Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 17
Karl Bretaprins
ræðst gegn póli-
tískri rétthugsun
London. Daily Telegraph.
RÆÐA Karls Bretaprins á fundi breskra blaðaútgefenda í fyrradag
var helsta umræðuefni breskra fjölmiðla í gær. Gagnrýndi hann
óvægilega menn og þrýstihópa sem boðað hafa svokallaða pólitíska
rétthugsun sem stangast hefur á við gömul og góð gildi. Sagði
hann betrunarboðarana hafa skaðað innviði bresks samfélags og
kreddukenndur skoðanahroki sérfræðinga tæki ekki mið af skoðun-
um og reynslu mannsins á götunni.
Karl prins gagnrýndi tískukenn-
ingar -um allt frá umönnun barna
til menntamála og bókmennta- og
hvatti breskan almenning til þess
að rísa upp gegn „vitsmunalegu
ofstæki" og verja í staðinn „veður-
barðar lífsreglur."
Prinsinn sagði að dirfðist mönn-
um að láta í ljós skoðanir sem
gengju gegn tíðarandanum ættu
þeir á hættu að verða hræddir til
undanláts af sérfræðingum. Gilti
einu hvort menn létu í ljós andúð á
tónlist sem óháð væri tóntegundum,
lýstu stuðningi við málfræðinám eða
tækju undir þá skoðun að nauðsyn-
legt eða skynsamlegt kynni að vera
að löðrunga börn. „Gildum og eigin-
leikum sem gerðu Bretland svo sér-
stakt, svo sem umburðarlyndi og
gott skynbragð, er ógnað,“ sagði
Karl prins.
Ennfremur sagði Bretaprins að
betrunarboðskapurinn hefði leitt til
þess að menn veigruðu sér við því
að setja út á slæmt málfar. í háskól-
unum kepptust fræðingarnir við að
tæta í sundur dýrlegar skáldsögur,
ljóð og leikrit sem féllu ekki að
kreddukenningum þeirra.
Breskir vinstrimenn brugðust illa
við ræðu prinsins en íhaldsmenn
fögnuðu. Margir háskólamenn og
fræðingar sökuðu hann um að vera
úr tengslum við raunveruleikann og
einfalda hlutina fram úr hófi. Aðrir
urðu til þess að hrósa prinsinum
fyrir að láta til sín taka mál sem
alltof lengi hefði hrjáð breskt samfé-
lag.
Karli hleypt út
KARL Bretaprins yfirgefur Hilton-hótelið í London eftir að
hafa ráðist gegn pólitískri rétthugsun á fundi með breskum
blaðaútgefendum.
Áhorfendum gert kleift
að stýra sjónvarpsefni
miialwifn M nrnmnbl 'i (iid ^
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
INNAN þróunardeildar sænska
sjónvarpsins hefur verið þróaður
útbúnaður til að tengja við sjón-
varpstæki þannig að áhorfendur
geti sjálfir valið úr, blandað saman
og geymt sjónvarpsefni að eigin
vali. Um er að ræða lítinn kassa
með hörðum diski, sem tekur á
móti sjónvarpsefni og geymir. Út-
búnaðurinn hefur þegar verið
sýndur á ýmsum fjölmiðlunarsýn-
ingum og verið verðlaunaður. Búist
er við að hann verði kominn á
markað eftir tvö ár. Að sögn þeirra
sem hafa þróað búnaðinn verða
sænskir sjónvarpsáhorfendur þar
með þeir fyrstu, sem eiga kost á
að nýta sér möguleika útbúnaðar-
ins._
Útbúnaðurinn hefur verið þró-
aður með því að blanda saman því
nýjasta á sviði tölvu- og sjónvarps-
tækni. í kassanum er harður disk-
ur, sem tekur á móti sjónvarps-
sendingum og geymir upplýs-
ingarnar. Þar með geta sjónvarps-
áhorfendur sjálfir stýrt endurtekn-
ingum, til dæmis á íþróttaviðburð-
um eða fræðslu- og kennsluþátt-
um. Ef sjónvarpsstöðvar auka
þjónustu sína aukast möguleikar
áhorfenda enn, þannig að þeir geta
til dæmis valið ítalskt tal á enska
kvikmynd.
Auk þess sem útbúnaðurinn
getur tekið á móti sjónvarpssend-
ingum getur hann einnig tekið á
móti auglýsingaefni, þar sem
hugsanlegt er að stór fyrirtæki
kjósi að senda til dæmis út auglýs-
ingaefni á þennan hátt, í stað þess
að gefa út vöruiista.
Átök við Brcko
Boða
vopnahlé
bráðlega
Brussel, Sartyevo, Zagreb, Brcko. Reuter.
YFIRMAÐUR herafla Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) í Evrópu og
aðstoðarframkvæmdastjóri þess
héldu í gær til Zagreb í Króatíu og
Sarajevo í Bosníu til fundar sem
Yasushi Akashi, sérlegur sendifull-
trúi Sameinuðu þjóðanna í Bosníu
boðaði til. Til harðra deilna kom á
milli NATO og SÞ í síðasta mánuði
er Akashi neitaði að fyrirskipa loftá-
rásir á Serba. Á sama tíma til-
kynntu Bosníu-Serbar og múslimar
um vopnahlé innan tveggja sólar-
hringa.
Yfirmaður heraflans, George
Joulwan og aðstoðarframkvæmda-
stjórinn, Sergio Balanzino hittu Ak-
ashi í gær en halda í dag til Sarajevo.
Innan NATO er nú til íhugunar
tillaga Bandaríkjamanna og Frakka
um að hóta Bosníu-Serbum enn frek-
ari loftárásum, ráðist þeir á borgina
Brcko. Þá hafa SÞ neitað að fylgja
fimm serbneskum 'skriðdrekum í
gegnum griðasvæði NATO við
Sarajevo.
