Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 52
MewáCd -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 RBYKJAVÍK SlMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Forsætisráðherra A Astæða til ~ að lækka nafnvexti DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, segir, að mismunur á verðtryggðum lánum banka og óverðtryggðum í vaxtakjörum sé orðinn allt of mik- iil, og því hljóti bankar að taka til skoðunar, hvort ekki sé tímabært að lækka nafnvexti. Davíð sagði í samtali við Morgun- blaðið, að vissulega þyrfti að taka tillit til og virða þann vanda bank- anna sem skapast hefði vegna mik- illa útlánatapa. „En mismunur á verðtryggðum lánum bankanna annars vegar og þeirri verðtrygg- ingu sem felst í háum nafnvöxtum og lágri verðbólgu hins vegar, er orðinn allt of mikill. Það er ástæða fyrir bankana til að taka á því,“ sagði Davíð. Davíð benti á, að bankarnir hefðu áður fyrr haldið því fram, þegar þeir sökuðu ríkisvaldið um að halda uppi háu raunvaxtastigi, að mis- munur í vaxtakjörum verðtryggðra * —og óverðtryggðra útlána mætti ekki vera mikill. ------------- Forstjóri SH Styrkir ESB rýra kjörin STJÓRNENDUR Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hafa áhyggjur af samkeppnisstöðu íslensks sjávar- útvegs ef Noregur gengur í ESB eins og samið hefur verið um. Segja TjBÍieir að ESB veiti 60-70 milljörðum kr. í styrki til sjávarútvegs árlega. Auk þess fyrirhugi ESB að veija 80 milljörðum kr. til uppbyggingar í sjávarútvegi næstu sex ár og þar af megi norsk sjávarútvegsfyrir- tæki eiga von á 5 milljörðum á ári. Friðrik Pálsson, forstjóri SH, sagði á aðalfundi félagsins í gær að fyrirfram ættu íslendingar ekki að útiloka aðild að ESB frekar en aðra kosti. Margt benti til að aðild gæti reynst hagkvæm og æskileg. ■ Aðalfundur SH/6 Tvöföld afmælishátíð NEMENDUR í Vogaskóla hafa alla þessa viku haldið upp á 50 ára afmæli lýðveldisins og 35 ára afmæli skólans síns. Hefðbundið starf í skólanum hefur verið brotið upp og þess í stað hafa nemendurnir m.a. unnið að sér- stökum verkefnum, skreytt skól- ann, farið í ferðalag til Þing- valla, haldið íþróttahátíð og teflt á skákmóti, farið um hverfið sitt í skrúðgöngu og haldið hátíð með fjölskyldum sínum. Myndin var tekin í skrúðgöngu sem farin var um Vogahverfið í gær. Nemend- ur skrýddust höfuðfötum sem Morgunblaðið/Kristinn búin voru til í skólanum og veif- uðu fánum. Að skrúðgöngunni lokinni var grillað á skólalóðinni og öllum boðið upp á afmælis- tertu. Nemendur hafa gefið út skólablað i tilefni hátíðahaldanna og ljóðabók með frumortum ljóð- um eftir nemendur skólans. Morgunblaðið/RAX í kvöldsólinni Sigrún Valdimarsdóttir á leið í útreiðartúr í kvöldsólinni. Ákveðið að kaupa Super Puma þyrlu RÍKISSTJÓRNIN ákveður með formlegum hætti á fundi sínum næstkomandi þriðjudag að kaupa Super Puma björgunarþyrlu þá, sem Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra og þyrlukaupanefnd hafa lagt til að keypt verði. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins eru líkur á, að ríkisstjórnin samþykki á fundi sínum harðorða ályktun, þar sem vinnubrögð bandarískra stjórnvalda í viðræðum við íslendinga um þyrlumál að undanförnu verði gagnrýnd og skýringa krafist. Gagnrýni ríkisstjómarinnar verður eftir það komið á framfæri við bandarísk stjórnvöld, með milligöngu Parkers Borg, sendi- herra Bandaríkjanna á Islandi, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Borg vildi í gær ekki tjá sig efnislega um þá gagnrýni, sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sett fram á þá bandarísku. „Við höfum útvegað íslenskum stjórn- völdum allt sem þau hafa farið fram á, að því er varðar þyrlur,“ svarar sendiherrann, og einnig: „Astæða þess að einvörðungu einn maður var í bandarísku sendi- nefndinni, er sú að það var ekki fyrr en síðastliðinn föstudag, sem sendiráði Bandaríkjanna varð kunnugt um þá ósk íslenskra stjórnvalda, að hingað kæmi bandarísk sendinefnd eigi síðar en á þriðjudag í þessari viku.