Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 49 ~ IÞROTTIR KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Stórskotahríð Brasilíu- manna en bara þriú mörk Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Brasilíu ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu getur verið nokkuð anægt með fyrsta landsleik sinn gegn Brasilíu sem fram fór aðf- ararnótt fimmtudagsins. Brasil- íumenn gerðu að vísu þrjú mörk gegn engu en því má ekki gleyma að ekki er langt síðan Argentínumenn töpuðu 2:0 hér. Auðvitað voru Brasiliumenn miklu betri, eins og við var að búast, en fslensku leikmennirnir gerðu sitt besta. Þeir voru í hiutverki músarinnar og skiluðu þvf hlutverki ágætlega. Liðið getur leikið betur, en síðari hálf- leikur var bara ágætur, þrátt fyrir þreytu sem hlýtur að hafa sagt til sfn eftir stanslausan elt- ingaleik í fyrri hállfeik. Segja má að Brasilíumenn hafi byrjað með sankallaðri stór- skotahríð í kjölfar flugeldasýningar fyrir leikinn. Fyrstu Qórar mínúturnar áttu þeir þrjú hörku- skot að marki og fengu þijár horn- spyrnur. Sýningin héit svo áfram og yfirburðir Brasilíumanna voru al- gjörir í fyrri hálfleik. Mikið fjör var í leiknum, Brasilíu- menn léku af miklum krafti og hraða, leikmenn voru mjög hreyfan- legir án boltans og hending var ef þeir léku honum ekki með fyrstu snertingu til samheija. Þetta varð til þess að íslenska liðið var löngum í hálfgerðum eltingaleik. Það sem háði þvi þó mest var hversu auðvelt það reyndist heimamönnum að kom- ast upp miðjuna, og þannig náðu þeir að skapa mikinn usla upp við markið. Undir þann leka var sett í síðari hálfleik, að mestu. Brasilíumenn fengu átta mjög góð færi í fyrri hálfleik, auk þeirra sem þeir skoruðu úr. Fyrsta markið kom á 34. mín. og skrifast það á hinn 17 ára Ronaldo, besta mann vallar- ins. íslensku leikmennirnir vildu reyndar fá dæmda rangstöðu þá, en línuverðirnir virtust ekki vita hvað rangstaða er, ef miðað er við frammistöðu þeirra að þessu sinni. Tveimur mín. síðar átti Eyjólfur gott skot rétt utan markteigshorns- ins vinstra megin. „Ég hitti boltann mjög vel með vinstri, en því miður markmanninn lika. Boltinn fór í hausinn á honum,“ sagði Eyjólfur. Annað mark Brasilíumanna gerði Zinho úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé, og var vítaspyrnudómurinn vafasamur. Heppnir Það verður að segjast eins og er að íslendingar voru heppnir að vera aðeins 0:2 undir í leikhléi og óneit- anlega var maður hræddur um að illa færi í síðari hálfleik þegar þreyt- an eftir eltingaleik fyrri hálfleiks færi að segja til sín. En íslenska lið- ið kom tvíeflt til leiks og lék af mik- illi skynsemi þanaig að það gat gengið af velli með fullri reisn í leiks- lok þrátt fyrir 0:3 tap. Tapið hefði hægiega getað orðið stærri og ís- lensku strákarnir hefðu líka getað skorað, með smá heppni. Leikmenn settu undir lekann á miðjunni eftir hlé og gáfu sér meiri tíma til að leika saman þegar þeir höfðu knöttinn. Besta færi íslands í hálfleiknum Fast sótt að marki íslands Reuter BRASILÍUMENN sóttu af miklum krafti að íslenska markinu, fengu mikið að færum en nýttu aðeins þtjú. Hér er það Zinho sem gerist nærgöngull, en hann skallaði yfir markið. Hann gerði annað markið í leiknum úr víti. kom á 83. mín. Arnór sendi fyrir markið frá hægri kanti, Eyjólfur kastaði sér fram og skallaði. Hann hitti boltann illa og markvörðurinn náði að krafla í hann og bjarga