Morgunblaðið - 29.06.1994, Síða 8

Morgunblaðið - 29.06.1994, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 3,°G-M0A/Q Þetta er í lagi hr. dómari. Þetta er bara íslendingur . . . Mikið álag á bráða- móttöku Landspítala 67 SJUKLINGAR leituðu til bráðamóttöku Landspítalans mánudaginn 20. júní sl. og er það metfjöldi á einum sólarhring. Af þessum 67 sjúklingum voru 36 lagðir inn og er það óvenjuhátt hlutfall. Engin einhlít skýring er á þessum mikla fjölda. Gyða Baldursdóttir, deildar- stjóri á bráðamóttökunni, segir þetta mikla álag vera tilfallandi og enga einhlíta skýringu hægt að gefa á því. Hún segir enga sérstaka pest vera að ganga sem gæti skýrt þessar mörgu komur á móttökuna og ástæður innlagna væru fjölmargar og ekki hægt að nefna neina eina annarri fremur. Aukið álag vegna lokunar á Landakoti Landspítali og Borgarspítali skipta með sér bráðavöktum að jöfnu, en bráðavaktir hafa ekki verið teknar á Landakotsspítala frá því í apríl á síðasta ári. Að sögn Gyðu jukust komur á bráða- móttökuna milli áranna 1992 og 1993.um 17% vegna lokunar bráð- amóttöku Landakotsspítala og hún segir allt stefna í að aukningin milli 1993 og 1994 verði annað eins. Hún segir álagstoppinn á mánudag þó ekkert hafa með lok- un bráðamóttökunnar á Landa- kotsspítala að gera. Óvenjuleg verðlaun fyrir holu í höggi á golfmóti á Egilsstöðum Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir EF einhver verður svo heppinn að fara holu í höggi bíður hans þetta myndarlega naut í mótslok. Hinn heppni vinnur lif- andi naut Kgilsstööum. Morgunblaðið. GOLFMÓTIÐ Austmat-Open verður haldið á Ekkjufellsvelli við Egilsstaði laugardag og sunnudag 2. og 3. júlí. Mótið er haldið af Golfklúbbi Fljótsdals- héraðs í samvinnu við Austmat hf. á Reyðarfirði. Meðal verð- launa á mótinu er 400 kg naut, sem veitt verður þeim sem fer holu I höggi. Sigurður Ananíasson frá Golfklúbbi Fijótsdalshéraðs segir þetta vera með stærstu viðburðum golfíþróttarinnar á Austurlandi. Reiknað er með um 70-100 keppendum á mótið. Leiknar verða 36 holur á tveim- ur dögum og að kvöldi fyrri keppnisdags verður þátttakend- um boðið á kvöldvöku og skemmtidagskrá, ásamt grill- veislu sem Austmat býður til. í bandi eða frosinn Austmat hf. á Reyðarfirði er stuðningsaðili mótsins og gefur öll verðlaun, sem verða glæsi- leg. Holuverðlaunin verða óveiyuleg, því 400-500 kg naut verður eign þess keppenda sem fer holu í höggi. Allur völlurinn verður lagður undir og er því til mikils að vinna. Vinningshafa nautsins er síðan frjálst að taka bola heim í bandi eða tilbúinn til geymslu í frysti. Að sögn Jóns Guðmundssonar, forsljóra Austmats hf., getur vinnings- hafi nautsins boðið til stórrar grillveislu, því nautið mun duga í 700 manna veislu. íslensk dreypilyf í Litháen Vonandi upphaf farsæls samstarfs Viktoras Rutkauskas var annar tveggja fulltrúa Litháa við undirritun hluthafasamnings Ilsanta UAB í Reykjavík á dögunum. Þá voru einnig •undirritaðir lánasamningar milli Usanta og Skandinav- iska Enskilda Banken annars vegar og Norræna fjárfest- ingarbankans hins vegar. Með undirritun samninganna var lokið formlegum loka- undirbúningi að stofnun dreypilyflaverksmiðju í Lit- háen. Haustið 1991 skilgreindi Islenska heilsufélagið hf. í samráði við Evrópudeild Al- þjóðaheilbrigðisstofnunar- innar verkefni um endurreisn framleiðslu dreypilyfja í Lit- háen. í kjölfarið var hlutafé- lagið Ilsanta UAB stofnað með þátttöku Islenska heiisufé- lagsins og Santariskas Vaistine í Litháen. Viktoras Rutkauskas ségir að framleiðsla dreypilyfja sé engin nýjung í Litháen. Það sé hins veg- ar alveg nýtt að ætla sér að fram- leiða þar dreypilyf sem standist ströngustu gæðakröfur og vest- rænan samanburð. Santariskas Vaistine er nýlega einkavædd rík- isstofnun sem hefur framleitt dreypilyf fyrir helstu sjúkrahús í Litháen. ,-,Þaðan kemur þekking á vinnuferlinu," segir Viktoras, „en í kjölfar stofnunar Ilsanta var leit- að til Lyfjaverslunar ríkisins sem eina íslenska aðilans með sérþekk- ingu á framleiðslu dreypilyfja. Síð- an bættust við fleiri hluthafar, bæði íslenskir og sænskir.