Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 25 Hverju mun mannfjöldaráðstefna SÞ skila? HEITTRÚAÐAR slæðuklæddar konur mótmæla Kairóráðstefnunni I borginni Karachi í Pakistan. Ankin áhrif kvenna talin nauðsynleg A. íni lanir tækjakostinn héðan keypti BBP vélar frá Evrópu sem íslendingamir báru ábyrgð á að setja upp eins eins og annað í verksmiðjunni en íslenskir aðilar eiga þó ekkert í fyrirtækinu. 20-25 milljón lítra ársframleiðsla er trúlega samsvarandi ársfram- leiðslu Vífilfells hér á landi, að sögn Björgólfs Guðmundssonar, en fram- leiðsla af gosdrykkjum hér á landi er talin vera 32-36 milljónir lítra á ári. Rússar hafa van- ist því að flestir bissnesmenn sem koma þangað frá Vesturlöndum vilji græða sem mest á skömmum tíma. Hins vegar er sjaldgæfara að menn komi til þess að taka þátt í uppbyggingu. „Þetta samstarf hefur tekist mjög vel,“ segir Björgólfur Guðmundsson. „Við höfum kynnst nýjum vinnu- brögðum og nýjum markaði. Rússar hafa vanist því að flestir bissnes- menn sem koma þangað frá Vestur- löndum vilji annað hvort kaupa eða selja eitthvað og græða ,sem mest á skömmum tíma. Hins vegar er sjald- gæfara að menn komi til þess að taka þátt í uppbyggingu fyrirtækja en Rússar hafa mikla þörf fyrir slíka ráðgjöf," segir Björgólfur. „Nú er verksmiðjan komin í gang og við höfum unnið okkur vissa stöðu sem ráðgjafar og byggt upp ákveðið traust með okkar störfum. Rússar eru að leita að aðilum sem standa við það sem þeir segja og þama eru alls konar möguleikar. Gegnum okk- ar ráðgjafastörf höfum við fengið beiðnir um að taka þátt í margs konar verkefnum við að setja upp iðnaðarfyrirtæki, m.a. um að setja upp bjórverksmiðju." Ýmis verkefni á borðinu Björgólfur segir að ýmis verkefni af þessu tagi séu uppi á borðinu og ekkert sé afráðið enda einbeiti menn sér enn að því að verkefnið BBP gangi upp. Hann segir hugsanlegt að um frekari verkefni fyrir Rússa verði að ræða eða að þeir taki að sér milligöngu um að útvega ráðgjafa til tiltekinna verkefna. Mönnum þyki spennandi að nýta þá reynslu og þekkingu sem þetta verkefni hafi skilað á markaði og í umhverfi sem sé gjörólíkt öllu því sem þekkist í íslensku og vestrænu viðskiptalífí. „Þama gengur allt svo hægt, menn em óvanir að taka ákvarðanir og þú getur aldrei ráðið því á hvaða hraða hlutimir gerast. Maður þarf að aðlag- ast nýjum vinnubrögðum en Rússam- ir em velmenntaðir og fljótir að læra,“ segir Björgólfur Guðmunds- son. Hann segir að ýmsir byijunarörð- ugleikar hafi komið upp hjá BBP og ný og áður úþekkt vandamál komið í ljós, ekki aðeins í sambandi við kerfið og þjóðfélagið og viðskipta- umhverfið. Til dæmis hafí komið upp erfiðleikar, sem menn hafí ekki séð fyrir, í dreifingu vegna ótrúlegra árs- tíðasveiflna í veðurfari. Af sömu ástæðum hafí menn lent í erfiðleikum í upphafí með vatn við framleiðsluna. I 30 gráðu frosti þurfí verksmiðjan að hita vatn en í 30 gráðu sumarhit- um sé nauðsynlegt að kæla það. Þó að fólksfjölgunar- vandinn hafí ekki verið leystur í Kaíró gætir aukinnar bjartsýni að aflokinni ráðstefnu SÞ um mannijölda og þróun. Mannfjöldaráðstefna Sam- einuðu þjóðanna í Kaíró, sem lauk fyrr í vikunni, verður eflaust ekki ein og sér til að draga úr fjölgun mann- kyns. Á henni kom líka greinilega í ljós sá ágreiningur, sem er uppi milli mismunandi trúarbragðahópa um hvemig beri að nálgast þetta vandamál. Flestir eru þó á því að sú aðgerðaáætlun, sem samþykkt var af rúmlega 150 ríkjum í lok ráðstefnunnar, sé þó að minnsta kosti mikilvægt skref í átt að því að ná tökum á ijölgun mann- kynsins. í rúmlega tvo áratugi hafa þjóðir heims deilt um hvernig eigi að bregðast við fólksfjölgun- inni. í fyrstu var hvatt til þess að smokkum og öðrum getnaðarvöm- um yrði dreift. Það reyndist þó oft gagnlítil aðgerð ekki síst þar sem konur í t.d. múslimaríkjum hcfðu engin áhrif á ákvörðunina um hvort þeir yrðu notaðir. Síðar skaut upp slagorðinu „Þró- un er besta getnaðarvörnin". Nú, þegar mannkyninu fjöigar um 90 milljónir á ári, hafa Sameinuðu þjóð- irnar (SÞ) komist að þeirri niður- stöðu að veijur og þróun nægi ekki, eina leiðin til þess að draga úr fólks- fjölguninni