Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ afmæli. í dag, 6. maí, er níræð Dóróthea Jónsdóttir, Grundargötu 9, Siglu- firði. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu en börn hennar munu bjóða upp á kaffiveitingar í Grundargötu 11 milli kl. 16 og 19. f* Aára afmæli. Sunnu- daginn 8. maí nk. verður sextug Erla Magn- úsdóttir, fyrrverandi gæslukona. Hún tekur á móti gestum á morgun, laugardag, milli kl. 15 og 19 á heimili dóttur sinnar í Hvassaleiti 10. BRIDS Umsjón (iuðmundur l'áll Arnarson OPNUN vesturs á þremur laufum setur norður í mik- inn vanda. Hann á of lítið í spaða til að úttektardobla, og hjartaliturinn er tæplega nógu góður til að þola sögn á þriðja þrepi. Hvað er þá til ráða? Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♦ K4 ¥ G9743 ♦ ÁKDG5 ♦ 6 Vestur Au.stur ♦ DG3 ♦ 98752 ¥ K IIIIH ¥ D105 ♦ 92 ♦ 10873 ♦ KG108732 ♦ Á Suður ♦ Á106 ¥ Á862 ♦ 64 ♦ D954 Þegar spilið kom upp í sveitakeppni í Bandaríkjun- um valdi norður á öðru borðinu að passa og upp- skar 100 fyrir tvo i þremur laufum. Hinum megin hætti norður á þrjá tígla. Við því hlaut suður að segja þijú grönd og þar enduðu sagn- ir. Upplagt hjartageim fór því forgörðum á báðum borðum. En víkjum aftur að gröndunum þremur. Suður var Alan Sontag. Hann fékk út. spaðadrottningu, sem hann drap með kóng í borði, en austur lét níuna. Sontag lagði nú gildru fyrir austur með því að spila hjartagosa! En austur sá við honum og lét fimmuna duga. Vestur fékk slaginn á kónginn og skipti yfir í lauf, enda vissi hann eftir spaðaníu makk- ers í byrjun að suður hélt A10. Inni á laufás, spilaði austur spaða um hæl og Sontag stakk upp ás. Sontag gat nú lagt niður hjartaás í þeirri von að litur- inn félli, en ákvað að prófa tígulinn fyrst. Þegar í ljós kom að vestur átti tvíspil í tígli, þóttist Sontag hafa skiptingu vesturs á hreinu. Hann tók því alla tíglana og fór niður á fjögur spil heima: spaðatíu, hjartaás og D9 í laufi. Vestur átti eftir spaðagosa og KG10 í laufi. Sontag fór síðan heim á hjartaás og spilaði spaða- tíu. Vestur fékk slaginn en varð að gefa Sontag níunda slaginn á laufdrottningu í lokin. ÍDAG Farsi LEIÐRÉTTIN G AR Greinaflokkur ÞAU mistök urðu við upp- setningu á grein Aslaugar Brynjólfsdóttur fræðslu- stjóra - Framtíð hverrar þjóðar er uppeldi æskunnar - í blaðinu sl. þriðjudag að þar féll niður merking þess efnis að greinin væri hluti af greinaflokki sem Delta Kappa Gamma - Félag kvenna í fræðslustjörfum skrifar á ári fjölskyldunnar. Er beðist velvirðingar á þessu. Sýningar í Nýlistasafni MYNDATEXTAR víxluðust í umfjöllun Braga Ásgeirs- sonar í gær um sýningamar tvær sem nú standa yfír í Nýlistasafninu. Við ljós- mynd af verki Ráðhildar Ingadóttur stóð að þar væri verk eftir Eygló HarðarEy- glóar var eignuð Ráðhiidi. Mistök í uppsetningu grein- arinnar ollu þessu og beðist er afsökunar á þeim. Helgartilboð hjá Nóatúni ÞAU mistök urðu i vinnslu Helgartilboðanna, sem birt- ust á Neytendasíðu í gær, að tveir dálkar birtust undir nafni Hagkaups. Annan þeirra átti Nóatún og til að forða misskilningi birtum við hér með tilboð Nóatúns- verslananna að nýju, en þau gilda fram á sunnudag. kindalundir.998 kr. kg kindafillet.998 kr. kg. 430 g skorinn aspas ............79 kr. stk. rauðepli........89 kr. gulepli.........69 kr. grænepli........69 kr. Mér þykir það leitt, herra minn, en samkvæmt skips- reglum fær enginn að fara um borð nema með bindi eftir kl. 20. blávínber.....189 kr. kg hvítkál........39 kr. kg vatnsmelónur...97 kr. kg brauðskinka...899 kr. kg mjúkís, 1 ltr...289 kr. Klargólfb.,500ml..299 kr. Rangt eignarfall ÓSKILJANLEG mistök urðu í blaðinu í gær, er rangt var farið með eignar- fall af orðinu sauðfé. Það er að sjálfsögðu til sauð- fjár. Morgunblaðið biður lesendur velvirðingar vegna þessarar misþyrmingar á tungunni. Um Interpol í GREININNI Sumir dæmdir, aðrir flúnir, sem