeim sem settust að borðum hennar. Svo er raunar enn, þó aldurinn sé orðinn hár og þrekið minna og aðrir sjái þá um að hræra í pottunum. Á langri ævi hefur Thea þurft að sjá á bak mörgum ástvinum og vinum og við þau áföll alltaf sýnt ótrúlegt æðruleysi. Með sömu still- ingu bregst hún við fylgikvillum hækkandi aldurs, segist jafnan vera „heldur skárri í dag en í gær“. Margt hefur breyst á undanförnum árum og áratugum. Hljóðlátara er nú en áður á Grundargötu 9. Flest- ir afkomendurnir eru búsettir fjarri og ættingjar og vinir farnir í ferð- ina löngu. En Thea situr á bekknum sínum og hallar sér fram á borðið og rifjar upp liðinn tíma. Margur hefur setið þar hjá henni og hlustað á hana segja frá. Hún man Siglu- fjörð gamla tímans. Siglufjörð upp- byggingar og síldarævintýra og Siglufjörð versnandi atvinnulífs og horfinna drauma. Hún fylgist vel með veðri og dægurmálum, bæði úr dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi og er eins og áður hafsjór af fróð- leik og sögum. Ógleymanleg kona þeim sem henni hafa kynnst. Elsku Thea. Á afmælisdaginn hugsum við Bigga til þin frá Belg- íu. Hjartanlegar hamingjuóskir færðu frá ijölskyldu okkar allri. Eigðu góðan dag með börnum þín- um og öllum hinum. Freyja. Fermingar sunnudag- inn 8. maí Ferming í Seljakirkju kl. 14. Prestur sr. Valgeir Ástráðsson. Fermd verður: Iðunn Dögg Gylfadóttir, Seljabraut 38, Reykjavík. Ferming í Eyrarbakkapresta- kalli í Stokkseyrarkirkju kl. 11. Prestur sr. Úlfar Guðmundsson. Fermd verða: Agnes Lind Jónsdóttir, Hásteinsvegi 24. Ari Klængur Jónsson, íragerði 12. Bryndís Alexandersdóttir, Hásteinsvegi 33. Dagný Alma Sigvaldadóttir, Eyrarbraut 24. Einar Hans Jakobsson, Strandgötu 12. Friðrik Einarsson, íragerði 6. Guðrún Helga Elvarsdóttir, Garði. Kristinn Ágúst Eggertsson, Hásteinsvegi 15. Númi Snær Gunnarsson, Hásteinsvegi 5. Olafur Már Olafsson, Hásteinsvegi 17. Ragnar Helgi Pétursson, Heiðarbrún 20. Silja Hrund Einarsdóttir, Hásteinsvegi 27. Ferming i Reynivallakirkju i Kjós kl. 14. Prestur sr. Gunnar Kristjánsson. Fermd verða: Anna Sjgríður Guðbrandsdóttir, Hækingsdal. Berglind Sigurþórsdóttir, Meðalfelli. Valdimar Ágúst Emilsson, Gijóteyri. Ferming í Skálholtsprestakalli í Haukadalskirkju kl. 14. Prestur sr. Guðmundur Óli Ólafsson. Fermdur verður: Ólafur Bjarni Loftsson, Lambabrún, Reykholtshv., Bisk. í I 1 : i i I í 3 1 I 3 R AD AUGL YSINGAR Lausafjáruppboð á óskilamunum Eftir beiöni lögreglustjórans í Reykjavík fer fram uppboð á ýmsum óskilamunum, m.a. reiðhjólum, úrum, fatnaði og fleiri munum. Uppboðið fer fram í uppboðssal Vöku hf., á Eldshöfða 4, Ártúns- höfða, laugardaginn 7. maí 1994 og hefst það kl. 13.30. Greiðsla við hamarshögg. Naeg bilastæði. Sýslumaðurinn i Reykjavík. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtalinni eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Hlíðarvegur 10, efri hæð, Suðureyri, þingl. eig. Ingvar Bragason og Sigurður Þórisson, gerðarbeiðandi innheimtumaður ríkissjóðs, 9. maí 1994 kl. 14.00. Sýslumaðurínn á isafirði, 5. maí 1994. