Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Farið að hitna undir spænsku stjórninni vegna hneykslismála Skorað á Gonzalez að segja af sér sem forsætisráðherra Madrid. Reuter. STJÓRN sósíalistaflokksins á Spáni hefur átt undir högg að sækja að undanförnu vegna margra hneykslismála en nú virðist hafa keyrt um þverbak með handtöku fyrrverandi seðlabanka- stjóra Spánar og kunns verðbréfasala. Eru þeir sakaðir um skatt- svik og skjalafölsun. Þá hafa þingmenn og tveir ráðherrar sósíal- istaflokksins sagt af sér á nokkrum dögum og annar vegna „van- rækslu varðandi skattinn“. Vegna þessara mála hefur stjórnar- andstaðan á Spáni krafist þess, að Felipe Gonzalez forsætisráð- herra segi af sér, ella sé hætta á að orðstír þjóðarinnar bíði alvar- legan hnekki. Reuter Serbneskur varðhundur BELGRAD-BÚINN Nenad Gavrilovic sýnir hér hund af serbnesku varðhundakyni, en hann hefur unnið að ræktun tegundarinnar undanfarin tíu ár. Gavrilovic ræktaði dýrið með því að para sam- an hunda af Napólí-Mastiff-, Rottweiler-, amerísku Staffordshire grefil-, fjárhunda- og bosnísku úlfakyni. Serbneski varðhundurinn er 70 sm hár, 70-80 kg að þyngd og feldurinn dökkgrár. Aukin ökuréttindi Námskeið til aukinna ökuréttinda er að hefjast. Hér er um að ræða seinasta námskeiðið sem haldið er þar til í haust. Upplýsingar í síma 670300 eftir kl. 15.30 alla virka daga. Ökuskólinn í Mjódd, Þarabakka 3. IÐNSKÓLINN I' HAFNARFIRÐI REYKJAVÍKURVEGI 74 OG FLATAHRAUNI SÍMAR 51490 0G 53190 Innritað verður í allar deildir skólans á tímabilinu 24. maí til 3. júní og verður skrifstofan þá opin frá kl. 9.00 til 18.00. Mariano Rubio, seðlabankastjóri á Spáni frá 1984 til 1992, er sakað- ur um skattsvik og skjalafals og einnig Manuel de la Concha, verð- bréfasali og viðskiptafélagi Rubios. Eiga þeir yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi. Ofan á þetta bætist svo, að Luis Angel Rojo, núverandi seðlabankastjóri, upplýsti í fyrra- dag, að hann hefði átt reikning hjá De la Concha fram til 1990. Á hon- um hefði þó aldrei verið meira en 11 milljónir kr. og fyrir því fé og öðru hefði alltaf verið gerð full grein á skattskýrslu. Felipe Gonzalez forsætisráðherra boðaði til blaðamannafundar í gær- morgun til að útskýra afsögn ráð- herranna en Antoni Asuncion inn- anríkisráðherra sagði af sér sl. laugardag. Var ástæðan sú, að lög- reglunni hafði ekki tekist að hafa uppi á Luis Roldan, fyrrverandi yfirmanni þjóðvarðliðsins, en hann er sakaður um fjárdrátt. Fer hann nú huldu höfði en átti þó langt við- tal við dagblaðið E1 Mundo þar sem hann gaf í skyn, að hann vissi um víðtæka spillingu og hét að fara ekki í fangelsi einn. Skatturinn ekki í lagi Vicente Albero landbúnaðarráð- herra sagði af sér í fyrradag og skýrði frá því um leið, að hann hefði staðið í fjárfestingum með aðstoð De la Concha fyrir tíu árum en þar hefði ekki verið um neitt brask að ræða. Hann viðurkenndi hins vegar, að hann hefði gerst sekur um „dálitla vanrækslu varð- andi skattinn“. Þingmennirnir tveir, sem hafa sagt af sér þingmennsku, eru Car- los Solchaga, þingflokksformaður sósíalista, og Jose Luis Corcuera, fyrrverandi innanríkisráðherra. Solchaga var efnahagsmálaráð- herra þegar Rubio var skipaður öðru sinni í embætti seðlabanka- stjóra 1988 og mikill stuðningsmað- ur hans en Corcuera hafði mikil tengsl við Roldan er hann var ráð- herra. Gonzalez skipaði í gær nýja ráð- herra í stað þeirra, sem hafa sagt af sér. Juan Alberto Belloch dóms- málaráðherra mun einnig taka við innanríkisráðherraembættinu en Luis Atienza tekur við sem landbún- aðarráðherra. Hætta á borgarastyrjöld í Jemen Loftárásir á fluffvelli Sanaa. Reuter. HÆTTA virðist á að borgarastyrjöld bijótist út í Jemen og í gær voru gerðar loftárásir á flugvelli í tveimur helstu borgunum, Sanaa í norður- hlutanum og Aden í suðurhlutanum. Ali Abdullah Saleh, forseti Jemens, lýsti yfir neyðarástandi í gær og í yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins var Ali Salem al-Baidh varaforseti, sem hefur aðsetur í Aden, sakaður um að leiða landið út í stríð. íbúar í Sanaa vöknuðu upp við falibyssu- og