Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 31
EINAR EYFELLS
+ Einar Eyfells
fæddist í
Reykjavík 12. jan-
úar 1922. Hann lést
á Landspítalanum
7. september síðast-
liðinn. Hann var
sonur hjónanna
Ingibjargar Einars-
dóttur Eyfells og
Eyjólfs Eyfells list-
málara og ólst upp
hjá foreldrum sín-
um á heimOi þeirra
á Skólavörðustíg 4
í Reykjavík. Einar
naut auk atlætis
foreldra sinna ómældrar um-
hyggju Kristínar M; Jónsdóttur
sem ásamt móður hans Ingi-
björgu rak verslunina Baldurs-
brá um árabil, en Kristín bjó
með fjölskyldunni á Skóla-
vörðustígnum. Einar var elstur
fjögurra systkina en þau eru
Jóhann Kristján, f. 1923, pró-
fessor í listum við University
of Central Florida í Orlando,
kvæntur Kristínu Halldórsdótt-
ur, Kristín, f. 1925, handavinnu-
kennari, d. 1984, og Elín, f.
1926, húsmóðir, gift Þór Jó-
hannssyni. Einar kvæntist Unni
Nikuláksdóttur hinn 31. mars
1945. Unnur er dóttir hjónanna
Nikulásar Friðrikssonar raf-
magnseftirlitsmanns í Reykja-
vík og Rögnu Stefánsdóttur.
Einar og Unnur eignuðust tvær
dætur, Ingibjörgu, f. 10. júlí
1948, gift 1969 Geir V. VU-
hjálmssyni, þau skildu, gift 1980
Gísla Pálssyni, þau skildu,
þeirra dóttir er Unnur Silfá, f.
14. september 1983; og Mar-
gréti Kristínu, f. 16. maí 1951,
gift 1969 Karli Davíðssyni. Syn-
ir þeirra eru Einar Þór, f. 22.
október 1969, unnusta hans er
Auður Ebeneserdóttir, Karl
Freyr, f. 18. mars
1972, unnusta hans
er Sigríður Örvars-
dóttir, þeirra dóttir
er Margrét, f. 28. nóv-
ember 1993, og Ingi-
mar Örn, f. 30. júní
1975. Einar sigldi til
Bandarikjanna 1942
og stundaði nám í
vélaverkfræði við
Kaliforníuháskóla í
Berkeley og útskrif-
aðist þaðan 1947. Eft-
ir heimkomuna starf-
aði hann nokkur ár
sem forstjóri Vél-
smiðjunnar Keilis, síðan sem
verkfæraráðunautur Búnaðar-
félags Islands og jafnframt
framkvæmdastjóri Vélasjóðs í
þrjú ár. Frá ársbyijun 1954
starfaði hann hjá Hamilton á
Keflavíkurflugvelli og síðan hjá
Sameinuðum verktökum. Einar
sérhæfði sig í eldvörnum og
slökkvikerfum. Árið 1963 stofn-
aði hann Brunavarnir sf. Bruna-
varnir fluttu inn eldvarnar- og
slökkvibúnað, var Einar m.a.
umboðsmaður fyrir Norsk ham-
merverk um árabil eða þar til
Brunavarnir sf. hættu innflutn-
ingi 1991. Hann vann að upp-
byggingu Eldvarnaeftirlits
Reykjavíkurborgar og veitti því
forstöðu fyrstu árin, hvarf svo
aftur til starfa á Keflavíkur-
flugvelli og vann hjá Islenskum
aðalverktökum þar til hann lét
af störfum 1990. Einar var mik-
ill áhugamaður um skíðaíþrótt-
ina og var hann einn af hluthöf-
um í Fannborg hf., en Fannborg
á og rekur Skíðaskólann í Kerl-
ingarfjöllum. Þau Einar og
Unnur voru stofnfélagar Þjóð-
dansafélags Reykjavíkur. Utför
Einars fer fram frá Dómkirkj-
unni í dag.
Hetja er fallin. Einar Eyfells hefði
sómað sér vel sem herforingi fyrr á
öldum. Hann hefði farið fremstur í
flokki í sigursælum leiðöngrum og
liðsmenn hans hefðu vitað nákvæm-
lega til hvers var ætlast af þeim.
