Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Broddi Jóhann-
esson var fædd-
ur í Litladalskoti í
Lýtingsstaða-
hreppi í Skagafirði
21. apríl 1916.
Hann lést á heimili
sínu í Reykjavík 10.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Jóhannes Þor-
steinsson kennari
og bóndi, síðast á
Uppsölum í
Blönduhlíð, og
Ingibjörg Jóhannsdóttir kenn-
ari og húsfreyja. Bróðir
Brodda var Jóhann Lárus, f.
20. maí 1914, d. 31. maí 1989,
hann stundaði háskólanám í
eðlisfræði, kenndi síðan við
Menntaskólann á Akureyri en
var iengst bóndi á Silfrastöð-
um í Blönduhlíð. Ekkja hans
er Helga Kristjánsdóttir frá
Fremstafelli í Ljósavatns-
hreppi, S-Þing. Fyrri kona
Brodda var Guðrún Þorbjarn-
ardóttir, f. 10. jan. 1915, d. 5.
júní 1959, dóttir Þorbjamar
Þórðarsonar læknis og konu
hans Guðrúnar Pálsdóttur.
Börn þeirra eru Guðrún, f. 22.
ágúst 1941, hjúkrunarforstjóri
í Borgamesi, maður hennar
er Guðjón Ingvi Stefánsson
framkvæmdastjóri Samtaka
sveitarfélaga á Vesturlandi,
Þorbjöra, f. 30. janúar 1943,
prófessor við Háskóla íslands,
kvæntur Guðrúnu Hannesdótt-
ur bókasafnsfræðingi, Þor-
BRODDI, nú ert þú horfinn héðan
og minningamar hrannast upp.
Hugurinn reikar til æskustöðv-
anna. Það var gaman að alast upp
í Sporðagrunni. Ingibjörg dóttir þín
var æskuvinkona mín og þitt heim-
ili var annað heimili mitt. Enda
ekki langt að fara, þið bjugguð við
hliðina á mér. Það þótti sjálfsagt
að ég labbaði inn og út af þínu
heimili eins og ég ætti líka heima
þar. Oft er ég kom sættir þú lagi
að uppfræða litlu stelpuna um lífið
og tilveruna um listir og menningu
og ekkert var þér óviðkomandi.
Ég vissi það ekki þá hversu nota-
dijúgt þetta spjall okkar átti eftir
að verða mér seinna á lífsleiðinni.
Faðir minn átti ekki bíl, taldi holl-
ara að labba á tveim jafnfljótum
eða taka strætó. Mér fannst þetta
gott fyrirkomulag, nema að einu
leyti, ég kynntist ekki landinu okk-
ar. Þá tókst þú mig upp á þína
arma, við Imba löbbuðum á fjöll
með þér, keyrðum um öræfin og
kynntumst landinu á heillandi hátt.
Nestið var seitt rúgbrauð og smjör.
Oftar en ekki var meistari Kjarval
með í för. Mér fannst hann furðu-
legur karl. Stundum bað hann þig
að stoppa, stökk út úr bílnum og
stóð á höfði. Eða málaði, þá sátum
við grafkyrrar í bílnum í eilífðar-
tíma að okkur fannst. Eða gestim-
ir sem komu til þín, þeir vom oft
skrítnir og við Imba sátum með
augu eins og undirskálar og
gleyptum í okkur hvert orð.
Þessi ár vom skernmtileg og
áhyggjulaus. Við uxum úr grasi,
giftumst og fómm sín í hvora átt-
ina, en alltaf fylgdist þú með úr
Qarlægð og fagnaðir innilega er
ég kom í heimsókn í Sporðagmnn.
Takk fyrir tryggð þína og ljúfar
samvemstundir.
Ása Helga Ragnarsdóttir.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(úr Hávamálum).
