Morgunblaðið - 29.06.1994, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Verðlaunaveiting í Kaupmannahöfn
Smitandi bjartsýni í
fomu menningarsetri
Helga Ingólfsdóttir
semballeikari hlaut á
dögunum bjartsýnis-
verðlaun Bröstes fyrir
tónlistariðkun sína og
uppbyggingu sumartón-
leika í Skálholti. Sigrún
Davíðsdóttir var við
verðlaunaafhendinguna.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
HELGA INGÓLFSDÓTTIR sembal-
leikari fékk á sunnudaginn afhent
bjartsýnisverðlaun Bröstes við hátíð-
lega athöfn í Nikolaj sýningarsalnum
rétt við Strikið í Kaupmannahöfn.
Verðlaunaféð nemur 385 þúsund ís-
lenskum krónum. Vigdís Finnboga-
dóttir forseti íslands var viðstödd
athöfnina, en verðlaunin voru stofn-
uð sama ár og hún tók við embætti,
í þakklætisskyni fyrir smitandi bjart-
sýni hennar.
í ávarpi sínu til verðlaunahafans
sagði Peter Bröste forstjóri Bröste-
fyrirtækisins að bjartsýni íslendinga
og þá ekki síst Vigdísar, væri smit-
andi. Það væri ótrúlegt hve marga
afburðamenn Islendingar hefðu alið
og nú síðast hefðu sjö íslenskir stór-
meistarar teflt eftirminnilegar hrað-
skákir við danska skákmenn um
daginn. Danir ættu aðeins tvo stór-
meistara í skák, þó þeir væru tuttugu
sinnum fleiri en íslendingar. Bröste
minntist lýðveldisafmælisins og
nefndi að það væri sérlega ánægju-
legt að Helga væri dönsk í móðurætt-
ina, því það minnti á tengsl Dana og
íslendinga.
Von um sameinuð
Norðurlönd í
Evrópusamstarfi
Eftir að hafa nefnt
ástand heimsmála og
friðarvonir, sagði Bröste
það von sína að öll Norð-
urlöndin fímm samein-
uðust innan vébanda
Evrópusambandsins og
gætu þar unnið að friði
í heiminum.
Vigdís Finnbogadótt-
ir sagði að dugnað ís-
iendinga mætti rekja til
þess að þeir byggðu eld-
fjallaeyju. Hún þakkaði
Bröste fyrir framlag hans til ís-
lenskra listamanna. Það væri ein-
stakt að einstaklingur legði sitt af
mörkum á þennan hátt. Til Helgu
vék hún þeim orðum að hún væri
óþreytandi að byggja upp tónlistar-
starf í Skálholti, þar sem Islendingar
gætu notið þess að hlusta bæði á
íslenska og erlenda tónlistarmenn.
Fornt menningarsetur
endurlífgað
Vigdís sagði að Skálholt hefði einu
sinni verið menningarmiðstöð, og nú
yrði staðurinn það aftur fyrir elju-
semi Helgu. í þakkarávarpi sínu
sagði Helga að það hefði verið sér
óvænt gleði að fá verðlaunin og það
væri yndislegt að fínna starf sitt
metið. Verðlaunin hnýttu enn frekar
bönd hennar við Danmörku, en svo
skemmtilega vildi til að verðlauna-
veitinguna bar upp á afmælisdag
móður Helgu, sem varð 92 ára þenn-
an dag.
í samtali við Morgunblaðið á eftir
sagði Helga að sér væru efst í huga
þakkir til allra þeirra, sem störfuðu
með sér, bæði til fólks í Skálholti,
tónlistarmannanna og
annarra, sem við sögu
kæmu. Verðlaunin
væru sér hvatning til
að halda áfram starf-
inu, en næsta ár verður
haldið upp á tuttugu
ára afmæli sumartón-
leikahaldsins í Skál-
holti.
Geisladiskur til
hátíðabrigða
Verðlaunin hvettu
sig til að gera eitthvað
sérstakt og Helga sagði
að hún hefði hug á að
nota þau til að kosta
útgáfu á geisladiski. Væntanlega
yrði það annaðhvort Goldbergtil-
brigði Bachs, en þau lék hún í fyrsta
skipti opinberlega í fyrra, eða íslensk
verk sem samin hafa verið fyrir hana.
