Morgunblaðið - 25.05.1994, Side 1

Morgunblaðið - 25.05.1994, Side 1
96 SÍÐUR B/C/D 115. TBL. 82.ARG. MIÐVIKUDAGUR 25. MAI1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Scud-flaug hæfir Sanaa TÓLF manns biðu bana og 90 særðust þegar Scud-eldflaug var skotið á Sanaa, höfuðborg Jemens, í fyrrakvöld. Afdrif þriggja fjölskyldna voru óljós í gær en sex hús eyðilögðust. A myndinni má sjá eitt þeirra á barmi gígs sem myndaðist er eldflaugin sprakk. Flaugin sprakk rétt hjá sjúkrahúsi og greip þar um sig mikil skelfing er rúður brotnuðu og glerbrot- um rigndi yfir sjúklinga og starfsfólk./21 Forseti Ukraínu gagnrýnir Rússlandsforseta Segir Jeltsín ala á spennu á Krím Kíev. Reuter. LEONÍD Kravtsjúk, forseti Úkra- ínu, sakaði í gær Borís Jeltsín, for- seta Rússlands, um að kynda undir spennu á Krímskaga. Hann sagði að Jeltsín hefði verið með tilhæfu- lausar viðvaranir og brotið gegn samskiptavenjum þjóða. Kravtsjúk sagði þetta í Kænu- garði þegar forsætisráðherrar Úkraínu og Rússlands komu saman í Moskvu til að ræða deilu ríkjanna, sem snýst um þá ákvörðun þingsins á Krím að endurvekja stjórnar- skrána frá 1992. Litið er á það sem fyrsta skrefið í átt að aðskilnaði frá Úkraínu. Meirihluti íbúanna er af rússneskum uppruna og þingið vill nánara samband við Rússland. „Forseti getur aðeins gefið út Kravtsjúk Jeltsín viðvaranir til eigin stofnana og ráð- herra en ekki til forseta annarra ríkja,“ sagði Kravtsjúk á fundi með fyrrverandi hermönnum án þess að nefna Jeltsín á nafn. „Þetta brýtur gegn viðteknum venjum, er ólýð- ræðislegt og gagnast engum.“ Kravtsjúk var augljóslega að vísa til orða sem Jeltsín lét falla á fundi leiðtoga Samveldis sjálfstæðra ríkja í vikunni sem leið. Rússneski forset- inn réð þá Kravtsjúk frá því að reyna að leysa deiluna með hervaldi. Viktor Tsjernomyrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, ræddi deiluna við starfsbróður sinn frá Úkraínu, Yefim Zviagilsky. Rússneska fréttastofan Interfax sagði að þeir hefðu samþykkt að bjóða forsætis- ráðherra Krímar, Jevgeníj Sabúrov, til viðræðna. Fyrir fund forsætisráðherranna ræddi Tsjernomyrdín við Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, og lagði þá áherslu á að Rússar vildu komast hjá uppgjöri við há- grannaríki sitt. * Island ekkií hópnum Genf. Reuter. ÍSLAND er ekki lengur talið með í skýrslum Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar (WHO) um ástand þjóða vegna smæðar íslensku þjóðarinnar. í skýrslu WHO um árið 1993 segir að annað árið í röð séu lífslíkur karla og kvenna mestar í Japan. Að meðaltali geti jap- anskar konur orðið 83 ára en næstar komi franskar konur með 82 ára meðaltals lífaldur. Lífslíkur japanskra karla eru 76,3 ár. Segir að íslendingar hafí lengstum verið í efstu sæt- um á skrám um lífslíkur en þjóðin er ekki lengur talin með þar sem WHO lætur nægja að rannsaka ástand þjóða sem fylli hálfa milljón íbúa. Tiilögur á tillögur ofan á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins Griðasvæði fyrir hvali fer minnkandi Puerto Vallarta. Daily Telegraph, Reuter. FJÖGUR ríki, Mexíkó, Chile, Svíþjóð og Sviss, lögðu í gær fram mála- miðlunartillögu um stærð griðasvæðis fyrir hvali í suðurhöfum á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) í Puerto Vallarta í Mexíkó. Japanir lögðu fram gagntillögu við tillögu Frakka sem vildu að svæðið næði hálfa leið að miðbaug frá Suðurskautinu eða norður að 40. breiddargráðu. Gert er ráð fyrir atkvæðagreiðslu um tillögurnar í dag eða á morgun. Tillaga ríkjanna fjögurra gengur hvali við Suðurskautslandið en jafn- út á að griðasvæðið nái að 55°. Sidn- ey Holt, fulltrúi í vísindanefnd IWC, sagði að nær sama vernd væri tryggð með þessari tillögu og tillögu Frakka. Tillaga Japana gengur út á að stofnað verði griðasvæði fyrir Roman Herzog kosinn forseti Þýskalands Deilt um réttmæti for setakj örsins Berlín. Reuter. KIIISTILEGI demókratinn Roman Herzog bar sigurorð af Johannes Rau, frambjóðanda Jafnaðar- mannaflokksins, og var kjörinn næsti forseti Þýskalands í atkvæða- greiðslu í sérstakri kjörmannasam- kundu á mánudag. Herzog fékk 696 atkvæði gegn 605 í þriðju umferð atkvæðagreiðslunnar. Rudolf Scharping, leiðtogi Jafn- aðarmannaflokksins, iét í ljós efa- semdir um kjörið og sagði að kjör- mannasamkundan hefði hunsað vilja kjósenda. Rau naut miklu meira fylgis en Herzog á meðal Þjóðveija, samkvæmt skoðana- könnunum. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, sagði þessa gagnrýni til marks um að jafnaðarmenn kynnu ekki að tapa og kallaði það hræsni þegar Scharping ýjaði að því að taka bæri upp beinar forsetakosn- ingar. ■ Roman Herzog/37 framt að leyfðar verði veiðar á 4.000 hrefnum utan þess þegar IWC hefur komist að niðurstöðu um vísinda- stjórnun hvalveiða. Tillaga Japana er svar við tillögu sem Frakkar hafa lagt fram um stofnun griðasvæðis fyrir hvali frá Suðurskautslandinu og hálfa leið að miðbaug. Tillaga um griðasvæði þarf að hljóta stuðning þriggja fjórðu hiuta ríkja á fundinum til að ná fram að ganga. Hvalavinir deila Hvalfriðunarsinnar deila um af- stöðuna til stofnunar griðasvæðis en hermt er að nokkur umhverfisvernd- arsamtök hafi fallist á að takmark- aðar hvalveiðar yrðu hafnar að nýju gegn því að hvalveiðiþjóðir féllu frá andstöðu við griðasvæði í suðurhöf- um. Ný samtök, Breach, með aðset- ur í Englandi, hafa verið stofnuð tii að berjast gegn hvers kyns hvalveið- um. í heilsíðuauglýsingu í blaðinu Guardian i síðustu viku gagnrýndi Breach bæði Greenpeace og tvenn önnur umhverfisverndarsamtök og spurði hvert baráttufólkið væri horf- ið. Þar sagði að Breach ætlaði að stöðva hvalveiðar Norðmanna í eitt skipti fyrir öll i sumar. HALTET EUCH ENDUCH £N$ VIALFANGVERBOT! Skorað á Norðmenn Reuter GRÆNFRIÐUNGAR mótmæltu hvalveiðum Norðmanna með því að hengja borða á ferjuna Harald krónprins. Á borðanum eru Norðmenn hvattir til þess að fallast á bann við hvalveiðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.