birtist í Morgunblaðinu síð- astliðinn sunnudag, var haft eftir viðmælendum blaðsins að þeir þekktu þess ekki dæmi að landflótta ís- lenskir sakamenn fyndust fyrir tilstilli Interpol eða annars alþjóðlegs sam-' starfs. Að því tilefni hafði Magnús Eggertsson, fyrr- verandi yfírlögregluþjónn Rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík, samband við blaðið og kom því á fram- færi að í febrúar árið 1969 hefði lögregla hér óskað aðstoðar Interpol við að hafa upp á manni sem farið hafði úr landi eftir um- fangsmikil tékkasvik. Frést hefði af ferðum mannsins í Lúxemborg og hefði þeim upplýsingum verið komið til Interpol. Fáum dögum síðar hefði Interpol fundið mann- inn í Frankfurt og hann síð- an komist í hendur lögreglu hér á landi. Magnús sagði þetta í samræmi við langa reynslu sína af samstarfi við Interpol, sem jafnan hefði skilað sínu með prýði. STJÖRNUSPÁ cftir Franees llrakc NAUT Afmælisbarn dasgins: Þú átt a uðvelt með að vinna með öðrum og sinnir vel heimili og fjölskyldu. Hrútur (21. mars- 19. apríl) Dómgreind þín er góð í dag varðandi viðskipti og fjármál. Þér tekst að ljúka áríðandi verkefni í samvinnu við félaga. Naut (20. apríl - 20. maí) (fffi Menningarmálin höfða sérstak- lega til þín í dag. Þú færð góða hugmynd eftir viðræður við ráðgjafa. Vinur reynist þér vel. Tvíburar (21. maí - 20.júní) Þú nærð merkum áfanga í vinnunni í dag og skynjar hvemig þú getur tryggt þér betri afkomu. Blandaðu geði við vini í kvöld. Krabbi (21. júnf — 22. júlí) Híg Sumir eru að undirbúa spenn- andi helgarferð. Félagar standa vel saman í dag og horfur í viðskiptum fara ört batnandi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) <ef Þú fínnur réttu leiðina til hag- stæðra viðskipta. Fáguð fram- koma er gott veganesti fyrir þá sem sækja um lán í dag. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú tekur mikilvæga ákvörðun í dag í samráði við ástvin. Sumir eru að undirbúa sumar- leyfi eða sumardvöl bama sinna. Vog (23. sept. - 22. október) Einbeitni tryggir þér vel- gengni i viðskiptum. Þú kannt að meta umhyggjusemi ætt- ingja. Njóttu kvöldsins með fjölskyldu. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) ®H|0 Góð samvinna tryggir árang- ur, þvi betur sjá augu en auga. Ástvinir standa vel saman og skemmta sér í kvöld. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Nákvæm ihugun leiðir til árangurs í vinnunni í dag. Fjárhagsstaðan fer batnandi. Sumir eru að ljúka heimaverk- efni. Steingeit (22. des. - 19.janúar) m Skrifaðu hjá þér góða hug- mynd sem þú færð í dag svo hún gleymist ekki. Vinur veit- ir þér mikilvægan stuðning og hvatningu. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Óvænt þróun mála í vinnunni kemur þér til góða í dag. Þér gefst tfmi útaf fyrir þig til að sinna einkamálunum. Fiskar (19. febrúar-20. mars) Þú átt gott samstarf við nýjan vin í dag og ykkur miðar vel áfram. Samkvæmislífið hefur upp á margt að bjóða í kvöld. Stjömusþána á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 43 Vinningstölur miövikudaginn: 4. maí 1994 | VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPH/EÐ Á HVERN VINNiNG n 63,6 0 46.270.000 5 af 6 LÆ+bónus 0 868.091 1R1 Saf6 3 118.167 U 43,6 243 2.320 F| 3 af 6 it*J+bónus 1.061 228 ^öaltölur: ^2) (23) (26) g)(g)@ BÓNUSTÖLUR 4 20 37 Heildarupphæð þessa viku 48.298.260 á Isl.: 2.028.260 UUinningur fór til: (Tvöfaldur 1. vinningur næst) UPPLYSINGAR, SÍMSVARI91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 • TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Opnum aftur á Laugavegi 45 í dag. Þar bjóðum við eldri vörur frá Oilily á lægra verði. Opið mánudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Sömu gæði - lægra verð! Verðum áfram í Borgarkringlunni með nýjar vörur. momi.DiD Borgarkringlunni, sími 689525, og Laugavegi 45.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.