Morgunblaðið - 25.05.1994, Síða 19

Morgunblaðið - 25.05.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Aukinn hagnaður British Airways London. Reuter. BREZKA flugfélagið British Airways skilaði 301 milljónar punda hagnaði fyrir skatta á eins árs tímabili til marzloka í ár miðað við 185 milljónir punda 1993/1994 og hefur treyst sig í sessi sem eitt arðbærasta flugfé- lag heims. Að sögn félagsins hefur hagn- aður þess aukizt þrátt fyrir áframhaldandi harða samkeppni vegna ráðstafana til þess að draga úr kostnaði og auka tekj- 'ur, einkum á ábatasömum við- skiptafarrýmum, þar sem far- þegum hefur fjölgað um 6%. Rekstrartekjur jukust um 60% í 496 milljónir punda og tekjur af hlutabréfum í 31,3 pens af hveiju bréfi úr 23,1 pensi í fyrra. Arðgreiðslur námu 11,10 pens- um á hlutabréf alla tólf mánuð- ina og hækkuðu úr 9,3 pensum ári áður. Farþegum fjölgaði um 8,9% í 30,6 milljónir og markaðshlut- deild BA á leiðum til og frá Lond- on jókst um 3% í 46%. Farþegum British Airways, sem fóru um Heathrow og Gatwick í London, fjölgaði um 11%, þótt markaðs- aukningin næmi aðeins 5%. LOTUS kaupir IRIS Cambridge, Massachusetts. Reuter. FYRIRTÆKIÐ Lotus Develop- ment hefur samþykkt að kaupa Iris Associates, fyrirtæki sem hefur þróað þijár útgáfur af Lotus Notes-tölvuhugbúnaðinum vinsæla - fyrir 84 milljónir Bandaríkjadala. Iris fékk fjármagn frá Lotus Development til þess að þróa tölvupóstshugbúnað þann sem gengur undir nafninu Lotus Not- es og endurbætur á honum gegn einkaleyfisþóknun fyrir selt magn af Lotus Notes. Jim Manzi, forstjóri Lotus, sagði að lagfæring hefði verið gerð á 10 ára samvinnu við Ir- is.„Þar með hefur verið viður- kennt að Notes eru höfuðatriði þeirrar stefnu fyrirtækisins að viðhalda frábæru samstarfi okk- ar við Ray Ozzie og liðskjarna hans,“ sagði Manzi. Hlutabréf í Lotus hækkuðu um 2,25 dollara í 62,25 þegar skýrt hafði verið frá kaupunum. Bók um skattaíviln- anir frá KPMG ALÞJÓÐLEGA ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur gefið út bókina „ Tax and Financial Incentives for Business around the WorId“. í henni er að finna samantekt á skatta- og fjármálalegum hvötum í 35 hag- kerfum víðs vegar í heiminum. Bókin kemur út í dag hér á landi eins og í 116 löndum þar sem KPMG hefur útibú. Ríkisstjómir í ýmsum löndum bjóða skattalega eða íjármála- lega hvata af þessu tagi, að því er segir í fréttatilkynningu. Þar segir einnig að breytingar hafi verið að eiga sér stað að þessu leyti hjá ríkjum Evrópusam- bandsins. Ríkisstjórnir þeirra hafi verið að afnema slíka hvata og látið svæðisbundna styrki eða hvata koma í þeirra stað. Bókin er fáanleg hjá KPMG Endurskoðun hf. MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 19 HP DeskJet 310 bleksprautuprentarinn: kostur Hewlett-Packard Kr. 33.500,- staðgreitt m/vsk. Hewlett-Packard DeskJet 310 bleksprautuprentarinn er án efa einn sá allra sniðugasti á markaðinum í dag. Hann er fyrirferðalítill, vandaður og skilar góðum afköstum. Hann er hljóðlátur, hefur möguleika á litaprentun og arkamötun, er auðveldur í notkun og hentar í raun nánast hvar sem er. Verð.ið er einnig álitlegt HP DeskJet 310 bleksprautuprentari og fylgihlutir: Stgr.verð m/vsk. • HP DeskJet 310, sv/hv, án arkamatara* kr. 33.500,- • HP DeskJet 310, sv/hv, með arkamatara kr. 39.900,- • HP DeskJet 310 litaprentari með arkamatara kr. 46.900,- HP DeskJet 310 bleksprautuprentarinn fæst til afgreiðslu strax! Kynntu þér heila fjölskyldu af Hewlett-Packard prenturum í Tæknivali og þú finnur örugglega álitlegan kost fyrir þig. TÆKNILEG ATRIÐI: 1 Fyrirferðalítill, þyngd aðeins 2 kg. i Prentar i svart/hvítu og í lit á A4 pappír og glærur. i Ársábyrgð frá framleiðanda. i Hljóðlát bleksprautuprentun. i Arkamatari. i Aukabúnaður fæst fyrir þá sem vilja ferðast með prentarann, Viðskiptavinir athugið: Frá og með 28. maí er verslunin lokuð á laugardögum. Verið velkomin alla virka daga - í allt sumar! s.s. rafhlöður með hleðslutæki og þægileg handtaska. Tæknival Skeifunni 17 - Sími 681665 - Fax 680664

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.