í dag er mér þungt um hjart-
arætumar því nú verður til moldar
borinn hjartfólginn afabróðir minn
steinn, f. 16. júlí
1948, sölumaður í
Reykjavík, kvænt-
ur Guðríði Stein-
unni Oddsdóttur
meinatækni, Ingi-
björg, f. 23. júní
1950, deildarsér-
fræðingur í félags-
málaráðuneytinu,
gift Sigurði Jak-
obssyni jarðefna-
fræðingi hjá Raun-
vísindastofnun,
Broddi, f. 17. októ-
ber 1952, frétta-
maður, kvæntur Björgu EU-
ingsen, fulltrúa í menntamála-
ráðuneytinu, og Soffía, f. 4.
júní 1959, röntgentæknir, kjör-
dóttir Sverris Þorbjörnssonar
og Ragnheiðar Asgeirs. Bama-
hörain eru 12 og barnabaraa-
börnin þrjú. Seinni kona
Brodda er Friðrika Gestsdótt-
ir, f. 13. júlí 1927, mennta-
skólakennari, dóttir Gests Jó-
hannssonar verslunarmanns á
Seyðisfirði og konu hans
Hólmfríðar Jónsdóttur. Að
loknu stúdentsprófi 1935
stundaði Broddi nám í sálar-
fræði og heimspeki og lauk
doktorsprófi í sálarfræði í
Miinehen árið 1940. Hann var
kennari við Kennaraskóla Is-
lands 1941-62, skólasljóri
1962-71 ogrektor Kennarahá-
skólans 1971-75. Eftir hann
liggja mörg rit frumsamin og
þýdd auk fjölda greina. Útför
hans fer fram frá Dómkirkj-
unni í dag.
Broddi Jóhannesson. Má þó einnig
segja að þetta sé gleðistund, því
eftir erfið og langvarandi veikindi
hefur hann loks hlotið lausn og
veit ég að vel hefur verið tekið á
móti honum handan við móðuna
miklu.
Hans verður þó sárt saknað af
okkur sem eftir lifum og vildum
að samverustundimar hefðu getað
orðið fleiri með honum heilum
heilsu. Þó að stundimar með
Brodda í þessu lífí séu liðnar, eig-
um við þó allar góðu minningamar
eftir og þær munu lifa áfram.
Elsku Broddi frændi, ég vil nú
kveðja þig að sinni, með þökk fyr-
ir allt. Ég trúi að eftir þessu lífi
taki við annað og einhvem daginn
hittumst við þar á ný.
Helga Fanney
Jóhannesdóttir.
Við samleik regns og sólar, birt-
ist litbogi Bifrastar og þá ná hönd-
um saman í sáttmála, Guð og
menn. Einhver stendur þar undir,
búinn til ferðar og þá man ég lof-
orð, mér sjálfum gefið, að heim-
sækja gamlan vin.
Nú sé ég hann feta sig upp eft-
ir litboga Bifrastar en um leið
hverfúr mér leiðin til hans og
kveðja mín ósögð, rennur saman
við litlausa þögnina.
Því fór ég ei til að þakka þér,
vinur. Þú kenndir mér að setja
manninn ofar boðum og bönnum,
virða helgi náttúrunnar og að leita
frelsisins í listinni.
Það var gott að eiga með þér
samleið um stund en nú skilja leið-
ir og þar sem þú hefur litfagran
sáttmálsbogann að baki, sé ég þig
í gegnum sólbjartan regnúðann,
veifa í kveðjuskyni til ástvina
þinna. Þeim á ég huggun og sam-
úð að gjalda en sjálfur mun ég
geyma ósagða kveðju mína í hjarta
mér.
Jón Ásgeirsson.
Dr. Broddi Jóhannesson vann
brautryðjendastarf á mörgum svið-
um uppeldis- og skólamála á Is-
Iandi. Hann mun lifa lengi í verkum
sínum og um þau verða sjálfsagt
samdar lærðar ritgerðir þegar
tímar líða. En mér er annað ofar
í huga á þessari stundu.
Þegar mér barst fregnin um
andlát Brodda Jóhannessonar fann
ég fyrst til tómleika - líkt og ég
hefði glatað einhverju - síðan
saknaðar með votti af sektar-
kennd. Það er staðreynd að ég hitti
Brodda Jóhannesson aldrei framar.
Aðeins fáein persónuleg kveðjuorð
að skilnaði.
Sú var tíðin að við Broddi
sáumst næstum daglega eða rædd-
um saman í síma; einkum á árun-
um rétt eftir 1970 þegar ég var
ráðinn __ sk^lastjóri Æfingaskóla
KHÍ. Ég hafði enga reynslu af
skólastjóm og þurfti því margs að
spyrja og mjög á stuðningi að halda
meðan ég var að venjast starfinu.
