Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Fjölskyldan í Hewlett- Packard geisla- prenturum HP LaserJet 4L & 4ML Tilvalinn geislaprentari tyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. 300 dpi + RET*. 4 síður á mínútu. HP LaserJet 4L á einstöku tilboði kr.69.900 stgr. m. vsk. HP LaserJet 4P & 4MP Hágæða 600 punkta útprentun i fyrirferðalitlum geislaprentara. 600 dpi + RET*. 4 síður á mínútu. HP LaserJet 4P kr. 137500 stgr. m. vsk. HP LaserJet 4 PLUS & 4M PLUS Nýr HP geislaprentari með hágæða 600 punkta útprentun. Hraðvirkur. 600 dpi + RET*. 12 síðurá minútu. HP LaserJet 4 PLUS kr.209.900 stgr. m. vsk. HP LaserJet 4Si & 4Si MX Hraðvirkur alhliða geislaprentari fyrir meðalstór og stór netkerfi. 600 dpi + RET*. 16 siður á minútu. HP LaserJet 4Si kr.414.900 stgr. m. vsk. Kynntu þér heila fjölskyldu af Hewlett-Packard geislaprenturum hjá Tæknivali. * dpi = Upplausn ^ punkta á tommu. RET = HP upplausnaraukning. .*» 'ötok* Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 Fax(91)680664 AÐSENDAR GREINAR Hvernig á að tryggja gæði starfsnáms í framhaldsskólum? Svar við grein Friðriks Eysteins- sonar lektors Í FRAMHALDI af útkomu skýrslu Nefndar um mótun menntastefnu hafa orðið nokkuð líflegar umræður um mennta- og skólamál. Er það vel, ekki síst vegna þess, að ekki hefur verið um auðugan garð að gresja í uppbyggilegri skólamálaum- ræðu hér á landi undanfarin ár. Ég fagna þessari umræðu af sömu ástæðu og Guðmundur Sæmundsson, kennari, sem skrifaði ágæta grein í Morgunblaðið föstudaginn 26. ágúst sl. og óskaði eftir „frjórri umræðu um þau stórtíðindi, sem Nefnd um mótun menntastefnu boðar“. Ýmsir fleiri hafa tekið sér penna í hönd og ýmist verið sammála nefndinni, eða fundið einstökum tillögum hennar sitthvað til foráttu. Ég mun í þess- ari grein einungis gera eitt atriði að umtalsefni, þótt freistandi hefði verið að huga að ýmsum fleiri. Ég hvet hins vegar til áframhaldandi umræðu vegna þess að skóla- og menntamál þurfa sífellt að vera til umræðu og verða í rauninni aldrei að fullu rædd. Að móta menntastefnu Menntastefna verður aldrei að fullu mótuð, því í raun er enginn einn sannleikur til í þessum efnum. Jafnvel þótt menn kæmu sér saman um markmið, sem allir væru sam- mála um að keppa að, er hitt ljóst, að á hveijum tíma verður ávallt álita- efni hvaða leiðir skuli fara til að ná þeim markmiðum. Mótun mennta- stefnu er mannanna verk, sem hlýtur að vera sífellt til endurskoðunar. Menntastefna grípur á svo mörgum þáttum mannlífsins og snertir svo marga þjóðfélagsþegna að sammæli þjóðarinnar allrar um stefnuna þarf að nást í sem allra ríkustum mæli ef til heilla á að horfa. Þetta grund- vallaratriði endurspeglast mjög sterkt í áliti Nefndar um mótun menntastefnu. Nefndin hefur lagt fram margar beinar tillögur um út- færslu, en í fjölmörgum atriðum dregur hún einvörðungu upp meginl- ínur og gerir ráð fyrir að frekari útfærslur fylgi á síðara stígi, eftir að nauðsynlegar umræður hafa átt sér stað víðsvegar í þjóðfélaginu og sameiginlegur skilningur og sam- staða hefur náðst. í sama anda telur nefndin valddreifða ákvörðunartölju betur fallna til árangurs en mið- stýrða, eins og m.a. má sjá af tillögum hennar um skipt- ingu námskrár í aðalnámskrá, sem menntamálaráðu- neytið hefur for- göngu um, og skólanámskrá, sem alfarið er- í verka- hring skólanna. Nefndin gerir fjölmargar tiliögnr um starfsnám og leggur m.a. til að stóraukin áhersla verði lögð á þennan þátt menntunar, sem hingað ti! hefur verið allt of lít- ill gaumur gefinn. Ein af mikilvæg- ustu tillögum nefndarinnar sem snertir starfsfræðsluna gerir ráð fyr- ir starfsgreinaráðum, sem ráðherra skipi til fjögurra ára í senn og séu skipuð fulitrúum tilnefndum af sam- tökum atvinnurekenda og launþega í viðkomandi starfsgreinum og einum án tilnefningar. Allar starfsgreinar sem njóta fræðslu á framhaldsskóla- stigi skulu eiga kost á fulltrúaaðild að starfsgreinaráðunum og skal gætt jafnræðis milli fulltrúa atvinnu- rekenda og launþega. Starfsgreinar- áðin eiga að skilgreina þarfir