Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Sjónarhorn Aukin kalsíum- neysla bætir beinin Mikill áróður er nú rekinn firrir aukinni neyslu á mjólk sem m.a. á að bæta beinin og hindra beingisnu og beinbrot. Komið hefur í ljós að í vissum tilfellum getur mikil mjólkurneysla valdið röskun á öðrum störfum líkamans. Margrét Þorvaldsdóttir kannaði málið. ÞAÐ ER ekki aðeins hér á landi sem fólki er bent á að huga betur að beinum sínum. Á vegum Heil- brigðismálastofnunar Bandaríkj- anna, NIH, var í júní haldið þing þar sem settar voru fram leiðbein- ingar um æskilegt magn af kalki, þ.e. kalsíumsöltum, í fæðunni. Sérfræðingar stofnunarinnar segja að verði þeim ekki fylgt muni brot af völdum beingisnu margfaldast hjá fóiki 45 ára og eldra og muni það auka kostnað heilbrigðiskerfisins um milljarða. Hugsa skal vel um beinin Sérfræðingarnir lögðu til að dagleg kalsíumneysla fyrir ung börn að 6 mánaða aldri yrði 400 mg og 600 mg fyrir börn 1-10 ára, fyrir 11-24 ára 1.200 mg og 1.200-1.500 mg fyrir konur 25 til 50 ára og 1.000 mg fyrir konur eftir tíðarhvörf. Fyrir karla 25 til 65 ára 1.000-1.500 mg og 1.000 mg fyrir karla eftir 65 ára aldur. Fólk er varað við að neyta meira en 2.000 mg á dag þar sem það geti aukið hættu á nýmasteinum. Frá þessu er greint í Sci- ence News 18. júní síðastliðinn. Þar segir einnig, að ef undan- skilin er neysla mjólk- urafurða, þá innihaldi dagleg fæða um 400 mg af kalsíum. Tveir bollar af undanrennu lyfti kalsíummagninu í 1.000 mg og fitusnauð jógúrt í 1.200 mg. Flestum ætti að vera auðvelt að ná þessum æskilegu mörkum, það er að segja þeir sem á annað borð þola mjólk. Beingisna algengari hjá hvíta kynstofninn en öðrum En ekki þola allir mjólk. Fyrri rannsóknir hafa ieitt í ljós að óþoi gegn mjólkursykri (laktósa) er til staðar hjá 75 prósent fullorðins fólks af afrískum uppruna, Indián- um og fólki af Asíukynstofnum. Bent er á að þrátt fyrir aukið óþol fyrir mjólkursykri hjá fólki af þessum kynstofnum þá sé ástand beina þeirra betra en hjá hvíta kynstofninum og beingisna mun sjaldgæfari. í rannsókn sem gerð var við Ohio-háskóla í Colum- bus var niðurstaðan sú að 80 pró- sent tilfella væru tengd erfðum. Þrátt fyrir það geti nægjanleg kalsíumneysla verið afgerandi þáttur í 50 prósent lærleggsbrota á efri árum. Rétt er að benda á að kalk eða kalsíum er í mörgum fleiri matvæl- um en mjólk. Má nefna blaðgrænt grænmeti, brokkáli, spínat og tún- ______ fífilblöð, heilar sardínur, ýmsar komtegundir, bókhveiti og sojamjöl, hnetur, möndlur og fræ eins og sesamfræ og fl. Mikil mjólkurneysla getur dregið úr frjósemi ungra kvenna Mjólk og mjólkurneysla virðist vera komin undír smásjá vísind- anna. Því gæti verið athugavert fyrir þær konur sem vilja eignast böm, en tekst ekki að verða þung- aðar, að huga að vægi mjólkur í •, neyslunnL Samstarfshópur finn- Getur mjóikur- neysla minnk- að frjósemi hjá konum? skra og bandarískra vísindamanna sendi nýlega frá sér niðurstöður rannsókna þar sem fram kemur að í þeim