Morgunblaðið - 25.05.1994, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 45
BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 28. MAÍ
Eiga opinberir starfsmenn
að vera í pólitík?
ALÞYÐUFLOKK-
URINN í Kópavogi
reynir nú allt hvað
hann getur að níða
niður skóinn af Gunn-
ari I. Birgissyni, odd-
vita Sjálfstæðis-
flokksins, vegna
þeirra framkvæmda
sem fyrirtæki hans
hefur unnið fyrir
Kópavogsbæ.
Spurningin er sú,
hvort það sé óeðlilegt
að bæjarfulltrúi vinni
verk sem eru borguð
af skattgreiðendum
og hvort hagsmunir
rekist þar á.
Þegar Gunnar eða
hans bjóða í verk í
Jón Kristinn
Snæhólm
fyrirtæki
Kópavogi er
mikilvægt að vissar leikreglur séu
hafðar í heiðri. Embættismenn
bæjarins útbúa verkin og eru þau
síðan boðin út. Gunnar fær sömu
útboðsgögn og aðrir og víkur af
fundum þar sem þau
eru til umræðu.
Lægsta tilboðinu er
svo tekið. Allir verk-
takar sitja við sama
borð.
Það að brigsla
Gunnari og embættis-
mönnum um eitthvað
leynimakk er alvar-
legur hlutur. Alþýðu-
flokksmenn eru að
saka embættismenn
Kópavogs um óeðlileg
vinnubrögð við gerð
útboða, ef þeir stunda
það að leka þeim til
bæjarfulltrúa áður en
þau eru opnuð.
Það er engu líkara að stefn
Alþýðuflokksins sé að menn úr
atvinnulífinu megi ekki vera í
stjórnmálum. Stjórnmál séu ein-
ungis fyrir opinbera starfsmenn
sem hvergi koma nálægt arðsköp-
un og atvinnulífi, því að þar rek-
Fjórir efstu menn á lista
Alþýðuflokksins í Kópa-
vogi eiga hagsmuna að
gæta hjá því opinbera,
segir Jón Kristinn
Snæhólm.
ast hagsmunir fyrirtækjanna og
bæjarins á.
Þetta sést best á framboðslista
Alþýðuflokksins í Kópavogi þar
sem fimm efstu menn listans hafa
aldrei komið nálægt atvinnurekstri
fyrirtækja, heldur verið opinberir
starfsmenn og hafa því takmark-
iiðan skilning á þörfum atvinnul-
ífsins.
En hvaða hagsmunir rekast á?
Fjórir efstu menn á lista Alþýðu-
flokksins hafa allir einhverra
hagsmuna að gæta hjá Kópa-
vogsbæ. Guðmundur Oddsson er
skólastjóri í Kópavogi og verður
starfsmaður bæjarins þegar
grunnskólar verða færðir frá ríki
til sveitarfélaga. Kristján Guð-
mundsson fyrrverandi bæjarstjóri
og núverandi starfsmaður Alþýðu-
flokksins í Hafnarfirði lítur nú
löngunaraugum til gamla bæjar-
stjórastólsins. Helga E. Jónsdóttir
er leiksskólastjóri í Kópavogi og
Sigríður Einarsdóttir er kennari
myndlistarskólans, sem af veru-
legum hluta er styrktur af Kópa-
vogsbæ. Allir þessir einstaklingar
hafa barist ötullega fyrir sínum
málaflokkum.
Sannleikurinn er sá að enginn
hefur sakað forystumenn Alþýðu-
flokksins um að ota sínum tota
enda hafa leikreglurnar verið í
lagi hjá Kópavogsbæ og rógur um
óeðlileg vinnubrögð og sérgæslu
rangur og ógeðfelldur.
Það sem Kópavogur þarf eru
fleiri forystumenn sem kunna skil
á atvinnulífi og arðsköpun. Gunnar
I. Birgisson nýtur trausts meðal
Kópavogsbúa. Hann og fyrirtæki
hans eiga að njóta þeirra sjálf-
sögðu réttinda að taka þátt í fram-
kvæmdum Kópavogsbæjar.
