Morgunblaðið - 25.05.1994, Síða 18

Morgunblaðið - 25.05.1994, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Undirbúningur hafinn að stofnun næststærsta lífeyrissjóðs landsins Samruni fimm SAL-sjóða á næstu grösum LÍKUR eru á að fimm sjóðir innan Sambands almennra lífeyrissjóða, SAL, sameinist fyrir árslok 1995. Ef af þessu verður myndast þarna næst stærsti lífeyrissjóður landsins með eignir upp á 20 milljarða króna samkvæmt reikningum sjóð- anna fimm um síðustu áramót. Sjóðirnir fimm sem um ræðir eru Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar, Lífeyrissjóður Félags starfsfólks í veitingahúsum, Líf- eyrissjóður Hlífar og Framtíðar- innar, Lífeyrissjóður Sóknar og Lífeyrissjóður verksmiðjufólks. Að sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra SAL, hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu meðal sjóðanna fimm um að stefna að sameiningu. í sumar væri gert ráð fyrir að sjóðirni'r færu í trygg- ingafræðilega athugun sem miðað- ist við stöðu þeirra í árslok 1993. „Þegar því verki lýkur hefjast frek- ari viðræður um sameiningu og ef allt gengur að óskum er stefnt að því nýi lífeyrissjóðurinn hefji starf- semi í síðasta lagi 1. janúar 1996,“ sagði Hrafn. Nýi sjóðurinn mun ef af verður yfirtaka eignir og skuldbindingar eldri sjóðanna. Mat á eignum verð- ur samræmt og við samanburð réttinda verður miðað við áfalinar lífeyrisskuldbindingar. Aðspurður hvort vænta mætti frekari samruna lífeyrissjóða innan SAL sagði Hrafn að viðræður væru i gangi á milli Lífeyrissjóðs Vesturlands og Lífeyrissjóðs Vest- firðinga. Þar væri einnig beðið eft- ir tryggingafræðilegri athugun. IMordquote Norræn samvinna í kauphallaviðskiptum Stokkhólmi. Reuter. ÞRJÁR norrænar kauphallir hafa hafið sameiginlega starfrækslu kerfis til samvinnu í hlutabréfavið- skiptum og kalla það Nordquote. Nordquote er ekki viðskipta- kerfi. Það gegnir aðallega hlut- verki tilkynningatöflu, sem gerir aðilum kerfisins kleift að láta í ljós áhuga á viðskiptum. Kauphallirnar í Kaupmanna- höfn, Helsinki og Stokkhólmi hleyptu kerfinu af stokkunum, en kauphöllin í Ósló hefur frestað fyr- irhugaðri þátttöku vegna „tækni- legra tölvuerfiðleika“. „Starfræksla Nordquote hefur byijað hægt og vel eins og við var búizt,“ sagði Bent Mebus, for- stöðumaður kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, í samtali við Re- uter. Kauphallarforstjórar Norður- landa komu saman í Höfn til þess að ræða stofnunina, en ekki var reynt að vekja athygli á fundinum. Frá því var skýrt í kauphöllinni í Stokkhólmi að Nordquote mundi í fyrstu ná til hlutabréfa í félögum, sem skráð eru í einni norrænni kauphöll eða fleirum, eða hlutafé- lögum, þar sem hægt er að sýna fram á samnorræna hagsmuni. Upplýsingar, sem skipzt verður á, verða aðeins sýndar miðlurum, sem eru tengdir kerfinu. í raun verður um að ræða hlutabréf í sænskum félögum á svokölluðum „ Top-16“- lista kauphallarinnar í Stokkhólmi, 18 finnskum hlutafélögum, 21 dönsku og 15 norskum. Með Nordquote-samvinnunni er þátttakendum boðin markaðsað- stoð í viðskiptum við fjárfesta utan Norðurlanda. Talað hefur verið um að Nordquote marki upphaf skjótr- ar þróunar, sem muni leiða til þess að sameiginlegum markaði verði komið á fót á Norðurlöndum, en Mebus segir að samnorræn kaup- höll verði varla að veruleika fyrr en í fyrsta lagi 1996, þegar reglu- gerð ESB um fjármálaþjónustu tekur gildi. Samkvæmt reglugerð- inni fá verðbréfasalar greiðan að- gang að öllum mörkuðum og geta verzlað óhindrað yfir landamæri. Almenn víxillán: Lægstu forvextir 8j25% 8,20% 8ioo% 8,10% Alm. skuldabr.lán: Kjörvextir 8,00% 7,85% Landsbanki l I íslandsbanki l i Búnaðarbanki B Sparisjóðir Vísitölub. lán: Kjörvextir 5,45% 5,50% 5,50% 5,50% Verðbréfakaup, dæmi um ígildi nafnvaxta ef bréf eru keypt af öðrum en aðalskuldara Viðskiptavíxlar: Óverðtr. viðskipta- Forvextir skuldabréf: Yfirdráttarlán: 13,75% 13,50% 12,95% 11,75% SPARISJÓÐIRNIR lækkuðu á laugardag vexti af tlánum og boðpðu frekari lækkun um næstu mánaðamót á vöxtum yfirdráttarlána fyrirtækja. A myndinni hér að ofan má sjá samanburð á tlánsvöxtum og upplýsingar um lækkun sparisjóðanna. Bnaðarbankinn er enn með lægstu kjórvextina af almennum vxillánum og skuldabréfalánum en Landsbankinn býður bestu kjörin á viðskiptavxlum og óverðtryggðum skuldabréfum. Hins vegar eru vextir af yfirdrattarlánum lægstir hjá slandsbanka eða 12,5%. Um næstu mánaðamót munu vextir sparis|óðanna af yfirdráttarlánum til fyrirtækja lækka 12,5%. Samkvæmt upplýsingum