Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Sigurður Björnsson Fannfergi tefur hreiðurgerð Ólafsfirði - ÞAÐ sem af er sumri hefur mikill snjór verið í Ólafsfirði. Um miðjan maí- mánuð hafði ekki séð á dökkan díl mánuðum saman. Nú eru melar hins vegar byijaðir að gægjast undan snjónum. Fann- fergið kemur illa við fuglana sem stunda nú hreiðurgerð og varp af kappi. Þrastarhjón ein dóu ekki ráðalaus og bjuggu um eggin sín í fjallajeppanum hans Hinna í Túngötunni. Hinni tók gestunum vel þótt óboðnir væru, frestaði síðustu fjallaferðinni og lagði jeppan- um. Og þannig verður það þangað til ungarnir eru komn- ir í heiminn. Bónus fékk ekki nógu góðar viðtökur á Akureyri og hefur verið lokað Aldamótahugsun og sinnuleysi um eigin hagsmuni „ÞAÐ má segja að þetta sé til marks um þann doða sem ríkir á Akur- eyri, þetta er eitthvað sinnuleysi hjá neytendum," sagði Vilhjálmur Ingi Arnason formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis eftir að Bónus- verslunin á Akureyri lokaði um helgina. Hann sagði að samkvæmt síðustu verðkönnun félagsins hefði verðmunur á algengum vörutegundum í ódýr- ustu versluninni sem var Bónus og þar sem verð var hærra numið nokkurn veginn sömu upphæð og eingreiðslan til launþega sem samið var um í lið- inni viku. „Ef launþegum þykir það kjarabót að fá þessar 6.000 kónur skyldi maður ætla að umtalsverð kjarabót fylgdi því að versla þar sem ódýrast er. Munurinn á sömu körfu með al- gengum vörutegundum slagar hátt upp í þessa eingreiðslu eftir því hvort keypt er í Bónus eða Hagkaupum," sagði Vilhjálmur Ingi. Aldamótahugsunarháttur Sigurður Gunnarsson verslunar- stjóri í Bónus á Akureyri sagði að ekki hefði verið grundvöllur fyrir rekstrinum, viðskiptavinirnir hefðu ekki verið nægilega margir til að standa undir því lága vöruverði sem verslunin hefði boðið. „Viðtökurnar voru mjög góðar í upphafi, en fljót- lega fór að bera á þeim aldamóta- hugsunarhætti að fólk ætti að versia við fyrirtæki úr heimabyggð. Ætli heyrðist ekki hljóð úr horni ef fólk af höfuðborgarsvæðinu neitað að kaupa norðlenskar vörur en norð- lensk fyrirtæki selja umtalsvert af sinni vöru í versiunum syðra,“ sagði Sigurður og benti á að Bónus keypti vörur fyrir um 7 miiljónir króna á viku af norðlenskum fyrirtækjum. „Það verður spennandi að sjá hvað KEA-Nettó gerir nú en þeir lækkuðu verðið hjá sér um 12% eftir að við komum norður í haust,“ sagði Sig- urður og Vilhjálmur Ingi tók í sama streng en hann kvaðst óttast mjög að vöruverð myndi hækka aftur „þrátt fyrir að þeir hafi gefið um það yfirlýsingar hið gagnstæða. Við munum kanna það sérstaklega og eftirleiðis verður einnig kannað verð í Bónus í Reykjavík til samanburð- ar,“ sagði Vilhjálmur Ingi. Sterk viðbrögð „Kannski er þetta til marks um að kjör á Akureyri séu svo góð að fólk þurfi ekki að versla þar sem ódýrast er,“ sagði formaður Neyt- endafélagsins en saðgi að fjöldi fólks hefði haft samband við félagið og þótt miður að versluninni yrði lokað. „Margir tala um að veija eigi fyrir- tæki í heimabyggð, en það myndi lítið þýða að ætla sér að efla bæinn sem miðstöð matvælaframleiðslu í landinu ef einungis heimamenn keyptu framleiðsluna.