Morgunblaðið - 25.05.1994, Page 20

Morgunblaðið - 25.05.1994, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ TRÚLOFUNARHRINGAR BRUÐKAUPSDAGAR DEMANTAHUSIÐ BORGARKRINGLUNNI S: 679944 I I í SUMAR EnTU BARNINU ÞÍNU FORSKOT í LÍFINU! TÖLVUSKOLIFYRIR10-16 ARA í sumar býður Tölvuskóli Reykjavíkur upp á 24 klst. 2 vikna tölvunámskeið, þar sem kennt er á PC tölvur, en Reykjavíkurborg hefur nú tölvuvætt alla grunnskóla borgarinnar með PC tölvum. Námið miðar að því að veita almenna tölvuþekkingu og koma nemendum af stað við að nýta tölvuna sér til gagns og gamans við Farið er í fingrasetningu og vélritunaræfingar, Windows og stýrikerfi tölvunnar, ásamt almennri tölvufræði. Með þann grunn i farteskinu, liggur leiðin i töflureikna og ritvinnslu- teikni- og leikjaforrit. Verð námskeiðanna er vel undir almennum námskeiðsgjöldum. Kennt er alla virka daga frá 9 - 12 eða 13 - 16. TÖLVUNAM FYRIR 6-10 ARA Skemmtilegt og gagnlegt Á ndmskeiðinu er lögð áhersla á: Windows gluggakerfið og ýmis notendaforrit sem tengjast þvi. Forritunarmálið Logo - búin verða til forrit og ýmsar teiknlskipanir skoðaðar. Litið á ýmis kennslu- og teikniforrit. Forrit sem þjálfa rökhugsun, t.d. Maths Dragon frá Coombe Valley Software. í lokin fá allir nemendur 5 diska með um 70 tölvuleikjum og skemmtilegum kennsluforritum sem veganesti frá Tölvuskóla Reykjavikur, auk flest allra forritanna sem notuð verða og viðurkenningarskjal. FORRITUNARNAM FYRIR UNGLINGA 30 klst. gagnlegt nám fyrir unglinga þar sem kennd verður forritun í QBasic. Markmiðið með náminu er að nemendur verði vel að sér i notkun QBasic og geti sett saman einfalda leiki með hreyfimyndum og hljáði. í Iokin fá allir þátttakendur afrit af vinnu hinna og um 1 MB af forritunarkóðum og auðvitað viðurkenningarskjal. Hringdu og fáðu sendan bækling Tölvuskóli Revkjavíkur BORGfiRTÚNI 28. 105 REVKJAUÍK, sími 616699. fax 616696 ERLENT Reuter Hættuleg bakteríu- sýking í Englandi London. Reuter, The Daily Telegraph. SKÝRT hefur verið frá þremur nýjum tilfellum hættulegrar bakt- eríusýkingar á sjúkrahúsum í Suð- ur-Englandi en sagt er, að bakter- ían beinlínis éti í sundur hold þeirra, sem sýkjast. Vitað er um 10 tilfelli alls í landinu og eru fimm sjúklinganna látnir. Sýkingin kom fyrst upp í Glouc- estershire á Vestur-Englandi en síðan í London og nágrenni. I Glo- ucestershire veiktust sjö og eru þrír látnir og tveir þeirra þriggja á suðurlandinu. Eru læknar sagðir standa næstum ráðþrota frammi fyrir þessri nýju bakteríu, sem leggst á vefi í hörundi og holdi og getur leitt til dauða á fáum klukkustundum, en hingað til hef- ur verið um að ræða eitt eða tvö dauðsföll á ári af líkum sýkingum. Sumir læknar telja, að hér sé á ferðinni stökkbreytt útgáfa af „streptococcus bacterium", bakt- eríu, sem getur valdið eymslum í hálsi og finnst yfirleitt í 10% íbúa- fjöldans hveiju sinni. Hún á það til að breyta um mynd og fyrr á tímum olli hún stundum mann- skæðum faröldrum. Leikur grunur á, að ákveðin veira, sem leggst á bakteríur og hefur áhrif á arfbera þeirra, eigi hlut að máli. Sjúkdómseinkennin eru sótthiti, miklir verkir, uppköst og