Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 4
I
4 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ •
FRÉTTIR
Scháfer-hundar
drápu kettling
Eiganda
sagt að losa
sig við
hundana
SVEITARSTJÓRI Kjalarnes-
hrepps hefur gefið eiganda
Scháfer-hundanna tveggja, sem
réðust á kettling og drápu í
fyrradag, nokkurra daga frest
til að losa sig við hundana. At-
vikið hefur verið kært til lög-
reglu.
Jón Pétur Líndal sveitarstjóri
segir að eigandinn fái tækifæri
til að losa sig við hundana áður
en gripið verði til aðgerða. Hann
segir að ekki sé hægt að sætta
sig við að menn ali húsdýr sem
ráðist á önnur húsdýr. „Það sem
við erum fyrst og fremst að
hugsa um þegar menn eru með
svona grimma hunda er hvað
gæti gerst ef börn eru að leika
sér með kött og hundamir sleppa
lausir á meðan,“ sagði Jón Pétur.
Hjörvar
langefstur
í dómum
HJÖRVAR frá Arnarstöðum,
fjögurra vetra stóðhestur,
vakti verulega athygli þegar
hann var dæmdur ásamt öðr-
um hestum Stóðhestastöðvar-
innar á miðvikudag. Hlaut
hann 8,45 í einkunn fyrir
byggingu og 7,86 fyrir hæfi-
leika, samtals 8,15.
Hjörvar, sem er undan Otri
frá Sauðárkróki og Hrafntinnu
frá Amarstöðum, þykir mjög
efnilegur og talið líklegt að
hann geti skákað bróður sínum
Orra frá Þúfu, sem þykir einn
fremsti stóðhestur landsins.
Af fimm vetra hestum stóð
efstur Gulltoppur frá Skíðdal,
en hann hlaut 8,0 í aðalein-
kunn.
Ekki heill heilsu
Reiknað var með að Þorri frá
Þúfu myndi standa efstur af
fimm vetra hestum, en hann
gekk ekki heill til skógar og
var því einungis dæmdur fyrir
byggingu. Hlaut hann 8,33 í
einkunn. í gær voru útanað-
komandi hestar dæmdir og þar
á meðal Svartur frá Unalæk
og fleiri góðir hestar. Sýning
Stóðhestastöðvarinnar verður
á morgun, laugardag, eftir
hádegi og er búist við miklum
ljölda fólks eins og venjulega.
Gjaldheimta lóðajöfnunargjalds í Hafnarfirði dæmd olögmæt
Eigandi glataði ekki rétti
til endurheimtu gjaldsins
LÓÐAJÖFNUNARGJALD sem Hafnar-
fjarðarbær lagði á tiltekinn lóðareiganda
árið 1987 hefur verið dæmt ólögmætt í
Hæstarétti. Segir að bærinn hafí ekki get-
að sýnt fram á á kostnað sem réttlæti gjald-
tökuna, teljist hún því skattlagning sem
engin lagaheimild sé fyrir.
í dómnum segir einnig að húseigandinn hafi
ekki glatað rétti sínum til endurheimtu lóðajöfn-
unargjaldsins þótt hann hafi ekki gert fyrirvara
um greiðsluna og segir Ragnar Aðalsteinsson
formaður Lögmannafélags Islands það stefnu-
breytingu af hálfu dómstólsins. Guðmundur
Benediktsson bæjarlögmaður Hafnarfjarðar seg-
ir niðurstöðuna ekki gera að verkum að allir sem
greitt hafi gjaldið geti krafist endurgreiðslu,
meta verði hvert tilvik fyrir sig.
Bæjarstjóm Hafnarfjarðar samþykkti 12.
mars 1987 að sérstakt lóðajöfnunargjald skyldi
innheimt vegna óbyggðra lóða, sem úthlutað
yrði á byggðum svæðum í bænum og bæru lítil
sem engin upptökugjöld. Voru þau sett á upphaf-
lega til þess að bera kostnað af uppkaupum
bæjarins á lóðum og byggingum. Var lóðareig-
andinn krafinn um 200.000 og segir Guðmund-
ur að Hæstiréttur líti svo á að í því tilviki hafi
verið um hreina skattlagningu að ræða þar eð
bærinn hafi ekki getað sýnt fram á kostnað
vegna lóðarinnar.