marki. Brasilíumenn brunuðu svo fram og Viola, sem hafði farið illa með nokkur færi, skoraði loksins. Birkír bestur Birkir Kristinsson var besti maður íslenska liðsins. Hann hafði mikið að gera, og gerði aðeins ein mistök, þeg- ar hann hikaði í úthlaupinu í þriðja markinu. Vömin stóð sig ágætlega og var Rúnar þar bestur, en hann lék hægra megin. Hann lenti sjaldan í teljandi erfíðleikum auk þess sem hann vár mjög yfirvegaður. Daði og Kristján voru traustir í miðri vöm- inni, sérstaklega í seinni hálfleik og vinstra megin var Ólafur fastur fyrir. Sigurður, Hlynur og Amór þurftu mikið að aðstoða vörnina og gerðu það ágætlega en voru stundum of fljótir að losa sig við knöttinn með löngum spymum fram völlinn, en þá voru fáir bláklæddir leikmenn frammi. Reyndar var þeim nokkur vorkunn því Brasilíumenn vom eins og býflugur út um allt og gáfu ís- lensku leikmönnunum engan frið. Þorvaldur hefur oftast leikið betur og lítið fór fyrir Amari á vinstri vængn- um, en hann tók þó nokkra laglega spretti og sýndi þá hvað hann er lipur með knöttinn. Eyjólfur var duglegur við að koma til baka og aðstoða vöm- ina, og hélt boltanum vel. Hjá Brasilíumönnum var Ronaldo bestur; þar er á ferð drengur sem vert er að fylgjast vel með í framtíð- inni. Viola, sem er í baráttunni um sæti sem þriðji framheiji liðsins fyr- ir HM í sumar, tryggði sér vænt- anlega farseðilinn til Bandaríkjanna með góðum leik. Gríðarlega snagg- aralegur og hættulegur leikmaður. Félagi Eyjólfs hjá Stuttgart, Dunga, var traustur sem aftasti miðjumaður og kom mikið við sögu í uppbygg- ingu sóknanna. Annars léku allir vel en þessir þrír þó best. Brasilía - Island 0:3 Da Silva-Ressacada leikvangurinn í Florianopolis, vináttulandsleikur í knattspymu, miðvikudaginn 4. maí 1994. Aðstæður: Mjög góðar; logn, hiti um 20 stig og völlurinn góður. Mörk Brasilíu: Ronaldo (34.), Zinho (43. vsp.), Viola (83.) Gult spjald: Aldair (52. fyrir brot) — Ólafur Þórðarson (14. fyrir brot), Sigurður Jónsson (45. fyrir mótmæli). Rautt spjald: Enginn. Áhorfendur: 23.000 Brasilía: Zetti — Santos (Cafu 46.), Aldair, Branco (Leonardo 63.) — Jorginho (Sampaio 46.), Zinho (Pulto 85.), Ronaldo, Dunga, Mazinho — Sergio, Viola (Savio 85.) ísland: Birkir Kristinsson (Kristján Finnbogason 87.) — Rúnar Kristinsson (Ámar Grétarsson 76.), Kristján Jónsson, Izudin Daði Dervic, Ólafur Þórðarson (Sigur- steinn Gíslason 76.) — Amór Guðjohnsen, Þorvaldur Örlygsson, Hlynur Stefánsson, Sigurður Jónsson (Þormóður Egilsson 87.), Amar Gunnlaugsson (Bjarki Gunnlaugs- son 87.) — Eyjólfur Sverrisson. „Sáttur við seinni hálfleik“ Eg var tiltölulega sáttur við seinni hálfleikinn, því þá reyndum við að spila en gerðum lítið af því í þeim fyrri. í fyrri hálfleik gerðu strákamir ekki eins og ég lagði upp, kannski hafa þeir misskilið mig eða ég ekki iagt nógu skýrar línur. Við ætluðum að þétta miðjuna til að þeir kæmust ekki þar i gegn og láta þá spila frekar upp kant- ana, og vera svo búnir að skipu- leggja okkur í teignum þegar boltinn kæmi fyrir. Þegar það gekk eftir var aldrei um neina verulega hættu að ræða, sagði Ásgeir Elíasson, Iandsliðsþjálf- ari við Morgunblaðið að leik loknum. „Það komu kaflar í fyrri hálf- leik sem við hættum okkur of framarlega i vöminni en seinni hálfleikurinn var aftur á móti r- lagi, strákarnir voru reyndar þreyttir eftir eltingaleikinn í fyrri hálfeik en á móti kom að Brasilíumenn voru 2:0 yfir og léku