Morgunblaðið - 25.05.1994, Síða 4

Morgunblaðið - 25.05.1994, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Davíð Oddsson forsætisráðherra um Smugudeiluna Ekkí afskíptí af veiðunum DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld muni ekki hafa afskipti af veiðum íslenskra skipa í Smugunni í sumar nema að samningar takist um þessar veiðar við aðrar þjóðir sem hagsmuni eiga að gæta á þessu hafssvæði. „Ég lít þannig á að Smugan sé al- þjóðlegt hafsvæði og ég tel víst að Bsrii Kópur( Bjargtangar Hafís fyrir Vestflörðum 23. maí 1994 Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF Sýn, fór á mánudag í eftir- lits- og ískönnunarflug yfir Dohmbanka og miðin norðvest- ur og norður af Vestflörðum. ísjaðarinn var næst landi í 35 sjómflur norðvestur af Barða, en í 65 sjómflur vestur af Bjarg- töngum og 38 sjómflur norðvest- ur af Straumnesi. Veður til ís- könnunar var gott, austan and- vari, léttskýjað og gott skyggni. Norðmenn og Rússar muni virða alþjóðalög. Norðmenn telja hins vegar að staða þeirra á Svalbarða- svæðinu sé sterkari en í Smugunni og eru ákveðnir í að fylgja sínum rétti þar fram. Ég felli engan dóm um það og viðurkenni það ekki út af fyrir sig,“ sagði Davíð. Davíð var spurður hvort íslensk stjórnvöld ætli að hafa afskipti af veiðum íslenskra skipa í Smugunni í sumar. „Nei, ekki nema að náist samn- ingar við þá aðila sem koma að málinu. íslensk lög gera ekki ráð fyrir því að íslensk stjórnvöld geti skipt sér að málinu nema að slíkur samningur sé í gildi.“ Fyrir nokkrum dögum fékk ís- lenska ríkisstjórnin bréf frá stjórn- völdum í Rússlandi og Noregi þar sem veiðum íslenskra skipa í Smug- unni er mótmælt. Davíð sagði rétt sem haft er eftir Júríj Retsjetov, sendiherra Rússa á íslandi, í Morg- unblaðinu fyrir helgi að Rússar hóti ekki aðgerðum í Smugunni í sínu bréfi. Hafi þvf verið haldið fram sé það misskilningur íslenskra fjöl- miðla. Davíð sagði hins vegar ekki fara á milli mála að þjóðirnar hafi haft samráð þegar þær sendu bréf- in. Jeltsín hvetur til meiri samskipta GUNNAR Gunnarsson afhenti Borís N. Jeltsín, forseta Rússlands, trúnað- arbréf sitt sem sendiherra íslands í Rússlandi á föstudag. Gunnar sagði að í spjalli við forsetann og Andrej Kozyrev utanríkisráðherra eftir afhending- una í Kreml hafi forsetinn sagt að samskipti þjóðanna væru með miklum ágætum og engin vandamál væru í samskiptum ríkjanna. Veiðar íslenskra skipa í Smug- nnni í Barentshafi og samskipti þjóðanna vegna þeirra komu ekki til umræðu við þetta tækifæri. Gunnar hefur verið sendiherra í Moskvu frá 1. mars. Stutt er síðan hann afhenti svarbréf Davíðs Odds- sonar vegna athugasemda Viktors Tsjernomyrdín forsætisráðherra Rússa við veiðar íslendinga í Smug- unni. Hann kvaðst ekki vita hvenær væri von á viðbrögðum Rússa. Gunnar sagði að Jeltsín hafi kom- ið fyrir sem mjög sterkur persónu- leiki og jafnframt viðkunnanlegur. Hann væri frískur og líflegur. Börðu stúdent og óku á hann ÓKUNNIR menn í leit að partíi réðust á tvítugan nýstúdent, Við- ar Guðmundsson, utan við heimili hans í einbýlishúsagötu í Hóla- hverfi Reykjavík aðfaranótt