Morgunblaðið - 25.05.1994, Síða 42

Morgunblaðið - 25.05.1994, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 BORGAR- OG SVEITARSTJÓRIMARKOSNINGARIVIAR 28. MAÍ Aríðandi áminning til kjósenda NU ER það kjós- andinn sem ber ábyrgð- ina næstu fjögur árin, þegar hann metur frambjóðendur eða flokka í væntanlegum kosningum. Það er hans ábyrgð og hans skylda sem kjósanda að velja það fólk til forystu sem nær árangri. Þetta er kjarni máls- ins. Öllu öðru er ofauk- ið.'í þessu tilfelli er ekk- ert rúm fyrir afsakanir eða ásakanir — einungis fyrir árangur. Meginspurningamar Thomas M. Ludwig hljóta að vera þessar: - Hvernig stóð „meirihlutinn" sig á kjörtímabilinu? - Hvemig lítur af- rekaskráin út ef borið er saman við kosninga- loforð hans? - Hvemig var brugðist við vandamál- um, sem upp komu á kjörtímabilinu? - Hefur raunveru- legur og viðunandi árangur náðst? - Hefur hann alltaf haft hagsmuni fólksins að leiðarljósi? - Munum, að við tökum ekki mark á afsökunum. - Hefur hann efnt — svo viðun- andi sé — öll, mörg, nokkur eða fá kosningaloforð? - Eða hefur hann eytt dýrmætum tíma í að undirbúa frábærar og „ill- mögulegt-að-hrekja“ afsakanir? - Því oftar sem þú velur sömu mennina þeim mun meira færð þú af því sama og þú hefur haft. - Þú getur ekki valið sömu menn- ina aftur og aftur og búist við öðru- vísi/betri árangri. Það gerist aldrei! - Láttu engin „kosningaloforð" slá ryki í augun á þér. „Gabbir þú mig einu sinni, skamm- astu þín! Gabbir þú mig tvisvar, <Sunnlenskt, - iátakk! ..sækjum Suðurland og Vestmannaeyjar heim. Fyrirtæki á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum kynna það nýjasta í framleiðslu- og ♦ ferðaþjónustu. °9f* Sala Kynning Vöruþróun Bátaferðir Rútuferðir Reiðtúrar Kaupmenn x\ Suðurlandshelgi Ferðaskrifstofur x\Spumingagetraun Veitingafólk \Skemmtun Listmunir Heimilisiðnaður Minjagripir Menning Víkingahljómsveit Söngur r ^ FNl 98.9 1 ylgjan í bein ni‘‘J pP1 * § JP I KolaP0 rtíO° 1 v Ifi KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG Við eigum að vera gagnrýnin á hvatir þess meirihluta, segir Thom- as M. Ludwig, sem skyndilega breytir um stefnu og áherslur í kosningabaráttu. skammist ég mín!“ Þessi gamla „þumalputtaregla" gildir hér. Hún á við um núverandi meirihluta, sem skyndilega breytir stefnu sinni og áherslum í kosningabaráttunni að- eins til að mæta ögrunum andstæð- ingsins. Við eigum líka að vera gagnrýnin á ástæður og hvatir þessa meiri- hluta, sem allt í einu fer að „leysa“ hvers manns vanda og ná árangri rétt fyrir kosningar, þó að hann hafi haft tækifæri, Ijármuni og vald allt kjörtímabilið. Þannig eigum við ekki að láta „gabba“ okkur. Þetta eru innantóm- ar auglýsingar. Við þurfum að þróa með okkur nokkurskonar einkunnakerfi/mæli- kvarða til að meta feril þeirra sem stýrt hafa á líðandi kjörtímabili. Ábyrgð kjósandans og skylda hans er að ná fram árangri. Að búast við og gera kröfu um árangur. Það gerum við einfaldlega með því að kjósa „meirihlutann", ef við erum sátt við árangur hans. Annars höfn- um við honum. Höfundur er hugkönnuður. „Ilbleikir með strengdan kvið“ EVRÓPA hefur mátt þola efnahagslægð und- anfarin ár. Samdráttur og atvinnuleysi setja mark sitt á löndin. Is- land er þar ekki sér á báti. Landið er háð verslun og viðskiptum við þjóðir heimsins. Fylgifiskur þessa er atvinnuleysið. Það er verst allra þjóðfélags- meina - veldur eintóm- um skaða en leiðir ekk- ert gott af sér. Heimilin missa tekjur sínar og taka að safna skuldum. Ríki og sveitarfélög verða sömuleiðis af skattstofnum sínum en hafa útgjöld og kostnað þess í stað. Verst er þó hin seigdrepandi útskúfun og höfnun sem sá einn reynir, sem er án atvinnu sinnar og öruggrar afkomu fyrir sig og sína. Um þetta deila menn ekki. Uppgjöf og vonleysi Á að draga saman seglin eða efla atvinnulífið með lántöku þegar svona stendur á? Er ekki vænlegra að snú- ast gegn samdrætti og atvinnuleys- inu? Er ekki ráð að jafna út tíma- bundna niðursveiflu með lántöku á innanlandsmarkaði eða erlendis fremur en híma hnípinn og láta sig dreyma soðningardrauma á svangan maga? Uppgjöf leysir engan vanda. Því er það að beyg setur að mönnum þegar þær systur Uppgjöf og Von- leysi hafa slík heljartök á hluta Reyk- víkinga að þeir híma íjötraðir í soðn- ingardrauminum í stað þess að hrista af sér svefnflötra þeirrar vábeiðu, sem spinnur draumvef og blekking- ar, er fela þann Ijóta veruleika, sem fólginn er handan myrkratjaldsins. Úlfur í sauðarg-æru Sé draumatjöldum svipt frá vit- undinni og snúið frá svefni til vöku þá blasir við ógnarsýn. Sundurleitir smáflokkar hafa dregist saman í ófélegan hóp. Kvið- strengt úlfastóðið hungrar í valdastóla borgarinnar. Þar er sú bráð sem heldur nú aftur af þeim að ijúka saman sem holrífa er háttur og bít- ast í hópnum eftir eðli sínu. Hljóðir híma þeir álengdar með sultar- glóð í augum. Þögnin er vopn þeirra því henni fylgir andvaraleysi þeirrar bráðar er bíta skal. Nú er brýnt að sofendur bregði blundi og snúist til varnar gegn þeim óvini, sem kýs þagnarskjól skugga og skúmaskota, svo ekki verði hann kenndur af ýlfr- an og ásýnd. Kviðstrengt úlfastóðið, - segir Haraldur G. Blöndal, hungrar í valdastóla borgarinnar. Það er helst að fyrir bregði þeim, sem skrýddur er sauðargærunni og fer fyrir stóðinu. Freistar hann þess að dylja eðli og ætlan með áblíðu fasi svo ekki styggist bráðin. Skora ég á Reykvíkinga að bægja þessari hættu frá dyrum sínum og sveia burt stóðinu með eldibrandi þeirrar samstöðu er tryggir upp- byggingu og stöðugleika í borginni. Þá mun vel ganga er Reykvíkingar ganga samhentir til verka og segja bölmóði, uppgjöf og vonleysi stríð á hendur. Höfundur starfar í íslandsbanka. Haraldur Gunnars- son Blöndal «2- áffrann Reykjavílc Verkin tala X-D Arnar Sigurðsson sölumaður Inga Hrönn Þorvaldsdóttir húsmóðir Guðjón Ármann Eyjólfsson skólam. Stýrim.skólans í Reykjavík Ragnheiður Guðmundsdóttir kennari Sigurgeir Þór Sigurðsson húsgagnasmiður ■liM.Inil.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.