Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 29 hafi verið bein afleiðing stríðsins og skorts á gjaldeyri, en svo var ekki, við vorum þá ríkari af gjald- eyri en oft áður, þessi ófögnuður stóð yfir næstu 15 árin eftir stríð. Siðferðið var á svo lágu stigi að ráðamenn leyfðu sér að skapa haftaástand, sem hópur útvaldra hagnaðist á, en þjóðin tapaði. Þetta bitnaði t.d. illa á ungum mönnum, utan klíku, sem höfðu hug á að stunda erlend viðskipti, - þeir fengu ekki kvóta. - Á þessum árum, a.m.k. til 1964, var farar- leyfi til útlanda bundið kvittun um fullnaðargreiðslu skatta! Gjaldeyrir var naumt skammtaður. Siðleysið gengur aftur Framangreind tilvik segjum við að geti ekki gerst hér í dag, slíkt ástand yrði ekki þolað, en hefur eins mikið breyst og við ætlum? Enn er innflutningur takmarkaður, bankarnir veittu áður verðbólgul- án, en nú „afskriftalán". Á þessum árum, rétt eins og nú, þótti það sjálfsagt að í öll meiri háttar emb- ætti væri skipað pólitískt, þetta hefur ekki breyst. Þingmenn og ráðherrar beittu sér þá fyrir „sér- tækum aðgerðum" og gera enn. Þá var kvótum úthlutað ókeypis til „landgreifa“, en nú til „sæ- greifa“. Bændur voru styrktir til að auka framleiðslu, nú til að draga úr henni og helst hætta. Fámenn fagfélög gátu og geta enn lamað heilar starfsgreinar, atvinnurek- endur hafa ekki enn efni á að borga kaup. Kjarasamninga-sirkusinn hefur lítið breyst í hálfa öld, tímasóunin samfara þeim hefur aukist, ef nokkuð er. - Það er furðu margt sem hefur staðnað eða gengur aftur. - Það læðist stundum að sá grunur að spilling eigi sér stað vegna þess að við viljum það sjálf. Við þegjum og látum hlutina viðgangast, e.t.v. vegna þess að við eygjum þann möguleika að komast seinna að kjötkötlunum, - þá mætti siðbótin ekki vera afstað- in! Höfundur er framkvæmdastjóri Verktakavals. Miklar og hraðar breyt- ingar á jafn flóknu kerfi og skólakerfinu eru yfir- leitt ekki til góðs, segir Atli Harðarson, og síst ef þær eru framkvæmd- ar af vanefnum eða ef ekki er samkomulag um þær. því að komið verði á einsetnum grunnskóla og kjör kennara batni nóg til að hæfir og vel menntaðir menn fáist í allar stöður. Þetta er hvort tveggja hægt að gera án þess að breyta lögunum. Það er líka hægt að auka verkmenntun og sam- starf við atvinnulífið án neinna lagabreytinga. Mér finnst meira að segja trúlegt að það sé ódýrara að gera þetta að óbreyttum lögum heldur en samhliða verulegum upp- skurði á kerfinu. Núgildandi framhaldsskólalög eru ekki nema 6 ára gömul. Skól- arnir eru enn að aðlagast þeim og það er enn verið að slípa til túlkun þeirra og framkvæmd og laga þau þannig að veruleikanum. Lög þurfa að eldast í friði. Nýjungagirni á sums staðar við og tilbreyting er víða til góðs. En eins og allir góðir íhaldsmenn vita á löggjafinn að forðast nýjungagirni og hringlanda- hátt. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. GÆÐAFIÍSAR Á GÓÐU VERÐI Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 Sjábu hlutina í víhara samhengi! - kjarni málsins! cn Z LU —i <s> £ 3 RAÐSTEFNA NÁMSKEIÐ EÐA FUNDIR Á DÖFINNI? I Múlalundi færð þú fundarmöppur, barmmerki (nafnmerki) , áletranir, merkingar og annað sem auðveldar skipulag og eykur þægindi og árangur þátttakenda. Allar gerðir, margar stærðir, úrval lita og áletranir að þinni ósk! HafSu samband viS sölumenn okkar í síma 68 84 76 eða 68 84 59. Múlalundur Vinnustofa SÍBS - Hátúni 10c Símar: 68 84 76 og 68 84 59. HALTU HLIFISKILDI YFIR HUSINU ÞÍNU Rannila Þak og útveggjaklæðning Rannila er glæsileg klæðning á þök og veggi. Rannila klæðningin fæst í mörgum litum með mismunandi yfirborði, meðal annars sterkri PVF2 húð sem hefur frábæra vörn gegn veðrun. Rannila bárujárnið er með sérstaklega þykkri galvanhúð sem endist vel. Rannila klæðningin er ódýr og góður skjöldur fyrir húsið þitt. HÚSASMIÐJAN SúðaAÁ)gi 3-5, ReykjaMl< Helluhrauni 16, Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.