Herir Bosníu-Serba og múslima,
sem eiga í átökum nærri Brcko,
sögðust í gær myndu undirrita
vopnahléssamning innan næstu
tveggja sólarhringa. Tilkynnti Nik-
olai Kiljevic, varaforseti Bosníu-
Serba, um þetta eftir fund með full-
trúum SÞ. Fyrr um daginn höfðu
Serbar lýst því yfir að þeir myndu
ekki láta af hendi landsvæði til að
koma á friði og sögðust myndu veija
mikilvæga flutningaleið sína til norð-
urhlutans fram í rauðan dauðann.
EUROSTAR, vönduð v-þýsk stúlknahjól.
Frá 5 ára, 18“ kr. 14.255, stgr. 13.542.
Frá 6 ára, 20" kr. 18.400, stgr. 17.480.
Frá 8 ára, 24" kr. 19.200, stgr. 18.240.
DIAMOND SAHARA, 24” 18 gíra
fjallahjól. SHIMANO SIS, traust og góð
hjól með átaksbremsum, álgjörðum,
standara, brúsa og glrhllf. Frábært verð
kr.21.900, stgr. 20.805.
DIAMOND ROCKY, 20" vönduð fjallahjól
mðe SHIMANO SIS, gírum,
átaksbremsum, álgjörðum, standara,
brúsa og glrhllf. 6 gíra kr. 18.900, stgr.
17.955,12 glra kr. 22.900, stgr. 21.755.
EUROSTAR, vönduð 26“ og 28“ v-þýsk
dömuhjól með brettum, bögglabera,
Ijósum, standara og bjöllu.
Án glra, verð frá kr. 19.500, stgr. 18.525.
3 gíra, verð frá kr. 23.900, stgr. 22.705.
BRONCO TRACK, 26" 18 gira fjallahjól.
SHIMANO SIS, vönduð og góð hjól á
mjög góðu verði. Átaksbremsur,
álgjaröir, standari, brúsi og gírhlif.
Verð aðeins kr. 22.500, stgr. 21.375.
DIAMOND NEVADA, 24" 18 gíra vel
útbúið fjallahjól með SHIMANO DUAL
SIS gírum, traust og góð hjól með
átaksbremsum, álgjöröum, standara,
brúsa og girhllf. Verð kr. 23.900, stgr.
22.705.
HIGHLANDER, dömu og herra fjallahjól
frá V-Þýskalandi, með brettum,
bögglabera, Ijósum og standara.
20" ón glra kr. 20.900, stgr. 19.855.
20" 3 glra kr. 24.900, stgr. 23.655.
24" 3 glra kr. 25.700, stgr. 24.415.
26" 3 gira kr. 26.800, stgr. 25.460.
DIAMOND ADVENTURE, 26’ 21 gíra glæsilegt
fjallahjól með SHIMANO ALTUS C10 girum,
átaksbremsur, álgjarðir, standari, brúsi og
glrhlíf, frábært tilboðsverð kr. 29.400, stgr.
27.930, verð áður kr. 37.680.
DIAMOND NEVADA, 26" 18 glra
fjallahjól. SHIMANO SIS, traust og góð
hjól með átaksbremsum, álgjörðum,
standara, brúsa og gírhlíf. Gott verð kr.
23.900, stgr. 22.705.
DIAMOND EXPLOSIVE, 26” 21 gira
glæsilegt fjallahjól með SHIMANO
ALTUS C10 glrum. Átaksbremsur,
álgjarðir, standari, brúsi og gírhlif,
frábært tilboðsverð kr. 29.400, stgr.
27.930, verð áður kr. 37.680.
VIVI fjallahjól með hjálpardekkjum, fyrirstelpu
og stráka.
Frá 3 ára 12'á, verð frá kr. 11.400, stgr. 10.830.
Fra4 ára 14", verðfra kr. 11.900, stgr. 11.305.
Frá 5 ára 16", verð frá kr. 12.300, stgr. 11.685.
BRONDO ROCKET, 26" 21 glra
SHIMANO ALTVIO glrar með
GRIP-SHIFT STR 300i glrhandföngum.
Átksbremsur, álgjarðir, álsveifar, standari,
bdisi, glrhllf og gróf torfærudekk. Verð
31.500, stgr. 29.925.
ITALTRIKE þríhjól, vönduð og
endingargóð þríhjól. Margar gerðir og
litir, verð frá kr. 4.700, stgr. 4.465.
Kreditkort og greiðslusamningar,
sendum í póstkröfu.
HJólin eru afhent samsett og stlllt á fullkomnu relöhjólaverkstæðl.
Ársábyrgö og frí upphersla eftlr mánuö. Varahlutlr og vlögerölr, vandlö vallð og versllð í sérverslun.
Símar 353220
og 688860
Ármúla
l/erslunin
wv Æmk ÆSS ÆSB |
‘ 144R
FULL BUB AF HJOLUM
Á FRÁBÆRU VERÐI
DIAMOND X-1000, 26“ 18 gíra fjallahjól.
SHIMANO SIS, vönduð og góð hjól á
frábæru verði. Átaksbremsur, álgjarðir,
standari, brúsi og gírhllf. Verð aðiens kr.
21.000, stgr. 19.950.
VIVI barnahjól með hjálpardekkjum.
Þessi léttu og meðfærilegu barnahjól hafa
reynst frábærlega hér á landi.
Frá 3 ára 12'h, kr. 9.600, stgr. 9.120.
Frá 4 ára 14", kr. 10.400, stgr. 9.880.
Frá 5 ára 16", kr. 10.900, stgr. 10.355.