Morgunblaðið - 25.05.1994, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 25.05.1994, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ1994 51 LESENDAÞJONUSTA MORGUNBLAÐSINS Arni Sigfússon borgarstjóri svarar spurningum lesenda SPURT OG SVARAÐ UM BORGARMAL fegranir á Hlemmi og nágrenni séu fyrirhugaðar. Einnig hvort standi til að endurskipuleggja strætisvagna- ferðir við Hlemm? Svar: Unnar hafa verið tillögur að fegr- un Hlemms. Beðið hefur verið með að setja þær á framkvæmdaáætlun vegna þess að nú stendur yfir endur- skoðun á leiðakerfi SVR. Hlutverk Hlemms gæti hugsanlega breyst eitthvað við þá endurskoðun og þess vegna talið skynsamlegt að bíða með fullnaðarhönnun torgsins eftir niður- stöðum hennar. Sama gjald ein- stæðra foreldra Ester Gísladóttir, Laufengi 128, 112 Reykjavík, spyr: Árni Sigfússon talar um að borga eigi þeim mæðrum einhverja upp- hæð, sem kjósa að vera heima með börnum sínum í stað þess að setja þau á dagheimili. A að gera eitthvað fyrir það fólk sem ekki hefur efni á að vera heima og sinna sínum börn- um, t.d. einstæðra foreldra? Ein- stæðir foreldrar með börn á skóla- aldri þurfa að vinna meira til að sjá fyrir sér og sínum og hafa því enga aðstöðu til að vera heima. Svar: Allir foreldrar 2'A til 4'A árs barna, sem kjósa að vera heima með börnum sínum fá greidda sömu fjár- hæð og greidd er vegna barna sem eru í hálfsdagsvist í leikskóla. Ein- stæðir foreldrar fá forgang í leik- skólum og á skóladagheimilum og borga lægra gjald fyrir þjónustuna. Ef einstæðir foreldrar fá ekki pláss í leikskóla eða skóladagheimili en eru með börn sín hjá dagmóður eða á einkareknum leikskóla fá þeir greiddan mismun á dvalargjaldi, þannig að allir einstaeðir foreldrar greiða sama gjald fyrir dagvistar- þjónustu. Upplýsingalína Sjálfstæðismanna 6*1209^ 1 Hringdu núna árfram xí Reylcjavík % D Árni Sigfússon borgarstóri í Reykjavík og efsti maður á framboðs- lista sjálfstæðis- fólks í borgar- stjórnarkosningum, sem fram fara 28. maí næstkomandi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál í til- efni kosninganna. Lesendur Morgun- blaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðs- insísíma 691100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyrir borgarstjóra sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan í þættinum Spurt og svarað um borgar- mál. Einnig má senda spumingar í bréfí til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svar- að um borgarmál, ritstjórn Morgun- blaðsins, pósthólf 3040,103 Reykja- vík. Nauðsynlegt er að nafn og heimilisfang spyij- anda komi fram. Sr. Friðrikskvöld í Friðrikskapellu í kvöld kl. 20.30 minnast aðildarfélög Friðrikskapellu afmælis sr. Friðriks Friðrikssonar. Á dagskrá verður kórsöngur, upplestur og almennur söngur. Ræðumaður verður Hermann Þorsteinsson. Allir velkomnir. Stjórn Friðrikskapellu. , Göngustígur malbikaður Auðbjörg Erlingsdóttir, Háaleit- isbraut 115, 108 Rvík, spyr: Hvenær hefjast framkvæmdir við opna svæðið á Háaleiti? í framhaldi af bréfi Leifs Sveins- sonar í Morgunblaðinu 17. maí vil ég benda Árna Sigfússyni á það að fá sérgöngutúr á göngustígnum sem byrjar við Fellsmúla. Þessi göngu- stígur er um Háaleitiyfir að Armúla- skóla. Þá mun hann sjá sjálfur hveiju væri ábótavant, þóttýmis frágangur sé til fyrirmyndar. Það sem íbúar þessa svæðis vilja sjá eru framkvæmdir strax. M.a. þyrfti að malbika göngustíga, fyrir- tæki máli bakhlið húsa sinna við