Morgunblaðið - 25.05.1994, Page 56

Morgunblaðið - 25.05.1994, Page 56
56 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Sörlaskjóli 17, Reykjavík. Sigurður Þorgrímsson, Þorbjörg Skarphéðinsdóttir, Amalia Ragna Þorgri'msdóttir, Halldór Tjörvi Einarsson og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNLAUGS GUÐMUNDSSONAR fyrrverandi tollvarðar, Álfaskeiði 46, Hafnarfirði. Þórdís Steinsdóttir, Maria Þ. Gunnlaugsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson, Vilborg Sigurðardóttir, Geir A. Gunnlaugsson, Kristín Ragnarsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför systur okkar, MARGRÉTAR TÓMASDÓTTUR JOHNSEN hjúkrunarkonu, Eiríksgötu 35. Fyrir hönd systkinabarna og annarra ættingja.EP Ásta Tómasdóttir, Guðrún Sandvig Pedersen. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, PÉTURS EGGERZ, Suðurgötu 29, Reykjavík. Sérstakar þakkir til öldrunardeildar og krabbameinsdeildar Landspítalans. Erna Eggerz, Páll Ólafur Eggerz, Sólveig Eggerz, tengdabörn og barnabörn. Fallegt og varan- legt á leiði Smíðum krossa úr ryðfríu stáli, hvlthúðaða. Stuttur afgreiðslufrestur. Sendum um allt land. Ryðfrítt stál - endist um ókomna tíð. Blikkverk sf., sími 93-11075. INGIBJORG ODDSDOTTIR + Ingibjörg Odds- dóttir fæddist 13. janúar 1916. Hún lést 8. maí 1994. Móðir hennar var Hermanía Helgadóttir og fað- ir Oddur Sveinsson. Þau eru bæði látin. Ingibjörg var fædd að Minnidölum í Mjóafirði. Ingibjörg átti fimm systkini og eru tveir bræður hennar á lífi, þeir eru Vilhjálmur Oddsson sem býr í Reykjavik og Helgi Oddsson sem býr á Akranesi. Ingibjörg var gift Eiríki K. Sigurðssyni. Þau áttu saman fjögur börn, þau eru Kristín, fædd 1943, Helgi, f. 1944, Sigurður, f. 1949, og Elín, f. 1951. Ingibjörg og Eiríkur slitu samvistir 1961. Ingibjörg átti 9 ömmubörn og 13 langömmubörn. Eftirlifandi sambýlismaður hennar er Þor- steinn Hermannsson frá Seyðis- firði. Útför Ingibjargar var gerð í kyrrþey 16. maí. Elsku hjartans mamma mín, nú kveð ég þig í hinsta sinn. Nú ertu komin heim í dalinn þinn bjarta með ljósi til að lýsa þér inn í ham- ingju, ást og frið. Megi Guð leiða þig inn í eilífðar ljósið bjarta. En mamma mín, þú munt aldrei hverfa mér frá, því minningu þína geymi ég í hjarta mínu. Ást þína og um- hyggju sem þú gafst mér og bömum mínum mun ég ætíð muna. Ætíð er myrkur skall á í lífi mínu voru dymar þínar opnar og ráð og hugg- un fékk ég frá þér. Þú varst mér allt í þessu lífi, já, þú varst mér móðir og faðir og nú sakna ég þín svo sárt, ég hrópa nafn þitt um svarta nótt, þá finn ég nálægð þína svo fljótt, þú strýkur yfir vanga minn og huggar mína sám sorg. Elsku hjartans mamma mín, þakka þér fyrir að þú varst alltaf við mína hlið, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og börnum mínum. Elsku hjartans mamma mín, -nú sefur þú svo ofur rótt í sólardalnum þínum. Hjartans litla mamma mín, ég elska þig svo heitt og þú munt ávallt alla tíð búa í hjarta mínu. Þín ástkær dóttir Elín. Elsku langa ló. Nú ertu farin mér frá, á friðsælan stað. Ég mun minnast þín eins og þú_ varst