Einar var prýddur mörgum dyggð-
um foringjans, hann var hugrakkur,
viljasterkur og drengur góður. Einar
hafði djúpar rætur í ætt sini og landi
og var mikið náttúrubarn. Hann var
afreksmaður í íþróttum og hafði
unun af því að glíma við náttúruöfl-
in. Hann vissi svo sannarlega hvert
hann ætlaði og oftast var hann svo
viss í sinni sök að enginn efi komst
að. Það er eðlilegt að stundum hafi
gustað um mann með svo einarðar
skoðanir sem hann fór ekki í graf-
götur með. Rétt skal vera rétt. Á
okkar umbreytingatímum veitir það
ákveðna öryggiskennd að vita af
mönnum eins og Einari sem standa
af sér umrótið hvað sem á dynur.
Einar verður að teljast óvenjulegur
maður fyrir það hversu fast hann
hélt sig við sínar ákveðnu skoðanir.
Að sumu leyti var hann ákveðið
viðmið fyrir okkur hin. Við meðal-
mennirnir megum vera fólki eins og
Einari þakklátir fyrir að draga fram
skýra mynd af andstæðunum hjá
mannfólkinu. Hann var óvenju
kröfuharður maður en mestar kröfur
gerði hann þó til sjálfs sín. Einkunn-
arorð hans voru þau að ætla engum
manni þau verkefni sem hann ekki
réði við sjálfur með eigin hendi.
Hann var alla tíð forkur duglegur
og verklaginn maður. Handverk og
verkfræði fór einstaklega vel saman
hjá honum. Drift hans og lífsorka
voru með ólíkindum.
Að lokum varð Einar að gefast
upp fyrir lúmskum óvini nútímans.
I þeirri baráttu sýndi hann sinn
sanna kjark og þá kom styrkur eig-
inkonu hans og dætra einnig í ljós.
Á æskuheimili Einars var hin and-
lega veröld jafn raunveruleg og hinn
áþreifanlegi efnisheimur. Hann bjó
alla tíð að þessari trú og án hennar
hefði hann varla verið jafn æðrulaus
á kveðjustundu sem raun bar vitni.
Ævi hans hlýtur að hafa kristallast
í djúpu þakklæti er hann kvaddi
þennan heim umvafmn kærleika fjöl-
skyldu sinnar. v
Eg þakka Einari og Unni eigin-
konu hans fyrir þann styrk og þá
umhyggju er þau veittu mér í æsku.
Einnig votta ég Unni, dætrum henn-
ar og þeirra fjölskyldum samúð mína
og óska þeim blessunar Guðs um
alla framtíð.
Ingólfur Eyfells.
Elskulegur tengdafaðir minn og
vinur, Einar Eyfells verkfræðingur,
er látinn. Hann lést á Landspítalan-
um 7. september síðastliðinn. Horf-
inn er sá sem mér og fjölskyldu
minni var svo einstaklega hjartkær.
Viljum við þakka forsjóninni fyrir
hve lengi við fengum að njóta ljúf-
mennsku hans og vináttu. Holl ráð
voru ávallt á takteinum hjá Einari
og fengu margir að njóta þeirra hjá
honum bæði í leik og starfi.
Gunnar Dal frændi minn segir svo
fallega um vináttuna:
Orð milli vina, gera daginn góðan.
Það gleymist ei en býr í hjarta
mér, sem lítið fræ. Það lifir og
verður að blómi, og löngu seinna,
góðan ávöxt ber.
Kynni okkar spanna fjórðung ald-
ar, og þeir sem voru svo lánsamir
að kynnast tengdaföður mínum per-
sónulega, munu minnast hans lengi
sökum mannkosta hans og heiðar-
leika.
Fyrir fáeinum dögum kvöddumst
við Einar á heimili hans við Selvogs-
grunn 10. Við horfðumst í augu,
fullvissir þess að til beggja vona
gæti brugðið um aðra endurfundi.
Endalok hans í þessu jarðríki voru
staðreynd nokkrum dögum seinna.
Hann varð að láta undan að þessu
sinni. Naut hann umhyggju elsku-
legrar eiginkonu sinnar Unnar og
dætranna Ingibjargar og Margrétar
þar til yfir lauk.
Endalaust streyma minningar um
hugann og læt ég nú staðar numið
í þessum fátæklegu orðum mínum
um elskulegan tengdaföður minn.
