Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 35 af fólkinu þar og það sýndi henni margan sóma. Fyrir fjórum árum flutti hún til Reykjavíkur. Þá urðu heimsóknimar fleiri. Alltaf var jafn gaman að koma til ömmu og alltaf tók hún á móti manni eins og höfð- ingi væri þar á ferð. Eftir því sem ég varð eldri óx sú virðing sem ég bar fyrir ömmu minni. Hjá henni lærði ég ótalmargt sem ég bý að í lífinu og þann íjársjóð minninga er mikils virði að eiga. Ég kveð ömmu Jóhönnu með virðingu og þakklæti. Jóhanna Valgeirsdóttir. Fyrstu minningar mínar um ömmu einkennast af því hversu sterkur persónuleiki hún var. Þannig minnist ég hennar. Aðeins sex ára gömul man ég eftir sterkri konu geislandi af gleði og orku. Ég sé hana fyrir mér standa brosandi með hárið fallega upp sett, á stéttinni fyrir utan húsið sitt á Hellissandi, full tilhlökkunar að taka á móti gest- um sínum. Einnig sé ég hana fyrir mér syngjandi og létta í fasi á góðra vina fundi, glæsilega í þjóðbúningi sínum. Myndin af ömmu frá þessum tíma er ljóslifandi fyrir augum mín- um. Þannig vil ég varðveita minning- una um elskulega ömmu mína. Ferðir okkar systkina til ömmu á Sandi voru margar á þessum árum, því við bjuggum með foreldr- um okkar í Ólafsvík. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast ömmu svona vel á þessum árum. Amma var gestrisin og það var sönn ánægja að sækja hana heim. Það var bjart í stofunni henn- ar og tignarlegur Snæfellsjökullinn blasti við úr stofuglugganum, en hann var augnayndi hennar. Amma hafði ákaflega gaman af að gefa börnum að borða. Þegar vel var tekið til matarins var henni mikið skemmt. Hún átti til að slá sér á lær og hlæja, ánægð og undr- andi. Amma átti auðvelt með að gleðja aðra og láta gott af sér leiða. Til að gleðja ömmu þurfti lítið til, enda var hún kát að eðlisfari og kunni að slá á létta strengi. Samverustundir okkar systra með ömmu fyrir vestan eru eftir- minnilegar: Ferðirnar í blómagarð- inn, í hraunið sem hún unni svo vel, ferðirnar í beijamó og söng- stundirnar í stofunni hennar ömmu, þar sem hún lék á orgelið af mik- illi innlifun. Sérstaklega eru minnis- stæðar ferðir okkar í hraunið. Þá var útbúið nesti og haldið af stað. Við fundum notalega laut og bjugg- um til hlóðir, svo hægt væri að hita kakóið. Við komurn okkur þægilega fyrir og alls staðar í kringum okkur blasti við stórbrotið og fallegt hraunið. Það var hægt að gera og sjá svo ótal margt í hrauninu. Eitt sumarið héldum við systurnar meira að segja upp á afmælið okkar í hrauninu hjá ömmu. Það var sann- kölluð veisla og ógleymanleg stund. Amma gaf mikið af sér og kenndi mér margt og það er mikils virði fyrir barn. Amma hafði ákveðnar skoðanir, hún var fylgin sér og lét ekki sitt eftir liggja. Hún var sannkölluð kjarnakona. Amma fylgdist vel með barnabörnum og barnabarnabörn- um sínum. Þrátt fyrir lasleika kom hún fyrr á þessu ári á tveggja ára afmælisdegi sonar míns og færði honum pijónaða sokka og vettlinga. Svona var amma. Trúin var leiðarljós ömmu í lífinu og traust hennar á trúna var óbifan- leg. Hún var alla tíð viss um að hún myndi hverfa til annars lífs, enda sagði hún eins og segir í Dav- íðssálmi nr. 23. „. . . í húsi Drottins bý ég langa ævi.“ Amma var merk kona síns tíma. Allt hennar líf og starf ber vott um hversu mikill kvenskörungur hún var. En fyrir mér var hún fyrst og fremst góð arama. Hún var alveg eins og hún átti að vera. Ég kveð elskulega ömmu mína með söknuði. Ég vona að mér auðn- ist að varðveita allar fallegu minn- ingarnar um hana í huga mínum og hjarta. Megi algóður Guð blessa hana og geyma. Steinunn Hreinsdóttir. MINNINGAR KRISTINN MAGNÚS MAGNÚSSON + Kristinn Magn- ús Magnússon fæddist í Reykjavík 1. desember 1915 og lést á öldrun- ardeiid Landspítal- ans 27. april 1994, 78 ára að aldri, eft- ir langvarandi veik- indi. Foreldrar hans voru Sigríður Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon og eignuðust þau þrjú börn, Guð- laugu, Kristin og Björgvin, sem dó þriggja ára að aldri. Kristinn kvæntist danskri konu, Lilly Margarethe, sem er fædd Hansen, 12. mars 1952, en áður eignaðist hann son, Hafstein, sem kvæntur er Guð- rúnu Ágústu Steinþórsdóttur og eiga þau þrjú börn. Jarðar- för Kristins hefur farið fram. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofí rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Mér er ljúft að minnast Kristins með nokkrum orðum. Það er skammt stórra högga á milli hjá okkur í ættar- og vinahópnum, þar sem maðurinn minn, Steinþór Ei- ríksson, andaðist 4. mars sl. Þeir voru systrasynir og alla tíð góðir vinir. Foreldrar Kidda frænda, eins og hann var alltaf kallaður á mínu heimili, bjuggu í Hafnarfirði um tíma, en fluttu aftur til Reykjavíkur og bjuggu á ýmsum stöðum í bæn- um, aðallega í Vesturbænum. Ungur að árum þurfti Kiddi að gerast fyrirvinna heimilisins ásamt systur sinni. Sigríður móðir þeirra festi kaup á íbúð á Framnesvegi 10 og má nærri geta að það hefur verið þungur róður, kreppan í al- gleymingi og mikið atvinnuleysi. Það þótti mikið lán að komast í fiskvinnu. Guðmundur Eiríksson frændi þeirra var verkstjóri á Þor- móðsstöðum og tók þau í vinnu og þar kynntist ég þeim systkinum. Unnum við þar saman í nokkur ár, svo það eru orðin yfir 60 ár síðan kunningsskapurinn hófst og aldrei hefur slest upp á vinskapinn. Ég bjó á heimilinu hjá þeim meira og minna í þijú ár. Þar var gott að vera, Sigríður móðir þeirra var mikið væn og bráðmyndarleg kona. . Kiddi vann svo síðar nokkur ár í Lýsis- hreinsunarstöð Bern- hards Petersen. Þegar hann hætti þar keypti hann sér vörubíl og gerði hann út um tíma. Fór hann svo út í leigu- bílaakstur og vann hjá Hreyfli eins lengi og heilsan leyfði. Lilly eigin- kona hans var smurbrauðsdama, vann lengi í Birninum og voru snitt- urnar hennar heimsfrægar á íslandi í það minnsta. Guðlaug systir Kidda giftist Bjarna Karlssyni málarameistara 6. maí 1944 og eignuðust þau tvær dætur, Sigríði og Astríði. Lauga dó 1963, langt um aldur fram, og var hennar sárt saknað. Mikill sam- gangur var á milli heimila okkar og þótti öllum vænt um Laugu frænku. Kiddi fór ekki með offorsi í líf- inu, hann var rólegur og prúður maður. Áhugamál hans voru, held ég, hið daglega amstur. Hann las mikið í gamla daga, en í seinni tíð þótti honum ósköp gaman að spjalla um bíla og var hann mjög vel heima í þeim málum. Allt er breytingunum háð. Það hefur verið föst venja að Kiddi og Lillý hafa verið með okkur fjölskyld- unni við öll hátíðleg tækifæri í gegnum árin, enginn jóladagur hef- ur fallið úr um 30 ára skeið. Kiddi komst til okkar í afmæliskaffi síð- ast í október, en hann var Iagður inn á Landspítalann fyrir jól. Við söknum öll Kidda frænda, hann hefur verið fastur liður í lífi okkar, en við samgleðjumst honum innilega að vera genginn á Guðs síns fund. Við þig, Lillý mín, vil ég segja, að þú hefur staðið þig með prýði og reynst Kidda afburða vel þrátt fyrir þín veikindi. Bið ég góðan Guð að gefa þér styrk og frið. Elsku Kiddi, þú ert kvaddur með virðingu og þökk frá okkur á Reyni- melnum. Guðríður Steindórsdóttir. t Ástkær sonur okkar, bróðir, föfiur- bróðir og mágur, HALLGRÍMUR ÓSKAR LÚÐVÍKSSON, Óðinsgötu 1, Reykjavík, áður á Háteig 3, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 7. maí kl. 16.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á baeklunardeild Borgarspítalans. Bjarney Sigurðardóttir, Lúðvík Guðmundsson, Sigurður B. Lúðvíksson, Jóhanna S. Vilhjálmsdóttir, Hafdís Lúðviksdóttir, Daöi Freyr Sigurðsson, Bryndís Lúðvíksdóttir, Eyþór Atli Sigurðsson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORLEIFUR SIGURÐSSON, Baldursgötu 22a, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 4. maí. Hilmar Þorleifsson, Borghildur Guöjónsdóttir, Sigurður Fossan Þorleifsson, Kristín Jónsdóttir, Jóna Þorleifsdóttir, Sigurður E. Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, ÍVAR ARNÓRSSON, Lundarbrekku 16, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju í Kópavogi þriðjudaginn 10. maíkl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega af- þakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög. Jóhanna Steinsdóttir, Silja, Katrfn og Eva Karen, Betsy Ivarsdóttir, Arnór Pálsson, Páll, Ágúst og Elísabet. t Maðurinn minn, KRISTINN MAGNÚS MAGNÚSSON, Bárugötu 37, lést 27. apríl s.l., á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10b. Jarðarförin hefur farið fram. Þakka innilega góða umönnun og auðsýnda samúð. Lilly Magnússon. t Ástkær eiginmaður minn, BENEDIKT INGVARSSON, Álmholti 9, Mosfellsbæ, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 4. maí. Hjördfs Þorkelsdóttir. t Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR STEINGRÍMSDÓTTUR, Víðimel 35, Reykjavík. Hörður Lorange, Hjördís Benónýsdóttir, Alda Sigurjónsdóttir, Hjörtur Halldórsson, Gréta Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR BJARNFREÐSDÓTTIR, fyrrv. alþingismaður og formaður Sóknar, Kirkjuhvoli, verður jarðsungin frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 7. maí kl. 14.00. Minningarathöfn verður i Hallgrímskirkju föstudaginn 6. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Styrktarsjóð Vífils- staðaspítala. Guösteinn Þorstemsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar innilegustu þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför KARÓLÍNU STEINUNNAR SUMARLIÐADÓTTUR frá Tungugröf, Lindargötu 57. > Guð blessi ykkur öll. Svanhildur Kjartans, Maria G. Sigurðardóttir, Guðrún Jensdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.