Hvert tilvik metið
Aðspurður hvort allir sem greitt hafi lóða-
jöfnunargjald til bæjarins geti krafist endur-
greiðslu segir hann. að þótt ekki hafi verið sýnt
fram á kostnað í þessu tilviki sé ekki þar með
sagt að bærinn geti það ekki í öðrum. „Það
verður að meta hvert tilvik fyrir sig og geti
bærinn ekki sýnt fram á kostnað verður hann
að greiða til baka,“ segir Guðmundur. Hann
segir ennfremur að lóðajöfnunargjaldið hafi
verið lagt á í mjög fáum tilfellum á sínum tíma
og ekki hin síðustu ár. Aðspurður um fjölda
greiðenda sagði hann: „Það þarf að fletta þessu
upp til að fá nákvæman fjölda en eftir því sem
óbyggðum lóðum hefur fækkað hefur verið
minna um þetta.“
Ragnar Aðalsteinsson formaður Lögmannafé-
lags Islands segir að dómur Hæstaréttar feli í
sér stefnubreytingu að því leyti að lóðareigand-
inn hafi ekki glatað rétti sínum til endurheimtu
á gjaldinu þótt hann hafi reitt það af hendi án
þess^að gera fyrirvara um greiðsluna.
„Á sínum tíma gekk dómur þar sem sagði
að tiltekin álagning væri brot á stjórnarskrá en
þar sem maðurinn 'hefði greitt án fyrirvara
væri hann bundinn af því. Einn dómenda greiddi
minnihlutaatkvæði þar sem sagði að með því
eimdi eftir af þeirri gömlu hugsun að konungur-
inn gerði aldrei rangt. Síðan kemur niðurstaða
þriggja manna dóms sem segir hið gagnstæða,
að gjaldið sé ólöglega á lagt og að lóðareigand-
inn hafi ekki glatað rétti sínum til endurheimtu
gjaldsins þótt hann hafí ekki gert fyrirvara, án
þess að rökstyðja það frekar. Það er stefnubreyt-
ing,“ segir Ragnar Aðalsteinsson.
Fundur Samfoks með Ingibjörgu Sólrúnu og Árna Sigfússyni
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Gulltoppur frá Skíðdal
stóð efstur af fimm vetra
hestum með slétta átta í
einkunn, knapi er Eiríkur
Guðmundsson.
Stóðhestastöðin
Bygginga-
dagar í
fyrsta skipti
„ÞANNIG rís byggðin" er kjörorð
byggingadaga sem Samtök iðn-
aðarins standa fyrir á morgun,
laugardaginn 7. maí og sunnu-
daginn 8. maí, í samvinnu við
byggingafyrirtæki og framleið-
endur í byggingaiðnaði.
Um 20 fyrirtæki, verktakar og
framleiðslufýrirtæki, eiga aðild að
byggingadögunum og munu þau
kynna íbúðir og framleiðslu sína,
hvert á sínu athafnasvæði, auk þess
sem sérstök kynning og ráðgjöf um
viðhald fasteigna verður hjá Rann-
sóknarstofnun byggingariðnaðarins.
„Markmiðið er að gera bygg-
ingariðnaðinn sýnilegri en verið
hefur og hvetja fólk til athafna á
þessu sviði," segir Lína Guðlaug
Atladóttir, markaðsstjóri hjá Sam-
tökum iðnaðarins. Byggingadag-
amir eru haldnir í fyrsta skipti að
þessu sinni, og segir Lína Guðlaug
það ráðast af því að aðilarnir sem
standa að þeim, hafa til þessa ekki
tilheyrt sömu samtökum fyrr en nú.