því ef til vill ekki af sama krafti. Við vorum mun skynsam- ari þá en í fyrri hálfleik, fengum nokkur færi og hefðum átt að geta skorað eitt mark, jafnvel tvö með heppni," sagði Asgeir. „Maður veit, að þegar farið er í svona leiki, er liðið 80-90% af tímanum í vöm. Því er mikil- vægt að vera þolinmóður í vöm, og halda boltanum þegar hann næst, og það tókst okkur í seinni hálfleik. Það er nefnilega þannig að þegar þurfa að veijast og eru ekki með boltann — meira að segja Brasilíumenn — hafa þeir ekki tækifæri til að sýna hversu flinkir þeir eru, og þá er það okkar að stjóma leiknum. Það má eigilega segja að strákamir hafí hlaupið og unnið vel í fyrri hálfleik og í þeim seinni hafí ágætis spil bæst við,“ sagði Ásgeir. u Þrjátíu og fimm skot gegn sjö Ifyrri hálfleik áttu heimamenn 20 skot að marki íslands og fengu sjö hornspyrnur á meðan okkar menn skutu fjórum sinnum að marki en fengu ekki horn. í seinni hálfleik áttu Brasilíumenn 15 skot að marki og fengu þtjú horn, en íslensku strákarnir náðu þremur skotum að marki og fengu enga hornspyrnu. Þrátt fyrir þessa stór- skotahríð er rétt að taka fram að flest skotin voru tiltölulega hættulítil. Carlos Alberto „Ánægður „Við voram með nokkra unga stráka í liðinu, hálfgerða krakka; Ronaldo er aðeins 17 ára og Leo- nardo 19 en þeir stóðu sig vel og á heildina litið er ég mjög ánægð- ur. Ég held að strákarnir hafi náð að vinna vel úr því sem fyrir þá var lagt. En við þurftum að hafa fyrir því að sigra íslenska liðið, sem kom mér á óvart, því það vann markvisst og skipulega að hlutunum og lék því eins vel og það gat, held ég.“ Rúnar Kristinsson „Ég held þetta séu ekki óeðlileg- ar tölur. Þeir era gríðarlega tekn- ískir og halda boltanum vel, og það er ekkert grín að veijast þeim. Þetta era sífellt hlaup og því verða menn fyrr þreyttir. Þeir eru ótrú- lega góðir — ég held þetta sé besta lið sem ég spilað við þó svo maður hafi spilað á móti mörgum góðum.“ Amór Guðjohnsen „Þetta var rosalega erfítt, svei mér ef þetta er ekki erfiðasta lið sem ég hef spilað á móti. Þeir spila þannig knattspyrnu; mikill hraði, gríðarleg tækni og bolta- meðferðin alveg einstök. Seinni hálfleikurinn var mun skárri hjá okkur en sá fyrri, þá áttum við fleiri sóknir þrátt fyrir að vera orðnir þreyttir eftir eltingaleikinn við þá í fyrri hálfleik." Reuter Viola, sem gerði þriðja mark Brasilíumanna, skýtur að marki íslands. Ólafur Þórðarson (8) er til vamar og úti á vellinum sést Hlynur Stefánsson. „Aldrei lent í svona eltingaleik ádur“ Þetta var erfítt, gríðarlega erfítt. Þeir eru fljótir og teknískir, sérstak- lega framlínumennirnir. Þeir komust mikið aftur fyrir okkur; þeh'' spila mikið með einni snertingu og það varð til þess að við vorum að elta þá allan tímann. Ég held ég hafi aldrei lent í svona eltingaleik áður,“ sagði Sigurður Jónsson við Morgunblaðið eftir leikinn. „Þetta brasilíska lið er án efa eitt það sterkasta sem ég hef leikið á móti. Ég vona bara að Brasilíumenn fari að vinna heimsmeistaratitilinn, þó ekki væri nema fyrir fólkið í landinu, sem lifir hreinlega fyrir fót- bolta. Það er frábært að hafa fengið tækifæri til að fylgjast með því.“ Sigurður var einn fárra íslenskra leikmannanna sem skipti um keppnis- treyju við brasilískan leikmann. „Ég verð öragglega í brasilísku peysunni fyrir framan sjónvarpið í sumar. Afram Brasilía!" sagði Sigurður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.