Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Svo hollt... ...og gotf! ÞORSTEINN FINNBOGASON Á laugardagsmorgnum gekk hún til prestsins, en á meðan var ég alltaf hjá honum afa mínum og talaði við hann um hitt og þetta og þótti mér það bara ansi gaman. Þegar ég var yngri héldum við Eva frænka og Siggi bróðir oft tombólur í bílskúrnum hjá afa og ömmu og höfðu þau gaman af þess- ari starfsemi okkar. Þegar Eva frænka mín bjó í kjall- aranum fyrir neðan afa og ömmu, var ég oft hjá henni og fórum við þá oft upp til þeirra. Ævinlega man ég vel eftir súkk- ulaðinu sem afi gaf mér og þeim krökkum sem komu í heimsókn. Ég á eftir að sakna afa míns mikið og að hafa misst hann hefur verið sárt, því mér þótti svo vænt um hann. Góði Guð, viltu gætu afa míns vel og taka vel á móti honum og passa hann vel fyrir mig. Guð blessi minningu elsku afa míns. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. Þótt hverfi árin, líði líf, við líkam skilji önd, ég veit, að yfir dauðans djúp mig Drottins leiðir hönd. (Margrét Jónsdóttir) Lína Dögg Ástgeirsdóttir. Afi minn er dáinn. Hann var hlý- legur og góður og unni mér. Hann var alltaf í góðu skapi við mig. Ég man eftir því þegar við Lína og Eva fengum að tjalda í garðinum hans. Hann gaf okkur krökkunum alltaf súkkulaði þegar við komum. Stundum gaf hann okkur ís. Afí minn var hjartveikur og fór stundum á spítala. Hann var stund- um á heilsuhælinu í Hveragerði og gisti þar. Þegar ég kom í heimsókn til hans í Hveragerði fór ég stundum í íþróttasalinn og horfði á menn spila snóker og borðtennis. Einnig man ég vel eftir síðasta sumri, þá fór ég alltaf á Kvisthag- ann til afa og ömmu og sló fyrir þau garðinn, þá var afi minn ánægður með mig. Nú er hann dáinn. Góði Guð, viltu taka vel á móti sál hans. Ég elsk- aði afa minn afar heitt. Ó, Guð minn, vek þá hugsun mér í huga. Við hveija néyð og sorg og reynslusár, þá styrkist ég og læt mig böl ei buga, og brosið skin i gepum öll mín tár. (Matth. Jochumsson.) Sigurður. Ég vil í örfáum orðum minnast afa míns, Þorsteins Finnbogasonar, sem lést á heimili sínu hinn 29. apríl síðastliðinn. Afi var dálítið sérstakur maður. Hann var mikill safnari og bóklestr- armaður og ég er viss um að fjöldi þeirra bóka sem hann las nemur þúsundum. Þar sem afi hafði upplifað marga atburði gat verið mjög skemmtilegt að fara í heimsókn til hans, því hann kunni ógrynnin öll af sögum frá liðnum árum. Ég fór tvisvar í ferðalög með afa og ömmu, en hún lést í október síð- astliðnum. Fyrra ferðalagið var til Flateyjar á Breiðafirði en hið seinna að Vattarnesi. Vegna þess að afi var uppalinn á þessum stöðum hafði hann frá mörgu að segja, bæði frá húsunum í Flatey og öllum kenni- leitunum á Vattarnesi. Hann gat næstum sagt í smáatriðum frá öll- um atvikum í lífi sínu, því hann hafði nánast óbrigðult minni þegar ártöl voru annars vegar. Ég minnist líka sumranna þegar ég kom á Kvisthagann í heimsókn. Þá fórum við afi alltaf í sund og syntum ósjaldan kappsund þar sem ég leyfði honum að vinna mig. Afa líður vonandi vel núna. Sigurveig Ástgeirsdóttir. Þorsteinn Finnbogason, fyrrverandi toll- vörður, fæddist á Vattarnesi í Múla- sveit í Austur- Barðastrandar- sýslu 22. maí 1916 og lést í Reykja- vík 29. apríl 1994. Foreldrar