fjör- ug, glöð og flissandi. Ég man þá stund er þú reyndir að kenna mér að segja langamma, en eitthvað brenglaðist það hjá mér svo ávallt kallaði ég þig löngu ló. Þú varst svo ánægð með nafnið langa ló, svo ég hætti aldrei að kalla þig það þótt ég yrði eldri. Vertu sæl elsku langa ló. Þín Rakel Dögg. Það er mikið tómarúm í lífi manns þegar einhver nákominn hverfur á braut, ekki síst þegar um er að ræða konu sem gefið hefur eins mikið og Inga. Hún var ein af þeim sem gefa allt en krefj- ast einskis sér til handa. Sjö ára gömul missir hún föður sinn og 10 ára vistast hún í sína fyrstu vinnu, því móðir með fimm börn átti fárra kosta völ í þá daga og varð að bjarg- ast sem best hún gat. Oft hefur verið erfitt en þegar Inga sagði frá liðnu dögunum var bjart yfir þeim og æsk- an var góð. Mjóifjörður og það fólk sem þar bjó átti alltaf sérstakan sess í huga hennar. Oft sagði hún okkur sögur um hve gaman og gott var í þann tíma. Þó vissi mað- ur að oft hafði verið sárt að geta ekki verið hjá mömmu og bræðrun- um. En Inga hafði kjarkinn og vilj- ann. Seinna þegar hún stóð ein með börnin sín eftir erfiðan skilnað lét hún einskis ófreistað til að halda þeim saman og lagði á sig mikið erfiði og vinnu til að ná endum saman. En þar kemur líka til henn- ar meðfædda þrjóska en um leið lífsgleði að allt tókst vel. Bömin uxu úr grasi og bjuggu sér sín eigin heimili, sum úti á landi, og yngsta dóttirin bjó lengi í Sví- þjóð. Árin liðu en Inga var okkur börn- unum sá kjarni sem fjölskylda er. Á hverju sumri fóru þau Steini, sambýlismaður hennar, vítt um landið í heimsóknir til bama og barnabarna og vom þær heimsókn- ir okkur alltaf mikils virði. Seinna þegar flestir voru fluttir aftur á höfuðborgarsvæðið fannst mömmu við ekki nógu dugleg að rækta sambandið og hafði oft orð á því þegar maður kom til hennar í Kópavoginn til þess að fá fréttir hvert af öðru. Fyrir rúmu ári fluttust mamma og Steini á Barónsstíg 33. Þá var hún þegar orðin veik og fékk þann úrskurð mánuði seinna að um ólæknandi krabbamein væri að ræða. Hún æðraðist ekki og lét engan bilbug á sér finna ef maður skólar/námskeið ■ Vinsælu barna- og unglinganámskeiðin Námskeið, sem veita börnum og ungling- um verðmætan undirbúning fyrir fram- tíðina. Eftirtalin námskeið eru í boði: 1) Tölvunám barna 5-6 ára. 2) Tölvunám barna 7-9 ára. 3) Tölvunám unglinga 10-15 ára. 4) Framhaldsnám ungl. 11-16 ára. Námskeiðin verða haldin í júní og ágúst. Fyrstu námskeiðin hefjast 1. júní. Skráið fyrir 15. maí og njótið 10% afsláttar. Hringið og fáið sendar upplýsingar. STJÓRNUNARFÉLAGS (SLANDS OG NÝHERJA 69 77 69 CQ> 62 1 □ 66 NÝHERJI matreiðslusköunn KKAR ■ Bökugerð matarbökur og sætar bökur. Kennari: Ingibjörg Pétursdóttir. Dags. 30.-31. maí kl. 19.30-22.30. Skráning í síma 91-653850. hringdi eða kom í heimsókn og spurði hvernig heilsan væri var svarið: „Það er ekkert að mér, en hvernig hafíð þið það?