löndum þar sem mjólkur- neysla er hvað mest, virðist áber- andi hve fijósemi kvenna í ákveðn- um aldurshópum hefur minnkað. Frá þessu greinir Science News 18. mars. Þar segir, að flestir full- orðnir - aðrir en íbúar ákveðinna Norður-Evrópulanda og afkom- endur þeirra,- missi þegar þeir ná fullorðinsaldri hæfileika til að melta laktósa þ.e. mjólkursykur. Daníel W. Cramer, sem er sér- fræðingur í kvensjúkdómum við læknaskóla Harvard háskóla í Boston, og samstarfsmenn hans segja að þeir sem ekki geti melt mjólkursykur dragi sjálfkrafa úr mjólkumeyslu og sé það gott mál þar sem mikill sykur virki. sem eitur á mannseggið. En fyrir fimm árum sýndi Cramer fram á tengsl neyslu á galaktósa (sem er ásamt glúkósa uppi- staðan í laktósa þ.e. mjólkursykri) og aukinni hættu á krabbameini í eggja- stokkum. Mikill sykur í vefjum getur leitt til ófrjósemi Til að kanna hvort sykur hefur áhrif á fijósemi, bar rann- sóknahópurinn sam- an áður birtar rann- sóknaniðurstöður frá 36 Íöndum um fijósemi, meðai- neyslu á mjólk og hypolaktasíu - þ.e. skortur á hæfileika fullorðinna til að_ melta mjólkursykur (lakt- ósa). í grein sem vísindamennimir birtu 1. febrúar í American Jo- urnal of Epidemiology, segir að bein tengsl virðist vera á milli mikillar mjólkurneyslu og minnk- andi fijósemi hjá ungum konum á aldrinum 20-24 ára og ennfremur að dregið hafí úr fijósemi eftir því sem aldurshóparnir voru eldri. í Tælandi aftur á móti, þar sem 98 prósent fullorðins fólks eru hypolaktasík (geta ekki melt mjólkursykur) er meðal fijósemi 35-39 ára kvenna aðeins 26 pró- sent lægri en þegar hún er hvað mest (á aldrinum 25-29 ára). Til samanburðar er Ástralía og Bret- land þar sem aðeins 5 prósent fólks er hypolaktasíkt, er meðal fijósemi 35-39 ára kvenna 82 prósentum minni en þegar hún er mest hjá tíu ára yngri konum. Vísindamennirnir segja að margir þættir hafi áhrif á fijósemina eins og hjónabönd, hefðir, flöldi skilnaða, getnaðarvarn- ir, fjárhagur og fl. Nið- urstöðumar gefi að vísu _________ aðeins tölfræðilega staðbundna vísbend- ingu en þeir benda á að sömu nið- urstöður hafí komið fram í tilraun- um á músum, sem fóðraðar voru á miklu magni af galaktósa, og hjá konum sem ekki geta melt galaktósa í mjólkursykri. Cramer segir að konur, sem haldnar séu þessari truflun og hafi mikla upp- söfnun sykurs í vefjum - séu ófijó- ar. Hvort sem þessar rannsóknan- iðurstöður eru teknar alvarlega eða ekki, þá eru þær athyglisverð- ar, sérstakiega fýrir konur sem ekki hefur tekist að eignast börn. ÍDAG BRIPS Umsjón Guóm. P á 11 Arnarson ÚRSLITIN 16-10 verða að teljast heldur óvenjuleg í sveitakeppni, en sú varð niðurstaðan í viðureign Landsbréfa og Björns Ey- steinssonar í silfurstigamóti BSÍ um síðustu helgi. Reyndar fór leikurinn 18-12, en keppnisstjóri dró tvö vinningsstig af báðum sveitum þar eð spilarar fóru fram yfír sett tímamörk. Síðasta spil leiksins bar tímapressunni glöggt vitni: Suður gefur; NS á hættu. Vestur Norður ♦ K72 V K943 ♦ D83 ♦ ÁD2 Austur ♦ 98 ♦ 6543 ▼ G72 Hllll ▼ 1085 ♦ Á10762 111111 ♦ KG4 4 864 ♦ 975 Suður ♦ ÁDG10 V ÁD6 ♦ 95 ♦ KG103 NS voru Jón Baldursson og Sævar Þorbjörnsson í sveit Landsbréfa, en AV Jakob Kristinsson og Matt- hías Þorvaldsson. Tíminn var um það bil að renna út þegar sagnir hófust. Vestur Norður Austur k Suður J.K. J.B. M.