Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 60
60 MIÐVTKUDAGUR 25. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Tommi og Jenni
Ljóska g
Smáfólk
YOU KMOW, OLAF, WE
5H0ULD U)RITE T0 OUR.
BROTHER 5NOOPY..
UUE HAVEN'T
5EEN HIM 5INCE
HE WA5 IN
THE H05PITAL
H
I THINK I KNOU)
UJHERE THERE'5
50ME 5TATIONERV'..
Lubbi, veistu, við ættum
að skrifa Snata bróður
okkar_____
Við höfum ekki séð
hann síðan hann
var á spítalanum
Eg held ég viti hvar
finnst... bréfs-
efni —
En við þurf-
um líka blý-
ant
Eru þeir
mjög þungir?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Þjóðsöngur
*
Islendinga
Opið bréf til þjóðarinnar
Frá Árna Þ. Jónssyni:
UNDANFARIÐ hefur borið nokkuð
á þeirri umræðu að við íslendingar
þurfum á nýjum sönghæfari þjóð-
söng að halda! Vitanlega stafar
þessi umræða af þeirri staðreynd
að á afmælisári lýðveldisins vilja
allir geta tekið undir og sungið hinn
íslenska þjóðsöng sem oftast og
víðast.
Einkennileg umræða?
Ég verð að viðurkenna að þessi
umræða virkaði einkennilega á mig
í fyrstu og ekki síst vegna þeirrar
hugmyndar að efna ætti til sér-
stakrar samkeppni um nýjan þjóð-
söng. Ekki þar fyrir að ég hafi
ekki trú á samkeppni og þeirri já-
kvæðu hvatningu sem hún getur
verið í listsköpun sem og á öðrum
sviðum. Ég hef aftur á móti vissar
efasemdir um störf misvitra/mis-
tækra dómnefnda sem oft fá, eins
og samkeppnisaðilar, allt of lítinn
tíma til að vinna sitt verk.
Ég ætla ekki að dæma, fyrir
mitt leyti, réttmæiti þeirrar fullyrð-
ingar að okkar lögmæti þjóðsöngur
sé erfiður til söngs, svo virðist sem
þjóðin hafi í reynd úrskurðað svo,
annars væri þessi umræða varla
komin upp. Ég vil hins vegar benda
þjóðinni á þá staðreynd að hún
hefur í reynd sjálf valið sér nýjan
„þjóðsöng" og er ef til vill kominn
tími til að viðurkenna það opinber-
lega á einhvem hátt.
ísland er land þitt...
Hið gullfallega lag Magnúsar
Þórs Sigmundssonar, við ekki síðra
Ijóð Margrétar Jónsdóttur: „ísland
er land þitt“, hefur sungið sig inn
í hjörtu landsmanna og staðist
„tímans tönn“, það er staðið af sér
allar tískusveiflur þau tólf ár sem
það hefur hljómað. Það er deginum
ljósara að það snertir alla þá strengi
í sál þjóðarinnar sem þjóðsönguf á
að gera. Ljóðið lýsir þeim tilfinnihg-
um sem hver sannur íslendingur ber
til landsins og menningar okkar.
Hvort sem það hefur verið sungið
af ástsælustu söngvurum þjóðarinn-
ar ellegar af einlægum barnakórum
um allt land, eru áhrif þess þau
sömu; lotning og ást á landi okkar
og menningararfi.
Ég skora á kjörin yfirvöld þessa
lands að gera lag og ljóð þessu þann
sóma sem það á skiiið, þjóðin hefur
sjálf kveðið upp sinn dóm! Umræður
og afgreiðsla á slíku máli væri til
að mynda verðugt viðfangsefni há-
tíðarþinghalds á Þingvöllum 17. júní
næstkomandi. Það er trú mín að
hvort sem Alþingi kýs að álykta úm
þetta mál á einn eða annan hátt,
ellegar að farið verði úti samkeppni
um nýjan þjóðsöng, sé lag þetta og
ljóð orðið það ástsælt með þjóðinni
að það verði áfram nokkurs konar
„auka“-þjóðsöngur íslendinga.
ÁRNIÞORV. JÓNSSON
arkitekt,
Lynghaga 11, Reykjavík.
Hvað með Laug-
ardalshöll?
Opið bréf til Arna Sigfússonar og
Sigrúnar Magnúsdóttur
Frá Unni Bjarklind:
ÞAÐ HEFUR verið töluvert ritað
um samskipti Sjálfstæðisflokks og
Knattspymufélagsins Þróttar. Tals-
menn R-lista hafa haldið því fram
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á
sumardaginn fyrsta notað aðstöðu
sína til að auglýsa flokkinn. Það
fólst í því að Ami Sigfússon leiddi
skrúðgöngu barna frá Vogaskóla
að heimili Þróttar við Holtaveg. Þar
tók við annar sjálfstæðismaður, sem
að eigin fmmkvæði grillaði ofan í
börnin baki brotnu. Einnig mætti
þar þriðji sjálfstæðismaðurinn, Sig-
Gagnasafn
Morgunblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
urður Sveinsson, sem er nú reyndar
gamall Þróttari og mætti að eigin
frumkvæði til að rifja upp gamla
tíma. Og hvað svo?
Við sem eigum börn í Þrótti vit-
um vel að við þurfum meira en
skrúðgöngu og grillaðar pylsur!
Og víkur nú sögunni að Sigrúnu
Magnúsdóttur. Hún hefur um ára-
bil búið í næsta nágrenni við Þrótt,
nánast hinum megin við götuna.
Um árabil hefur foreldrafélag og
forráðamenn Þróttar farið fram á
stuðning Sigrúnar í borgarstjórn
þess efnis, að Þróttur fái aðstöðu
til inniæfinga í Laugardalshöll, sem
hefur alls ekki verið fullnýtt sem
slík. Undirtektir hafa verið mjög
dræmar!
Aftur til Árna
Hvað ætlar þú að gera til að
Þróttur fái mannsæmandi aðstöðu
til æfinga? Munt þú leiða hina ungu
og upprennandi Þróttara inn um
dyr Laugardalshallar? Málið er
brýnt, og við foreldrar barnanna í
Þrótti bíðum spennt eftir svari og
það svar mun örugglega ráða úrslit-
um um það hvar við setjum okkar
merki í kjörklefanum.
UNNUR BJARKLIND,
húsmóðir og „Þróttaramóðir".