Ég kveð kæran vin með söknuði og
þakka honum samfylgdina af heilum
hug. Ég veit að hann á góða heim-
komu.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Karl Davíðsson.
Genginn er góður drengur langt
um aldur fram eftir harða baráttu
við vondan sjúkdóm. Hann var flutt-
ur á Landspítalann daginn áður en
hann lést. Einar var ekki vel hraust-
ur sem barn, en hann stundaði
íþróttir af kappi og öðlaðist krafta
og hreysti. Hann lifði þannig lífi,
að hann, og allir vinir hans, bjugg-
ust við, að hann yrði langlífur og
ern; en enginn má sköpum renna.
Hann stundaði skíði og sund með-
an kraftar entust, var auk þess
reglulega í líkamsæfingum, göngum
og skokki. Oft fór hann í ferðalög
með Unni, konu sinni, bæði innan
lands og utan. Mörg hin síðari ár
fóru þau til Spánar, oftast tvisvar á
ári og voru þar einnig stundaðar
skíðaferðir. Einar var einn af stofn-
endum skíðaskólans í Kerlingarfjöll-
um og vann þeirri stofnun vel og
dyggilega allt til hins síðasta.
Eftir að hann lauk námi í véla-
verkfræði í Kaliforníu 1947 gerðist
hann forstjóri Vélsmiðjunnar Keilis
hf. og starfaði þar í þijú ár en réðst
þá til Búnaðarfélags íslands sem
verkfæraráðunautur, en því starfi
fylgdi framkvæmdastjóm Vélasjóðs.
Vélasjóður var ríkisstofnun, sem átti
og rak um 30 skurðgröfur víðsvegar
um landið. Með skurðgröfum voru
grafnir framræsluskurðir, sem al-
staðar má sjá í sveitum landsins.
Undir hans stjórn var komið upp
verkstæði í Reykjavík og voru gröf-
urnar flestar fluttar þangað með
reglulegu millibili til viðhalds og við-
gerða að vetrinum. Þá var undir
hans stjórn byijað að láta nokkra
skurðgröfustjóra vinna í ákvæðis-
vinnu, en það varð síðar almenn
regla við gröft framræsluskurða.
Eftir þriggja ára starf réðst Einar
til amerískra verktaka á Keflavíkur-
flugvelli en litlu síðar fór hann til
Sameinaðra verktaka og loks til ís-
lenskra aðalverktaka og átti mestan
starfsaldur sinn hjá þeim. Hann
starfaði þó um hríð við Brunamála-
stofnun og Eldvarnaeftirlit Reykja-
víkur en hvarf aftur frá þeim störf-
um til íslenskra aðalverktaka.
Einar skipulagði verk sín mjög
vel, var fylginn sér og vel látinn af
samstarfsmönnum sínum. Hann var
frændrækinn, átti marga vini, var
tryggur vinum sínum og með af-
brigðum hjálpfús.
Á ferðaiögum var hann úrræða-
góður og röskur hvað sem á bját-
aði, hvort sem var að gera við bíl
eða ná honum upp úr festu.
Við áttum saman góða bernsku
og unglingsár og vorum öllum stund-
um saman, bræðurnir Einar og Jó-
hann og undirritaður. Fyrstu árin
sem ég man, vorum við í Reykholti
á sumrin hjá afa okkar og ömmu.
Síðan vorum við skólabræður, stund-
uðum saman leiki og íþróttir, sund,
skíði og handbolta þar til leiðir skildi
og hver fór til síns náms. Einar og
Jóhann fóru báðir til náms í Kalifor-
níu.
Einar var elstur okkar þriggja,
ári eldri en við Jóhann. Hann hafði
því oftast frumkvæðið og forustuna.
Okkur Jóhanni fannst hann oft
óþarflega stríðinn en stríðnin vandist
fljótt af honum. Á skíðum var Einar
áræðinn í bröttum brekkum en aldr-
ei glannafenginn. Hann keppti nokk-
ur ár í svigi fyrir ÍR.
Einar var reglusamur, þó að hann
gæti glaðst með góðum vinum. Hann
fór yfirleitt snemma heim úr boðum
enda þurfti hann að vakna snemma
vegna starfa sinna. Ekki líkaði öll-
um, er hann stóð upp, þegar gleði
stóð sem hæst í veislum og fór heim
með konu sína. Ákvörðunum hans
varð ekki haggað þá né endranær.