“ Svo var því tali eytt. Síðustu mánuðirnir hafa örugg- lega verið mömmu erfiðir en aldrei var möglað, hún hélt heimili fyrir sig og Steina með aðstoð heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins og átti hún engin nógu sterk orð til þess að þakka því fólki sem lét sér svo annt um hana. Tveim vikum áður en mamma dó var hún flutt fárveik á Landspít- alann þar sem reynt var að gera henni lífið léttara. Þar var hún í níu daga en hún vildi komast heim, áreiðanlega vissi hún að hveiju dró og heim kom hún, reyndar mjög veik en mjög ánægð. Daginn eftir voru öll bömin henn- ar og hluti af barnabörnunum sam- ankomin á Barónsstígnum. Mamma sat í rúminu sínu og sagði brandara og lék á als oddi. Þá var slegið upp veislu og engin var glaðari en hún. Daginn eftir varð breyting til hins verra og við fómm að sjá að hveiju dró. Öll vorum við smeyk við það sem framundan var og kviðum kveðjustundinni sem óhjákvæmi- lega var framundan. En mamma vissi hvað hún var að gera, nú fengum við að finna hve kær- leiksrík og umhyggjusamt það fólk sem vinnur við heimahlynn- ingu Krabbameinsfélagsins er. Skref fyrir skref leiddi það okk- ur áfram, fræddi okkur og hugg- aði þannig að okkur fannst stundin hennar mömmu þegar hún kom falleg og getum við aldrei fullþakkað það. En það eigum við líka mömmu og hennar þijósku að þakka. Megi hún hvíla í friði. Nú legg ég aupn aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm i nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson.) Þorsteinn, Kristín, Sigurður, Elín, Helgi og Guðleif. ■ Söngsmiðjan Söngskóli með nýju sniði, auglýsir inntöku nemenda í einsöngvaradeild: Byrjendur - miðstig - framhald. Einkatímar: Söngkennsla, undirleikur. Hóptimar: Söngkennsla, samsöngur, kór, leiklist, dans, tónfræði, tónheyrn, tungumál, tónleikar og óperuuppfærslur. Skráningu lýkur 31. maí nk. Allar upplýs- ingar veittar á skrifstofu skólans, Skip- holti 25, og í síma 612455. Morgunblaðið/Arnór SVEIT Sparisjóðsins í Keflavík/Jóhannesar Signrðssonar sigraði í meistaramóti Bridsfélags Suðurnesja (Sparisjóðs- mótinu) og Bridsfélagsins Munins í sveitakeppni á nýliðnu starfsári. Talið frá vinstri: Heiðar Agnarsson, Pétur Júlíus- son, Karl Hermannsson, Jóhannes Sigurðsson, Gísli Torfason og Arnór Ragnarsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Vetrarstarfinu lokið hjá BS Nýlega lauk vetrarstarfinu hjá Bridsfélagi Suðurnesja. Spilaður var síðari hluti í tveggja kvölda vortvímenningi. Feðgarir Óli Þór Kjartansson og Kjartan Olason sigruðu, hlutu samtals 342 stig. Amór Ragnarsson og Karl Hermannsson urðu í 2.-3. sæti með 335 stig ásamt Gísla Torfa- syni og Jóhannesi Sigurðssyni. Hæstu skor síðara kvöldið fengu Jóhannes og Gísli eða 197 stig en Arnór og Karl voru með 196 stig. Fyrra kvöldið áttu Valur Símonarson og Kristján Krist- jánsson hæstu skorina eða 173 og Kjartan og Óli Þór 168. Vetrarstarf félagsins hefir ver- ið mjög kröftugt. Þátttaka í keppni félagsins var mun meiri en undanfarin ár. Þá hafa staðið yfir í vetur byggingafram- kvæmdir á vegum félagsins í samstarfi við hestamenn. Húsið er fyrir nokkru tilbúið að utan og langt komið að steypa gólf. Næsta verkefni er að einangra húsið að innan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.