Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 10
10 FÖSTÚDAGUR 6. MAÍ 1994 MO'RGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Leikfangasafnið Aukafjár- veiting samþykkt BORGARRÁÐ hefur samþykkt 500 þúsund króna aukafjárveitingu vegna leikfangasafns dagmæðra. Um 300 þúsundum verður varið til lagfæringa á húsnæði safnsins og 200 þúsund til kaupa á nýjum leik- föngum. Dagvist barna gerði í vetur samning við dagmæður um rekstur og umsjón leikfangasafnsins sem dagmæður höfðu rekið áður. Safnið var formlega opnað í nýjum húsa- kynnum um miðjan síðasta mánuð. Talið er nauðsynlegt að bæta leik- fangakost safnsins, en til að það sé hægt þarf að gera nokkrar end- urbætur á kjallara Laugaborgar við Leirulæk. ..—------- Sektir vegna nagladekkja LÖGREGLAN í Reykjavík hefur haft í nógu að snú- ast við að kæra ökumenn eða áminna fyrir að hafa trassað að taka nagladekkin undan bílum sín- um. Frá því á þriðju- dagsmorgni og þar til síðdegis í gær hafði lögreglan haft afskipti af 49 ökumönnum vegna þessa. Sektin fyrir að vera á negldum eftir 15. apríl er 2.500 krónur og gildir þá einu hvort nagladekkin eru eitt eða fleiri. Atvinnulevsi í anníl on nóvemben 1 991-19941 1 9 9 2 | V 19 9 3 1994 Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar 19 9 1 apríl nóv. aprfl nóv. P april nóv. aprfl Atvinnulausir skv. skiigreiningu ILO 1,9 2,8 3,1 4,7 . 5,2 5,0 6,0 Áætlaður heildarfjöldi atvinnulausra 2.800 4.000 4.500 7.000 7.700 7.500 9.000 Áætlað vinnuafi 141.600 145.100 145.400 149.800 148.700 148.900 150.000 Skráð atvinnuleysi skv. Féiagsmáiaráðuneyti Hlutfall skráðra atvinnulausra af vinnuafli 1,4 1,5 2,6 3,1 4,4 4,1 í lok c o mars Einstaklingar á skrá í miðjum mánuði 1.975 2.158 3.792 4.612 6.503 5.831 mare 7.989 9.000 án atvinnu samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Atvinnuleysi meðal 16-19 ára er um 17% Reykjavík kynnt í París HEIMSFERÐIR kynna nú í París sérferð til Reykjavíkur í samvinnu við franskar ferðaskrifstofur og koma hingað til lands 150 franskir ferðamenn 3.-5. júní til að kynnast höfuðborginni og landi og þjóð. Þessi ferð er tilkomin vegna franskrar ráðstefnu sem haldin var í september á síðasta ári á vegum Heimsferða en þá dvöldu 300 Frakkar í Reykjavík í þijá daga og líkaði frábærlega allur aðbúnaður og náttúrufegurð höfuðborgarinnar og nágrennis, að því er segir í frétt frá Heimsferðum. Með því að nota sama flug og flytur Frakkana hingað til íslands geta Heimsferðir einnig boðið mjög ódýra ferð til Parísar 3.-5. júní sem er að verða uppseld. Stóraukinn áhugi er á íslandi sem nýjum valkosti fyrir ferðamenn frá Frakklandi og Spáni og með leiguflugi Heimsferða koma _nú yfir 800 franskir ferðamenn til íslands í sumar. NÍU þúsund manns voru atvinnu- lausir á landinu um miðjan apríl- mánuð eða 6% af vinnuaflinu, sam- kvæmt niðurstöðu vinnumarkaðs- könnunar Hagstofu íslands. í sams konar könnun fyrir rétt rúmlega ári síðan reyndist atvinnuleysið vera 5,2% eða um 7.700 manns og í nóvember var atvinnuleysið heldur minna eða 7.500 manns sem jafn- gildir um 5% af vinnuaflinu. Tala atvinnulausra nú er nokkru hærri en fram kemur í tölum vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytis yf- ir þá sem skráðir eru atvinnulausir, en samkvæmt þeirri skráningu voru tæplega átta þúsund manns eða 5,2% af vinnuaflinu atvinnulaust í lok marsmánaðar. Könnunin náði til 4.180 manna og bárust svör frá 3.788 eða rúm- lega 90%. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er atvinnuleysi álíka mikið meðal karla og kvenna og hlutfallslega jafnmargir voru at- vinnulausir á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Atvinnuleysi mest hjá ungu fólki Atvinnuleysi er mest meðal yngri aldurshópa og er það í samræmi við niðurstöðu fyrri kannanna. Það er um 17% meðal aldurshópa 16-19 ára og um 10% meðal aldurshópa 20-29 ára. Samsvarandi atvinnu- leysi meðal 30-39 ára er 3,7% og 5,1% með 40-49 ára. Þá kemur fram að heildarvinnu- tími karimanna er 49,1 klukkustund en kvenna 34,2 vinnustundir. vinnu- tíminn er stystur á höfuðborgar- svæðinu 41,2, í kaupstöðum og bæjum 42,5 stundir og lengstur í öðrum sveitarfélögum 45,4 stundir. Rúmlega 87% karla voru í fullu starfi en tæplega 50% kvenna og um 45 þeirra voru í hlutastarfi. Honda er auðveldur í endursölu og heldur sér vel í veröi. Hugleiddu það, nema þii sért að kaupa þér bii til lífstíðar. Það er mikill munur á því hversu vel bílar halda sér í verði. Munurinn á endursöluverði ársgamallrar Honda og annarra bíla getur verið töluverður. Að ári liðnu getur Honda verið allt að 25% verðmeiri en aðrir bílar í sama verðflokki. VATNAGÖRÐUM - SÍMI 689900 -góð fjárfesting Morgunblaðið/Kristinn Forsetinn fær nælu frá Málræktarsjóði VIGDÍSI Finnbogadóttur, forseta íslands, var í gær afhent fyrsta barmnælan sem Islenski málrækt- arsjóðurinn er að hefja sölu á. Nælan er með merki íslenskrar málræktar sem Björn H. Jónsson teiknaði fyrir Islenska málnefnd árið 1985. Það er hugbúnaðarfyr- irtækið Kerfi hf. sem gaf sjóðnum 1.000 nælur til eflingar á starfi Málræktarsjóðs. Hver næla kostar 500 krónur og verður til sölu hjá íslenskri málstöð fyrst um sinn. Baldur Jónsson, formaður sjóðs- stjórnar, afhenti forsetanum næl- una við stutta athöfn í gestabú- stað forsetans í gær. „Mér er sæmd af því að bera þessa fallegu nælu,“ sagði forseti Islands við þetta tækifæri og þakkaði gjöfina. Jon Baldvm, starfandi iðnaðarráðherra Frumkvöðlar eigi aðgang að áhættufé MIKIL þörf er á því að tryggja ís- lenskum fyrirtækjum, sem þurfa að standa undir rannsóknum eða framkvæma og markaðssetja nýj- ungar aðgang að áhættufé, að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, starfandi iðnaðarráðherra. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var inntur álits á sam- þykkt miðstjórnarfundar Fram- sóknarflokksins í þá veru að Iðnl- ánasjóði verði breytt í áhættulána- sjóð, að þær hugmyndir séu á rétt- um forsendum, þótt hann viti ekki hvort þær eru framkvæmanlegar. „Það er veruleg hindrun fyrir framkvæmd og markaðssetningu nýjunga, að áhættufé skortir. Sú aðferð að krefjast öryggisveðsetn- ingar upp í topp fyrir öllum lánveit- ingum, bendir til frumstæðrar banka- og lánaþjónustu,“ sagði Jón Baldvin. Hann telur að tilraunir til þess að leysa þetta mál, svo sem með Þróunarfélaginu hafi ekki skil- að nægum árangri. „Þannig að hugmyndir Halldórs Ásgrímssonar, eru að þessu leyti á réttum forsend- um og góðra gjalda verðar. Hvort unnt er að framkvæma þessar hug- myndir, sem lengi hafa verið á dag- skrá í stjórnkerfinu, með þeim ein- falda hætti að breyta Iðnlánasjóði, það skal ósagt látið á þessari stundu. Um það get ég ekki full- yrt, enda er það ekki aðalatriði málsins, heldur hitt, hvað er unnt að gera til þess að tryggja frum- kvæðisaðilum og nýjungasmiðum i íslensku atvinnulífi greiðari aðgang að áhættufé, ef um er að ræða líf- vænlegar og arðvænlegar hug- myndir" sagði ráðherrann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.