hans voru Finnbogi Jónsson, bóndi á Vattarnesi, og Kristín Jónsdótt- ir. Eiginkona Þor- steins var Sigur- veig Ástgeirsdóttir, f. 15. apríl 1929, d. 5. október 1993. Jarð- arför Þorsteins fer fram frá Neskirkju í dag. MIG LANGAR með nokkrum orð- um að kveðja tengdaföður minn, Þorstein Finnbogason. Fyrir rúmum sex mánuðum er ég sat og skrifaði um tengdamóður mína, Sigurveigu, er lést 5. október síðastliðinn aðeins 64 ára að aldri, grunaði mig ekki að svona stutt yrði á milli þeirra hjóna. Að vísu var Þorsteinn búinn að vera lengi veill fyrir hjarta en að öðru leyti vel á sig kominn. Margt kemur upp í huga minn þegar ég lít til baka yfir þessi tutt- ugu og tvö ár eða síðan ég kynnt- ist fjölskyldu hans. Ég man alltaf hvað ég var kvíðin í fyrsta sinn þegar ég kom á Kvisthagann. Það var um hádegi og var Sigurveig með saltaða grásleppu á borðum og bauð mér að borða. Oft hefur mér verið strítt á því að ég hafi ekki þorað annað en að borða grá- sleppuna. Ekki vorum við Þorsteinn alltaf sammála um lífið og tilveruna. En margar stundirnar áttum við sam- an er við Geiri bjuggum á Sel- fossi. Þá dvaldist Þorsteinn oft á heilsuhælinu í Hveragerði og kom hann þá oft til okkar í mat. Einnig kemur upp í huga minn haustið 1991 þegar ákveðið var að mála allt á Kvisthaganum. Þá var Sigurveig enn heilsuhraust og vann allan daginn. Fékk ég þá að heyra margar sögur frá liðnum árum. Erfitt þykir mér að sætta mig við að lífínu á Kvisthaganum sé lokið fyrir okkur, því þarna eru allar ræturnar. Alltaf gekk ég þar inn og út eins og þetta væri mitt æskuheimili jafnt sem barnanna þeirra. Vil ég biðja Guð um að geyma minningu þeirra hjóna, Sigurveigar og Þorsteins, og gefa börnunum fjórum og afkomendum þeirra styrk á þessum kaflaskiptum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Arnbjörg. Ég vil minnast afa míns sem var mér oft svo góður. Ég bjó í kjallaranum fýrir neðan afa og ömmu í nokkur ár, ásamt henni mömmu minni. Mamma vann mikið á kvöldin og þá var ég alltaf uppi hjá afa og ömmu. Fram eftir öllum aldri vorum við afi alltaf í hin- um og þessum leikjum. Við fórum til dæmis í skólaleik, þá var ég kenn- arinn og afi nemandinn, sem ég kallaði Ara Pét- ursson. Ég á ennþá heimaverkefnin hans Ara og líka nokkrar teikning- ar eftir hann. Við fórum líka í lækn- isleik, og áttum við afi eina dúkku sem hét María Pétursdóttir og átti hann að vera pabbi hennar en ég læknirinn. Mér þótti alltaf gaman að leika við afa. Stundum slettist upp á vinskapinn, en það stóð í stuttan tíma í einu. Afi kenndi mér að tefla og við tefldum mjög oft. Ég reyndi að kenna honum að prjóna, en það gekk mjög illa. Mér eru nokkrir atburðir sérstak- lega minnisstæðir, m.a. það þegar afi kom að sækja mig á Ægisborg og ég rak hann út. Einnig man ég vel þegar ég var uþ.b. fjögurra ára að afi var að passa mig. Hann var að skúra en ég var á leikfangabíl og var að keyra um íbúðina. Þegar hann hafði lokið skúringunum, og var að fara með fötuna fram, kom ég á fullri ferð og rakst óvart á hann. Afi greyið datt og vatnið fór út um allt. Við afi fórum oft í strætó niður í bæ og fórum við mjög oft á Borg- arbókasafnið. í nokkur ár var afi veikur fyrir hjarta og fór á spítala. Hann var svo veikur að ég hélt að