“ Morgunblaðið/Rúnar Þór Pakkað saman ALBERT og Anton starfsmenn Bónus voru í óða önn að pakka saman í Bónusversluninni á Akureyri í gær. Sjávarútvegsdeildin á Dalvík - VMA veturinn 1994-1995 DAtVÍK oalnív^ SKIPSTJÓRNARNÁM: Kennt er til skipstjórnarprófs, 1. og 2. stigs. FISKIÐNAÐARNÁM: Kennt er til fiskiðnaðarmannsprófs. ALMENNT FRAMHALDSNÁM: 1. bekkurframhaldsskóla. Heimavist á staðnum. Umsóknarfresturtil 10. júní. Upplýsingar í símum 61083,61380,61160,61162. Skólastjóri. Verslunarstjóri KEA-Nettó um lokun Bónus Engar U-beygjur „ÉG ER jafnbjartsýnn nú við brotthvarf Bónuss og þegar verslunin kom. Það eru engar blikur á lofti um að við munun taka U-beygju þó að Bónus hafi lokað,“ sagði Júlíus Guðmundsson verslunarstjóri KEA-Nettó. „Það hefur frá upphafi verið stefna okkar að bjóða lægsta vöru- verð á Akureyri og frá þeirri stefnu verður ekki hvikað. Ef fólk heldur að við förum að hækka vörur í okkar verslun í gríð og erg þá er það misskilningur. Við munu alltaf skoða þá verðmyndun sem er á markaðnum hveiju sinni,“ sagði Júlíus aðspurður um hvort vöruverð myndi hækka í versluninni í kjölfar þess að Bónus hefur lokað. Hann sagði samkeppnina á markaðnum á Akureyri ekki hafa verið eðlilega að undanförnu. „Vöruverð hefur verið lægst hér enda hart verðstríð í gangi, aðstæð- ur á markaðnum eru allt aðrar hér þar sem tveir eru að keppa en i Reykjavík." Júlíus sagðist ekki líta svo á að KEA-Nettó hefði farið með sigur af hólmi í verðstríðinu, „ég lít frekar svo á að Bónus hafi gefist upp.“ „í mínum huga er það um- hugsunarefni fyrir þá sem standa í reksti á Akureyri að formaður Neytendafélags Akureyrar og ná- grennis lýsir yfir stuðningi við ákveðna aðila og mér er spurn; mega nýir rekstraraðilar hér í bæn- um eiga von á því að formaðurinn gerist talsmaður þeirra ef kvartaði er undan móttökunum?" sagði Júl- íus. Minning um ítölsku borgina HALLDÓRA Arnardóttir flytur fyrirlestur við Háskólann á. Akureyri sem nefnist „Minning um ítölsku borgina" og er meg- inviðfangsefni hans þær hug- myndir sem einkenna ítölsku borgirnar og hvað geri þær svo minnistæðar þeim sem þær heimsækja. Halldóra stundar doktors- nám við University College London, Barlett School of Arc- hitexture þar sem verkefni hennar snýst _um menningu og stjórnmál á Italíu eftir seinni heimstyijöldina og hvernig ítal- ir byggðu upp land sitt og þjóð íframhaldi af því segir í frétta- tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri. Áhersla er lögð á þijár borgir, tilliti til bygginga- listar, hönnunar, kvikmynda og lista. Fyrirlesturinn sem hefst kl. 20.30 er öllum opinn og verður hann fluttur í stofu 24. Frambjóðend- ur ræða atvinnumál ATVINNUMÁL verða til um- fjöllunar á opnu húsi Miðstöðv- ar fólks í atvinnuleit í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju í dag, miðvikudag frá kl. 15.00 til 18.00. Frambjóðendur kynna viðhorf flokka sinna og svara spurningum þátttakenda. Ýms- ar tilkynningar eru á dagskrá opna hússins, boðið verður upp á kaffi og brauð og dagblöðin liggja frammi. Lögmannavakt- in er starfandi í Safnaðarheim- ilinu frá kl. 16.30 til 18.30 á miðvikudögum og tekur um- sjónarmaður á móti pöntunum og annast skráningu. Djáknanemi með framsögu SAMTÖK um sorg og sorgar- viðbrögð efna til pallborðsum- ræðna í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju annað kvöld, fimmtudaginn 26. maí kl. 20.30. þar sem málefni samtak- anna verða rædd. Valgerður Valgarðsdóttir hjúkrunarfræð- ingur sem er í djáknanámi verð- ur með framsögu og leiðir um- ræðuna. Samtökin verða með opið hús hálfsmánaðarlega í sumar eins og verið hefur. Eldur í gasgrilli SKEMMDIR urðu á sólpalli eft- ir að kviknaði í gasgrilli við hús í Borgarsíðu um helgina. Slökkvilið Akureyrar var kallað að húsinu laust fyrir kl. 19. á laugardag eftir að kviknaði í slöngu sem lá frá gaskút í grill- ið. Eldtungur stóðu upp úr grill- inu og hætt við að maturinn hafi ekki bragðast sem best. Slökkviliðið var einnig kallað út að morgni sama dags, en þá hafði gufa úr baðherbergi á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri sett viðvörunarkerfið í gang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.