Leiðsögn Brodda á þessu tíma-
skeiði var mér og Æfingaskólanum
ómetanleg.
En löngu áður hafði ég tíðum
leitað á náðir Brodda Jóhannesson-
ar með ýmisleg málefni sem mér
voru hugleikin á þeim ámm og
ekki öll ýkja merkileg. Þessu
kvabbi mínu í tíma og ótíma tók
Broddi af stakri Ijúfmennsku;
reyndi að liðsinna og leiðbeina mér
sem þó var ábyggilega heldur van-
þakklátt verk. Fyrir þann stuðning
langar mig að þakka þótt seint sé
og virðist nú næsta marklaust. En
þegar ég lít til baka og hugsa um
þetta endalausa ónæði sem ég bak-
aði Brodda og fjölskyldunni er
ekki laust við að ég fínni til óþæg-
inda. Hvllík sóun hefur þetta ekki
verið á tíma manns, sem hafði
ákaflega mörgum skylduverkum
að sinna: kennslu, ritstörfum og
Qölmörgum öðrum verkum, svo að
ekki sé minnst á fjölskylduna.
Samt eru mér hversdagsannir
eða tilefni þeirra ekki efst 'í huga
þegar ég hugsa til samskipta okk-
ar Brodda. I minningunni er yfir
þeim einhver andblær frá hinu
óvænta og nýstárlega. í vitund
mína er greypt sú tilfinning að það
hafi alltaf verið svo spennandi og
skemmtilegt að hitta Brodda Jó-
hannesson; eitthvað sem á skylt
við hátíð og böm mundu ef til vill
kenna við jólin. Kannski er það líka
þessvegna sem ég hefi hálfvegis á
tilfinningunni að hafa gjaman týnt
þræðinum þegar ég bar upp erindi
við hann eða jafnvel gleymt því
með öllu. Ekki mundi það háttalag
þylq'a björgulegt nú á tímum gæða-
stjómunar! En mér fannst þá og
finnst enn að það hafi ekki skipt
svo miklu máli. Hlutimir horfðu
öðru vísi við en áður og tilveran
hafði fengið á sig örlítið annan
blæ. Það skipti öllu máli.
Við Broddi Jóhannesson hitt-
umst ekki oft hin síðustu ár. Ég
sakna þess nú að ég skyldi ekki
leita eftir að halda áfram samræð-
unni frá fyrri tíð. En úr því verður
nú ekki bætt fremur en svo mörgu
öðru.
Sumarið 1991 kom ég í heim-
sókn til þeirra hjóna, Friðriku og
Brodda, þar sem þau dvöldu í sum-
arhúsi sínu á Silfrastöðum í Skaga-
firði. Þau hjónin tóku mér elsku-
lega að vanda og við röbbuðum
lengi saman um allt og ekki neitt
líkt og oft áður. Mér þykir sérlega
vænt um að eiga minninguna um
þessa síðdegisstund, ekki síst frá
þessum stað sem Brodda var svo
kær.
Ég votta konu Brodda, Friðriku
Gestsdóttur, bömum hans og fjöl-
skyldum þeirra innilega samúð
mína. »
Jónas Pálsson.
Margs er að minnast þegar litið
er til baka yfír heila starfsævi, að
mestu á einum og sama stað. Sam-
starfsfólkið hefur skilið eftir spor
í minningunni. Einn þeirra er Dr.
Broddi Jóhannesson sem kvaddur
er í dag. Sálfræðingurinn, heim-
spekingurinn, vísindamaðurinn,
rithöfundurin, kennarinn og skóla-
stjórinn er án efa ofarlega í huga
margra á þessari kveðjustund m.a.
fyrmrn nemenda og samstarfs-
manna.
