Morgunblaðið - 25.05.1994, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ1994 9
FRÉTTIR
ítrekuð af-
skipti af
hraðbáti
Snæfellsnes. Morgunblaðið.
FJÓRUM mönnum var bjargað
undan Svörtuloftum við Ond-
verðarnes, síðdegis á sunnudag,
þegar hraðbátur, sem þeir voru
á, varð bensinlaus.
Samkvæmt upplýsingum frá
Tilkynningaskyldunni barst til-
kynning frá lögreglunni í Ólafs-
vík rúmJega fimm á hvítasunnu-
dag um að Njörður KE 110 sæi
lítinn Shetland-hraðbát alveg
uppi í berginu undir Svörtulofta-
vita sem virtist vera í vandræð-
um. Var báturinn dreginn til
Ólafsvíkur. Var áætlað að bátur-
inn færi frá Ólafsvík klukkan
22.30 um kvöldið áleiðis til
Ileykjavíkur, með hugsanlegri
viðkomu á Akranesi.
Að átta tímum liðnum hafði
ekkert til bátsins spurst og því
aftur farið að grennslast fyrir
um hann hjá Tilkynningaskyld-
unni, meðal annars athugað
hvort hann væri i Snarfarahöfn.
Upp úr klukkan sjö komu síðan
upplýsingar frá lögreglunni á
Akranesi að hraðbáturinn væri í
höfninni en skipveijar höfðu
ekki látið vita. Hringdu þeir síð-
an um hálfníu til Tilkynninga-
skyldunnar og sögðust vera
komnir til Reykjavíkur, að sögn
starfsmanns þar.
Níu tíma björgunarflug
ÞYRLUSVEIT varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli sótti veikan sjó-
mann af togaranum Snorra Sturlu-
syni um 210 sjómílur suðaustur af
Hvarfi aðfaranótt Hvítasunnudags.
Þetta er eitt lengsta sjúkraflug sem
farið hefur verið frá íslandi eða yfir
500 sjómílur. Þyrlurnar voru nærri
níu klukkutíma á flugi.
Landhelgisgæslan fékk tilkynn-
ingu um sjúklinginn klukkan 19:40
síðastliðinn laugardag. Læknir á
skipi frá Lettlandi, sem var þarna á
veiðum, hafði þá skoðað sjómanninn
og greint hann með bráða botn
langabólgu. Tvær þyrlur og elds
neytisvél frá varnarliðinu fóru í loft
ið á tíunda tímanum og komu a>
skipinu rúmum þremur tímum síðai
Vel gekk að ná sjúklingnum um
borð og lenti þyrlan með hann við
Borgarspítalann um klukkan 6:15.
Hann gekkst síðan undir uppskurð
og heilsast vel.
Þyrlá Landhelgisgæslunnar á
enga möguleika á að fara í svona
langt flug og því var leitað til varn-
arliðsins um aðstoð.
Morgunblaðið/Alfons
GUÐBJÖRN Ásgeirs-
son, formaður björgun
arsveitarinnar . Sæ
bjargar í Ólafsvík, af
hendir skipverjum báts
ms neyðarblys að gjöf
Á innfelldu myndinn
sést Njörður KE dragi
hraðbátinn til Ólafsvík
ur á sunnudag.
MOULINEX
ELDHÚSMEISTARINN
ótrúlega fjölhæfur, hrærir,
hnoðar, sker og rífur.
I. GUÐMUNDSSON & Co hf
UMBOÐS 0(3 HEitDVERSLUN
SlMI 91-24020 FAX 91-623145
MOULINEX
fyrir matgæðinga.
GÆÐAFLÍSARÁGÓÐUVESÐI
lioTO
mum
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 67 48 44
- kjarni málsins!
r 1
GETUR VERIÐ
HAGSTÆTT AÐ KAUPA
HLUTABRÉF NÚ w I
UPPHAFI SUMARS?
Veruleg verðhækkun hefur verið á hlutabréfamarkaði að undanförnu og hefur Hlutabréfavísitala VÍB hækkað um 7,1% frá áramótum. Þeir sem ætla að nýta sér hlutabréfakaup til lækkunar á tekjuskatti árið 1994 ættu því að huga að kaupum núna, á meðan verðið er enn hagstætt.
• 7,1% HÆKKUN FRÁ ÁRAMÓTUM • SKATrAFRÁDRÁTTUR
Ráðgjafar VÍB veita frekari npplýsingar mn hlutabréf í afgreiðslunni í Ármúla 13a eða í síma 91 - 60 89 00. Jafnframt er hægt að kaupa hlutabréfj í útibúum Islandsbanka um allt land. Verið velkomin í VIB!
VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • 1 Ármúla 13a, sími: 91 - 60 89 00. J
Viltu gera góð kaup?
40% afsláttur
á afsláttarstandinum
Góðar vörur
Gríptu tækifærið ^
PELSINNml
Kirkjuhvoli • sími 20160
LLMJ
164 kr.
á da§ koma
sparnabinum
í lag!
Það þarf aðeins 164 kr. á dag til að
spara 5.000 kr. á mánuði með áskrift
að spariskírteinum ríkissjóðs. Ef þú
bíður með að spara þangað til þú
heldur að þú hafir „efni" á því
byrjar þú aldrei. Líttu á sparnað sem
hluta af reglulegum útgjöldum
þínum, þannig verður sparnaðurinn
auðveldari en þú heldur.
Ert þú búin(n) ab spara
164 kr. í dag?
Hringdu í Þjónustumiðstöð
ríkisverðbréfa og byrjaðu
reglulegan sparnað með áskrift
að spariskírteinum ríkissjóðs.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, sími 91-626040