Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 21 ________AÐSENPAR GREIIMAR_ Betrí afkoma ríkissjóðs lækkar vexti NÚ LIGGUR fyrir að afkoma ríkissjóðs á yfirstandandi ári verð- ur betri en ætlað var þegar þinglausnir fóru fram á sl. vori. í drög- um að fjárlagafrum- varpi næsta árs er jafn- framt gert ráð fyrir enn betri afkomu þar sem útgjöld hækka ekki frá því sem miðað var við í fjárlögum yfirstand- andi árs, en tekjurnar vaxa. Vegna minnk- andi halla dregur þar af leiðandi úr þörf ríkis- sjóðs fyrir lánsfé og vextir eiga að geta lækkað. Lækkun vaxta er ein meginforsenda frekari efna- hagsbata. Við slík skilyrði fjárfesta fyrirtækin meira en ella og ráða til sín fleira fólk. Enn eina vísbendingu um bjartari horfur í efnahagslífmu má sjá á hlutabréfamarkaðnum, en hann hefur tekið rösklega við sér á undanfömum vikum. Þetta er fagn- aðarefni og sýnir batnandi afkomu fyrirtækja, sem rekja má til hagstæð- ari markaðsskilyrða, lægri skatta og lægri vaxta. Vaxtalækkun fest í sessi Ríkisstjómin markaði skýra stefnu í vaxtamálum í lok október á síðast- liðnu ári. Stefnt var að því að lang- tímavextir spariskírteina fæm undir 5% og að aðrir vextir tækju mið af því. Þessu marki var náð í janúar sl. þegar spariskírteinavextir fóm undir 5% og sömuleiðis húsbréfavext- ir I apríl. Vextir á þriggja mánaða óverðtryggðum ríkisvíxlum urðu lægstir 4,41%. Lækkun vaxta á ríkis- verðbréfum hefur haft mikil og heilladijúg áhrif á aðra vexti og þannig orðið efnahagslífinu lyfti- stöng. Enn vantar þó á að vaxta- lækkunin hafi skilað sér að fullu. Fjárfestar þrýsta á vaxtahækkun um þessar mundir og vextir banka og sparisjóða em enn óeðlilega háir eins og sést á meðfylgjandi mynd. Það sem af er þessum mánuði hefur Seðlabankinn þrátt fyrir þetta selt tæpar 600 m.kr. af spariskírteina- eign sinni með ávöxtun á bilinu 4,5-4,9%. Þetta er vísbending um það að markaðurinn sættir sig við raun- vexti undir fimm prósentum. Ástand og horfur í efnahagsmál- um einkennast af stöðugleika í verð- lags- og gengismálum. Jafnframt er stöðnunartímabilið að baki og fram- undan tímabil hægfara efnahags- bata. Engin merki em um þenslu í efnahagslíf- inu. Loks eru góðar horfur á að veralega takist að minnka halla ríkissjóðs á næsta ári. Við þessi skilyrði á að vera hægt að treysta í sessi þá vaxtalækkun sem orðið hefur. Afar mikilvægt er að sam- staða sé meðal þjóð- arinnar um að halda vöxtum eins lágum og kostur er, enda er það besta leiðin til þess að atvinnulífið haldi áfram að eflast og vaxta- greiðslur heimilanna haldist innan hóflegra marka. Þetta er sérstaklega mikil- vægt í ljósi þess að framundan er gerð nýrra kjarasamninga og kosn- ingar til Alþingis. Hindranir fyrir eðlilegri vaxtaþró- un em að sumu leyti heimatilbúnar. Hér á eftir mun ég rekja nokkrar þeirra. Ríkisábyrgðin óviðunandi Vegna aukinnar spurnar eftir hús- bréfum og áhugaleysis lífeyrissjóða á húsnæðisbréfum þarf ríkissjóður að brúa bilið með auknum lántökum og ríkisábyrgðum. Það er allsendis óviðunandi og mjög varasamt ef horft er til lengri tíma að ábyrgðir ríkissjóðs í húsbréfakerfinu, sem ætla má að séu nú 50-60 milljarðar króna á 4-5 árum, hlaðist sífellt upp. Miklar ríkisábyrgðir geta rýrt láns- kjör ríkisins á alþjóðafjármagns- mörkuðum. í ijósi þessa hlýtur að vera full ástæða til að létta ríkis- ábyrgð af húsbréfum í náinni fram- tíð. Ríkisábyrgðin er ekki einungis í húsnæðiskerfinu heldur einnig á rík- isbönkunum, opinbemm fjárfesting- arlánasjóðum og ríkisfyrirtækjum og í reynd á sveitarfélögum. Þessir aðil- ar hafa aukið mjög umsvif sín á inn- lendum verðbréfamarkaði og í mörg- um tilfellum boðið meiri ávöxtun en ríkissjóður. Samkeppnin um fjár- magn á verðbréfamarkaði hefur því aukist. Það er öldungis ófært að rík- issjóður beri