Hún væri þakklát fyrir verkin og
þætti hún skuldbundin tónskáldun-
um, svo hún vildi gjarnan gera sitt
til að koma þeim frekar á framfæri.
Helga sagði að sumartónleikarnir
hæfust næsta laugardag og stæðu
fram í ágúst. Á þessu sumri verða
allar sónötur Bachs fyrir fiðlu og
sembal fluttar, en meðleikari Helgu
verður Jaap Schröder, sem er þekkt-
ur flytjandi barokktónlistar. Helga
sagði að ánægjulegt væri hve undir-
tektir væru góðar, því kirkjan væri
oftast full. Sumartónleikarnir stefna
í að verða kirkjutónlistarhátíð, þar
sem aðaláherslan er lögð á flutning
íslenskrar kirkjutónlistar og svo bar-
okktónlistar. Framlag tónlistar-
mannanna er sérstakt að því leyti
að þeir koma ekki aðeins og spila,
heldur vinna saman í fimm vikur. Á
hverju ári er eitt staðartónskáld og
í ár er það Mist Þorkelsdóttir.
Helga Ingólfsdóttir
ATRIÐI úr sýningu „Light Nights“ sem Ferðaleikhúsið sýnir í
sumar í Tjarnarbíói. Kristín G. Magnús leikkona segir draugasögu.
Sýningar á „Light
Nights“ að hefjast
ÁRLEGAR sýningar Ferðaleik-
hússins hefjast 30. júní og standa
í allt sumar en ráðgert er að síð-
asta sýning verði 3. september.
Sýningarstaður er Tjamarbíó, eins
og verið hefur í 12 ár, en miklar
endurbætur hafa verið gerðar á
leiksviði og sal.
í tilefni 25 ára afmælis „Light
Nights" hefur sýningin verið end-
urnýjuð, nokkrir nýir þættir skrif-
aðir, dansatriði samin af David
Greenal og tónlistin af Ríkarði
Þórhallssyni. Efnið í sýningunni
er allt íslenskt og samanstendur
af mörgum atriðum, sem eru ýmist
færð í leikbúning eða sýnd með
svokallaðri fjölmyndatækni.
Stærsta hlutverkið í sýningunni er
hlutverk sögumanns, sem er leikið
af Kristínu G. Magnús, leikkonu
sem er jafnframt leikstjóri „Light
Nights". Leiksviðslýsing er hönnuð
af Lárusi Björnssyni og margir
tónlistarmenn, söngvarar, tón-
skáld, listmálarar, teiknarar og
ljósmyndarar hafa lagt sýningunni
lið. Sýningin er flutt á ensku.
Sú nýbreytni verður höfð að
sýna öll kvöld vikunnar nema á
sunnudögum. Sýningar hefjast kl.
21 og standa yfir í tvo tíma.
Þekktasta ástar-
saga Norðmanna
LIV Ullman og Sven Nykvist við gerð kvikmyndarinnar Kristin
La vransda tter.
Anne Barbier
í Gallerí II
LIV Ullman hefur hafið vinnu
við eitt stærsta kvikmyndaverkefni
sem Norðmenn hafa ráðist í. Unnið
er að upptökum á kvikmyndinni
Kristin Lavransdatter eftir Sigrid
Unset í Gudbrandsdalen í Noregi í
sumar. Ullman leikstýrir myndinni,
en hún skrifaði einnig handritið
eftir sögu Nóbelsverðlaunaskálds-
ins. Norðmenn hafi lengi átt í deil-
um við Bandaríkjamenn um hver
ætti réttinn til að kvikmynda þessa
frægu ástarsögu. Það var ekki fyrr
en sænski framleiðandinn Ingmar
Ejve tryggði sér hann að hægt var
að ráðast í gerð myndarinnar.
Biddu um Banana Boat
alnáttúrulegu sólkremin
(Alt naturat Chemical Free)
□ Um 40 Banana Boat sólkrem, -olíur og
-gel með sólvörn upp á #50, framleidd
úr Aloe Vera, jojoba, kollageni, lanollni,
minkaolíu, banonum, kókos, A,B,D og
E-vítamíni.
o Sérhönnuð barnasólkrem, barnasólvarnar-
úði, barnasólvarnarsalvi og barnasól-
varnarstifti. BananaBoat. Verðfrá
kr. 494,-.