Sumum fannst hann oft harður og
ósveigjanlegur. Einar þoldi illa hvers
konar óreglu og aumingjaskap og
gat verið dómharður gagnvart fólki.
Hann var alinn upp á mannmörgu
heimili þar sem oft var aðkomufólk
og taka þurfti tillit til þess. Eyjólfur
faðir hans vann að málverkum sínum
á lofti Safnahússins en móðir hans,
Ingibjörg, og Kristín Jónsdóttir ráku
saman hannyrðaverslun í húsinu,
sem þau bjuggu í. Þær höfðu í nógu
að snúast en gáfu sér þó.túna til
þess að líta eftir okkur þrem, oft
óstýrilátum og uppátektasömum.
Sjaldan vorum við skammaðir en
augnaráð þeirra beggja, Kristínar
og sérstaklega Ingibjargar, var
þannig, að við vildum síður misbjóða
þessum konum.
Einar barðist nokkur ár við
krabbameinið og kveinkaði sér aldrei
en greinilegt var, að honum fannst
þetta snubbótt endalok. Hann naut
umhyggju Unnar, konu sinnar, og
dætranna, Ingibjargar og Margrét-
ar, til síðasta dags.
Eftir stendur minningin um hjálp-
saman og góðan vin og frænda.
Hann var drengur góður.
Haraldur Árnason.
„Vinir mínir fara fjöld, feigðin
þessa heimtar köld.“ Þessar ljóðlínur
Bólu-Hjálmars koma upp í hugann
þegar vinir kærir kveðja.
Undanfarin fjögur ár höfum við
fylgst með hetjulegri baráttu vinar
okkar Einars Éyfells við banvænan
sjúkdóm.
Að sjálfsögðu er það mikið áfall
fyrir hvern sem er að fá þann úr-
skurð, að hann gangi með illkynjað
krabbamein. Ekki síst á það við
hreystimenni sem Einar Eyfells, sem
aldrei hafði orðið misdægurt um
dagana. En aldrei heyrðist æðruorð
af hans vörum og allra síst hvarfl-
aði það að honum að gefast upp.
Fjárans krabbinn skyldi fá að hafa
fyrir því, honum skyldi ekki takast
að leggja hann að velli fyrirhafnar-
laust.
Einar hélt sínu striki eins og ekk-
ert hefði í skorist, stundaði sund og
skokk, skíði og leikfimi svo lengi sem
fætur báru hann. Við undruðumst
andlegan styrk þessa manns sem
gekk svo vígdjarfur á vit skapadæg-
urs síns að minnti mest á fornkapp-
ann og kjarkmanninn Þóri Jökul,
sem kvað er hann var leiddur á af-
tökustaðinn „Upp skaltu á kjöl klífa,
köld er sjávar drífa. Kostaðu huginn
að herða, hér muntu lífit verða.
Skafl beygjattu skalli, þótt skúr á
þik falli. Ást hafðir þú meyja, eitt
sinn skal hverr deyja.“
Einar stóð ekki einn í þessu
stranga stríði. Hann átti hugrakkan
lífsförunaut, hana Unni sína, sem
stóð við hlið hans sem klettur og
létti honum lífið með glaðværð sinni
og óbilandi kjarki og bjartsýni.
Þannig naut hann umhyggju hennar
og blíðu uns yfir lauk. Fjölskylda
hans öll sameinaðist í því að gera
honum sjúkdóminn léttbærari og
dæturnar, Ingibjörg og Margrét,
voru foreldrum sínum stoð og stytta
í þessum stormi lífsins.
Einar og Unnur voru einstaklega
samhent hjón. Þau áttu sameiginleg
áhugamál í íþróttum og listum. Sem
margir vita voru fyrstu kynni þeirra
á skautum á Reykjavíkurtjörn og
átti skautaíþróttin eflaust þátt í því
að Unnur lét heillast af þessum unga
manni sem var allra fremstur í
skautahlaupi Reykvíkinga á þeim
tíma. Einar sleppti ekki Unni úr
augsýn eftir þeirra fyrsta fund en
þá var hún aðeins 16 ára sprund.
