Morgunblaðið - 25.05.1994, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 25.05.1994, Qupperneq 64
64 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTU Draumurinn rættíst - tvisvar LIAM NEESON Erfitt að fá tækifæri í Hollywood LIAM Neeson sem sló eftirminnilega í gegn í kvikmyndinni Listi Schindlers sagði á dög- unum frá því þegar hann reyndi fyrst fyrir sér í Hollywood. „Þegar ég kom til Hollywood var ég spurður af feitum manni með vindil hvað ég hefði leikið áður. Þeg- ar ég sagðist hafa fengið góða dóma fyrir hlutverk mitt í Mýs og menn hváði hann og spurði: „Lékstu mús?“ Stærðar- munur hjónanna raskarekki hamingjunni JON og Torill eru óvenjuleg hjón. Tor- 01 er 97 cm á hæð en Jon er 190 cm. Þau eru afar ást- fangin og láta stærðarmuninn ekki raska hamingjunni. Jon og Torill tóku mikla áhættu fyrir tveimur árum þegar þau ákváðu að eign- ast barn. Lækn- arnir sögðu þeim að veikburða lík- ami Torill þyldi ekki erfiða fæð- ingu, en Torill lét sér ekki segj- ast: „Að baki lönguninni í barn bjó ekki þörfín fyrir að sanna neitt. Mig langaði ein- faldlega til að verða móðir.“ Fæðingin gekk vel og þau eignuðust heilbrigða stúlku. Þar með varð Torill minnsta móðir í heiminum. Flestir bjuggust við að þau myndu hætta við svo búið en nú hafa þau eignast annað barn, lítinn strák. „Líklega verður hann dvergur alveg eins og ég,“ seg- ir Torill. Hún hefur þó engar áhyggjur af því. Miklu máli skipti að hann hafí fæðst árið 1994 en ekki fyrir þijátíu árum, þegar fordómar voru meiri. „Mig skiptir ekki nokkru máli hvort strákurinn minn er tveggja eða eins metra hár. Mikilvægast er að hann sé ánægður og trúr sjálfum sér.“ Morgunblaðið/Kristinn MARGIR gestir sóttu sýninguna á opnunardaginn. Eins og sjá má er nokkur hæðarmunur á hjónakornunum. Undir lok meðgöngu- tímans var Torrill meiri á breiddina (105 cm) en lengdina (97 cm). Hin síunga Diana Ross. Diana Ross á fullri ferð ►DIANA Ross virðist ekkert eld- ast með árunum. Hún hélt upp á fimmtugsafmæli sitt um páskana ásamt skipakóngnum Arne Næss. Þau hafa verið gift í átta ár. Ekki var talið að Diana Ross ætlaði í tónleikaferðalag í ár sök- um kvikmyndar og hljóðritunar- skuldbindinga. Þvert ofan i allar spár mun Diana Ross halda tón- leika í Bandaríkjunum og á Bret- landi í sumar. Robin Williams heldur sig sjaldan við handritið ►ROBIN Will- iams sem lék aðalkvenhlut- verkið í „Mrs. Doubtfire" er jafnvel enn fyndnari í eigin persónu. Ef hann tekur að sér hlutverk í kvikmynd má treysta því að hann auðgar það með uppfinningasemi sinni. Sally Field og Pierce Brosnan, sem voru mótleikarar hans i „Mrs. Doubtfire", áttu oft bágt með sig þegar Robin Williams komst á skrið. I einu atriði kvik- myndarinnar borðar öll fjöl- skyldan saman á veitingahúsi. Robin Williams lætur þá Mrs. Doubtfire missa tennurnar sínar í vatnsglasið. Siðan þarf Brosnan að hjálpa henni að veiða þær aftur upp úr glasinu. Þetta atriði var ekki í handritinu! Eins og að líkum lætur var Brosnan hlátri næst, en hann stóðst próf- raunina og lék hlutverk sitt án þess að stökkva bros. Forskot á sæluna LAUGARDAGINN 21. maí var opnuð sýning á Kjarvalsstöðum á íslenskri samtímalist. Markmið- ið er að bregða ljósi á íslenska samtíma höggmyndalist eða öllu heldur skúlptúragerð. Óðum styttist í opnun listahátíðar og þessi sýning er forskot á sæluna. Það má segja að hún sé afar ljúf- fengur forréttur. a Mor^unblaðið/Krisiinn VEÐURBLIÐAN leyfði gestum að spóka sig undir berum himni. Hatar að búa einn „ÞIÐ MEGIÐ kalla það galgopahátt eða gráa fíðringinn. Polly og ég vorum ham- ingjusamlega gift í fullkomnu hjóna- bandi þegar ég varð ástfanginn af ann- arri konu.“ Roy Marsden, sem sjónvarps- áhorfendur þekkja sem lögreglumanninn Adam Dalgliesh, situr núna einmana í eins herbergis íbúð í London. Ástarævin- týrið tók enda og hans einasta gleði er að vera faðir drengjanna sinna tveggja, Roys sem er tólf ára og Bills sem er sjö ára. Dalgliesh er augsýnilega fullur eftir- sjár og hylur höfuðið í lúkum sér þegar hann segir: „Ég hata að búa einn. Alveg síðan ég var 17 ára hef ég verið í sam- búð með konum."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.