Morgunblaðið - 25.05.1994, Side 40

Morgunblaðið - 25.05.1994, Side 40
40 MIÐVIKUDAGÚR 25. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI Stemmning eða herfræði? Er það „herfræði“ eða til þess gjört að vekja UM ÞESSAR mundir er mikið að gerast vegna borgarstjórnar- kosninganna 28. maí næstkomandi og allt að komast á fleygiferð í Reykjavík. Fyrir okkur þessa venjulegu kjósendur er margt að sjá og heyra varðandi kosningaund- irbúning fylkinganna tveggja sem nú takast á í höfðuborginni; sjálf- stæðismenn annars vegar undir D-listanum og hins vegar sameigin- legt framboð minnihlutaflokkanna í borgarstjórn (Alþýðu- og Fram- sóknarflokks, Alþýbandalag og Kvennalista auk ýmissa flokks- og félagsbrota) með listabókstafinn R. Hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík er allt með venju, skil- merkileg og vel útfærð málefna- vinna rækilega kynnt af kraftmikl- um og samhentum hópi frambjóð- enda. Kosningastarf sem vekur traust og tilfinningu fyrir samhengi og framvindu í málefnum borgar- innar. Ekki eitt orð um málefni Hjá R-listafólkinu er aftur á móti ýmislegt á döfinni sem vekur furðu manna og sumt sem er ekki laust við að vera skoplegt. Til dæm- is kom svokallaður kosningastjóri Sumarskólinn sf. Sumarönn ffrá 30. maí-30. júní 1994 Nám fyrir framhaldsskólanemendur. Yfir 60 áfangar eru í boði. Námið er yfirleitt matshæft milli skóla. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja flýta sér í námi eða bæta fyrir gamlar syndir! Taka má tvo áfanga. Verð kr. 16.900. Nám fyrir starfsmenn fyrirtœkja í markaðs- frceðun^0flstrarhagfrœði, stjórnun, sölu- tækni Og þjóðhagfræði. Námið er ætlað þeim sem litla þekkingu hafa á þessu efni. Verð kr. 16.900. Tölvunám fyrir starfsmeuvtfyrirtækja í Nami Windows, Word Og Excé& NSmið er ætlað þeim sem litla eða enga tölvukunnáttu hafa. Verð kr. 16.900. Nám fyrijþófaglært fólk á sjúkrahúsum í líf- færajjfi$\ífeðlisfræði, heilbrigðisfræði og skyndihjálp. Námið er matshæft í framhaldsskóla. Verð kr. 16.900. Nám fyrir ahne^0$jjf í aðhlynningu aldraðra og sjúkra í heimahúsum. Verð kr. 11.900. Nám í uppeldisfræði fyrir foreldra, dæ iftffur og aðstoðarfólk á leikskólum. Verð kr. PP.9ÖO. Reyndir kennarar eru í öllum námsgreinum. Innritun er í Fjölbrautaskólanum í Breibholti 17.-30. maí frá kl. 16:00-18:00. listans tvívegis fram í Ríkissjónvarpinu með nokkru millibili til að svara spurningum fjöl- miðlafólks um kosn- ingavinnuna og í hveiju hún fælist helst. í fyrra skiptið var talað um að hún ætti að vera skemmtileg, gleði ríkja í kosningaskrifstof- unum og stemmningin sem myndaðist fleyta fylginu að. En í síðara skiptið var orðað að kosningastarfið lyti í lögmálum tiltekinnar Valdimar herfræði. Ekki var vik- Garðarsson ið einu orði að málefn- um sem barist væri fyrir. Spyija verður hvort það heyri undir stemmningu eða herfræði að borgarstjóraefnið, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svífur um á fundum í skólum og á vinnustöðum, í fjöl- miðlum og hjá félagasamtökum, með póleraðan skjöld líkust „hvítskúruðum engli“ (svo notuð séu hennar eigin orð), meðan Sig- rún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi framsóknarmanna og oddviti R- listans, sveitist um, farin á taugum nánast á nornaveiðum í fjöl- miðlum og á fundum. Er það stemmning eða herfræði að Guðrún Ágústsdóttir borgar- fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í 2. sæti listans sést hvorki né heyrist; sama er að segja um karlmennina sem list- ann skipa, þeir láta varla svo lítið að tala til borgarbúa einu orði. Eru þeir yfirgengnir af konunum á listanum eða eru þeir ekki fram- bærilegir og því her- fræði að láta lítið á þeim bera? Alltaf þykir nú heldur lítilmótlegt af körlum að láta konur kúga sig, konuríki kallast það og þykir illt við að búa. Frambjóðendur segja sem fæst Hvort sem þessi atriði og mörg sams konar flokkast undir stemmn- inguna eða herfræðina er ekki traustvekjandi hvernig þetta sam- eiginlega framboð birtist kjósend- „R-lista stemmningu“, spyr Valdimar Garð- arsson, að hvorki sést né heyrist í borgarfull- trúa Alþýðubanda- lagsins. um höfuðborgarinnar. Engu er lík- ara en verið sé að reyna að breiða yfir eitthvað, ef til vill málefnafá- tæktina eða einfaldlega þá