loftvarnaskothríð í gærmorgun og mátti sjá reykjar- bólstra stíga upp frá flugvellinum. Var fólk mjög skelft og í gær var borgin rafmagnslaus og fáir á ferli nema hermenn. Flestir útlendingar í borginni eru samankomnir á Sheraton-hótelinu, meðal annars Guðrún M. Guðmundsdóttir en maður hennar, Hannes Yaghi, er einn af hótelstjórunum. Sagði Guð- rún í viðtali við Morgunblaðið, að mikið hefði gengið á í gærmorgun en í gærdag, var allt með kyrrum kjörum. Kvað hún þau hjónin og börn þeirra tvö vera óhult á hótel- inu en flugvöllurinn var lokaður og því vissi hún ekki hvenær hún kæm- ist út úr landinu. í gærkvöldi bloss- uðu bardagar upp að nýju og barst sú tilkynning frá frönskum stjórn- völdum að íbúar ESB-ríkja yrðu fluttir á brott frá Aden. Saleh forseti, sem er íhaldssam- ur, og Baidh, leiðtogi sósíalista- flokks Suður-Jemens, sameinuðu landið 1990 en sambúðin hefur ver- ið stirð og einkennst af gagn- kvæmri tortryggni. Að sögn sunn- anmanna réðust þeir á flugvöllinn í Sanaa til að hefna árásar norðan- manna á flugvöllinn í Aden en ekki er vitað nákvæmlega um tjón í árás- unum. Tilraunir arabaríkjanna og Roberts Pelletreaus, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna í mál- efnum Miðausturlanda, til að bera sáttarorð á milli sunnan- og norðan- manna hafa engan árangur borið. Michael Fay hýdd- ur í Singapore New York. Reuter. HINN átján ára gamli Michael Fay, sem dæmdur var fyrir spellvirki í Singap- ore fyrir skömmu, var hýddur fjórum vandar- höggum í fangelsi í landinu í gær. Faðir Fay, George, sagðist í gær myndu hefja baráttu við yfirvöld í Sin- gapore vegna hýðingarinn- ar, sem sonurinn var dæmdur til. Hyggst hann Michael vinna að því að viðskiptabann verði sett á landið og sett verði spuminga- merki við „bestukjara- samninga" Singapore við Bandaríkin. George Fay fullyrti í gær að sonur sinn væri ekki sekur um að úða málningu á bíla en fyrir það var Mich- ael dæmdur í íjögurra mán- aða fangelsi, tii 2.000 dala sektar og til að þola sex vandarhögg. Þeim var F»y fækkað í fjögur í vikunni. Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, mótmælti hýðingunni í gær. Díana ekki birt ber- brjósta SPÆNSK glansritaút- gáfa hefur slegið skjald- borg um Dí- önu Breta- prmsessu. Fyrirtækið hefur keypt sýningarrétt um heim allan að sólbaðsmynd- um sem teknar voru af henni bijóstaberri á baðströnd á Spárii um helgina en ætlar hvorki að birta þær né selja. Áður en fyrirtækið, sem gefur út glans- og slúðurritin Hola og Hello, keypti myndirnar höfðu breskum blöðum verið boðnar myndirnar fyrir eina milljón punda, jafnvirði 107 milljóna króna. Andlátið á simsvaranum HJUKRUNARKONA í Hong Kong varð nýlega uppvís að því að hafa lesið skilaboð um and- lát ungrar konu inn á símsvara eiginmannsins. Aðrar leiðir til að ná til mannsins voru árang- urslausar. Hljómaði hávær diskótónlist í bakgrunninum er hjúkrunarkonan sagði: „Þetta er á Queen Mary-spítalanum. Konan þín er nú þegar látin..." Vilja ekki birta samtölin FARÞEGAFLUGMENN kunna að leggjast gegn því að samtöl þeirra í stjórnklefa verði tekin upp. Ástæðan er gremja þeirra yfir því að upptaka með sam- tölum flugmanna tævanskrar þotu sem fórst í Nagoya í síð- ustu viku skyldi birt í heild sinni. Alþjóðasamtök flug- manna (IFÁLPA) sögðu í gær að endurtæki það sig yrðu upp- tökurnar stöðvaðar. Hlynntir ESB í Austurríki RÚMLEGA helmingur austur- rísku þjóðarinnar styður aðild Austurríkis að Evrópusam- bandinu (ESB). í niðurstöðum Gallup-könnunar sem birtar voru í gær sögðust 51% myndu greiða atkvæði með aðild ef kosið væri nú en 38% sögðust myndu greiða mótatkvæði. Nýlegar kannanir sýna að stuðningur við aðild að ESB mælist 47% í Finnlandi, 33% í Svíþjóð og um 30% í Noregi. Enn eitt lík fundið BRESKA lögreglan sagðist í gær hafa fundið jarðneskar leifar ungrar stúlku undir eld- húsgólfi fyrrum heimilis fjölda- morðingjans Frederick West í borginni Gloucester. Áður höfðu líkamsleifar níu meintra fórnarlamba Wests fundist undir gólfi eða í veggjum Cromwellstrætis 25 og leifar eins í akri. I > I >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.