starfs- greina fyrir kunnáttu og hæfni starfsmanna og setja fram markmið starfsnáms. Jafnframt eiga þau m.a. að gera tillögur um uppbyggingu starfsnáms og námskrá í sérgreinum viðkomandi starfsnáms, svo og um tilhögun námsmats og hvemig haga skuli eftirliti með gæðum starfsnáms í skóla og á vinnustöðum. Ennfremur eiga ráðin að hafa frumkvæði að til- lögugerð um breytta skipan náms. Um gagnrýni Friðriks Eysteinssonar Friðrik Eysteinsson, lektor, gæða- stjóri í Tækniskóla íslands og stundakennari við Iðnskólann í Reykjavík, bregst f Morgunblaðs- grein 24. ágúst sl. ókvæða við tillög- um um starfsgreinaráð og kallar þær grínþátt, sem hljóti að vera saminn fyrir þorrablót. Hann lýsir yfir með nokkrum þjósti, að á sama tíma sem engar kröfur séu gerðar til þeirra sem sitja eiga í starfsgreinaráðunum séu gerðar strangar menntunarkröf- ur.til þeirra sem kenna í framhalds- skólunum. Síðan segir hann orðrétt í grein sinni: „Ég held að ástæðan fyrir þessari vitleysu sé sú að þeir sem frumvarpið sömdu viti ekki hvemig best eigi að tryggja gæði starfsmenntun- ar á framhaidsskólastigi. Með gæðum í þessu sam- bandi á ég við hversu vel viðkomandi starfsnám fuil- nægir þörfum starfsgrein- arinnar (leturbreyting ÞJ) fyrir kunnáttu og hæfni starfsmanna. Ef námið er ekki í samræmi við þarfírnar eru gæðin röng.“ Og niður- staða Friðriks er sú að vit- leysuna megi einungis laga með því að gera skóiana, og þá eina, ábyrga fyrir gæðum starfs- námsins. Friðrik dregur hér upp gamlan svart/hvítan hugsunarhátt, sem um of hefur einkennt umræður um fyrir- komulag starfsnáms hér á landi. Þessi hugsunarháttur felst í því að í augum sumra skólamanna hefur fólk í at- vinnulífínu ekkert vit á skóla- eða menntamálum. Þetta endurspeglast svo í því að ýmsir í atvinnulifínu telja skólamenn ekkert skynbragð bera á þarfír atvinnulífsins. Þessi sjónarmið leiða ekki til þeirr- ar fijóu umræðu um fræðslu- og skólamál sem mikilvægt er að eigi sér stað um þessar mundir og með þau að leiðarljósi komumst við ekkert áfram í umræðunni. Það er rétt hjá Friðriki að nauðsynlegt er að þeir aðilar, sem koma þurfa að ákvarðana- töku um þessi mál, þurfa að fínna til ábyrgðar. Sú spuming hlýtur hins vegar að vakna hver eigi að bera ábyrgð á hveiju. Ég er sammála Frið- riki um skilgreininguna á gæðum náms hér að framari. Og ég tek heils hugar undir greiningu þans á því hvemig gæðin geta tapast, þ.e. ýmist á þann hátt að þarfír viðkomandi starfsgreinar eru rangt skiigreindar; ekki tekst að setja upp námsbrautir eða námsáfanga sem ftillnægja þörf- um námsgreinanna; ef námsefninu eða kennslunni sjálfri er ábótavant eða ef atvinnurekendum í viðkomandi starfsgrein er lofað betri starfsmönn- um en starfsnámið stendur undir. Eins og fram kemur í þessari upp- talningu er hér um að ræða atriði sem snúa misjafnlega að þeim sem þurfa að hafa eitthvað um námið og uppbyggingu þess að segja, enda Þórleifur Jónsson Sammæli þjóðarinnar um menntastefnu þarf að nást, segir Þórleifur Jónsson, enda snertir hún nánast alla þætti mannlegs lífs og samfé- lagsins. keppist Friðrik við að segja í grein sinni að mikils samráðs sé þörf. Engu að síður kemst hann að þeirri niðurstöðu að skólarnir séu best fallnir til að tryggja gæði allra þess- ara þátta. Ég hlýt því að spyija hvort kennarar séu betur falinir til að skil- greina grundvallarþátt þessa máls, þ.e. þarfir starfsgreinanna fyrir hæfni og kunnáttu, en fagmenn í viðkomandi grein. Þegar þeirri spurningu er svarað er rétt að hafa í huga að hér er ekki síst um að ræða atriði, sem snerta sérhæfða, faglega og verklega þætti námsins. Nefnd um mótun menntastefnu lítur svo á að starfsmenntun eigi að vera samstarfsverkefni skóla, at- vinnulífs og menntamálayfírvalda. Tillögur hennar miða því fyrst og fremst að því að skilgreina farveg fyrir verkaskiptingu milli þessara aðila, þar sem kostir hvers og eins þeirra nýtist sem best. Jafnframt lít- ur nefndin svo á að til þess að efla gæði náms þurfí að virkja samstarfs- aðilana með þeim hætti að tryggja þeim hveijuin fyrir sig