Höfundur er sagnfræðinemi og
skipnr 8. sætí D-Iista íKópavogi.
Gamalt fólk
í háhýsum
■ hvers vegna?
Helga
Sigurjónsdóttir
SKAMMT er síðan
aldrað fólk varð til sem
sérstakur hópur í þjóð-
félaginu. Um aldir
annaðist fjölskyldan
jafnt unga sem aldna
enda var gamla fjöl-
skyldan bæði skóli,
dvalarheimili og
sjúkrahús. Nú hafa
opinberir aðilar og
stofnanir komið fjöl-
skyidunni til aðstoðar
á mörgum sviðum, þar
á meðal að sjá öldruð-
um fyrir húsnæði þeg-
ar gamla heimilið
hentar ekki lengur.
Víðast hefur lausnin
orðið háhýsi með þjón-
ustuíbúðum. Þar hefur þjónustan
hins vegar reynst af skornum
skammti þó að flestir aldraðir hafi
einmitt valið þennan kost vegna
þjónustunnar og öryggisins _ sem
þeir bjuggust við að finna þar. íbúð-
ir þessar eru dýrar, líklega mun
dýrari en aðrar sambærilegar og
hefur ekki komið fram viðhlítandi
skýring á því. í Kópavogi er sama
Vemda ber þá sem veik-
burða eru, gamalmenni,
og börn, segir Helga
Sigurj ónsdóttir,
Kvennalistinn í Kópa-
vogi heitir því að taka
málefni þeirra föstum
tökum.
stefna uppi. íbúðir fyrir aldraða eru
í háhýsum í Fannborg, aldrað fólk
býr í háhýsum í Sunnuhlíð og nú
er ráðgert að reisa tvö voldug hús
fyrir gamalt fólk á Nónhæð. Auk
þess er í Kópavogi raðhúsabyggð
fyrir aldraða á Vogatungureitnum,
falleg lítil hús í ákaflega vinalegu
umhverfi.
En hvernig hefur þessi stefna
reynst? Vill gamalt fólk yfirleitt búa
í háhýsum, t.d. fólk sem hefur alla
ævi búið niðri við jörð? Nú er vitað
að manninum er eðlilegt að vera
nálægt jörðinni enda líður flestum
best í námunda við hana. Sjálfsagt
hefur þetta ekki verið
kannað hvað varðar
aldrað fólk, samt er
haldið áfram á sömu
braut og ný og ný há-
hýsi rísa, svokallaðar
þjónustuíbúðir þar sem
gamalt fólk hefur oft
keypt köttinn í sekkn-
um.
Ný stefna —
mannleg hlýja
Móta þarf nýja
stefnu í málefnum
aldraðra þar sem þeir
sjálfir hafa mest um
málið að segja.
Kvennalistinn telur að
aldrað fólk eigi að vera
á gamla heimilinu sínu eins lengi
og það getur og vill. Með góðri heim-
ilisþjónustu er unnt að hjálpa fólki
til þess. Einnig er dagdvöl góður
kostur. Þar fær gamla fólkið félags-
skap og margs konar þjónustu. Þeg-
ar Elli kerling er hins vegar orðin
of aðgangshörð er ekki um annað
að ræða en fara á hjúkrunarheimili.
Þau eru góður kostur og nauðsynleg
en aðeins fyrir veikt fólk og elli-
hrumt. Þar er vel Séð fyrir líkamleg-
um þörfum gamla fólksins. Hins
vegar þarf að sinna betur en nú er
gert félagslegum og andlegum þörf-
um þess. Gamalt fólk á stofnunum
er oftast einmana, sumir geta ekki
tjáð sig vel en langar samt til að
tala og að talað sé við það. Sumir
eiga fáa eða enga ættingja, aðrir
eiga börn og bamabörn sem koma
sjaldan í heimsókn. Það þarf að
ráða starfsfólk á dvalarheimilin sem
gerir ekkert annað en tala við gamla
fólkið, halda í vinnulúna höndina
og láta öldunginn finna hlýjuna frá
mannlegu hjarta. Hvert einasta
gamalmenni á stofnun ætti að hafa
„sinn mann“ á staðnum, rétt einsog
börnin í skólunum hafa kennarann
sinn eða fóstruna sína.