viðskiptabankanna liggja engar ákvarðanir fyrir um vaxtabreytingar um næstu mánaðamót. Sjónvarp Fox-kerfi Murdochs kemstyfir 12 stöðvar New York. Reuter. SJÓNVARPSKERFI fjölmiðla- kóngsins Ruperts Murdochs, Fox Broadcasting, hefur komizt að samkomulagi við New World Communications um 500 milljóna dollara sameignarfyrirtæki, sem hefur í för með sér að 12 stöðvar í eigu New World munu tengjast Fox og rjúfa tengsl sín við sjón- varpsnet ABC, CBS og NBC. Framleiðslufyrirtæki New World framleiðir framhalds- myndaflokkana „The Wonder Ye- ars“ og „Santa Barbara" og bandalag þess og Fox mun leiða til mestu uppstokkunar í sjón- varpssögunni, að sögn forstöðu- manna fyrirtækjanna. Fox og New World munu þar að auki framleiða í sameiningu sjónvarpsefni, sem sýnt verður í stöðvum beggja aðila. „Þetta samkomulag mun leiða til ævarandi breytinga á umhverfi samkeppninnar í sjónvarpsheimin- um,“ sagði Murdoch þegar skýrt var frá samkomulaginu. Sjónvarpsnet hans hefur höfðað til ungra áhorfenda, en hyggst nú ná til fleiri aldurshópa og olli ný- lega uppnámi keppinauta með því að yfirbjóða þá þegar tilboð voru gerð í rétt til þess að sjónvarpa frá leikjum í amerískum fótbolta á næstu leiktíð. New World-stöðv- arnar WJBK-TV Detroit, WJW-TV Cleveland, WAGA-TV Atlanta, WTVT-TV Tampa og WITI-TV Milwaukee tengjast nú Fox. Framkvæmdir Börgin geri verkefna- áætlun til lengri tíma ÁRNI Sigfússon, borgarstjóri í Reykjavík, segir æskilegt að Reykjavíkurborg geri áætlun lengra fram í tímann um helstu fram- kvæmdir í borginni. Hann segir að þetta geti auðveldað íslenskum fyr- irtækjum að bjóða í verk á vegum borgarinnar. Arni telur einnig að þetta gefi íslenskum fyrirtækjum VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VÉLADEILD FÁLKAN SHCHS HÖGQDEYFAR «FARAR- BRODDI SACHS verksmiöjurnar eru leiöandi framleiöendur á höggdeyfum og kúplingum í evrópska og japanska bíla. Þjónusta SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK SlMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84 • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS Getur auðveldað íslenskum fyrir tækjum að bjóða í verk á vegum borgarinnar betra tækifæri til að hanna mann- virki og ná þeim til sín í útboðum. Árni sagði þetta á fundi sem Sam- tök iðnaðarins efndu til með bæjar- stjórum stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hann tók sem dæmi nokkrar framkvæmdir sem séu til umræðu, s.s. yfirbyggingu yfir íþróttavöll í Laugardal, bygg- ingu ráðstefnu- tónlistarhallar og alútboð á leikskólum. Samtök iðnað- arins hafa m.a. fundið að í sam- bandi við útboð sveitarfélaganna er að tíminn sé of skammur. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, sagði að Kópavogsbær hefði reynt að koma á móts við fyrirtæki að þessu leyti og haldið fundi með fyrir- tækjum og gert þeim grein fyrir hvaða framkvæmdir séu framundan. Árni sagði vel koma til greina að Reykjavíkurborg setji fram tillögur um framkvæmdir til lengri tíma en gert hefur verið. Hann sagði að þetta ætti að gefa íslenskum fyrirtækjum tækifæri til að koma með nýjar lausnir í sambandi við hönnun mann- virkja og nefndi yfirbyggingu yfir íþróttavöll í Laugardal sem dæmi um þetta. Hann sagðist vera sann- færður um að á þessu sviði eigi ís- Iensk fyrirtæki möguleika. Á fundinum var bent á að þess sé krafist af stjórnendum opinberra stofnanna að þeir reki stofnanir sín- ar innan ramma fjárhagsáætlunar, en jafnframt að þeir kaupi íslenskt. Þetta tvennt fari stundum illa saman því íslenska framleiðslan sé oftar dýrari. Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, benti á að oft séu það félagsmenn í Samtökum iðnaðarins sem sem taki ákvarðanir um að velja frekar erlent að útboði loknu. Þá ráði bæjarstjórnir litlu um hvaða vara sé keypt. Árni var spurður hvort Reykjavík- urborg áformaði að einkavæða sorp- hirðu í borginni og trésmíðaverk- stæði borgarinnar. Báðum spurning- um svaraði hann neitandi og sagði að athugun sem á þessu hefði verið gerð fyrir nokkru hefði ekki leitt í ljós að eitthvað benti til að einkavæð- ing gerði þessa starfsemi ódýrari fyrir skattgreiðendur í Reykjavík. Á fundinum var harðlega gagn- rýnt hvernig Reykjavíkurborg stóð að byggingu íbúða fyrir aldraða við Lindargötu, en þar var ekki viðhaft útboð. Jafnframt lýstu fundarmenn yfir ánægju með að borgin skuli hafa móta reglur um útboð og inn- kaup á vegum borgarinnar. Menn sögðu afar mikilvægt að farið verði eftir þeim reglum í einu og öllu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.