niður- gangur. Á síðari stigum veldur sjúkdómurinn sjaldgæfu drepi, sem étur sig í gegnum fitu og vöðva og getur valdið dauða á einum sólarhring. Sumir sjúkling- anna í Gloucestershire voru skorn- ir upp og sýktir vefir fjarlægðir og af einum var tekinn fótur. Ör- verufræðingar hafa tekið veijar- sýni til að komast að því hvaða baktería er hér á ferðinni. Jacqueline Kennedy Onassis jarðsett JACQUELINE Kennedy Onassis var á mánudag jarðsett við hlið fyrri eiginmanns síns, John F. Kennedy Bandaríkjaforseta, í Arl- ington kirkjugarðinu í Washing- ton. Viðstaddir voru nánir vinir og fjölskylda hennar en útför hennar var gerð frá St. Ignatius Loyola kirkjunni í New York að viðstöddum um 1.000 manns. Um 4.000 manns komu saman fyrir utan kirkjuna til votta Jacqueline hinstu virðingu. Á myndinni krýp- ur sonur hennar, John F. Kennedy yngri við gröf föður síns í Arling- ton en systir hans, Caroline Kennedy Schlossberg, stendur fyrir aftan hann. Fram hjá kistu Jacqueline gengur Maurice Temp- elsman, sambýlismaður hennar síðustu árin. Viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna á írak ber árangur Hussein talinn vera orðinn valtur í sessi Lundúnum. The Daiiy Telegraph. SADDAM Hussein kann að vera að missa tökin á stjórn íraks vegna viðskiptabannsins á landið, að mati breskra og bandarískra embættis- manna. Embættismennirnir segja að við- skiptabannið sem sett var eftir inn- rás íraka í Kúveit sé farið að draga mjög úr möguleikum Husseins til að kaupa sér hollustu og þar með aukist líkurnar á að valdarán takist. Fregnir um flótta úr hernum og sprengjuárásir á opinberar bygg- ingar í Bagdad hafa kynt undir vangaveltum um að stjórnin sé orð- in völt í sessi. „Nú berast tíðar fregnir um valdaránstilraunir og óánægju með- al forréttindastéttarinnar í írak,“ sagði Anthony Lake, þjóðaröryggis- ráðgjafi Bandaríkjaforseta, nýlega. Þar sem Bandaríkjastjórn bindur vonir við að Hussein verði steypt af stóli í náinni framtíð er hún stað- ráðin í að ljá ekki máls á því að slakað verði á viðskiptabanninu. Rússar og Frakkar hafa hins vegar reynt að knýja fram tilslakanir inn- an öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna vegna þess að Irakar hafa reynst samvinnuþýðari við eftirlits- menn samtakanna sem eru að leita að gereyðingarvopnum þeirra. írakar eru einir af helstu skuldu- nautum Rússa og Frakkar voru í miklum viðskiptum við íraka fyrir stríðið, keyptu af þeim olíu og seldu herflugvélar. Deilt um viðskiptahagsmuni Frönsk fyrirtæki eru nú þegar farin að búa sig undir að notfæra sér þá möguleika sem gefast þegar viðskiptabannið verður afnumið. Frönsk olíufyrirtæki hafa til að mynda efnt til viðræðna við íraka um starfrækslu tveggja oiíuvinnslu- stöðva í suðurhluta íraks þegar fram líða stundir. Fyrirtækin segja að enginn samningur verði undirritaður fyrr en viðskiptabanninu verði aflétt en viðræðurnar hafa valdið mikilli ólgu meðal breskra keppinauta, sem segja Frakka grafa undan við- skiptahagsmunum Breta og rjúfa samstöðu aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins gegn Hussein.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.