augljósu staðreynd að allt innra samkomu- lag skortir. Látið er líta svo út utan frá að allt leiki í lyndi og þess vegna kjósa frambjóðendurnir að segja sem fæst til þess annars vegar að koma ekki upp um sig og hins veg- ar vera óbundnir innbyrðis eftir á ef svo slysalega skyldi vilja til að borgarbúar héldu ekki vöku sinni og færu að greiða þessu furðufram- boði atkvæði. Höfundur er kvikmyndagerðar- maður og framkvæmdastjóri. Ef allir væru ríkir MARK Twain sagði einu sinni að við ættum að einbeita okkur að framtíðinni, það væri þar sem við ættum eft- ir að vera þau ár sem við ættum eftir ólifuð. Það hefur oft verið kvartað undan því að stjórnmálamenn séu í sífellu að leysa vanda- mál gærdagsins og sinni aldrei framtíð- inni, islensk pólitík sé þjökuð af nauðhyggju. Forstöðumenn ís- lenskra iðnfyrirtækja hafa iðulega kvartað undan því að með skyndiákvörðunum manna sé þeim gert Guðmundur Gunnarsson stjórnmála- nær ókleift að keppa við erlend fyrirtæki í út- boðsverkefnum. Borgaryfirvöld og hið opinbera eiga að vinna eftir langtímamarkmiðum í byggingum. Með því skapast betri tími til út- boða og lengri undirbúnings- og framkvæmdatími. Þetta fyrirkomu- lag gerir íslenskum fyrirtækjum kleift að taka aukinn þátt í útboð- um. Með því að sérhanna húsgögn og húsbúnað í stærri verk skapast möguleikar til að leggja grunn að innlendri framleiðslu og þá að möguleika á sölu í smærri verk hérlendis og einnig til útflutnings. Einnig skapast atvinna og kostnað- ur vegna atvinnuleysisbóta minnk- ar. Launþegar og fyr- irtæki fara að greiða skatta og skyldur til samfélags í stað þess að vera þiggjendur styrkja. Það að taka lægsta boði í verk hefur ekki reynst happadijúg að- ferð. Hún hefur reynst verkkaupum, efnissöl- um og launamönnum dýr kostur. Fyrirtækin hafa í villtri keppni við að ná verkefnum, boð- ið svo gegndarlaust niður, að þeim er í raun ókleift að standa við tilboð sín. Þetta er verkkaupum oftast ljóst þegar gengið er til samninga um verkin, en samt eru þeir undirritaðir. Hér er á ferðinni ein stærsta orsök þeirra lánatapa sem orðið hafa á undanförnum árum. Og eins og allir vita þá lenda lánatöpin um síðir á Iandsmönnum í hærri skött- um og hærra vöruverði vegna hárra vaxta. Fjármagn til þess að greiða lánatöpin verður ekki til í bönkun- um það verður að koma einhvers- staðar frá. Á tímum samdráttar er hagkvæmt að leggja út í fram- kvæmdir. Fyrirtæki taka að sér verkefni fyrir lægra verð. En það þarf að setja gólf þar sem ekki er farið niður fyrir þegar gengið er frá samningum um verkin, í raun Innlend framleiðsla skapar störf og skatt- tekjur, segir Guðmund- ur Gunnarsson, og minnkar útgjöld at- vinnuleysistrygginga. íslenskt, játakk. græðir enginn á því þegar til lengd- ar lætur, síst af öllu hið opinbera. Víða erlendis er innlend fram- leiðsla tekin athugasemdalaust fram yfir erlenda, standi hún til boða. Þessa hugsunarháttar virðist aftur á móti ekki gæta nægjanlega hjá íslenskum innkaupastjórum og opinberum embættismönnum. Inn- lend framleiðsla minnkar útjöld atvinnuleysistrygginga, skapar skatttekjur og auk þess sem við- komandi eyðir launum sínum í kaup á innlendri þjónustu. Ef allir væru ríkir og allir gætu lifað á skuldabréfum eða vöxtum þyrfti enginn að vinna og aliir myndu deyja úr hungri. (John Voight) Höfundur skipar 11. sæti á D-lista. Sælureitur ff&lskfléunnmrt Heitu pottarnir frá Trefjum eru fyllilega sambærilegir við þá bestu erlendu, bæði hvað varðar verð og gæði. beir eru mótaðir úr akrýli, níðsterku plast- efni, það er hart sem gler og hita- og efnaþolið. Þá er auðvelt að þrífa og hægt er að fá laust lok eða létta og trausta öryggishlíf, sem dregin er yfir pottinn, þegar hann er ekki í notkun. Pottana má hafa frístandandi eða grafa þá íjörð og ýmis auka- búnaður er fáanlegur, svo sem loft- og vatnsnuddkerfi. Akrýlpottarnir frá Trefjum fást í ótal litaafbrigðum og 5 stærðum, sem rúma frá 4-12 manns. Pað er auðvelt að láta drauminn rætast, því verðið er frá aðeins 69.875 krónum! Komið og skoðið pottana uppsetta í sýningarsal okkar, hringið eða skrifið og fáið sendan litprentaðan bækling og verðlista. Trefjar hf. Stapahrauni 7, Hafnarfirði, sfmi 5 10 27

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.