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háö á þeim sjálf- um sem hér segir: Hásteinsvegur 12, Stokkseyri, þingl. eig. Kjartan Jónsson, gerðar- beiðandi er Búnaðarbanki Islands, föstudaginn 13. maí 1994, kl. 10.00. Eyrarbraut 20, Stokkseyri, þingl. eig. Gunnar Einarsson, gerðarbeið- andi er Lífeyrissjóður sjómanna, föstudaginn 13. maí 1994, kl. 10.30. Nesbrú 3, Eyrarbakka, þingl. eig. Nesbrún hf., gerðarbeiðandi er Eyrarbakkahreppur, föstudaginn 13. maí 1994, kl. 11.00. Sýslumaðurínn á Selfossi, 5. mai 1994. Lausafjáruppboð Uppboð á óskilamunum í vörslu lögreglunnar í Árnessýslu verður haldið við bifreiðageymslu lögreglunnar á Hörðuvöllum 1, Selfossi, laugardaginn 14. maí nk. og hefst kl. 14.00. Boðin verða upp reið- hjól, útilegubúnaður og aðrir óskilamunir, sem veriö hafa í vörslu lögreglu í a.m.k. eitt ár. Greiðsla við hamarshögg. Skorað er á þá aöila, sem sakna lausafjármuna er kunna aö vera í vörslu lögreglu, að sýna fram á eignarrétt sinn eigi síðar en föstudag- inn 13. maí fyrir kl. 14.00. Selfossi, 18. apríl 1994. Sýslumaðurinn á Selfossi. Skorradalur Til sýnis og sölu er gullfallegur, fullbúinn sumarbústaður í landi Dagverðarness nr. 4. Hann verður til sýnis laugardaginn 7. maí frá kl. 12-18. Upplýsingar í símum 93-14144/12456. Til sölu Zetor 7245 4x4, árg. ’91, verð kr. 850 þús. án vsk. Zetor 5011, árg. '81, verð kr. 150 þús. án vsk. Baggavagn, verð kr. 95 þús. án vsk. Class bindivél, árg. ’79. Upplýsingar í síma 98-78933. . V SJALFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Spjallfundur Óðins um atvinnumál Spjallfundur Óðins um atvinnumál verður í Óðinsherberginu í Valhöll, Háaleitisbraut 1, laugardaginn 7. mai 10.00. Gestur fundarins verður Inga Jóna Þórðar- dóttir, viðskiptafræðingur, sem skipar 3. sæti framboðslista sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Stjórnin. Kópavogsbúar Gönguferð Kópavogsbúum er boðið að skoða uppbyggingu íþróttamannvirkja í Kópavogsdal laugardaginn 7. maí. Gengið verður um svæðið og íþróttahúsin skoðuð undir leiðsögn valinkunnra manna. Lagt verður af stað frá Félagsheimilinu, Fannborg 2, kl. 13.00. Kópavogsbúar fjölmennið. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. SHt Q auglýsingctr MG félag íslands heldur aðalfund laugardaginn 7. maí kl. 14.00 á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Myndband sýnt um Myasthenia Gravis (vöðvaslensfár). MG félag (slands er félag sjúkl- inga með Myasthenia Gravis (vöðvaslensfár) sjúkdóminn svo og þeirra, sem vilja leggja mál- efninu lið. skíðadeild Innanfélagsmót verður haldið helaina 7. og 8. maí. Dagskrá: Laugardagur 7. maí: Kl. 11 Stórsvig 12 ára og yngri. Kl. 13 Stórsvig 13 ára og eldri, karla- og kvennaflokkur. Kl. 15 Stórsvig, Öölingar. Sunnudagur 8. maf: Kl. 10 Svig 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára, karla- og kvenna- flokkur. Kl. 13 Svig 9-10 ára, 8 ára og yngri. Kl. 14 Svig, Öðlingar. Verðlaunaafhending að móti loknu. Munið eftir kökunum. Upplýsingar á símsvara 77750. Stjórnin. I.O.O.F. 1 = 175568'/2 = I.O.O.F. 12 = 175567 = H.F Orð lífsins, Grensásvegi8 Kvöldbiblíuskóli kl. 20.00 með Rani Sebastian. Vægt námskeiðsgjald. öllum heimil þátttaka. Innflytjendur til Bandaríkjanna Þú gæti orðið einn af þeim 55.000, sem valdir verða úr til að flytja til Bandarikjanna, sam- kvæmt nýja (USINS) fjölbreyti- lega vegabréfsáritunar-happ- drættinu. Láttu skrá þig núna! Frestur rennur út 30. júní 1994. Það er auðvelt og einfalt. Við sýnum pér hvernig á að taka þátt í happ- drættinu með fullnægjandi upp- lýsingum og leiðbeiningum. Sendu 25 Bandaríkjadali (tékka eða póstávísun) til: East-West Immigrant Services, P.O. Box 1984, Wailuku, Hl 96793, U.S.A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.