Margs er að minnast frá áratuga
samstarfí við Kennaraskólann og
Kennaraháskólann. Á litiu kenn-
arastofunni í gamla skólanum gat
stutt frásögn Brodda af mönnum
eða málefnum gjörbreytt andrúms-
loftinu á svipstundu og ætíð til
hins betra. Sama er að segja um
stóru yfirfullu kennarastofuna við
skólann í Stakkahlíð. Hinn einstaki
frásagnarhæfíleiki Brodda létti oft
lund í önnum dagsins. Oftast nýtti
hann þennan hæfileika sinn til að
gleðja aðra en brá honum þó einn-
ig fyrir sig til að undirbúa jarðveg-
inn fyrir það sem hann ætlaði að
segja. í kennslu notaði hann mikið
dæmisögur til að örva hugsun og
skilning nemenda á námsefninu
eða beina athyglinni að umhverfinu
og samskiptum við menn og mál-
leysingja. Sá vaxtarbroddur vit-
ræns þroska sem fólst í dæmisög-
um hans var líklegur til að þróast
með nemendum jafnvei löngu eftir
að skólagöngu lauk og víkka sjón-
deildarhring þeirra og skilning í
samræmi við tilgang lærimeistar-
ans. Eitthvað hefur þó heyrst um
að ekki hafi allir átt jafn auðvelt
með í fyrstu að tengja frásagnir
af kindum, hrossum og fuglum við
námsverkefnin en það kom með
æfingunni.
Þótt minningar hverfi oft með
þeim sem þær hýsa má geta sér
þess til að minningin um Brodda
Jóhannesson eigi eftir að lifa lengi
með þjóðinni af ritverkum hans.
Hin listræna framsetning efnis
og fágun í meðferð móðurmálsins
á án efa eftir að gleðja augu kom-
andi kynslóða.
Stephan G. Stephansson lýsir
sjálfum sér í vísunni:
Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, prestur.
Smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur.
Ekki er Qarri að heimfæra megi
hluta þessa erindis upp á sveitunga
hans, dr. Brodda. Smiður var hann
góður, yfirmaður stórrar mennta-
stofnunar, nátengdur landinu og
náttúrunni og að hætti einyrkjans
hikaði hann ekki við að plægja,
oft grýtta jörð, í menntamálum
síns tíma.
Það er dýrmæt reynsla að hafa
fengið að starfa með slíkum manni.
Hugsunarsemi og umhyggja hans
fyrir velferð nemenda er vel þekkt
er erfíðleikar steðjuðu að. Kvabbi,
oft um minni háttar mál, var ætíð
vel tekið. Traust vinátta hans er
hins vegar sú gjöf sem er öðrum
æðri. Hana ber að þakka.
Eiginkonu hans Friðriku Gests-
dóttur, bömum Brodda og fiöl-
skyldum þeirra votta ég samúð
mína.
Sigríður Þ. Valgeirsdóttir.
Dr. Broddi Jóhannesson fyrrver-
andi rektor, einn merkasti skóla-
maður íslendinga á þessari öld og
sá er mest hefur mótað íslenska
kennaramenntun, er genginn eftir
langvarandi veikindi. Sá er þessar
línur ritar varð þeirrar gæfu að-
njótandi að starfa með Brodda síð-
ustu rektorsár hans, 1973-1975.
Frá fyrstu kynnum var mér ljóst
að þar fór leiðtogi í orðsins bestu
merkingu. Hann minnti á spekinga
fom-Grikkja sem létu sér ekkert
óviðkomandi, vom sífellt leitandi,
fræðandi og gefandi. Öllum, jafnt
smáum sem stórum, leið vel f ná-
vist hans. Mannviska hans og
þekking geislaði af honum, hann
lagði ætíð gott til mála og hafði
bætandi áhrif á umhverfið hvar
sem hann fór.
Undir forystu Brodda var lyft
Grettistaki í að styrkja kennara-
menntun á íslandi. Gamall starfs-
menntaskóli, sem oft hafði verið
homreka hjá íjárveitingavaldinu,
breyttist á nokkrum árum í öflugan
háskóla. í nokkur ár stjómaði
BRODDIJOHANNESSON
Broddi í raun þremur skólum:
Fjögurra ára kennaraskóla í göml-
um stíl, hefðbundnum menntaskóla
og þriggja ára kennaraháskóla.