Síðumúla og frágangur malarvallar verði bættur hið fyrsta. Svar: ítrekað skal að göngustígurinn verður malbikaður í sumar og svæðið snyrt. Þá verður unnið í viðhaldi og lagfæringum á malarvellinum. Reynt verður að hafa áhrif á lóðarhafa á ófrágengnum lóðum að þeir gangi frá lóðum sínum og máli hús sín. Laugalækjar- skóli Elísabet Magnúsdóttir, form. For- eldra- og kennarafélags Laugalækj- arskóla, Miðtúni 76, 105 Reykjavík, spyr: Laugalækjarskóli og Fósturskóli eiga sameiginlega lóð að hluta til í Laugardalnum, perlu útivistarsvæða í Reykjavík. Þetta hefur verið talin aðalástæða þess að ekki hefur verið gengið frá lóð Laugalækjarskóla, sem borgin á að sjá um þar sem ekki hefur náðst samkomulag við ríkið vegna lóðar Fósturskólans. Ég spyr því: a) Eru einhverjar hugmyndir uppi um það hjá borginni að laga leik- svæði nemenda Laugalækjarskóla? b) Eru einhverjar hugmyndir uppi um það hjá borginni að ganga frá bilastæðum við Laugalækjarskóla? c) Er borgarstjóri ekki sammála því að nauðsynlegt sé að bæta útlit Laugalækjarskóla og lóðar hans til þess að það stingi ekki í stúf við glæsilegt útlit Laugardalsins? Svar: a) Leiksvæðið verður lagað í sum- ar. b) Ekki eru uppi hjá borginni áform um að malbika bílastæði í sumar. Laugalækjarskóli og Fóst- urskóii eru á sameiginlegri lóð, eins og kemur fram í spurningunni, en notkun mjög mismunandi. Nemend- ur Laugalækjarskóla eru einir um að nota leiksvæðið, en starfsfólk og nemendur Fósturskóla, sem eru komnir á „bílprófsaldur", nota miklu stærri hluta bílastæðisins en starfs- fólk Laugalækjarskóla, en nemendur þess skóla eru ekki komnir með bíl- próf. Ágreiningur hefur verið milli ríkis og borgar um skiptingu lóðar- innar og hefur það staðið þarna fyr- ir þrifum. c) Ég held að allir geti verið sam- mála um að svarið við þessum lið er jákvætt. Hlemmur Aðalbjörg Karlsdóttir, Laugavegi 145, 105 Reykjavik, spyr: Mig langar að fá upplýsingar um hvort einhverjar endurbætur eða sólpallur c stigi^ ■KTS bað I Til sölu Til sölu nýtt heilsárs sumarhús, nær fullklárað. (2. byggingastig) Húsið er tilbúið til flutnings. Grunnflötur 44 fm auk 20 fm | svefnlofts. Verönd ca.12 fm. E Verð 2.260 þús. eða hæsta boð. Upplýsingar í síma 91 - 88 40 60 íslandsbanki býður ókeypis myndatöku vegna Debetkorta! r J6n Sigur&sson Kennitaia 12106341180 T étcKaáby rgöamúmer 0580-000274 uNomsKRrr/authorized antuiuw Kortfl má •* «trm nol* m þtð «■ g«M <* é. I gliMnf m0Ur. Fkmndl «r tMðinn aSaMk M • ’ íslandsbanki býöur viöskiptavinum sínum ókeypis myndatöku vegna Debetkorta. Debetkortiö er í senn staögreiöslukort, hraöbankakort, persónuskilríki og tékkaóbyrgö- arkort. Þó er einnig ódýrara aö nota Debetkort en aö greiöa meö tékka. Notabu tœkifœrib og sœktu um Debetkort núna á meöan þér býöst ókeypis myndataka og kortagjald. Þetta tilboö stendur aöeins í takmarkaban tíma. Ókeypis myndataka fer fram í eftirtöldum útibúum íslandsbanka á höfubborgarsvœbinu: Lœkjargötu 12............. kl. 09:15 - 16:00 Laugavegi 105............. kl. 09:15 - 16:00 Háaleitisbraut 58......... kl. 13:00- 16:00 Stórhöfba 17.............. kl. 11:00- 16:00 Kringlunni 7.............. kl. 11:00 - 16:00 Þarabakka 3............... kl. 09:15 - 16:00 Dalbraut 3................ kl. 13:00 - 16:00 Strandgötu 1.............. kl. 13:00 - 16:00 Einnig er boöiö upp á ókeypis myndatöku í útibúum utan höfuöborgarsvœbisins. ISLANDSBANKI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.