Morgunblaðið - 29.06.1994, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ1994
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
ISLENSKT
FRAMLAG TIL
FRIÐARGÆSLU
NÆR MILLJÓN MANNA víðs vegar úr heiminum hefur
lagt lið í friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna
frá upphafi. Friðargæsla SÞ verður æ umfangsmeiri og við-
fang hennar hefur breyst á allra síðustu árum. Til viðbótar
friðargæslu og friðarumleitunum hafa SÞ af illri nauðsyn
fengið það mannúðarhlutverk að verja almenna borgara og
tryggja vistaflutningá hjálparstofnana til sveltandi stríðs-
hrjáðra svæða. Eftir að fólk um allan heim fór að hafa
fyrir augunum inni í stofu hjá sér hrakninga og hörmungar
fólks á stríðssvæðum, hafa kröfur um að alþjóðasamfélagið
grípi í taumana orðið æ háværari og þjóðir heims lagt fram
sína menn í friðargæslusveitir, sem nú hafa hemil á grimm-
um átökum á 28 stöðum. Þetta krefst mikils mannafla og
meirihluti aðildarríkja hinna Sameinuðu þjóða hafa lagt fram
lið, sem eru sjálfboðaliðar úr herjum viðkomandi landa,
undir aga og á launum hjá heimalandinu, en með mótfram-
lag frá Sameinuðu þjóðunum, sem líka greiða annan rekstr-
arkostnað. Þannig leggja jafnvel mörg fátæku þriðja heims
ríkin í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku fram sinn skerf.
íslendingar hafa hingað til ekki lagt fram liðsmenn í
friðargoéslusveitir. Fjölmargir íslendingar hafa þó á undan-
förnum árum starfað að friðargæslu á vegum alþjóðasam-
takanna og ráðnir af þeim. Þykja þeir þar góðir liðsmenn.
Að við íslendingar höfum ekki eins og aðrar þjóðir lagt
sjálfir fram fólk til friðargæslu er skiljanlegt í Ijósi þess
að hér er enginn her og því föllum við ekki beint inn í það
fyrirkomulag sem er á friðargæslu SÞ á alþjóðavettvangi.
Þó var fyrir alllöngu farið að biðja íslendinga ásjár.
Nú hafa orðið þarna tímamót og fundin lausn á því að
íslendingar geti orðið þátttakendur á sama hátt og aðrar
þjóðir. Svo sem komið hefur fram í greinum blaðamanns
Morgunblaðsins frá átakasvæðunum í Bosníu að undanförnu
eru tveir íslenskir læknar, yfirlæknir frá Akureyri og heilsu-
gæslulæknir frá Höfn í Hornafirði, og einn hjúkrunarfræð-
ingur þar nú á okkar vegum og með íslenska fánann á
öxlinni. Þeir eru í friðargæslusveit Norðmanna, sem er hluti
af norrænu friðargæslunni í Bosníu. Sú lausn var fundin í
fyrra í samtali utanríkisráðherra íslands, Jóns Baldvins
Hannibalssonar, og Johans Jörgens Holts heitins, þáverandi
utanríkisráðherra Norðmanna, að þessir íslensku ríkisborg-
arar yrðu í norska hernum en undir íslenskum fána. Þannig
geta íslendingar sem ein af aðildarþjóðum Sameinuðu þjóð-
anna lagt ofurlítinn skerf til friðargæslunnar og komist hjá
því að vera nánast eina þjóðin sem stendur hjá og aðgerða-
laus þegar horft er upp á þær hörmungar sem víða blasa
við og kröfur eru um að alþjóðasamfélagið leysi.
Það á einnig mjög vel við að friðargæslustarf okkar Islend-
inga sé á sviði iækninga. Þar eigum við reynt og vel mennt-
að fólk í fremstu röð. Og þörfin á átakasvæðum heimsins
er gífurleg. Lítið framlag eins og okkar getur vegið þar
þungt. Þar sem læknar og lyf eru af skornum skammti og
stríðssærðir ganga fyrir, er hvarvetna mikið af sjúklingum,
konum og börnum, sem enga læknishjálp fær. Þar geta
læknar friðargæslunnar og hjúkrunarfólk komið til hjálpar
einstaklingum, sem annars mundu deyja. Og af slíku fram-
lagi megum við vera stolt.
í viðtölum blaðamanns Morgunblaðsins við ísiensku lækn-
ana í Bosníu er Máni Fjalarsson þeirrar skoðunar að Samein-
uðu þjóðirnar séu besti kosturinn til að grípa inn í á slíkum
stöðum og þarna eigi íslendingar að leggja fram sinn skerf.
Og Júlíus Gestsson segir: „Við erum hluti af þessu appar-
ati og því líka okkar að taka á því sem uppá kemur.“
Auðvitað erum við íslendingar hluti af alþjóðasamfélaginu
og hljótum eins og aðrar þjóðir að taka þátt í því friðar-
og hjálparstarfi sem aukin og æ útbreiddari átök kalla á
með tilheyrandi hörmungum, svo sem við okkur blasir í
fréttunum. Það er gott til þess að vita að loks er búið að
finna leið til þess að við getum sem þjóð raunverulega orð-
ið virkir þátttakendur í þessu mikla og mikilvæga viðfan-
gefni alþjóðasamfélagsins. Að íslenski fáninn og nafn lands-
ins sjáist líka á öxlum friðargæsluliðanna með bláu hjálm-
ana. Eftir því er tekið.
LIFNAR YFIR MANNLÍFIP
ERNA Rós Kristinsdóttir og Dagmar Lilja Jónasdóttir voru að fá
sér ís á Ingólfstorgi í veðurblíðunni.
DAGMAR Pétursdóttir, dóttir Péturs í Kjötbúri Péturs, var að selja
ávexti, grænmeti og svartfuglsegg í Austurstræti. Hún sagði söluna
ganga vel. Mun skemmtilegra sé að vera úti en inni meðan veðrið
sé svona gott.
MIKIÐ var að gera á kaffihúsum borgarinnar í góða veðrinu í
gær. Kaffihús sem gátu boðið gestum sínum að njóta blíðunnar
utan dyra voru áberandi vinsæl.
ÞAÐ var fjölmenni í Laugardalslau
SUI
er:
Blíðuveður um mest
allt land í gær og fólk
naut góða veðursins
ríkulega
Sumarið er komið. Trausti
Jónsson, veðurfræðingur,
lýsti því þessu yfir í veður-
fréttum í sjónvarpinu í
fyrrakvöld. Menn þurfa ekki lengur
að velkjast í vafa. Veðurblíðan sið-
ustu tvo daga staðfestir komu sum-
arsins. 1 gær var sumarveður um
mest allt landið og menn nutu
veðurblíðunnar. Hiti fór upp í 17
stig á Tannstaðabakka í Hrútafirði,
en í Reykjavík var 13 stiga hiti.
Veðurfræðingar spá enn meiri hita
á Norður- og Austurlandi næstu
daga, en íbúar annars staðar á land-
inu mega eiga von á rigningu um
helgina.
Reykvíkingar tóku vel á móti
sólinni í gær. Víða mátti sjá létt-
klætt fólk út í görðum og út undir
vegg. Mikið líf var í sundlaugunum
þar sem ungir jafnt sem gamlir
nutu sólar. Biðröð var út að dyrum
í Laugardalslauginni og allir inni-
klefar uppteknir. Greinilegt var að
margir fóru í laugina fyrst og