sunnudags, slógu hann í andlit að fjölskyldu hans og vinum ásjáandi og óku síðan bíl sínum á Viðar á flótta frá heimili hans. Viðar dróst um 40 metra með bílnum áður en hann skall til jarðar og komst naumlega hjá því að lenda undir þjóli bílsins. Hann er rifbrotinn, meiddur á hálsi, ef til vill kinn- beinsbrotinn og hugsanlega með sjónskaða eftir árásina. Faðir Viðars, Guðmundur Sig- urðsson, fer hörðum orðum um viðbrögð lögreglunnar við málinu og segir hana ekkert hafa aðhafst til að hafa upp á árásarmönnun- um sem höfðu ekki verið hand- teknir I gær. Árásarmennirnir hafa hringt á heimilið til að biðja Viðar að draga kæruna til baka. Viðar Þór Guð- mundsson var að kveðja gesti í stúdents- veislu sem haldin hafði verið heima hjá honum um kvöldið og hafði gengið með gesti út á hlað þegar hann sá unga menn, „sniglast við hús hinu megin við götuna." Einn þeirra gekk í átt að Viðari og spurði hvort ekki væri hægt að komast þarna í partí. „Ég sagði að það væri ekkert partí í gangi Voru í leít að partíi í stúd- entsveislu FRÉTTIR ^ Morgunblaðið/Sverrir Utívistarsvæðið íNauthólsvík DRÖG að nýju skipulagi útivistarsvæðis í Nauthólsvík hafa verið kynnt í borgarráði. Þar er gert ráð fyrir baðströnd, aðstöðu fyrir siglingar, íþróttir og Ieiki auk stríðs- og friðarminjasafns. Útivistarsvæði í Nauthólsvík á að verða tilbúið 1996 Siglingar og sjóböð náttúru, landslags, söguminja, umhverfis- eða útivistargildis. Borgarstjórn getur þó leyft vissa starfsemi eða framkvæmdir sem tengjast eðli eða hlutverki svæð- anna eða eru í þágu almennings. Þrír áfangar Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði bætt við skeljasandi í fjöruna. Mikilvægt er talið að sporna við sjávarrofi með því að nýta efni úr bryggjunni til að hlaða i lágan kant meðfram baðströndinni. i Þá þyrfti að hlaða sjóvarnagarð j sitt hvoru megin við sjósetningar- rennuna og á nokkrum stöðum verður að setja upp girðingar og vamaðarskilti, þar sem holbakkar hafa myndast. Í öðrum áfanga er miðað við að flytja afrennslisrör frá heita lækn- um um 80 metra að potti sem verð- j ur upp á bökkunum. Athuga þarf j með hvaða hætti sjávarlónið verður j hitað upp. Til greina kemur að auk þess vatns sem rennur úr pottunum og laugum til sjávar verði upphitun frá pípum í fjöruborðinu þannig að lónið verði með jafnari hita. Þá er j gert ráð fyrir að í þessum áfanga verði byggðir búningsklefar, bíla- stæði gerð og vegir, pottar og laug- ar auk þess sem náttúrurminjar verða merktar. í þriðja og síðasta áfanga verður reist stríðs- og frið- arminjasafn. FRUMDRÖG að skipulagi útivist- arsvæðis í Nauthólsvík hafa verið kynnt í borgarráði. Meginmarkmið skipulagsins er að Nauthólsvíkur- svæðið verði aðgengilegt og fjöl- breytt útivistarsvæði, þar sem áhersla verði lögð á siglingar, bað- strönd og fræðslu um náttúru- og söguminjar. Ráðgert er að fram- kvæmdum verið lokið sumarið 1996. í greinargerð með skipulagi Nauthólsvíkur segir að á árum fyrr hafi þar verið baðstaður sem dró að sér fjölmenni á góðviðrisdögum en vegna vaxandi skólpmengunar hafi sjóböð verið bönnuð árið 1968. Með nýju fráveitukerfi verði