Morgunblaðið - 16.09.1994, Síða 1

Morgunblaðið - 16.09.1994, Síða 1
88 SIÐUR B/C/D 210. TBL. 82. ÁRG. FÖSTUDAGUR16. SEPTEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Skorin upp herör gegn bótasvindli Stokkhólmi. Morg’unblaðið. Á SÍÐASTA fundi sænsku ríkis- stjórnarinnar í gær var ákveðið að heimila leit í opinberum tölvuskrám, til að stemma stigu við svindli með félagslegar greiðslur eins og at- vinnuleysisbætur og lífeyrisgreiðslur fólks, sem verður að hætta að vinna vegna heilsuleysis. Umdeild ákvörðun Ákvörðunin er umdeild, því hún snertir umræður um hvernig eigi að vernda persónuupplýsingar, sem er viðkvæmt mál í Svíþjóð. Auk þess hyggst stjórnin setja á stofn nefnd til að kanna hversu mik- ii brögð séu að því að fólk dragi til sín greiðslur sem það hefur ekki rétt á. Sagði Carl Bildt forsætisráð- herra að á vissum sviðum virtist vera mikið um að innflytjendur gerðu út á þetta kerfi, en því færi þó fjarri að Svíar sjálfir væru barn- anna bestir í þessum efnum. ■ Kosningahúsin/14 Miðborg Beirút byggð upp LÍBANSKIR verkamenn hreinsa til í miðborg Beirút en hún er enn illa farin eftir borgarastríð, sem lauk fyrir nokkrum árum. Yfir höfðum mannanna gnæfir skilti sem sýnir hvernig miðborginni er ætlað að líta út að hreinsun og uppbyggingu lokinni. Upp- bygging borgarinnar er stærsta þróunarverkefni heims en á næstu 25 árum á m.a. að byggja skýjakljúfa, leggja vegi með- fram ströndinni og hanna al- menningsgarða. Reuter CLINTON Bandaríkjaforseti ræðir við öryggisráðgjafa sinn, Tony Lake. Stíf fundahöld voru í Hvíta húsinu í gær. Bandarí kj astj órn verður ekki ágengt í Bosníumálimi Olíklegt að vopna- sala verði heimiluð Lundúnum, Sarajevo. Rcuter. VAXANDI líkur eru á því að Banda- ríkjastjórn takist ekki að tryggja að vopnasölubanni á stjórnina í Bosníu verði aflétt og það gæti grafið undan viðleitni fimmveldanna svokölluðu til að knýja á Bosníu-Serba um að fall- ast á friðaráætlun þeirra. Þrátt fyrir mikla andstöðu Evr- ópuríkja hefur Bandaríkjastjórn sagt að hún hyggist óska eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki að aflétta vopnasölubann- inu í næsta mánuði ef Bosníu-Serbar halda til streitu andstöðu sinni við friðaráætlunina. Bandarískir og evr- ópskir stjórnarerindrekar segja hins vegar að Bandaríkjastjórn geti að öllum líkindum ekki tryggt nægjan- legan stuðning innan ráðsins við afnám bannsins, þar sem mörg ríki ætli að sitja hjá, m.a. Bretland, Frakkland og Kína. Fast hefur verið lagt að Banda- ríkjastjórn heima fyrir að aflétta banninu einhliða fallist öryggisráðið ekki á það. Hins vegar er alls ekki öruggt að stjórnin geti tryggt nægj- anlegan stuðning við hugmyndina, eða tvo þriðju atkvæða, innan beggja þingdeildanna. „Verði ekki miklar breytingar á stöðu mála í Bosníu, þannig að Serb- ar gerist sekir um alvarlegar ögran- ir við öll ríkin, hjaðnar allt vopna- sölumálið niður og Bandaríkjamenn vita það,“ sagði evrópskur stjórnar- erindreki sem ekki vildi láta nafns síns getið. Stjórnarerindrekar segja að Bosn- íu-Serbar hafi