Morgunblaðið - 29.06.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.06.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ1994 21 FERÐALÖG - •'. ' ...„ TtTTrT • ' *•••:,' •• ' - ■ 'ftm *fHÍT•WT- :• - ’ WWÆ Ólafsvíkur- vaka verður 14.-17.júlí m Frá vökunni í fyrrasumar Morgunblaðið/Alfons ÓLAFSVÍKURVAKA verður haldin 14.-17. júli en hún var haldin í fyrsta sinn í fyrra og tókst mjög vel, margir burtfluttir Ólsarar komu og rifjuðu upp gamla tíð og heils- uðu upp á gamla vini. Bærinn iðar af lífi þessa daga. Þema hátíðarinnar í ár verður fisk- veiðar og fiskvinnsla. Sjávarhátta- sýningin verður við höfnina, listsýn- ing í skólanum þar sem um 30 lista- menn sýna verk sín. Útimarkaður verður við Ólafsbraut, útimessa í sjómannagarðinum . Þar verður líka grillað og farið í leiki. Skemmtidag- skrá verður í félagsheimilinu Klifi föstudagskvöld 15. júlí og dansleik- ur þar sem hljómsveitin Klakaband- ið gömul hljómsveit staðarins leikur fyrir dansi. Þá verður dansleikur á laugardagskvöld þar sem hljóm- sveitin Saga Class leikur. Þá má geta þess að formlega verður vígð- ur nýr grasvöllur og fá Víkingar Ólafsvíkur hingað got lið að spila við en ekki er endanlega frá því gengið. Sjóstangamót á fengsæl mið Þessa sömu helgi verður haldið árlegt sjóstangaveiðimót sem sjó- stangaveiðifélag Snæfellsness held- ur en hér við Breiðafjörð eru ein fengsælustu fiskimið landsins. Blómlegt starf sjómannakórsins Rjúkanda hefur skilað þeim árangri að þeir hafa gefið út geisladisk með mjög fallegum lögum við góðar undirtektir, en þess má geta að Rjúkandi gerði mikla lukku á sjó- mannadaginn á skemmtun sem haldin var í félagsheimilinu Klifi sem tókst á allan hátt mjög vel. Ólafsvíkingar eru sífellt að bæta þjónustuna við ferðamenn, eins og sjóstangaveiði, útsýnisskiglingu, hellaferðir, skoðunarferðir og gönguferðir, vart þarf að nefna snjósleðaferðir því þær hafa verið farnar héðan í nokkur ár, rétt utan við bæinn er mjög gott tjaldstæði. Pakkhúsið er upplýsingastöð Upplýsingamiðstöð ferðamála er í „Gamla pakkhúsinu“ þar sem hægt er að fá allar upplýsingar um ferðaþjónustu staðarins en þær er að sjálfsögðu hægt að fá á gisti- heimilum bæjarins líka sem eru 2. í Ólafsvík búa um 1200 manns. Þeir sem til þekkja vita að á Snæfellsnesi er stórbrotið landslag, við ströndina, hellar, drangar, hraun, ævagamlar fornminjar, busl í háhyrningum við Öndverðarnes, til fjalla, hellar með Ólafsvíkingar bjóða ferðamenn velkomna „Sækj- um Ólafsvík heim.“ Upplýsingar á Landsmótinu Á LANDSMÓTI hesta- manna sem var sett í gær verður starfrækt upplýs- ingamiðstöð fyrir ferða- menn. Þar geta mótsgestir fengið upplýsingar, pantað útsýnisflug, hestaleigu, rútuferðir og margt fleira sem sunnlenskir ferðaþjón- ustumenn bjóða. Aðalheiður Högnadóttir sem veitir miðstöðinni for- stöðu sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem slík þjón- usta væri á landsmóti hesta- manna. Mönnum á Suður- landi hefði þótt tímabært að standa sameiginlega að kynningu svo menn ættu sér athvarf og málsvara á mót- inu. Það stendur yfir í sex daga, frá þriðjudegi til sunnudags. „Við erum einn- ig með póstkortasölu og minjagi’ipi eins og bera ber. Básinn okkar er í stóru markaðstjaldi miðsvæðis á mótssvæðinu. Þar eru 15 básar með alls kyns varning og veitingar og þar er hægt að setjast niður og fá sér bjór og horfa á heimsmeist- arakeppnina," sagði Aðal- heiður. 1 ' *v 1 31w , ** m s . jW-SS Ævintýrasiglingar um Breiðafjörð með skelveiði og smökkun Fjölbreytt fuglalíf - Lifandi leiðsögn - Gisting við allra hæfi Stykkishólmi, s. 93-81450. Ferðamannavika á Tálknafírði í JÚLÍMÁNUÐI, nánar tiltekið 17.-24. júlí, verður efnt til „viku ferðamannsins“ á Tálknafirði. Verður þá mikið um dýrðir, svo sem „framtaksmarkaður" þar sem allt milli himins og jarðar verður til sölu, m.a. munir sem gerðir eru úr steinbítsroði o.fl. Efnt verður til grillveislu við vestanverðan Tálknafjörð þar sent Norðmenn ráku hvalveiðistöð um síðustu aldamót. Þá má nefna að gönguferðir nteð leiðsögn verða eftir fornri gönguleið frá Selárdal í Arnarfirði yfir í Krossadal í Tálknafirði. Göngufólk mun nenia staðar á markverðum stöðum. Veitingastaðirnir Hópið og Essónesti hafa ýmislegt á pijónunum og ókeypis verð- ur í sund og tækjasal og badminton í íþróttahúsinu. í Tálknafírði eru tvö gistiheimili og við sundlaugina er vel búið tjaldstæði. Daglegar ferðir eru á milli Tálknafjarðar, Bíldudals og Patreksfjarðar með sérleyf- isferðum Torfa E. Andréssonar og einnig eru ferðir i tengslum við flóabátinn Baldur á sumrin. -gistingog góður matur - ávallt skammt undan ÓLAFSVÍK - SNÆFELLSBÆR - SNÆFELLSNESI Ólafsvíkurvaka verður haldin dagana 14.—17. júlí. Þar verður m.a.: Sjávarháttasýning, listsýning, útigrill, útimessa, dansleikir og mikið líf og fjör. VERIÐ VELKOMIN TIL ÓLAFSVÍKUR ! „Sækjum Ólafsvík heim“ Ólafsvíkurnefndin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.