hann kæmi ekki heim aftur, en hann kom alltaf til baka. Það var stundum eins og hann hefði níu líf eins og kötturinn. Við afí áttum margar góðar stundir saman, en nú geymi ég all- ar þær minningar í huga mínum. Mig langar til þess að biðja Guð og englana að gæta elsku afa og ömmu og geyma þau vel. Blessuð sé minning þeirra. Eva Bragadóttir. Þegar ég hugsa um afa þá dettur mér í hug amma og þegar ég hugsa um þau bæði man ég vel eftir Kvist- haganum þar sem þau bjuggu. Afi minn gat verið mjög skemmtilegur og þótti mér svo vænt um hann. Hann var hjartveikur og alltaf þeg- ar hann þurfti að fara á spítala bjóst ég við því versta. En hann afi kom heim aftur. Honum hefur bara verið ætlað að lifa lengur. Afi dvaldi oft í Hveragerði og man ég vel eftir því þegar við heim- sóttum hann þangað. Síðastliðinn vetur gisti ég mjög oft hjá frænku minni á föstudögum. FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 31 GÆÐAPLÖTUR FRÁ SWISS pavarac LOFTA PLÖTUR OG LÍM Nýkomin sending EiNKAUMBOÐ £8 Þ.Þ0RGRÍMSS0N & CO Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauL Kopavogi, sími 571800 Opið sunnudaga kl. 13-18. Renault 21 GTX Nevada 4x4 station '90, dökkgrænn, 5 g., ek. 61 þ., rafm. í rúöum o.fl. V. 1180 þús., sk. á ód. Mazda 626 GLX 2000 '91, sjálfsk., ek. 80 þ. (vél ný yfirfarin). V. 1170 þús., sk. á ód. Volvo 740 GLi ’88, 5 g., ek. 155 þ. Topp eintak. V. 950 þús. Toyota Corolla GL SS’91, 5 dyra, 5 g., ek. 40 þ. V. 800 þús. MMC Lancer GLXi '91, 5 g., ek. 69 þ. V. 900 þús. MMC Pajero bensin '85. Gott eintak. V 600 þús., sk. á fólksbíl. Ford Escort RS turbo '88, rauður, 5 g., ek. 80 þ. km., álflegur, ABS, spoiler o.fl. V. 850 þús. Nissan Sunny 1.6 SLX hlaðbakur '91, rauður, 5 g., ek. 53 þ., álfelgur, spoiler, rafm. í rúöum o.fl. V. 890 þús. Nissan Micra GL '91, 5 g., ek. 45 þ. Topp eintak. V. 590 þús. Nissan Sunny SLX 4ra dyra '91, grásans, sjálfsk., ek. 45 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 890 þús. Daihatsu Charade CS '88, rauður, 5 dyra, 4 g., ek. 75 þ. V. 390 þús. MMC Colt GLi '93, rauður, 5 g., ek. að- eins 2 þ. km. V. 1040 þús. MMC Colt GTi '89, rauður, 5 g., ek. 90 MMC Pajero V-6 langur '91, sjálfsk., ek. 39 þ. V. 2350 þús. MMC L-300 Minibus 4x4 '90, 5 g., ek. 82 þ. V. 1370 þús., sk. á ód. Saab 900i 5 dyra ’86, sjálfsk., ek. 160 þ. Tilboðsverð 395 þús. stgr.___________ Fjörug bílaviðskipti Vantar góða bíia á sýningarsvæðið. Toyota Double Cab SR5 ’92, hvítur, ek. 43 þ. Gott eintak. V. 1830 þús. Civic LSi 92, rauður, sjálfsk., ek. 36 þ., rafm. rúöur, spoiler, vetrar/sumar- dekk, o.fl. V. 1290 þús., sk. á ód. MMC Pajero V-6 ’91, 5 g., ek. 40 þ., ál- felgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1890 þús., sk. á ód. Nissan Sunny 1600 SLX 4x4 ’90, 5 g., ek. 70 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 830 þús., sk. á ód. ÆM nýuppt., rafm. í rúðum o.fl. V. 1790 þús. Tilboösverð kr. 1590 þús. MMC Lancer EXE ’92, hlaðbakur, dökk- blár, 5 g., ek. aðeins 15 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 1160 þús., sk. á ód. - kjarni málsins! SÆTRE KJEKS • SÆTRE KJEKS • SÆTRE K J E K S • S ÆIR E KJEKS • S Æ T R E KJEKS • SÆTRE KJEKS • S Æ T R E KJEKS • SÆTRE KJEKS •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.