litla ástæðu til að taka mark á hótuninni um að aflétta viðskiptabanninu á Bosníustjórn, einkum vegna andstöðu Evrópuríkj- anna. „Þetta grefur svolítið undan þrýstingnum á Serbana, en það er skárra en allar þær hörmulegu af- leiðingar sem afnám vopnasölu- bannsins gæti haft,“ sagði einn þeirra. ■ Takmarkað eftirlit/14 Sjónvarpsávarp Bandaríkjaforseta „Tími ykkar er á þrotum“ Washington, Port-au-Prince, New York. Reuter, The Daily Telegraph. INNRÁS Bandaríkjamanna á Haítí virtist óhjákvæmileg í gær, er Bill Clinton Bandaríkjaforseti undirbjó sjónvarpsávarp, sem hann flutti í nótt. „Skilaboð Bandaríkjanna til einræðisherranna á Haití eru einföld: Tími ykkar er á þrotum. Farið nú eða við munum koma ykkur frá völdum," sagði forsetinn í ávarpinu. Um 1.600 manna varalið hefur verið kallað til og skip stjórnar bandaríska flotans lagði úr höfn í Virgin- íu í gær. Raoul Cedras, leiðtogi herforingjastjórnarinnar á Haítí, sagðist í gær reiðubúinn að láta lífið, yrði af innrás. Fullyrt hefur verið að Bandaríkja- menn reyni með öllum ráðum að ná samkomulagi við herforingja- stjórnina með þvi að lofa ráðamönn- um náðugum dögum í útlegð. Sagð- ist Cedras í sámtali við CBS-sjón- varpsstöðina aldrei myndu þiggja slíkt. í sjónvarpsávarpinu lagði Clinton áherslu á fern rök fyrir innrás. Stöðva þyrfti mannréttindabrot her- foringjastjórnarinnar á almennum borgurum, koma í veg fyrir flótta- mannastraum til Flórída, koma á lýðræði og stöðugleika í Ámeríku og viðhalda trúverðugleika Banda- ríkjanna og Sameinuðu þjóðanna. Fyrir ávarpið var forsetinn spurð- ur um afstöðu bandarísku þjóðar- innar til innrásar, og viðurkenndi hann að mikill meiríhluti væri and- vígur henni. „Ég veit að tímasetn- ingin þykir ekki góð. Ég veit að þessi aðgerð nýtur ekki vinsælda. En ég trúi því að hún sé hið eina rétta.“ Boutros-Ghali samþykkur Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri SÞ, sagði í gær að innrás á Haítí væri í fullu samræmi við ákvarðanir öryggisráðs SÞ. Sagði hann aðgerðir gegn herstjórn- inni á Haítí væru svipaðar aðgerðum SÞ í Rúanda og Sómalíu. Emile Jonassaint, sem herfor- ingjastjórnin skipaði forseta Haítí, skoraði í sjónvarpsávarpi aðfaranótt fimmtudags á þjóðir heims að koma í veg fyrir innrás á Haítí. Jonassaint gaf ekki í skyn að herforingjastjórn- in á Haítí myndi láta undan hótun- um Bandaríkjanna og fara frá. Sagði hann að stjórnin hygðist halda þingkosningar í lok þessa árs og forsetakosningar skömmu síðar. ------------» ■»■■■»--- Læknar læri leiklist London. Reuter. TVEIR kanadískir læknar telja að kenna eigi læknanemum grundvall- aratriði í leiklist. Þessi skoðun kem- ur fram í bréfi þeirra, sem birtist í breska læknablaðinu Lancet í dag. Kanadamennirnir segja nauðsyn- legt að læknar geti hughreyst sjúkl- inga og fjölskyldur þeirra og sýnt þeim skilning. Þetta hafi mikil áhrif á líðan sjúklings og þar með bata hans. Því eigi að kenna læknanem- um að bregðast á réttan og áhrifa- ríkan hátt við þörfum sjúklings.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.