sé að auka áhrif kvenna á fjölskyldustærð. Talið er nauðsynlegt að hefja konur, sem SÞ telja „fátækustu fá- tæklinganna", upp úr eymd, heilsu- leysi og ólæsi, eigi áætlanir um fjöl- skyldustærð að hafa einhver áhrif. Niðurstaðan verði sú, að fái konur einhveiju ráðið, velji þær minni fjöl- skyldur. „Stúlkan sem lýkur prófí mun eignast færri böm en systir hennar sem ekki lýkur því,“ sagði Gro Harlem Bmndtland, forsætis- ráðherra Noregs á ráðstefnunni. Ný hugtök Niðurstaða þessa er nýtt orðalag, „mannfjöldarétthugsun". Hugtök á borð við „æxlunarheilsugæslu“ (reproductive health) „fijósemis- stjórnun" (regulation of fertility) og „aukin áhrif kvenna" (women’s empowerment) verða mjög líklega gmnnurinn að alþjóðlegri umræðu um þróun þessara mála í framtíðinni. Hafa þau leyst af hólmi hugtak sem mikið hefur verið not- að til þessa nefnilega „mannfjöldastjórnun“ (population control). Skýringin á andstöðu Páfagarðs og múslima við ályktun mannfjölda- ráðstefnunar kann að vera áherslan sem lögð var á konur og valfrelsi einstaklingsins sem þessir aðilar líta á sem atlögu að hefðbundinni upp- byggingu samfélagsins. Hinu skammvinna bandalagi kaþólikka og múslima tókst að endingu að ná fram breytingum á orðalagi sem tryggir að hugtök á borð við „æxlun- arheilsugæsla“ verði ekki túlkuð sem hvatning til heilbrigðs kynlífs til handa öllum. Grundvallaratriði ályktunprinnar standa hins vegar eftir sem áður óbreytt. Óttast áhrif fólksfjölgunar í deilunni miklu um fóstureyðing- ar, yfirgáfu múslimar hina nýju bandamenn sína,-kaþólikka. Hræðsl- an við hugsanleg áhrif mannfjölda- sprengjunnar á þjóðir heims, varð til þess að trúarlegar hindranir voru yfirstignar. Sá ótti er þó ekki nýr af nálinni. Fyrir tveimur öldum færði séra Thomas Robert Malthus fyrir því rök að fólksfjölgunin myndi að endingu verða til þess að auðlindir heims nægðu ekki til að fæða alian fjöld- ann og myndu því leiða til stríðs, hungurs og farsótta. Mannkyninu hefur fjölgað um nokkra milljarða frá því að Malthus setti fram kenn- ingu sína og siðmenningin er þrátt fyrir það enn til staðar. En jafnvel Páfagarður viðurkennir að fólksfjölg- unin sé vandamál. I loka- ályktun mannföldaráð- stefnu Sameinuðu þjóð- anna er lögð áhersla á tengsl efna- hagsþróunar, mannfjölda og um- hverfis. Umhverfissinnar líta á þetta sem skref fram á vi<j frá umhverfis- ráðstefnunni í Rio de Janeiro. Framtíðarspár SÞ En þar sem athyglin beindist nær eingöngu að því að ná stjórn á fólks- fjölgun í þriðja heiminum, þar sem þrír fjórðu íbúa heims búa, hafa iðn- ríkin komist hjá athugun á hvemig málum er háttað hjá þeim. Um- verfíssinnar hafa m.a. bent á að þær 400.000 manna sem bætast við íbúa- tölu Japans á hveiju ári, neyti jafn- mikillar fæðu og 70 milljónir Eþíóp- íubúa. Á heildina litið hefur Sameinuðu þjóðunum tekist að koma samafi ágætri ályktun. Spumingin er hins vegar hvernig gangi að koma henni í gagnið. Bjartsýnustu spár Sameinuðu þjóðanna gera ráð fyrir að mannkyn- inu, sem nú telur 5,7 milljarða, hafí fjölgað í 7,27 milljarða árið 2015 en þær svartsýnustu að mannkynið telji þá 7,92 milljarða manna. í fyrstu kann munurinn'ekki að virð- ast ýkja mikill en hafa ber hugfast að hann jafngildir nokkurn veginn núverandi íbúafjölda Afríku. Þegar kemur að spám um fjölda mannkyns árið 2050 er munurinn meiri. Lægstu spár gera ráð fyrir fjölgun í 7,8 milljarða manna en hæstu spár 12,5 milljörðum. Framtíðin mun leiða það í ljós hversu árangursrík áætlun SÞ gegn mannfjölgun verður. Þátttökuríkin hafa ekki þurft að gefa neinar bindandi skuldbindingar til dæmis varðandi íjármögn- un. Tillaga um að hvetja þróunarrík- in til að veita 20% af ríkisútgjöldum sínum til félagslegra málefna og iðnríkin til að veita sama hlutfalli af þróunaraðstoð sinni til sömu mála var lögð til hliðar. Einu hefur þó ráðstefnan óum- dehanlega fengið áorkað nefnilega því að loksins er farið að ræða á opinskáan hátt um kynlíf manna, en það er jú það sem á endanum leiðir til fjölgun mannkynsins. Heimild: The Daily Telegraph Brothætt bandalag trúarhópa Óvissa um framhald mála

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.