Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ________________APALFUMPUR SÖLUMIÐSTÖÐVARIIMMAR ________________ Besta rekstrarniðurstaðan í sögu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna Hagnaður 600 millj. og 21 milljarðs sala Morgunblaðið/Kristinn FRIÐRIK Pálsson forstjóri SH og Alda Möller fundarritari stinga saman nefjum á aðalfundi SH í gær undir árvökulum augum Ólafs B. Ólafssonar varaformanns SH. FRAMLEIÐSLA frystihúsa og frystiskipa, sem fela Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sölu afurða sinna, var tæplega 102 þúsund tonn á síðasta ári eða tæplega 22% meiri en árið áður. Heildarsala fé- lagsins nam 21,2 milljörðum kr. sem er 10% verðmætisaukning frá síðasta ári. Kom þetta fram í skýrslu Jóns Ingvarssonar stjóm- arformanns SH á aðalfundi félags- ins sem haldinn er í Reykjavík. Tæplega 600 milljóna kr. hagnaður SH og dótturfyrirtækja er besta rekstrarniðurstaða í liðlega 50 ára sögu félagsins. Mesta aukning í framleiðslu ein- stakra tegunda var í karfa, eða 75%, og stafar það aðallega af því að félagið tók að sér sölu á afurðum erlendra frystitogara. Aukning varð einnig í framleiðslu á þorski, ýsu, síld, loðnu og ýmsum flatfiskteg- undum. Þá varð 60% aukning í framleiðslu rækju. Hins vegar varð verulegur samdráttur í ufsa, loðnu- hrognum, steinbít og nokkur í grá- lúðu. Af einstökum framleiðendum var mest framleitt hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa hf., eða 12 þúsund tonn að verðmæti 2.736 milljónir kr. og 11.200 tonn hjá Granda hf. að verðmæti 2.030 milljónir kr. SH annast nú sölu afurða 23 frystitogara og eru 13 þeirra í eigu útgerða utan SH. „Þrátt fyrir mik- inn samdrátt á flestum sviðum at- vinnulífsins vegna síminnkandi þorskafla hér við land hafa stór- auknar úthafsveiðar svo og aukin sala fyrir aðila utan félagsins og þá einkum erlendra aðila bætt fé- laginu það upp og þar með skotið fleiri stoðum undir rekstur félags- ins,“ sagði Jón. Félagið tók að sér sölu afurða fyrir átta verks'miðju- skip þýska útgerðarfélagsins Mecklenburger Hochseefischerei sem er í meirihlutaeigu Útgerðarfé- lags Akureyringa. Auk þess hefur SH tekið að sér sölu og þjónustu fyrir tvö rússnesk verksmiðjuskip sem gerð eru út frá Rostock. Friðrik Pálsson, forstjóri SH, sagði að reynslan af samskiptum við eigendur hinna tíu erlendu frystitogara væri góð. Ýmsir aðrir erlendir aðilar hefðu leitað svipaðs samstarfs og að því yrði hugað á næstunni. Óhagstæð verðþróun Verðþróun var framleiðendum óhagstæð á flestum mörkuðum eins og árið áður, að sögn Jóns. Á Bandaríkjamarkaði hélst verð þó nokkuð stöðugt og Bandaríkjadalur styrktist verulega umfram Evrópu- gjaldmiðla. Verð lækkaði á nær öll- um tegundum bolfisks á Evrópu- markaði og verð þorskflaka lækk- aði til dæmis um 14-18% eftir teg- undum og löndum. Hækkun á jap- önsku yeni um 35% gerði hins veg- ar betur en að vega upp þá verð- lækkun sem varð á Japansmarkaði. 