Þ. S.Þ. - - - 1 lauf* Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 3 grönd Pass 4 lauf Pass 6 grönd Allir pass * sterkt lauf Jón og Sævar spila flókið biðsagnakerfi, þar sem laufopnarinn spyr svarhönd- ina í þaula um styrk og skipt- ingu. Svar Jóns á einu hjarta lofar a.m.k. 8 punktum og jafnri skiptingu. Sævar sýnir 16-19 punkta með grandinu og Jón a.m.k. 12 með tveim- ur laufum. Tveir tiglar eru biðsögn, sem spyr áfram, en þegar hér var komið sögu stóð keppnissljórinn við borðið strangur á svip og Jón ákvað að vinna tíma með því að stökkva í þijú grönd. En þá fór Sævar að telja á fingrum sér og komast að því svarið sýndi 17-18 punkta og skiptinguna 3244! Og hélt auðvitað áfram spumingaleiknum, nú með alslemmu í huga. Jón sá hvert stefndi og stökk langt yfir öll skiljanleg svör í sex grönd. Nú var komið að Jakobi Kristinssyni í vestur að spila út. Tígulásinn kom til greina, en það gat verið kostnaðar- samt að láta ásinn slá vind- högg, svo Jakob valdi á end- anum hlutlausan spaða. Hjartað féll 3-3 og Sævar tók því 12 slagi. Smár tígull er sjálfsagt útspil gegn þremur gröndum og þá tekur vömin fyrstu fimm slagina. Skrítið spil brids. Þijú grönd era and- vana fædd, en sex grönd eiga góða möguleika. Farsi * 7/scttu þessu hedag/tK-laúa -k^ftsebc d&Ure/« þúsný/áotUri kjórÁ/rvii,! " VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Reglur virtar að vettugi? SÆLUHÚS Ferðafélags Islands í Hvítárnesi stendur rétt hjá friðlýstri rúst sem talin er frá því um 1100. Allt svæðið umhverfís húsið er grasi gróið. Stórt -bílastæði er afmarkað nokkra austar. Þaðan liggur göngustíg- ur heim að húsinu. Stór- um steinum hefur verið raðað yfír stíginn til að hindra akstur eftir hon- um. Mynd af stórum fjallatrukki í Morgun- blaðinu 14. september undir vegg sæluhússins sýnir að þessar sjálf- sögðu reglur hafa verið virtar að vettugi, stein- unum rutt burt og ekið yfir gras. Er þetta í sam- ræmi við ferðareglur á öræfum íslands? Tómas Einarsson Tapað/fundið Úr tapaðist VASAGULLÚR án keðju tapaðist á Deija- Vu 20. ágúst. Aftan á úrið eru grafnir stafimir KHH 11.09.93. Þeir sem geta gefíð upplýsingar um úrið eru beðnir að hafa samband í síma 653852. Fundarlaun. Lyklar fundust VIÐ GATNAMÓT Dun- haga og Tómasarhaga laugardaginn 10. september fundust tveir Assa-húslyklar með gúmmíhringjum, sem hanga á tveimur hringj- um. Sá efri er festur við bleikan plasthring með stórri krókfestingu. For- eldrar og krakkar era beðnir að athuga lykla- safnið sitt og sjá hvort eitthvað vantar. Upplýs- ingar í síma 15301. Helga. Með morgunkaffinu Ást er... hamingjutré sem teygir greinar sínar upp til himna. TM Reg. U.S P«t Oft.