Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 19 LISTIR Hlustað á heiminn MYNDLIST Gallcrí Sólon íslandus MÁLVERK Sigurður Orlygsson 30. apríl - 23. maí Aðgangur ókeypis. Flestir þeir sem ná að hasla sér völl á myndlistarsviðinu gera það í krafti persónulegra vinnubragða og myndsýnar, sem almenningur tengir síðan við þá; sérstaðan hef- ur síðan markað ferilinn. Myndsköpun Sigurðar Örlygs- sonar hefur um langt skeið byggst á gríðarstórum málverk- um, þar sem geometrísk form jafnt sem mannverur hafa flotið um líkt og í tómi; einnig hefur lista- maðurinn verið ötull við að smíða utan á myndirnar, og gefa þeim þannig þrívídd lágmyndarinnar, þó eðlislögmálum málverksins væri fylgt í hvívetna. En Sigurður hefur einnig sýnt fram á að þessi myndsýn er ekki bundin við stærðir verkanna, heldur nýtur hún sín ekki síður í minni flöt- um, eins og sást á sýningu hans í Gallerí G 15 fyrir tæpum tveimur árum. Hér sýnir Sigurður þess- ar tvær andstæður stærð- anna saman; annars vegar eru þrjú risastór olíumál- verk, en hins vegar sextán minni myndir, unnar með akríl á pappír. Um er að ræða hluta úr tveimur myndaflokkum, „Sköpun lista- manns“ (stóru verkin) og „Söngvarinn hlustar" (akrílmynd- irnar). Sem fyrr skipta heiti verk- anna nokkru máli hjá listamannin- um og bera með sér ákveðnar til- vísanir og tvíræðni, sem aftur er endurspegluð í myndefninu. Þetta kemur vel fram í mynda- flokknum „Söngvarinn hlustar“. Myndimar eru allar uppbyggðar á svipaðan hátt; neðst fyrir miðju má sjá mann (sem óneitanlega minnir á stórsöngvarann Placido Domingo) bíða með vökulum svip eftir því sem berst til eyrna hans; vatnskönnur, skálar, pípur, og önnur kunnugleg tákn úr mynd- heimi Sigurðar bera eitthvað í „tví- ómi“ að eyrum hans ofan úr fletin- 4* _ með frönskum og sósu =995.- TAKWMEÐ , ; , / t TAKW MEÐ -tilboðl UAW -tilboðl Jarlínn um. Hér má vissulega leika sér með tvíræðni skynjunarinnar — að sjá með eyrunum og hlusta með augunum — því söngvarinn þarf að sjálfsögðu á þeim hæfileik- um að halda á sama hátt og lista- menn á öllum sviðum, þannig að tilvísunin til skarprar skynjunar myndlistarmannsins er einnig til staðar. í bakgrunni myndanna er að finna fjölbreytta, lifandi litfleti, sem um margt minna á þá veröld vísindaskáldskapar, sem ýmsum finnst myndsýn Sigurðar bera mikinn keim af. Stærri myndirnar eru um sumt ólíkar því sem listamaðurinn hefur verið að gera í stórum myndflötum til skamms tíma. Hér er engu Verk Sigurður Örlygssonar. bætt utan á verkin og myndbygg- ing er öllu einfaldari en áður. En það er ekki nóg; heiti mynda- flokksins, „Sköpun listamanns", má skiíja á tvo vegu, þ.e. að verk- in ijalli um það sem listamaðurinn er að fást við, og hins vegar að þau sýni á hvem hátt listamaður verður til; þessu er skemmtilegt að velta fyrir sér við skoðun þeirra. í öllum þremur myndunum má finna sterka sameiginlega þætti, bæði varðandi vinnslu flatarins, PaeeMaker námskeið Tölvu- og verkfræöibjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 * ® 68 80 90 - kjarni málsins! kunnugleg tákn, hausana góðu, og hin fljótandi form; vegna þessa beinist athygli skoðandans ekki síður að því sem greinir þær að. Hér gefa hinir ólíku meginlitir (dumbrautt, blátt, gulbrúnt) helst