Líf allra manna er dýrmætt og
við sem erum í fullu fjöri eigum að
vernda þá sem veikburða eru, gam-
almenni og börn. Kvennalistinn í
Kópavogi heitir því að taka málefni
beggja hópanna föstum tökum veiti
kjósendur honum umboð til þess í
komandi kosningum.
Höfundur er kcnnari og
námsráðgjafi og skipnr fyrsta
sætí Kvennalistans í Kópavogi.
Jólasveinahagfræðin
BLAÐ sjálfstæðis-
manna í Kópavogi,
Vogar, birti á forsíðu
4. tbl. síðasta árs inni-
hald ,jólapakka“ til
Kópavogsbúa. Þar
var tíundað hvað
meirihlutinn hefði nú
hugsað sér að gera
með fé Kópavogsbúa
á næsta ári. Það var
jólagjöfin. Nú þótti
sumum bæjarbúa það
nokkuð einkennilegt
að kalla það jólagjöf,
sem menn borga
sjálfir. Það þykir létt Guðný
verk og löðurmann- Aradóttir
legt að gefa stórar
gjafir og greiða fyrir með Visa-
kortum þiggjenda. En þeir „bæj-
arfeður“ Sigurður Geirdal og
Gunnar Birgisson hugsa málin á
Jólasveinahagfræðin,
segir Guðný Aradóttir,
er ríkjandi fræði innan
Sj álf stæðisflokksins.
annan hátt, Það eru þeir, sem
gefa, það eru þeir sem eru jóla-
sveinarnir.
Jólasveinahagfræðin leyfir þeim
félögum að gefa út bækling um
fegrun bæjarins á kostnað bæj-
arbúa og skrifa „meirihlutinn“
undir. Jólasveinahagfræðin leyfir
þeim að gefa gjaldþrota fyrirtæki
sex milljónir án þess að líta á bók-
hald eða rekstrarstöðu. Sama hag-
fræði leyfir þeim að nota milljónir
af almannafé til að gefa út kosn-
ingabæklinga sína. Og jólasveina-
hagfræðin segir Sigurði Geirdal
að hann megi lýsa því yfir í ræðu
Höfundur er kerfisfræðingur og
skipar 4. sæti á lista G-lista í
Kópavogi.
Christian Dior
Kynning á morgun
fimmtudaginn 26. maí frá kl. 13-18.
15% kynningarafsláttur
snyrti-oggjafavöruverslun, Miöbæ, Háaleitisbraut.
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut,
Kopavogi, simi
571800
Fjörug bílaviðskipti
Vantar góða bíla
á sýningarsvæðið.
að hann hafi ákveðið
að styrkja hesta-
mannafélag um 20
milljónir til að losna
við forsvarsmenn þess
af skrifstofunni hjá
sér! Bærinn, það erum
við, kennir jólasveina-
hagfræðin þeim Sig-
urði Geirdal og Gunn-
ari Birgissyni að sé
hið rétta viðhorf.
Ein af ,jólagjöfun-
um“ í áðurnefndum
Vogum var að „vinna
gegn atvinnuleysi í
Kópavogi". Ætli
mönnum þyki það
ekki nokkuð einkenni-
legt að atvinna eigi allt í einu að
vera jólagjöf. Þannig var það raun-
ar áður fyrr, áður en verkalýðs-
hreyfingin komst á legg. Þá fengu
þeir vinnu, sem kaupmanninum
voru þóknanlegir. Hinir gátu átt
sig.
Að mínu viti ber að flokka það
til mannréttinda að eiga þess kost
að sjá sér og sínum farborða með
vinnu sinni. En þannig er það ekki
hjá Sjálfstæðisflokknum. Þar er
vinnan gjöf, sem jólasveinar
flokksins deila út af gæsku sinni.
