Morgunblaðið - 25.05.1994, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ1994 35
T
AÐSEIMDAR GREIIVIAR
Ábending vegna
skipulagsmála
við Þingvallavatn
ÞAÐ er skoðun
undirritaðs að miklu
skipti fyrir framtíð
þessarar þjóðar að til
skipulagsmála veljist
fjölhæft fólk á mörg-
um sviðum. Þeir ein-
staklingar sem að
þeim málum vinna
þurfa að vera hug-
myndaríkir með raun-
hæfa og góða framtíð-
arsýn, leita eftir hug-
myndum fólks um
skipulags- og hags-
munamál á viðkom-
andi svæðum hverju
sinni og síðast en ekki
síst séu tilbúnir að sætta mismun-
andi sjónarmið svo víðtæk sátt sé
um hvert mál.
Það getur verið freistandi að
setja ákveðnar og umdeildar hug-
myndir á víð og dreif, með loðnu
orðalagi, í þykk kynningarrit. Efni
sem hagsmunaaðilar komast ekki
yfir að lesa með annarri vinnu
þannig að þeir geti gert sér fylli-
lega grein fyrir innihaldinu og
áhrifum þess. Ég er þeirrar skoð-
unar að slík vinnubrögð geti kallað
á eftirmála og grafi undan því
trausti sem almenningur þarf að
geta borið til skipulagsyfirvalda.
Ég vil hér taka undir orð Helga
Þórssonar sem hann ritar í grein
sinni í Morgunblaðinu 7. apríl sl.
um skipulagsmál umhverfis Þing-
vallavatn. Þar tekur Helgi fram
að samráð við hagsmunaaðila og
kynning á skipulagi Þingvalla-
svæðisins uppfylli ekki grundvall-
arkröfur til stjórnsýslu. Einnig
segir Helgi í fyrrnefndri grein
sinni að það þurfi að skera um-
rædda greinargerð niður úr hundr-
að og fimmtíu blaðsíðum í þijátíu
síður. Það er að mínu mati hægt
með því að sleppa ýmsum atriðum
sem eiga þar ekki heima og eru
ekki í takt við raunveruleikann
(sjá fyrri útgáfu) en þó með því
að koma nægjanlega á framfæri
þeim atriðum sem bæta þarf úr
og koma skipan á.
Ég var því undrandi er ég las
grein í Morgunblaðinu frá skipu-
lagsyfírvöldum þar sem Helgi er
gagnrýndur vegna greinarinnar.
Eg hefði frekar talið að skipulags-
yfirvöld myndu fagna ábendingum
og hugmyndum um skipulagsmál
á svæðinu. Ekki gat ég séð að það
kastaði rýrð á skipulag ríkisins
þótt Helgi bendi á að í einstaka
tilfellum geti einstaklingar valist
til skipulagsmála sem ekki upp-
fylla þær kröfur sem til þeirra
þarf að gera. Við eigum að horfa
til framtíðar og vera opin fyrir
gagnrýni í viðkvæmum málum
sem þessum. Ekki hvað síst á stöð-
um eins og Þingvallasvæðinu sem
snertir ekki aðeins íbúana og hags-
muni þeirra heldur einnig þorra
landsmanna.
Enn jókst undrun mín er Helgi
var gagnrýndur af skipulagsyfir-
völdum fyrir að vera
mótfallinn öllum hug-
myndum um vernd á
svæðinu, þar sem ég
hef um áratuga skeið
verið í og átt leið um
Grafningshrepp og því
fylgjast með vernd og
skógrækt sem Helgi
Þórsson og Bjarni
Helgasoh og fjölskyld-
ur þeirra hafa stundað
á jörð sinni í Hagavík.
Fullyrðing þessi kom
mér því mjög á óvart.
Jarðir íjölskyldnanna,
sem ná yfir stóran
hluta Ölfusvatns svo
og alla Hagavíkina, eru lýsandi
dæmi um að núverandi búseta
umhverfis Þingvallavatn getur átt
góða samleið með vernd og rækt-
un, ef rétt er að verki staðið og
samvinna góð.
Það er rétt hjá Helga
Þórssyni að kynning á
skipulagi umhverfis
Þingvallavatn og ónógt
samráð við hagsmuna-
aðila uppfyllir vart
grundvallarkröfur til
-------------------»-----
stjórnsýslu, segir Omar
G. Jónsson, sem telur
skipulagsyfirvöld ekki
nægjanlega opin fyrir
nýjum hugmyndum um
skipulagsmál.