Hann var þá á leið til háskólanáms
í Bandaríkjunum en hún beið hans
í festum, þar til hún náði löglegum
giftingaraldri og fór þá vestur, þar
sem þau gengu í hjónaband. Það bar
með tímanum ríkulegan ávöxt, tvær
fallegar og vel gerðar dætur, sem
gefið hafa þeim fjögur barnabörn,
sem verið hafa afa sínum og ömmu
miklir gleðigjafar. Eitt langömmu-
og langafabarn, lítil stúlka, hefur
einnig litið dagsins ljós. Það duldist
engum, hversu innilega Einar dáði
og dýrkaði Unni sína og hennar fal-
legu söngrödd. Hann studdi hana
með ráðum og dáð í löngu og óeigin-
gjörnu starfi hennar fyrir Þjóðdansa-
félag Reykjavíkur sem undirleikari,
dansari og einsöngvari. Honum var
það ljóst, að Unnur hefði getað náð
langt í sönglistinni, hefði hún fengið
tækifæri til þess að fara inn á þá
braut, og hann kunni því betur að
meta það, að Unnur skyldi helga sig
honum og dætrunum.
Kynni okkar Einars og Unnar
tengjast upphaflega skíðaíþróttinni
og Kerlingarfjöllum. Fljótlega eftir
að við byijuðum með skíðanámskeið
þar efra urðu Einar og Unnur tíðir
gestir þar. Líkaði okkur svo vel fé-
lagsskapur þeirra, að við buðum
Einari að vera með í stofnun hlutafé-
lags um rekstur skíðaskólans árið
1964, sem við nefndum Fannborg.
Við vorum 8 félagar sem áttum hlut
að máli og er Einar sá fyrsti sem
fellur frá. Við höfum átt náið sam-
starf á þeim vettvangi um 30 ára
skeið. Við höfum einnig verið saman
í leikfimisflokki ásamt allmörgum
skíðafélögum okkar frá fyrstu sumr-
um í Kerlingarfjöllum. Báðir þessir
hópar hafa notið einstakrar gestrisni
Einars og Unnar og hafa þau átt
stóran þátt í þeim vináttutengslum
sem þar hafa skapast. Er þessa nú
minnst með kæru þakklæti.
Einar var ákaflega lipur skíða-
maður sem kom best fram í „skíða-
ballettinum" sem hann var braut-
ryðjandi í hér á landi. Var unun að
horfa á hann leika listir sínar og
engan hef ég séð enn þá honum
fremri í þessari íþrótt hér. Einar var
ekki við eina fjölina felldur í íþróttum
eins og hér hefur komið fram. Hann
lagði stund á box áður fyrr og varla
leið sá dagur, að þau Unnur færu
ekki í sund og skokk saman. íþrótt-
ir áttu eflaust ríkan þátt í því, hversu
mikill atorkumaður og dugnaðar-
forkur hann var. Hann var fastur
fyrir eins og títt er um slíka menn,
trölltryggur vinur, en vildi lítil sam-
skipti hafa við þá sem ekki voru
honum að skapi. Greiðvikni og hjálp-
semi voru honum í blóð borin og var
þá sama hver í hlut átti. Kom þetta
skýrt fram í samskiptum hans við
aldraða, sem hann sýndi einstaka
umhyggju og tillitsemi.
Það var gott að eiga Einar og
Unni að vinum. Því fengum við
Kristín að kynnast æ betur er á
ævina leið.
Samverustundirnar verða okkur
dýrmætar í sjóði endurminninganna.
Við söknum góðs vinar og sendum
Unni og öllum ástvinum Einars inni-
legustu samúðarkveðjur okkar og
fjölskyldu okkar.
Blessuð sé minning Einars Ey- • -
fells.
Valdimar Ornólfsson.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÓLÖF JÓNSDÓTTIR,
lést i dvalarheimilinu Droplaugarstöð-
um 9. september sl.
Útförin hefur farið fram.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
bent á stuðning við Tjaldanesheimilið í
Mosfellsbæ.
Hans Kr. Eyjólfsson,
Lára Hansdóttir, Gunnar Þ. Gunnarsson,
Bragi Hansson, Rose Marie Christiansen,
Grétar Magnús Hansson, Krístín Sigsteinsdóttir
og barnabörn.