Enda sýna stöðu- og embættaveit-
ingar að jólasveinahagfræðin er
ríkjandi fræði innan Sjálfstæðis-
flokksins. Og ekki hafa samstarfs-
aðilarnir slegið slöku við í náminu
hvort heldur það er Alþýðuflokk-
urinn í ríkisstjórn eða Framsókn-
arflokkurinn í Kópavogi. En það
er líka tiltölulega auðvelt að nema
jólasveinahagfræðina. Gefa, gefa,
gefa og láta aðra borga.
Peugeot 205 Junior '91, 4 g., 5 dyra, ek.
aðeins 36 þ. km. V. 550 þús.
p| Vyyr; N — v » r
Mazda 323 GLX 1600 Sedan '91, 5 g.,
ek. 44 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 960
þús.
Einnig: Mazda 323 F 16v Fastback '92,
rauður, 5 g., ek. 41 þ. km., rafm. í öllu, hiti
sætum o.fl. V. 1.080 þús.
M.
Nissan Vanette diesel '92, 5 g., ek. 107
þ., 7 manna. V. 1280 þús., sk. á ód.
MMC Galant GLSi ’89, 5 g., ek. 90 þ.
km., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 970
þús., sk. á ód.
Subaru Legacy station '90, brúnsans, 5
g., ek. 51 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V.
1280 þús., sk. á ód.
Einnig: Subaru Legacy 2,0 '93, sjélfsk.
ek. 14 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur,
centrallæs. o.fl. V. 2.050 þús., sk. á ód.
Daihatsu Charade TX ’88, rauður, 4 g.,
ek. 92 þ. km. V. 350 þús.
Renault 19 TXE '91, hvítur, sjálfsk., ek.
50 þ. km., 4ra dyra. V. 950 þús. Gott ein-
tak.
Mazda 626 GLX 2000 '91, hvítur, 2ja
dyra, sjálfsk., ek. 47 þ. km. Einn m/öllu
V. 1.280 þús.
Hyundai Elantra GLSi '92, blár, 5 g., ek.
34 þ. km., rafm. í rúðum, sóllúga, álfelgur
o.fl. V. 1.050 þús.
Renault Trafic 4x4 húsbfll '85, rauður,
góð innrótting. Gott ástand. V. 700 þús.
MMC Lancer EXE '92, hlaðbakur, dökk-
blár, 5 g., ek. aðeins 15 þ., rafm. í öllu
o.fl. V. 1.160 þús., sk. á ód.
Toyota Corolla DX '87, 5 dyra, 4 g., ek.
90 þ. V. 390 þús.
Daihatsu Charade ’90, 3 dyra, 4 g., ek.
60 þ. km. Tilboðsverð kr. 490 þús.
MMC Colt GLX '89, blár, sjálfsk., ek. 77
þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 690 þús., sk. á ód.
Mercedes Benz 190 E '84, sjálfsk., ek.
135 þ. km., loftræsting, rafm. f rúðum
o.fl. V. 950 þús.
Mazda 323 GLX 1600 Sedan '90, sjálfsk.,
ek. 73 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 780
þús., sk. á ód.
Toyota Double Cab SR5 ’92, hvítur, ek.
43 þ. Gott eintak. V. 1.830 þús.
VW Golf Champ ’89, blár, sjálfsk., ek. 92
þ., 4ra dyra. V. 780 þús.
Chevrolet Camaro RS '91, blár, sjálfsk.,
6 cyl., ek. 39 þ. km. V. 1.390 þús., sk. á ód.
MMC Lancer hlaðbakur GLXi '90,
sjálfsk., ke. 52 þ. V. 850 þús.
MMC Lancer GLX station 4x4 '87, 5
g., ek. 141 þ. V. 560 þús.
xr
Sjábu hlutina
í víbara samhengi!
- kjarni málsinsl
, Mll ítViáír5 ' Jf- i ; ;«.s.