“ Afstaða ríkisstjórnarinnar til kaupanna á Super Puma, er sú, að sú ákvörðun setji á engan hátt strik í reikninginn í framhaldsvið- ræðum við Bandaríkjamenn. Fyrirvari um endursölu Ríkisstjórnin vill halda því opnu, að ef viðunandi samningar takast á milli íslands og Bandaríkjanna, verði bundið þannig um hnúta í kaupsamningi á Super Puma þyrl- unni, að þar verði einhver fyrir- vari um endursölu. Það munu líða 12 til 14 mánuð- ir frá því að kaupsamningur er undirritaður, þar til Super Puman verður afhent. Við undirritun verða greiddar 100 milljónir króna en eftirstöðvar við afhendingu. ■ Miðsíða: Innlendur vettvangur Meðalfjölskylda skuldar 3,9 millj. SKULDIR heimilanna jukust um 26 millj- arða króna á síðasta ári og námu í árslok 256 milljörðum. Þetta svarar til 970 þúsund króna skuldar á mann, eða tæplega 3,9 milljóna króna skuldar á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þetta kemur fram í skýrslu Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra sem lögð var fram á Alþingi í gær. Skuldir heimilanna uxu um 8,7% að raun- gildi á síðasta ári og hafa vaxið hratt sl. áratug. í skýrslunni kemur fram að sam- kvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar hafi skuldirnar numið 25% af ráðstöfunar- tekjum árið 1980 en 1993 var hlutfallið komið upp í 116%. Lægri tekjur — hærri skuldir í skýrslunni segir að athygli vekji að hlut- fall húsnæðisskulda í heildarskuldum heimila hafi farið lækkandi. Samkvæmt skattfram- Skuldir heimilanna jukust um 26 milljarða króna í fyrra tölum 1993 eru skuldir hlutfallslega mestar hjá þeim sem telja fram lægstar tekjur. Hjón með tekjur undir 1 millj. greiða að meðaltali um 20% sinna tekna í vexti en hjón með 5 millj. kr. tekjur og meira greiða að meðal- tali tæp 5% í vexti. Skuldir eru mestar á aldursbilinu 31-35 ára en lækka hratt eftir það. Orsaka þess hve skuldir heimila hafa vaxið hratt, telur ráðhera einkum að leita í því að þegar verðtryggingu var komið á áttu heimilin í landinu að verulegu leyti skuld- laust húsnæði. Því þurfti að endurfjármagna allt húsnæði þegar það skipti um eigendur. Þá hafi verið horfið frá verulegri skömmtun á lánsfé til heimilanna og lánstími húsnæðis- lána hefur lengst. Einnig er mikil fjölgun ungs fólks á húsnæðismarkað talin skýra um 20% af aukningu skulda. Skuldum er mjög ójafnt skipt milli aldurs- hópa. Þannig sýni kannanir að þorri íbúðar- eigenda 50 ára og eldri höfðu greitt upp öll sín húsnæðislán, og í lok síðasta árs voru rúmlega 70% innlána í eigu miðaldra eða eldri. I skýrslunni segir, að ráðuneytið telji ástæðu til að gera athugun sem leiði frekar i ljós þann mun sem virðist vera á milli kyn- slóða með tilliti til lífskjara, skulda, eigna og afkomumöguleika. Ráðherra segir breytt- Skuldir heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunar- tekjum 1980-1993 Aðrar skuldir Húsnæðisskuldir 93spá ar aðstæður á fjármagnsmarkaði kalla á forvarnir og fræðslu um lykilatriði fjármála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.