mögu- legt að opna víkina á ný. Höfðað til fræðslu Aðalstígur mun liggja um mitt svæðið og tengja það til vesturs fyrir flugbrautarendann að Skeija- firði og til austurs að Fossvogsdal með göngubrú yfir Kringlumýrar- braut. í skipulagstillögunni er höfðað til fræðslu í sitt hvorum enda svæð- isins en þar á milli til íþrótta og leikja. Vestast er gert ráð fyrir stríðsminjasafni. Starfsemi Brok- eyjar verður flutt norður fyrir Siglunes og verður siglingaíþróttin þar á einum stað í stað þriggja nú. I tillögunni er gert ráð fyrir nýju bátaskýli en kanna þarf frekar Fræðsla um náttúru- og söguminjar staðsetningu skýlisins og verða nýjar tillögur að skipulagi svæðis- ins unnar í framhaldi af því. Sandfjara Sá hluti Nauthólsvíkur sem er skjólgóður og með stærstu sand- fjöruna verður nýttur fyrir bað- strandargesti. Gert er ráð fyrir þjónustuhúsi með böðum, búnings- aðstöðu, snyrtingum og veitingum miðsvæðis. Þar vestan við verður affallsvatn frá hitaveitugeymum á Öskjuhlíð leitt I potta uppá bakkan- um og í krikum neðan hans og þaðan í vaðlaug sem verður ofan sjávarmáls í fjörunni. Leik- og boltavöllur verður 1 tengslum við þjónustuhús og á flötinni ofan Kýr- hamars og minni dvalarsvæði verða á vestanverðu svæðinu. F ossvogsbakkar Fossvogsbakkar eru á náttúræ minjaskrá Náttúruvemdarráðs. í aðalskipulagi Reykjavíkur eru bakkamir skilgreindir sem borg- arvemdað svæði. Svæði undir borg- arvemd hefur borgarstjóm sam- þykkt að vemda vegna sérstakrar Morgunblaðið/Þorkell VIÐAR Þór Guðmundsson nýstúdent á heimili sínu í gærkvöldi. fyrir hann heldur bara stúdent- sveisla og bað hann að koma sér í burtu,“ sagði Viðar. Hann sagði að pilturinn hefði brugðist reiður við og kallað til félaga sinna sem sátu þrír í bílnum. Einn þeirra hefði komið að og slegið Viðar i andlitið. Eftir árásina fóru menn- irnir í bíl sinn en Viðar hafði vankast við höggið, stóð ringlaður á götunni og vissi ekki fyrr en bíl þeirra var ekið á hann. Viðar kastaðist upp á bílinn og dróst með honum að gatnamótun- um. Þar kastaðist hann með and- litið i götunni og munaði hárs- breidd að höfuð hans yrði undir afturhjóli. Um 30 vitni horfðu á og sáu skráningarnúmer bílsins. Guðmundur Sigurðsson faðir Viðars sagðist hafa margsinnis um helgina haft samband við lög- reglu til að kanna hvort árásar- mennimir væru fundnir. Hann sagði við Morgunblaðið í gær- kvöldi að hann hefði fengið þær upplýsingar hjá lögreglunni « Reykjavík að ekki hefðu verið gerðar ráðstafanir til að lýsa eft- ir eða leita að bíl mannanna um nóttina vegna mikilla anna. Guð- mundur kvaðst telja að mennirnir hefðu verið ölvaðir eða undir áhrifum vímuefna. Guðmundur sagði að rann- sóknarlögregla hefði sagt um helgina að ekkert yrði gert í málinu fyrr en á þriðjudag. Guðmundur sagðist ekki hafa fengið nein svör við þeirri spurn- ingu hvaða mildu annir það væru sem tafið hefðu lögregluna frá því að leita þeirra ókunnu manna sem hefðu stórslasað son sinn að ættingjum hans og vinum ásjáandi með því að ráðast inn í stúdent- sveislu í húsi við friðsæla götu í úthverfi í borginni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.