ótakmarkaða fjárhags- lega ábyrgð á öllum þeim sem standa í keppninni um takmarkað fjármagn. Mikilvægt er að það sé kannað rækilega hvemig ríkisábyrgðin skekkir samkeppnisstöðuna á mark- aðnum. Eðlilegast er að opinberar fjármálastofnanir, sem starfa í beinni samkeppni við einkaaðila, njóti ekki ríkisábyrgðar. Besta leiðin til að tryggja það er að bönkum og fjárfest- ingalánasjóðum sé breytt í hlutafélög og hlutabréf í þeim seld. Þangað til greiði þær gjald fyrir ríkisábyrgðina. Hugarfarsbreyting hjá lífeyrissjóðum Margoft hefur komið fram, að það er skylda forráðamanna lífeyrissjóða að ávaxta eignir þeirra eins vel og auðið er. En það er ekki vaxtapró- sentan ein sem skiptir máli. Framtíð lífeyrissjóðanna markast ekki síður af því að atvinna vaxi og kaupmátt- ur aukist. Lífeyrissjóðirnir hafa í allt- of litlum mæli keypt hlutabréf í ís- lenskum fyrirtækjum. Hér þarf greinilega að eiga sér stað hugarfars- breyting. Sjóðirnir verða að beina Afar mikilvægt er að samstaða sé meðal þjóð- arinnar um að halda vöxtum eins lágum og kostur er, segir Fríðrik Sophusson, enda er það besta leiðin til þess að atvinnulífíð haldi áfram að eflast og vaxta- greiðslur heimilanna haldist innan hóflegra marka. sjónum sínum í auknum mæli að ís- lenskum hlutabréfamarkaði. Með sama hætti má segja að 5% raun- ávöxtun á áhættulausum bréfum ís- lenska ríkisins sé afar góður kostur í samanburði við aðra þegar til lengri tíma er litið. Alla þessa innlendu ávöxtunarkosti hljóta lífeyrissjóðirnir því að skoða vel áður en leitað er til útlanda. Fjölbreyttari verðbréf Betri afkoma ríkissjóðs getur lækkað vexti og blásið lífi í atvinnu- starfsemina. Ríkissjóður hefur einnig kappkost- að á undanförnum áram að auka fjöl- breytni ríkisverðbréfa og koma til móts við markaðinn. Nú er til skoð- unar hvort ríkissjóður eigi að bjóða innlendum fjárfestum bréf með gengisviðmiði í ÉCU. Þannig mætti einnig hamla gegn fjármagnsstreymi úr landi en það er töluvert. Slík bréf gætu verið eftirsóknarverð fyrir fjár- festa, enda bæm þau áþekka vexti og gilda á erlendum verðbréfamörk- uðum. Jafnframt verða bréf ríkis- sjóðs boðin til enn lengri tíma en verið hefur, eða allt að 20 ára. Fyrir langtímafjárfesta er það áreiðanlega fagnaðarefni. Mikilvægt er að tryggja enn betur þann árangur sem náðst hefur í vaxtamálum. Annars vegar með því að tryggja áframhaldandi stöð- ugleika í verðlags- og launamálum. Hins vegar með frekari breytingum á innlenda fjármagnsmarkaðnum eins og hér hefur verið lýst. Að því þarf að vinna á næstunni. Höfundur er fjármálaráðherra. ikammtímaávöxtun á fjármagnsmarkaði 1993-1994 % r.~: i / \ Altnenn víxillán. meðaltal 1 j V — / V " j R0cisvíxlar-3ja mán., útboð 1993 , 1994 20 18 16 MEÐALÁVÖXTUN almennra víxillána í bönkum, sem nú er í kring- um 12%, og ávöxtun 3ja mánaða ríkisvíxla, sem er um 5%. Á brota- línunni er birtur vaxtamunur á milli ríkis og banka. Það sem af er þessu ári hefur þessi munur aukist, þ.e. ávöxtun á ríkisbréfum hefur lækkað en bankavextir hafa staðið í stað eða hækkað. Friðrik Sophusson “1 ^FLÍSASJÍERAR " OG FLISASAGIR tif Stórhöfða 17. við Gullinbrú, sírni 67 48 44 jrífffi ■■II kaml/nlliin Suðurveri, Stigahlíð 45, sími 34852 Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar OAAJVO l HREINT LAND FAGURT LAND HRLMINGUR AF ANDVIRDI POKANS RLNNl'R TIL LANDGRÆÐSLUOG NÁTTÚRL'VERNDAR Samstarf Landverndar við verslanir og neytendur hefur skilað 80 milljónum til umhverfisverndar. Þökk fyrir stuöninginn. 'SS' LANDVERND I BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI byöur þér góöan dag Ljúffeng og holl hlanda af úrvals ávöxtum, ristuðu korni, hnetum og möndlum. 1 Njóttu þess á þinn hátt - hvencer dagsins sem þú helst vilt. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.