-all rights reserved • 1994 Los Angeles Times Syndicate Nýi ósýnileikabúningur- inn minn er ekki nærri eins góður og þú sagðir að hann yrði! Konan mín sagðist vilja vita hvort ég gæti bjargað mér sjálfur og þess vegna kom ég hingað. Víkveiji skrifar... Mikið óskaplega leiðist Víkveija allt aðilatalið í fjölmiðlum. Eilíf notkun orðsins aðili ber vott um sljóa hugsun, takmarkaðan orðaforða og vonda tilfinningu fyrir íslenzku máli. Fjölmiðlamenn gera nota þetta orð sí og æ þar sem önnur færu betur (sbr. „samkeppn- isaðila" í stað keppinauta, „skipu- lagningaraðila" eða „undirbúnings- aðila“ í stað skipuleggjenda) og það gera auglýsendur líka. Þannig birt- ist auglýsing í Morgunblaðinu ekki alls fyrir löngu, þar sem sagði að „eftirtaldir aðilar“ væru „söluaðil- ar“ vörunnar, sem auglýst var, og svo voru talin upp nokkur fyrir- tæki. Hvernig hefði nú verið að segja að eftirtalin fyrirtæki væru seljendur vörunnar, eða þá að minnka nafnorðafarganið, sem til er komið vegna enskra áhrifa, og segja bara að eftirtalin fyrirtæki seldu vörur frá auglýsandanum — eða er hann kannski auglýsingaað- ili?! xxx Stundum hnýtir Víkveiji í Póst og síma þegar honum finnst að eitthvað mætti betur fara hjá því ágæta fyrirtæki, og þess vegna er sjálfsagt að minnast á það þegar þjónusta þess er til fyrirmyndar. Víkveiji þurfti að stofna nýtt síma- númer í Vesturbænum og spurði hvort hægt væri að fá fimm stafa númer, sem byijaði á einum. Það var auðsótt. Víkveiji spurði þá hvort kannski væri hægt að hafa fæðing- arárið hans í númerinu — og starfs- fólk Pósts og síma linnti ekki leit í tölvunni fyrr en númer, sem upp- fyllti þessar sérkröfur, hafði fund- izt! Víkveijj hefur í áranna rás átt einna erfiðast með að muna síma- númerið hjá sjálfum sér, en nú er vonandi bætt úr því. xxx Víkveiji var nýlega í fríi í Eng- landi og lét framkalla nokkrar filmur með sumarleyfismyndum í London áður en heim var háldið. Hágæðaframköllun kostar þar allt að sjö pundum á filmu, eða um 750 krónur. Reyndar er hægt að fá ágæta framköllun fyrir þijú pund, eða rúmlega þijúhundruð krónur. Seinasta filman, sem tekin var í sumarleyfinu, var hins vegar sett í framköllun hjá Hans Petersen hér heima á klakanum og sú framköllun kostaði 1.400 krónur, eða nærri því helmingi meira! Hvernig getur eig- inlega staðið á þessum mikla verð- mun? X X x Nýi Lífeyrissjóðurinn Eining, sem Kaupþing hf. hefur sett á stofn, virðist girnilegur kostur fyrir ungt fólk, sem vill tryggja afkomu sína í framtíðinni. Slíkum kostum fer nú raunar óðum fjölg- andi. Það er hins vegar blóðugt fyrir ungt fólk, sem vill ráðstafa hluta af tekjum sínum í fijálsan líf- eyrissjóð, að vera bundið á klafa skylduaðildar að lífeyrissjóðum stéttarfélaga, sem oftar en ekki eru smáir, veikburða og ótryggir. Á meðan skylduaðildin er við lýði, er hætt við að margir telji sér ofviða að borga tvöfalt í lífeyrissjóð. Það er löngu kominn tími til að ríkis- stjórn og Alþingi afnemi skylduað- ild að lífeyrissjóðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.