595 milljóna kr. hagnaður varð af reksti SH og dótturfélaganna í fyrra, þar af 227 milljóna kr. hagn- aður af móðurfélaginu. Hagnaðin- um af SH í Reykjavík var ráðstafað þannig að 87 milljónir voru greidd- ar eigendum og 140 milljónir færð- ar félagsmönnum til eignar á endur- greiðslureikninga þeirra. Fyrsta ársfjórðung þessa árs jókst framleiðsla framleiðenda inn- an SH um 2.240 tonn eða um 9% miðað við sömu mánuði í fyrra. í áætlunum félagsins fyrir árið 1994 er reiknað með hagnaði af rekstri samstæðunnar og þó þróun markaðsverðs á árinu 1993 hafi verið hagstæð er vonast til þess að með batnandi efnahag í mikilvæg- um viðskiptalöndum í Evrópu og Bandaríkjunum fari fiskmarkaðir að styrkjast aftur eftir lægð undan- farinna ára. I t > I s Friðrik Pálsson forstjóri ESB-aðild gæti reynst hagkvæm og verið æskileg FRIÐRIK Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, segir að íslendingar eigi hvorki að útiloka fyrirfram aðild að Evrópusamband- inu né aðra kosti. „Margt bendir til þess að aðild gæti reynst okkur hagkvæm og æskileg," sagði hann í ræðu á aðalfundi SH í gær. Jón Ingvarsson lét í ljós þá skoðun sína að umsókn um fulla aðild að ESB kæmi aðeins til álita að íslendingum yrði tryggð full og óskoruð yfir- ráð yfír auðlindunum umhverfís landið. Forgangsatriði að meta stöðuna Formaður og for- stjóri SH ræddu báðir um breytta _ sam- keppnisstöðu fslend- inga ef Svíar, Finnar, Austurríkismenn og þó sérstaklega Norðmenn ganga úr EFTA og í Evrópusambandið í samræmi við samninga þeirra við ESB. Jón sagði að það hlyti að verða forgangsatriði að meta stöðu landsins í breyttu pólitísku og við- skiptalegu umhverfi og um leið að skilgreina hvaða áhrif þessar breytingar hefðu á stöðu okkar. Síð- an yrði að meta kostina og með hvaða hætti íslenskra hagsmuna yrði best gætt. Þegar stefnan hafi verið mörk- uð sé tímabært að hefja viðræður við ESB um framtíðarsamskipti og stöðu íslands í hinu evrópska sam- starfí. Jón sagði að þrír kostir virtust nærtækastir: EES starfi afram með ísland eitt utan ESB, ísland geri tvíhliða samning við ESB eða að ís- land sæki um fulia aðild. Sagði hann að síðastnefndí kosturinn kæmi þó því aðeins til álita að sínu mati að Islendingum yrði tryggð full og óskoruð yfirráð yfir auðlindunum umhverfis landið, „en þeim yfirráðum virðast Norðmenn hafa fórnað í samningunum við Evrópusamband- ið“ Friðrik Pálsson sagði að Evrópu- JÓN Ingvarsson, slj ómarfor maður. sambandið hefði á und- anförnum árum og ára- tugum verið að missa veiðiheimildir víða um heiminn. Hlutfall eigin afla hefði stöðugt minnkað og innflutn- ingur aukist. _Nú væri veiði ESB og íslands á þorsk, ýsu og ufsa næsta áþekk. Hins veg- ar myndi heildarmagn ESB af eigin veiði meira en tvöfaldast við inn- göngu Norðmanna og þar með yrði komin upp allt önnur staða en áður þegar Norðmenn og ís- lendingar áttu sameig- inlegra hagsmuna að gæta innan EFTA og í samningum við ESB. Orðaði hann það svo að Norðmenn sem hefðu til dæmis hjálpað okkur við að aflétta innflutningstakmörkunum Frakka á dögunum myndu skipta um félag við inngöngu í ESB og hefðu aðra hags- muni að veija auk sinna eigin. „Við eigum fyrirfram hvorki að útiloka aðild að ESB né neina aðra kosti. Margt bendir til þess, að aðild gæti reynst okkur hagkvæm og æskiieg. Við verðum að geta rætt öll sjónarmið öfgalaust í þessu mik- ilvæga máli og einungis viðræður við ESB munu geta skorið úr um það, hvaða lokamarkmiði við eigum að reyna að ná,“ sagði Friðrik. Friðrik sagði eitt alveg víst. ESB með Noreg innanborð væri allt annað ESB en án Noregs og sama mætti segja um EFTA. „Samvinna okkar við Norðmenn hefur verið góð í Þorsk-, ýsu- og ufsaveiði á hlutfallslegri skiptingu veiðinnar á