Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 10
10 FÖSTUÐAGUR 16. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ: miövíkudaga: 20:00 - 01:00 timmtudaga: 20:00 - 01:00 föstudaga: 20:00 - 03:00 laugardaga: 20:00 - 03:00 sunnudaga: 20:00 - 01:00 FRETTIR AKUREYRI EINT FLUC I mm Þriðjudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga. Yerð frá kr. 3.200 fluqfélaq noróurlands Iif SÍMAR 96-12100 og 92-11353 hunda KANADÍSKI dýralæknirinn Lotte Davis heldur fyrirlestur um fóðrun hunda á morgun, laugardag, í Sól- heimakoti við Hafravatnsveg kl.. 14. „Hún fjallar um grundvallaratriði í fóðrun hunda, til dæmis innihald hundafóðurs og nauðsyn þess að næringarefni séu i réttum hlutföli- um. Hún Qallar sérstaklega um fóðrun hvolpa, hvolpafullra tíka, vinnuhunda og einnig um sjúkra- fæði hunda,“ segir Helga Finnsdótt- ir dýralæknir. Að sögn Helgu verður fyrirlestur- inn fluttur á ensku, en túlkaður jafnóðum ef þörf er á. „Mikið úrval hundafóðurs er á markaði hér en gæðin misjöfn. Lítið er um fræðslu um fóðrun hunda á íslensku og því erum við þakklát fyrir að fá hingað sérfræðing á þessu sviði.“ ♦ ♦ ♦ Fyrirlestur um fóðrun Blóma- sýning í Perlunni BLÓMASÝNINGIN íslensk blóm ’94 verður opnuð í Perlunni í Öskju- hlíð í dag, föstudaginn 16. septem- ber, kl. 17. Halldór Blöndal land- búnaðarráðherra opnar sýninguna. Á sýningunni sýna helstu blóma- framleiðendur og ýmsar blóma- verslanir landsins framleiðslu sína og þjónustu, m.a. pottablóm, af- skorin blóm og blómaskreytingar. Sýningin verður opin almenningi um helgina frá kl. 12-18. -----♦.♦ ♦ Afmælis- veisla í Öskjuhlíð AFMÆUSVEISLA verður við bensínstöð Skeljungs í Öskjuhlíð í dag, föstudag, frá kl. 14-18, en þá ætlar starfsfólk að fagna því með viðskiptavinum að 5 ár eru lið- in síðan bensístöðin opnaði. Boðið verður upp á ýmislegt góð- gæti auk þess sem allir viðskipta- vinir sem koma til afmælisveislunn- ar verða leystir út með sérstökum kaupbæti. Víkingasveitin æfði nyrðra VÍKIN GAS VEIT lögreglunnar hefur verið við æfingar á Akur- eyri síðustu tvo daga og sagði Jón Bjartmarz, aðalvarðstjóri vík- ingasveitarinnar, æfinguna lið í reglubundinni þjálfun sveitarinn- ar. Hann sagði æfinguna tvíþætta, „við æfðum í fyrsta lagi útkall norður þar sem reynir á samvinnu lögreglunnar á Akureyri en hún var til fyrirmyndar og í öðru lagi æfðum við gíslatökuaðgerðir um borð í skipum," sagði Jón. Hluti lögregluliðsins á Akureyri tók þátt í æfingunum sem tókust vel að sögn aðalvarðstjórans. Myndin er tekin að æfingu lokinni. Ráðstefna um kynhlutverk KENNARADEILD og endur- menntunarnefnd Háskólans á Ak- ureyri efna til ráðstefnu sem ber yfírskriftina „Undan oki kyn-legra hlutverka" - þjálfun samskipta og sjálfstæðis hjá ungum sem öldnum. Fýrirlesarar verða þær Dr. Nina Colwill og Margrét Pála Ólafsdótt- ir. Nina Colwill er sálfræðingur og prófessor við Manitobaháskóla í Kanada, hún hefur skrifað bækur og fjölda greina um rannsóknir sínar. Hún hefur oft heimsótt ís- land og flutt fyrirlestra við Háskól- ann á Akureyri. Margrét Pála er leikskólastjóri á Hjalla í Hafnar- firði og hefur fimm ára reynslu af starfi með kynskipta hópa 2-6 ára barna með sérstakt stúlkna- og drengjauppeldi og þá hefur hún skrifað bókina Æfingin skapar meistarann - leikskóli fyrir stelpur og stráka og Að klífa hjallann - ný leið í leikskólastarfí sem er fylgirit með samnefndu mynd- bandi. Ráðstefnan hefst kl. 9.00 á morgun, laugardaginn 17. septem- ber, í húsnæði Háskólans við Þing- vallastræti og stendurtil kl. 16.00. Skráning fer fram i skólanum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Skóladeilan í