“ Mikið í húfi Að sögn Viktoras fylgjast lithá- ísk stjórnvöld vel með framgangi mála hjá Ilsanta. „Þau þrýsta mjög á um að þetta verkefni nái að ganga fram enda er litið á þetta sem fyrsta skrefið af vonandi mörgum í samskiptum Litháens og Isiands á viðskiptasviðinu. Ef vel tekst til gæti þetta orðið hvatn- ing fyrir aðra erlenda aðila til að fjárfesta í verkefnum í Litháen. Það er því öllum í mun að vel tak- ist til,“ segir Viktoras. Ilsanta hefur verið úthlutað lóð á besta stað í Vilnius, höfuðborg Litháens, undir dreypilyfjaverk- smiðjuna. „Verksmiðjan verður byggð á svæði þar sem allir helstu 'spítalar landsins eru auk þess sem félagið á stórt atvinnuhúsnæði þar nálægt. Þá höfum við samið við heilbrigðisyfirvöld um að sala ann- arrar framleiðslu en þeirrar sem stenst vestræna staðla verði bönn- uð eftir að framleiðsla Ilsanta hefst. Þannig verður samkeppnis- staða okkar á heimamarkaði mjög sterk,“ segir Viktoras. Umrætt verkefni í Litháen er að sögn Viktoras fyrsta endur- reisnarverkefnið á sviði heilbrigðisþjónustu sem kemst á laggirnar í ríkj- um fyrrum Sovétríkj- anna. Ilsanta mun framleiða, markaðs- setja og selja annars vegar tóma, einnota, vistvæna plastpoka undir dreypilyf og hins vegar slíka poka fyllta með dreypilyfjum, en dreypi- lyf eru vökvar sem sjúklingar fá í æð í alvarlegum sjúkdóms- og slysatilfellum. Vongóðir um útflutning í Litháen búa um 3,8 milljónir manna. Áætlað er að árleg fram- leiðslugeta dreypilyfjaverksmiðju Ilsanta verði 12,8 milljónir tómra poka og 5,4 milljónir fylltra. „Vestræn viðmiðun gerir ráð fyrir að þörf fyrir dreypilyf sé ein ein- ing á íbúa á ári hverju," segir Morgunblaðið/Golli Viktoras Rutkauskas ► VIKTORAS Rutkauskas er svæðisstjóri Ilsanta UAB í Lit- háen. Félagið var stofnað fyrir rúmu ári sem samstarfsfyrir- tæki íslenska heilsufélagsins hf. og þarlendra aðila um fram- leiðslu dreypilyfja. Síðan hafa bæst við fleiri hluthafar, ís- lenskir og sænskir, og Rut- kauskas var staddur hér á landi á dögunum í tilefni þess að lokaundirbúningi við fram- leiðslu dreypilyfjanna er nú lokið. Áætlað er að framleiðsla hefjist 1. apríl 1995. Viktoras. „Við höfum skilgreint ákveðið svæði sem vænlegt út- flutningssvæði; Lettland, Eist- land, St. Pétursborgarsvæðið og Hvíta-Rússland þar sem samtals búa rúmar 22 milljónir. Á þessu svæði er sérstaklega mikil eftir- spurn eftir dreypilyfjum og til- heyrandi umbúðum og framboðið er lítið sem ekkert. Síðan er hægt að gera sér vonir um útvíkkun þessa útflutningssvæðis þegar fram í sækir, jafnvel til Vestur- landa.“ Aðspurður í hveiju möguleikar Ilsanta varðandi útflutning til Vesturlanda fælust helst segir Viktoras að framleiðsla verksmiðj- unnar eigi eftir að verða ódýrari en framleiðsla samsvarandi vöru í Vestur-Evrópu. „Það er auðvitað fyrst og fremst kostnaður við vinnuafl sem er lítill í Litháen og gerir hugmyndina arðvænlega. Það skiptir miklu í samanburðin- um því samkvæmt áætlunum okk- ar er vinnuaflskostnaður 35% af heildarframleiðslukostnaði fylltra poka og í Litháen er kostnaður við vinnuafl 10-15 sinnum lægri en á Vesturlöndum." „Hráefni og rafmagn er líka ódýrt í Litháen auk þess sem hús- næðiskostnaður Ilsanta verður í lágmarki vegna stuðnings yfir- valda. Þetta eru allt atriði sem ættu að geta laðað vestræna aðila að sem hugsanlega fjár- festa í Litháen. Þar eru fyrir hendi góðar að- stæður til framleiðslu, ________ vanræktur milljóna- markaður og góðir möguleikar á markaðssetningu í Hvatning fyrir erlenda fjár- festa öðrum löndum." Viktoras sagði að lokum að samvinnan við íslendinga hefði gengið mjög vel. „Við erum mjög ánægð og vonum að íslendingar séu það líka. Þetta fór af stað sem lítið verkefni en hefur hlaðið upp á sig og við höfum átt í mjög nánu samstarfi síðastliðin tvö ár. Samkvæmt minni reynslu eiga þessar þjóðir auðvelt með að vinna saman. Stofnun Ilsanta og bygg- ing dreypilyfjaverksmiðjunnar er vonandi aðeins upphafið að far- sælu samstarfí á viðskiptasviðinu á milli þessara tveggja þjóða.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.