ákveðin skil- greind áhrif og um leið gera þá ábyrga fyrir sínum þætti. Þannig leggur hún til að starfsgreinaráðin skilgreini í samráði við menntamála- ráðuneytið og skólana, þegar það þykir henta, þarfir atvinnulífsins fyr- ir viðkomandi nám og meginmark- mið þess, þ.e.a.s. leggi meginlínurn- ar. Eftir stendur geysilega mikilvægt og viðamikið verkefni fyrir skólana. Það er að útfæra námið í skólanám- skrá á þann hátt að það verði að- gengilegt fyrir nemendur svo-og að tryggja gæði kennslunnar og annars skólastarfs. Væntanlega munu skól- amir valda því mikilvæga hlutverki með sóma. Höfundur er viðskiptafræðingur hjá Samtökum iðnaðarins og dtti sæti íNefnd um mótun mennta- stefnu. Jöfnun atkvæðisréttar - nú eða á næstu öld! Á HÁTÍÐARFUNDI Alþingis á Þingvöllum hinn 17. júní sl, var samþykkt þingsálykt- unartillaga um að end- urskoða mannréttind- akafla stjómarskrár- innar. í þessari yfírlýs- ingu fólst mikilvæg stefnuyfirlýsing Al- þingis, en þó gleymdist að taka tillit til grund- vallarmannréttinda, sem ekki eru að fínna í VII. kafla stjórnar- skrárinnar. Ójafn atkvæðisréttur er mannréttindabrot Viktor B. Kjartansson heldur en réttindabrotið felst í því að þetta fólk, meirihluti þjóðarinnar, hefur ekki jafn mikil áhrif á þróun þjóðfélagsins og aðrir. Áhrif ójafns atkvæðisréttar Ójafn atkvæðisréttur hefur ýmis áhrif á dág- legt líf í gegnum ákvarðanir Alþingis. Meðan atkvæðisrétt- urinn er ójafn endur- speglar Alþingi ekki vilja þjóðarinnar og hætt er við að þróunin verði því eftir á; taki frekar mið af fortíðinni framtíðinni. í núverandi fyrirkomulagi eru ákveðnir kjósend- Þó að kjördæmaskipunina sé ekki að finna í sama kafla stjórnarskrár- innar og önnur mannréttindaákvæði, telst atkvæðisréttur til mannréttinda og er forsenda lýðræðis. Meðan íbúar suðvesturhornsins hafa þrisvar sinn- um minna vægi í þingkosningum en íbúar annars staðar, þá er verið að bijóta á þeim mannréttindi. Mann- ur verðmætari en aðrir. Þetta leiðir til þess að þingmenn úr þessum kjör- dæmum freistast oft til að taka hagsmuni þeirra fram yfir þjóðar- hagsmuni. Hvað eftir annað reyna þessir þingmenn að beita áhrifum sínum til að hafa áhrif á úthlutun fjármagns. Með þessu móti ieitar Atkvæðisrétturinn, sem er í senn mannréttindi o g forsenda lýðræðis, verður að vera sá sami í höndum allra lands- manna, segir Viktor B. Kjartansson, misréttið má ekki líða lengur. fjármagnið ekki þangað sem arð- semin er mest heldur ræður bak- tjaldamakk mestu. Ekki þarf að líta lengra en til frænda okkar Færey- inga til að sjá reynsluna af því hvernig kjördæmapot getur leikið litla þjóð. Hvaða leið skal farin Margar Ieiðir eru mögulegar við að jafna atkvæðisrétt landsmanna. I umræðunni að undanförnu hafa verið nefndar leiðir til að minnka misræmið en ekki leiðrétta það að fullu. Slíkt er ekki fullnægjandi. Ná þarf sem mestum jöfnuði og gera það með fækkun þingmanna. Fækk- un er mikilvægt markmið, enda mætti gera Alþingi skilvirkara og ná fram sparnaði á ríkisútgjöldum í leiðinni. Ef þingmenn fækkuðu sjálf- um sér bæri það vott um mikinn vilja til þess að ná niður fjárlagahal- lanum. Hvaða leið verður farin er ekki aðalmálið heldur það markmið að jafna atkvæðisrétt að fullu. Bið fram á næstu öld Til að ná fram breytingum á vægi atkvæða er nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni. Slíkar breytingar verða ekki gerðar nema á tveimur þingum með kosningum á milli. Af þessum sökum er nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni á næstkom- andi þingi, til þess að breytingarnar komi tii framkvæmda í þarnæstu kosningum, sem væntanlega verða árið 1999. Það væri kærkomin alda- mótagjöf til þjóðarinnar, að tryggja henni þau mannréttindi að allir þjóð- félagsþegnar hefðu jöfn áhrif á af- greiðslu mála á Alþingi. Ef ekki tekst að afgreiða breytinguna í vetur verður að bíða fram á næstu öld eftir að kosið verði eftir réttlátara kjördæmafyrirkomulagi. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesumdæmi. I > í \ > í I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.