tilefni til íhugunar um hin mis- munandi skeið sköpunarinnar og tengsl þeirra við heildina, sé litið á verkin sem þrímynd. Uppsetning sýningarinnar nýtir veggrýmið í Gallerí Sólon íslandus eins og best verður gert; það er rúmt um stóru myndirnar og auð- velt að nálgast þær minni af pallin- um andspænis stigaganginum. Sigurður Örlygsson hefur náð að skapa í verkum sínum sérstæð- an myndheim, sem helst ber keim af hinu súrrealíska sviði; listamaðurinn hefur litið til formfestu René Magritte, furðusamsetninga Max Ernst og dulúðar Paul Delv- aux og nýtt sér þessa þætti ásamt eigin framlagi til að skapa ímynd raunveruleika, sem þó er ekki til, en finnst á mörkum drauma og mar- traða, samtímans og fram- tíðar. Þessi samlíking nær þó tæpast að skilgreina þá veröld, sem flýtur um verk listamannsins; til þess dug- ar ekki einfaldur saman- burður, heldur verður hver skoðandi að nálgast þennap myndheim á forsendum eigin skynjunar — ef til vill með því að hlusta. Eiríkur Þorláksson Kvennakór Reykjavíkur Vortónleikar í Langholtskirkju KVENNAKOR Reykjavíkur held- ur vortónleika í Langholtskirkju dagana 7. maí kl. 17.00 og 11. maí kl. 20.30. Auk kórfélaga koma fram smærri hópar ásamt einsöngvara, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Svana Víkingsdóttir leikur undir á píanó. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir. Á efnisskránni verð- ur íslensk tónlist, erlend sígild tón- list, lög úr óperum, óperettum og söngleikjum. Kvennakór Reykjavíkur var stofnaður í janúar á síðasta ári og hélt tvenna tónleika í Lang- holtskirkju sl. vor. Einnig hélt kórinn aðventutónleika í Hall- grímskirkju í desember sl. Kórinn hefur auk þess komið fram á mannamótum við ýmis tækifæri, nú síðast á hátíð helgaðri ári fjöl- skyldunnarí Háskólabíói í janúar si. Auk þess héldu félgar úr kórn- um, sem leggur áherslu á eldri tónlist og kalla sig „Vox Fem- inae“, tónleika í Seltjarnarnes- kirkju í mars sl. ásamt Ingu Back- man, söngkonu. í kórnum starfa nú eitt hundrað konur og hefur kórinn einnig rek- ið kórskóla í.vetur undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Kvennakórinn hefur einnig starf- rækt skemmtikór eftir áramót fyr- ir konur utan kórsins og hefur hann verið í umsjón Jóhönnu Þór- hallsdóttur og Aðalheiðar Þor- steinsdóttur. Auk „Vox feminae“ sem áður var getið starfar nú létt- sveit innan kórsins undir hand- leiðslu Bjarkar Jónsdóttur og Svönu Víkingsdóttur. Miðasala er við innganginn og hjá kórfélögum. Styrktarfélagar kórsins sækja einnig sína miða við innganginn. MERKJASALA 6.-7. MAÍ V I N N U M S A M A N /rYY//rSf/X// Ert þú í hópi þeirra sem boröa óholla fæðu, hreyfa sig lítiö, hvílast óreglulega og eru jafnan undir miklu álagi? Ef svo er aætir þú átt á hættu að fá hjartasjúkdóma og peir gera sjaldan boö á undan ser. Landssamtök hjartasjúklinga berjast gegn hjartasjúkdómum, gæta hagsmuna hjartasjúklinga og styrkja hjartalækningar á íslandi. Þú getur lagt okkur lið með því að kaupa merki samtakanna, eða með því að gerast félagi. Landssamtökin eru samtök allra áhugamanna um verndun hjartans. LANDSSAMTÖK HJARTASJUKLINGA Hafnarhúsinu viö Tryggvagötu, sími 25744.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.