milli Noregs og EB/ESB ef Noregur gengur IESB 1993 E8 33% 1994 Islantlog « Wnrípmrr ö EFTA og ég leyfi mér að fullyrða, að samstaða þessara tveggja mikil- vægu sjávarútvegsþjóða gæti orðið mjög sterk innan ESB. Við höfum mjög líka hagsmuni og myndum hafa yfir að ráða langstærstum hluta eigin afla sambandsins," sagði Frið- rik. Þá vakti hann athygli á því að við inngöngu Noregs í ESB yrðu styrkir til sjávarútvegsins þar eðlilegur hluti af styrkjakerfi sambandsins og það muni gera samkeppnisstöðu íslend- inga enn erfiðari en fyrr og rýra lífs- kjör okkar. „Hvernig sem þetta fer, mun ekki verða heimsendir af þessum sökum, en svo mikilvægir eru þessir markað- ir okkur, að við megum einskins láta ófreistað við að leita bestu samn- inga. Við náum þeim ekki nema við séum opnir fyrir öllum hugmyndum," sagði Friðrik Pálsson. Þátttaka í túnfisk- veiðum á Indlandi SH-fyrirtæki fái lægri vexti af afurðalánum BANKAR telja að fyrirtæki sem selja afurðir sínar í gegnum SH ættu að fá lægri vexti af afurðalán- um sem nemur einum kjörvaxta- flokki. Kom þetta fram hjá Jóni Ingvarssyni, formanni Sölumið- stöðvarinnar, á aðalfundi félagsins í gær. Fram kom hjá Jóni að Sölumið- stöðin hefur átt viðræður við við- skiptabankana um breytingar á fyrirkomulagi afurðalána, lækkun vaxta og annars kostnaðar. Hann sagði að bankarnir hafi ekki talið efni til að breyta fyrirkomulaginu en lýst því yfir að þeir vildu láta þá þætti sem draga úr áhættu bankanna, meðal annars hvaða útflutningsfyrirtæki ætti í hlut, hafa áhrif á vaxtakjörin. Sumir hefðu lýst því yfír að fyrirtæki sem seldi afurðir sínar í gegnum SH ætti að fá lægri vexti af afurðalán- um sem næmi einum kjörvaxta- flokki. Aðrir hafi tekið í sama streng. „Þetta er að sjálfsögðu ánægjuleg viðurkenning fyrir Sölu- miðstöðina, og er þess vænst að þetta gangi eftir,“ sagði Jón. „Þrátt fyrir það, að vel hefur tekist til í ýmsum efnum við stjórn efnahagsmála á sl. ári vantar mik- ið á að tekist hafi að hemja bank- ana að því er vexti og vaxtamun varðar og má fullyrða, að þetta sé einn erfiðasti hjallinn til bættra lífs- kjara í þessu landi. Vaxtamunurinn er svo mikill sem raun ber vitni vegna afskrifta bankakerfisins sem skipta hundruð milljónum í mánuði hverjum og stafa af gömlum út- lánatöpum, sem núverandi við- skiptavinir bankanna eru látnir greiða. Auk þess er samkeppni milli banka hér á landi að því er útlán varðar nánast óþekkt fyrir- brigði," sagði Jón. SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna tekur þátt í samstarfi um stofnun félags á Indlandi um veiðar og vinnslu á túnfiski. Fyrir liggur loforð indverskra stjórnvalda uin að félagið fái heimild til að veiða 50 þúsund tonn af fiski á ári innan indverskrar lögsögu og þau tryggja 80% fjárfestingarinnar með hag- kvæmum kjörum. Vísindamenn telja að auðug tún- fiskmið séu innan indversku lögsög- unnar en þau hafa verið lítið nýtt til þessa. Félagið mun vinna að þessu verkefni í samvinnu við Tikkoo Corporation sem er í eigu Ravi Tikkoo, fyrrum skipaeiganda. Sölumiðstöðin mun hafa með hönd- um útgerðarstjórn, gæðastjórn og sölu afurða. Undirbúningur að stofnun félagsins er í fullum gangi, að sögn Jóns Ingvarssonar, stjórn- arformanns SH, og er beðið endan- legrar staðfestingar stjórnvalda á Indlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.