□ Banana Boat Aloe Vera gelið er hreinna
(99,7%), ódýrara (40-60%) og I fleiri
túpu- og brusastærðum (6) en önnur
Aloe gel.
Biddu um Banana Boat í sólbaðsstofum.snyrti
vöruverslunum, apótekum og öllum heilsu-
búðum utan Revkiavíkur.______________
Heilsuval, Barónsstíg 20, ® 626275
Saga Unsets fjallar um ástir og
örlög ungrar norskrar konu á 14.
öld. Ullman hefur látið þau orð
falla að sagan sé um sterka konu
og sé skrifuð af sterkri konu og
því sé eðlilegt að kona leikstýri
myndinni. Sigrid Unset var kjarna-
kona og var aðeins 46 ára gömul
þegar hún hlaut bókmenntaverð-
laun Nóbels árið 1928.
Ullman leiksfjóri
Flestir þekkja Liv Ullman sem
leikkonu. Hún sló í gegn þegar hún
fór með aðalhlutverkið í sviðssetn-
ingu á Kristin Lavransdatter á
sjötta áratugnum, en hún er best
þekkt fyrir samstarf sitt við Ingmar
Bergman á sjöunda og áttunda ára-
tugnum. Ullman leikstýrði sinni
fyrstu kvikmynd fyrir rúmum
tveimur árum. Sú mynd ber titilinn
Sofie og hlaut hún mjög góða dóma.
Það er sjálfur Sven Nykvist sem
er kvikmyndatökumaður kvik-
myndarinnar. Nykvist og Ullman
þekkjast vel eftir að híifa starfað
saman í myndum Ingmars Berg-
mans og óskaði hún sérstaklega
eftir því að hann kvikmyndaði
Kristin Lavransdatter.
íslendingar eiga sinn þátt í
myndinni þar sem Karl Júlíusson
sér um sviðsmynd hennar. Með að-
alhlutverkin í myndinni fara Elisa-
beth Matheson og Bjorn Skagested.
Matheson er ung norsk leikona sem
hefur m.a. fengið mikið lof fyrir
túlkun sína á Sólveigu í Pétri Gaut
og Möshu í Þremur systrum eftir
Tsjékhov. Skagested á að baki 25
ára leikferi! bæði sem virtur sviðs-
leikari og í kvikmyndum.
FRANSKA myndlistarkonan Anne
Barbier opnar sýningu í Gallerí II
við Skólavörðustíg 4a á morgun,
fimmtudaginn 30. júní, kl. 17.
í kynningu segir: „Verk Anne
Barbier, sem búsett er í París, hafa
vakið athygli innan heimalands
hennar sem og utan þess fyrir sér-
staka nálgun hennar við hina ýmsa
efniviði sem hún vinnur jafnan með
hið upphaflega eða endanlega form
efnisins svo sem litaduft, bergsalla
eða ösku. Af þessum sökum eru
verkin mjög viðkvæm og ber að
snerta þau með augunum en ekki
með höndunum."
Anne Barbier hefur haldið sýn-
ingar víða og sýning hennar hér á
landi er hluti af yfirgripsmeira
hnitakerfí sem hún vinnur að. Verk-
in I Gallerí 11 teljast til innsetning-
ar og eru þau unnin í alíslensk ein-
kennandi og einkennileg efni.
Sýningunni lýkur fimmtudaginn
14. júlí.
Þórunn við verk sín.
Þórunn
sýnir í Eden
ÞÓRUNN Guðmundsdóttir heldur
sýningu á vatnslitamyndum í Eden
í Hver'agerði dagana 28. júní til 11.
júlí.
Þórunn er búsett í Sandgerði og
hefur stundað nám hjá Eiríki Smith
listmálara og Myndlistarskóla
Reykjavíkur. Hún hefur haldið
nokkrar einkasýningar og tekið
þátt í mörgum samsýningum.
Morgunblaðið/Silli
Tryggvi Ólafsson sýndi á Húsa-
vík um þjóðhátíðarhelgina.
Sýning
Tryggva á
Húsavík
Húsavík - Safnahúsið á Húsavík
hefur haft ýmsar uppákomur í sam-
bandi við þjóðhátíðarárið og fengið
þekkta listamenn í heimsókn. Um
þjóðhátíðarhelgina sýndi Tryggvi
Olafsson listamaður 36 verk og var
sýningin vel sótt.