HLJÓMSVEITIN Sniglabandið
hefur frá síðasta hausti verið með
útvarpsþátt á Aðalstöðinni á
fimmtudögum og hefur hann vak-
ið nokkra athygli, því piltarnir
víla ekki fyrir sér að leika hvert
það Iag sem hlustendur óska eft-
ir að fá að heyra. Virðist þá litlu
skipta hvort það er 40 ára dans-
lag eða nýjasta vinsældalista-
poppið. Hljómsveitina skipa þeir
Björgvin Ploder, trommur, Einar
• •
Oðravísi
óskalög
Rúnarsson, orgel og harmoniku,
Pálmi Sigurhjartarson, píanó,
Skúli Gautason, gítar, og Þorgils
Björgvinsson, gítar, auk þess sem
Jón S. Ingólfsson, bassaleikari,
Morgunblaðið/RAX
leggur þeim lið í útsendingunum.
Skúli segir skýringuna á því
hversu mörg lög hljómsveitin
hafi á takteinum vera þá, að hún
hafi starfað í níu ár og því hlotið
mikla reynslu. Þá séu þeir félag-
arnir alætur á tónlist og safni því
stöðugt í sarpinn. „ Auk þess að
spila óskalög að hætti hússins
erum við með draumaráðninga-
þjónustu, pólitískt horn, óholl-
ustuhorn og fleira.“
Sammála um
að grunnskólar
verði einsetnir
Ámi sagði að ákveðið hefði verið
að Reykjavíkurborg greiddi tvær
kennslustundir til viðbótar í 1.-3.
bekk og eina kennslustund í 4. bekk
þannig að allir grunnskólanemar á
aldrinum 6-9 ára njóti 27 stunda
kennslu. „Með þessari ákvörðun
höfum við tekið forystu á Norður-
löndum hvað varðar kennslutíma
yngri nemenda að teknu tillitit til
styttra skólaárs hér á landi,“ sagði
Árni.
3 milljarðar á 5 árum
Hann tilkynnti jafnframt um að
á næstu fimm árum yrði Varið þrem-
ur milljörðum til uppbyggingar
skólamannvirkja í Reykjavík eða
um 600 milljónum á ári. Með því
ætti að vera hægt að Ijúka að mestu
við þá stefnumörkun Sjálfstæðis-
flokksins að hafa alla skóla í borg-
inni einsetna.
Ingibjörg Sólrún sagði að R-list-
inn myndi setja skólamál, bæði leik-
skóla- og grunnskólamál, í önd-
vegi. „Þannig munum við fylgja
eftir öllum þeim fjölmörgu tillögum
sem fulltrúar Reykjavíkurlistans í
borgarstjórn hafa flutt um þessi
mál á umliðnum árum en ævinlega
verið vísað frá af Sjálfstæðisflokkn-
um, valdaflokknum í borginni,"
sagði Ingibjörg Sólrún.
„Svo dæmi sé tekið fluttu borgar-
fulltrúar Kvennalistans og Nýs
vettvangs tillögu' fyrir gerð fjár-
hagsáætlunar 1991, annars vegar
um einsetinn skóla og hins vegar
að miða skólabyggingar við fá-
mennari skóla en nú er. Þessum ,
tillögum báðum var vísað frá með
þeim rökum Árna Sigfússonar að ^
þær væru óraunhæfar. Kostnaður- I
inn af þeim væri 5-6 þúsund millj-
ónir,“ sagði Ingibjörg Sólrún.
SAMFOK, Samband foreldrafélaga í grunnskólum í Reykjavík, hélt
fund í Gerðubergi í gærkvöldi þar sem Árni Sigfússon borgarstjóri
og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni R-listans, fluttu
framsöguerindi og svöruðu fyrirspurnum. I máli þeirra beggja kom
fram að eitt helsta stefnumarkmið í málefnum grunnskólanna í
Reykjavík væri að gera þá einsetna.
, Morgunblaðið/Sverrir
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir og Arni Sigfússon fluttu fram-
söguerindi og svöruðu fyrirspurnum um skólamál á fjölmennuin
fundi sem haldinn var á vegum Samfoks í Gerðubergi í gærkvöldi.