Það er með ólíkindum að þetta
skyldi takast þrátt fyrir allt of lítið
húsnæði þar sem hver kompa var
gemýtt, lítinn búnað á nútíma vísu
og fámenna skrifstofu. En atorka
Brodda og hjartalag, ásamt góðu
kennaraliði gerði þetta unnt. Hann
gaf sér ætíð tíma til að ræða við
nemendur og kennara enda urðu
starfsdagamir oft langir og helg-
arnar og leyfin stutt.
Fyrsta heimsókn mín á skrif-
stofu hans eftir að ég tók til starfa
sem kennari við Kennaraháskólann
er mér eftirminnileg. Er kennsla
hófst varð mér fljótt ljóst að búnað-
ur til að kenna mína grein var lak-
ari en gerist í háskólum. Að lok-
inni kennslu einn fagran haustdag
fór ég á skrifstofu Brodda, hugðist
rekja raunir mínar og var mikið
niðri fyrir. Hann hefur eflaust séð
það er ég birtist í dyrunum því
hann rauk á fætur og bauð mér í
ökuferð á Land-Rovemum upp til
heiða. Við þessar móttökur rann
mesti asinn af mér og erindið
gleymdist í bili, en fegurð náttúr-
unnar, ásamt sögum af mönnum
og hestum á þeim slóðum sem við
fóram yfir, varð umræðuefnið. Þar
var Broddi í essinu sínu og átti sér
engan líka. Erindi mitt kom til
tals nokkram dögum síðar og fékk
þá úrlausn sem kostur var á.
Sú menntun, bæði í skóla og
utan hans, sem nemendur hlutu
undir leiðsögn Brodda var traust
og hefur reynst þeim vel í lífi sem
starfi. Hann sá hið hversdagslega
í skýrara ljósi en flestir og vakti
nemendur og samstarfsmenn oft til
umhugsunar um að jafnvel smæstu
atriði gátu átt hlutverki að gegna
og skipt sköpum í tilveranni.
Dr. Broddi Jóhannesson hefur
lokið heilladijúgu starfí. Andi hans
svífur enn yfir vötnum í Kenn-
araháskóla íslands og enn eru
sagðar sögur á kennarastofu af
starfi Brodda. Skólaráð og starfs-
fólk Kennaraháskólans heiðraði
hann á sjötugsafmæli hans með
því að gefa út veglegt afmælisrit,
Gefið og þegið. Þrem áram síðar
var hann, ásamt dr. Matthíasi Jón-
assyni fyrrverandi prófessor í upp-
eldis- og kennslufræðum við Há-
skóla Islands, sæmdur heiðurs-
doktorsnafnbót, Doctor Education-
is Honoris Causa, við Kennarahá-
skóla íslands.
Fyrir hönd Kennaraháskóla ís-
lands sendi ég eiginkonu Brodda,
bömum og aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur. Megi andi hans
fylgja kennaramenntun um ókomin
ár.
Þórir Ólafsson.
Fyrir réttum fimmtíu áram hóf
ríflega tuttugu manna hópur nám
í fyrsta bekk Kennaraskólans. At-
vikin höguðu því svo að þá kenndi
dr. Broddi Jóhannesson um þriðj-
ung bóklegrar kennslu í bekknum
og það var samdóma álit hópsins
að veturinn hefði verið ólíkt
skemmtilegri en ella fyrir vikið.
Broddi var fræðari og uppalandi,
oft glettinn, stundum smástríðinn,
en næmur á tilfínningar annarra,
var félagi og bar hag nemenda
fyrir bijósti. Stagl og yfirheyrsla
hentaði honum ekki og við ungling-
amir voram nokkuð ráðvilltir í
fyrstu en nutum síðan tímanna
þeim mun betur, ekki síst í uppeld-
isgreinum. Um kennslu Brodda
skrifaði einn nemenda skólans frá
þessum áram: „Broddi var allt
öðravísi en hinir kennaramir ...
Umfjöllun hans um námsefni var
á einhveiju hærra stigi... ég mundi
nú kalla það háskólastig ... maður
neyddist til að hugsa ...“ Það var
þessi kennsla ásamt þeirri
mennsku er einkenndi samskipti
hans við nemendur í tímum og
utan sem gerðu hann eftirminni-
legasta og vinsælasta kennarann,
og mótunaráhrif hans entust því
fordæmi er sterkara en prédikun.