Mývatnssveit Lausn í sjónmáli SVEITARSTJÓRN Skútustaða- hrepps kom saman til fundar gær- dag til að ræða þá stöðu sem upp er komin í skólamálum í sveitinni. Suðursveitungar sem enn hafa ekki sent böm sín, rúmlega 20 talsins, í skólann í Reykjahlíð ræddu málin einnig í gær, en þriggja manna sendinefnd þeirra hitti Olaf G. Ein- arsson menntamálaráðherra að máli í Reykjavík í fyrradag. Sveitar- stjóm Skútustaðahrepps ákvað að leggja niður skólasel á Skútustöð- um og sameina skólahald undir einu þaki í Reykjahlíð, en því em suður- sveitungar alfarið á móti og segja rétt brotin á börnum vegna óhóflegs skólaaksturs. Börnin hafa ekki komið í skólann i viku. Suðursveitungar fóru yfír stöðu mála í gær og ræddu leiðir sem gætu leyst deiluna, en svo virtist sem lausn væri í sjónmáli að því er fram kom í samtölum við Mý- vetninga, en þeir vildu í gærkvöld ekki láta hafa eftir sér í hverju sú lausn væri fólgin. Menn áttu von á að til tíðinda drægi í dag, föstudag. Morgunblaðið/Rúnar Þór Léttur leikfímitími NÝNEM AR voru vígðir inn í samfélag þeirra eldri í Verk- menntaskólannum á Akureyri í gær. Busar hlýddu á ávarp í Gryfjunni, samkomusal skólans, en að því búnu var þeim raðað á svokallað Pálmholtsband, kennt við leikskóla einn í bænum og gengið var fylktu liði á Ráð- hústorg. Þar var boðið upp á léttan leikfimitíma áður en þrammað var að nýju upp á Eyrarlandsholt hvar góðgjörðir voru fram bornar. Námskeið fyrir fatlaða FYRIRHUGAÐ er að halda námskeiðið „Að flytja að heiman" á Botni í Eyjafjarðar- sveit dagana 30. september til 1. október næstkomandi. Að námskeiðinu standa FFA (Fræðsla fyrir fatlaða og að- standendur), Svæðisskrifstofa Norðurlands eystra, Styrktar- félag vangefinna á Norður- landi og Foreldrafélag barna með sérþarfír á Akureyri. Ætlað foreldrum Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað þeim foreldrum fatlaðra einstaklinga 16 ára og eldri sem vilja kynna sér hinar ýmsu hliðar þess þegar fatlaður einstaklingur flytur að heiman og þá valkosti sem fyrir hendi eru. Fatlaðir eru sérstaklega hvattir til að taka þátt í námskeiðinu og verður efni þess og fyrirkomulag aðlagað þörfum þeirra. Kynnt verða mismunandi búsetu- form og íjallað um stoðþjón- ustu frá ríki og bæ, fatlaðir og aðstandendur lýsa reynslu sinni og væntingum við flutn- ing úr foreldrahúsum og reynslu af þjónustunni, en erindi á námskeiðinu flytja fagmenn, fatlaðir og aðstand- endur. Umræður fara fram í hópum þar sem hverjum og einum gefst kostur á að tjá hug sinn og kynnast viðhorf- um annarra. Nánari upplýs- ingar fást á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Stórholti 1. Akureyri. Skrúðganga leikara LEIKARAR og starfsfólk Leikfélags Akureyrar fara í skrúðgöngu frá Samkomu- húsinu að Ráðhústorgi í dag, föstudag, og hefst gangan kl. 16, en með þessum hætti verð- ur nýju leikári fagnað. Persón- ur úr Karamellukvörninni taka lagið og Fred og Alice, feita parið úr Barpari, taka þátt í gleðinni, en sýningar á þessum leikverkum heijast innan skamms. Leikfélagsfólk vonast til að sem flestir njóti stundarinnar með þeim en öll- um eru velkomið að taka þátt í göngunni. Sala aðgangskorta Sala aðgangskorta á sýn- ingar hjá Leikfélagi Akur- eyrar í vetur hefst í dag, föstu- dag, en í frétt frá félaginu sem birtist í blaðinu í gær var gef- ið upp of hátt verð á frumsýn- ingarkortum. Þau lækka um helming frá því á síðasta ári, úr 10.400 krónum í 5.200. Kortið gildir á þrjár sýningar, Ovænt heimsókn, Á svörtum fjöðrum og Þar sem Djöflaeyj- an rís, en í fyrra gilti frumsýn- ingarkortið á fjórar sýningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.