Ef skipulagsfulltrúar svæðisins
telja það hinsvegar andsnúið allri
vernd að vera á móti hugmyndum
um bann við ræktun allra fram-
andi tijátegunda á ákveðnu land-
svæði og áhuga á að hagsmunir
ábúenda, landeigenda og sum-
arbústaðaeigenda verði tryggðir,
þá er mér það óskiljanlegt. Einnig
hefur heyrst sú hugmynd að heim-
ila þurfi kauprétt ríkisins á landi
í eigu einstaklinga þarna á svæð-
inu. Ef svo er tel ég að meirihluti
þjóðarinnar hljóti að vera andsnú-
inn hugmyndum sem geta varðað
eignaupptöku á eigum og rétti ein-
staklinga og skerðingu á ræktun
til nytja og fegrunar á Þingvalla-
svæðinu, samanber þau sígrænu
grenitré sem þar eru fyrir og fegra
svæðið á köldum vetrarmánuðum
ekki síður en á sumrin og ekki
myndi skaða fallegur fiskur við
strendur.
Höfundur er
rannsóknarlögreglumadur og
áhugamaður um Þingvallasvæðið.
Ómar G. Jónsson
Taktu prjónana með!
í sumarfríið
* í sumarbústaðinn
rF í ferðalagið
lyrir framan sjónvarpið
Við eiguin uppskriftir, föndurblöð og prjónagam við
öll tækifæri. 15%afsláttur afbómull.
Garnhúsið,
Suðurlandsbraut 52 (bláu húsunum við Fáka- og Faxafen).
%
i. m
v x
%
wk
m
i císS*
LANCYL
Cellulite burt!
Sjáanlegur
árangur
eftir 15 daga
Byrjaðu strax!
Sækjum
það heim!
Dagana 25. maí til 4. júní verður
víðtæk kynningar- og
skemmtihátíð í Kringlunni
í tengslum við átakið
Island, sækjum það heim.
Upplýsingamiðstöð ferðamála
og fjöhnargir aðrir sem tengjast
ferðamálum á íslandi kynna
starfsemi sína í Kringlunni.
Ýmislegt markvert verður sýnt
sem gagnlegt er að kynna sér á
þessu mikla ferðaári landsmanna.
Kynntir verða atburðir víða um
land á þjóðhátíðarárinu, þar á
meðal dagskrá þjóðhátíðar á
Þingvöllum. Margir góðir
listamenn koma og leika listir
sínar þessa daga og Kringlan er
komin í þjóðbúninginn.
Dæmi um dagskrá:
25. maí
Hátíðin sctt kl. 16
í,dag kl. 16 selur
Árni Sigfússon
borgarstjóri hátíðina.
Magnús Oddsson ferða-
málastjóri flytur ávarp.
Tónlist, danssýning
og skemmtiatriði.
26. maí
Félagar úr Stangveiði-
félagi Reykjavíkur
sýna snilldartakta
í fluguhnýtingum.
Söngur, tískusýning
og fyrirlestur.
30. maí
27. maí
úrðaröryggis
Umferðarráð með Rósu
Ingólfs sér til halds
og trausts fer yfir
umferðarreglurnar
fyrir sumarfríið
á vegum landsins.
Skemmtiatriði
og kammerhljómsveit .
31. maí
Oli H. flylur• ermdi.
Söngatriði, tískusýning
og húsdýrakynning.
irður
Víkingarnir úr Firð-
inum taka Kringluna
herskildi um stund.
Kórsöngur,
fegurðardrottningar,
lúðrasveit og
Alsherjargoðinn.
28. maí
1. júní
Keykjavíkurdugur
Skemmtiatriði, söngur,
handverkskynning og
tískusýning.
Ferðakynningar, tónlist,
Skagafjarðarlag.
__________h Island
Síðustu þrír dagarnir verða helgaðir ferðalögum innanlands. S*T*lfh im
Fjölmargir aðilar víða af landinu munu þá kynna starfsemi sína í "ITlf vg9 iTT|*vn,
Kringlunni. Sýning frá Nýjum víddum. Ðregið úr ferðavinningum o.fl. samgóngurAduneytio pBO ncim.
KRINGLíN
• •• góð heim að sækja
Kringlan eropin mánudaga til fimmtudaga 10-18.30, föstudaga 10-19, laugardaga 10-16
1