Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 17 LISTIR VERK eftir Rúnu Þorkelsdóttur. Sýningum í Nýlistasafninu að ljúka lÉíÍÍil'W A fe'L- !/V,' •-*T' W*; I M EITT verka Ragnheiðar Ragnarsdóttur. ÞREM sýningum, þeirra Rúnu Þorkelsdóttur, Bjarkar Sigurð- ardóttur og Ragnheiðar Ragn- arsdóttur, sem standa nú yfir í Nýlistasafninu, lýkur nk. sunnu- dag 18. september. I fréttatilkynningu segir: „Rúna Þorkelsdóttir sýnir verk sem unnin eru í fjölbreyttan efnivið. Hún nálgast viðfangsefni sitt út frá þeim hughrifum sem efnið vekur. Sólarljósið skrifar bækur, blöð blóma bera uppi verk og brotnir vasar fá á sig nýtt yfirbragð landslagsheildar, sem hún málar utan um brotin. Björk Sigurðardóttir sýnir verk í Setustofu Nýlistasafnsins, sem knúið er af krafti hins al- kunna tækis ryksugunnar, hér fær ryksugan nýjan kraft, þ.e., kraft sem leikur listir, kraft sem knýr tónlist. Ragnheiður Ragnarsdóttir sýnir rýmisverk í neðri sölum. Hún vinnur með salina sem myn- dvöll. Inntak verks hennar er ákveðinn struktúr. Útgangspunt- urinn eru nærtækar forsendur eða hjúpur hins daglega lífs. I forgrunni setur hún orð í samof- in ílátum. ílátin missa sín hefð- bundnu gildi og merking orð- anna leysist upp. Hlutunum er komið fyrir á hefðbundinn hátt eðli sínu samkvæmt. í áframhaldi setur hún strik eða steypir sam- henginu, býr til ákveðinn lykil að umræðugrundvelli. Bak- grunnurinn er háður tímanum og verður ekki túlkaður með orðum heldur tilfinningu, þess sem upplifir þann tærleika að komast fram úr sjálfum sér. Orð- in verða óþörf, skynjunin leysir skilninginn af hólmi. Húð hvers- dagsleikans flosnar af og hlutirn- ir fá fókus.“ Sýningunum lýkur eins og fyrr segir nk. sunnudag og er safnið opið daglega frá kl. 14-18. SÖNGSVEITIN Fílharmónía mun flytja Messías eftir G.F. Handel í lok mars á næsta ári. Vetrarstarf Söng- sveitarinnar Fíl- harmóníu að hefjast UM ÞESSAR mundir er að hefjast vetrarstarf Söngsveitarinnar Fíl- harmóníu sem er einn af elstu blönduðu kórum landsins. Starfið hefst með félagsfundi og söngæf- ingu miðvikudaginn 21. september kl. 20.00 í Melaskóla. Stjórnandi kórsins er Úlrik Ólason og radd- þjálfari Elísabet Erlingsdóttir söngkona. Söngsveitin hefur haldið að- ventutónleika síðan 1989 og verður það einnig gert í vetur og verða þeir í Kristskirju. Aðalverkefni söngsveitarinnar í vetur verður Messías eftir G.F. Handel. Stefnt er að því að flytja Messías í lok mars á næsta ári og verða fengnir til liðs við söngsveitina einsöngvar- ar og hljómsveit. Söngsveitin Fílharmónia er nokkurn veginn fullskipuð en þó er hægt að bæta við fáeinum góð- um röddum í alt, tenór og bassa. Söngfólki sem hug hefur á að ganga til liðs við kórinn er bent á að hafa samband við söngstjórann Úlrik Ólason. Magnús og Guð- björg á tónleikum MAGNÚS Magnússon tenór og Guðbjörg Siguijónsdóttir píanó- leikari halda tónleika á Kópaskeri í kvöld kl. 19.30, á Raufarhöfn á morgun kl. 17 og á Þórshöfn á sunnudag kl. 19.30. Magnús Magnússon hóf söng- nám við Söngskólann í Reykjavík 1973 og lauk þaðan burtfararprófi 8. stigs 1979. Úr Söngskólanum lá leiðin til Ítalíu þar sem hann naut tilsagnar heimskunnra læri- meistara þar á meðal E. Ratti, E. Furlotti og E. Pola. Guðbjörg Siguijónsdóttir lauk píanókennaranámi frá Sweelinck Conservatorium. hún er píanó- kennari við Nýja Tónlistarskólann í Reykjavík og hefur unnið sem undirleikari í mörg ár. Thor Vil- hjálmsson sýniráSól- on Islandus THOR Vilhjálrnsson rithöfundur opn- ar myndlistarsýningu í Gallerí Sólon íslandus, Bankastræti, á morgun, laugardag, kl. 16. Thor sýnir þar myndir unnar með blandaðri tækni, vatnslitamyndir, krítarteikningar og gvass, sem hann hefur unnið að undanfarin ár, jafn- framt ritstörfum. Sama dag kemur nýjasta bók Thors, prósaverkið Tvílýsi, myndir á sýningu, út hjá Máli og menningu. Myndlistarsýningin stendur til 3. október og er opin alla daga frá kl. 11-18. ♦ ♦ ♦ Síðasta sýningarhelgi Jóhanna Boga- dóttir í Hafnarborg SÝNING Jóhönnu Bogadóttur í Hafnarborg lýkur mánudaginn 19. september. Á sýningunni eru málverk, unnin á sl. tveimur árum og einnig vatns- litamyndir. Jóhanna hefur sýnt verk sín víða um heim. Hún hefur tekið þátt í samsýningum og haldið fjölda einkasýninga í söfnum og sýningar- sölum í ýmsum borgum. Sýningin er opin frá kl. 12-18. ----» ♦ ♦---- Þórður Hall í Norræna húsinu MÁLVERKASÝNINGU Þórðar Hall, sem nú stendur yfir í sýningar- sölum Norræna hússins, lýkur nk. sunnudag, 18. september. Á sýningunni eru 22 málverk unnin á síðustu tveimur árum. Þau eru öll unnin í striga og er viðfangs- efnið, náttúran, birtan og mismun- andi tímaskeið í landslagi. Þetta er sjötta einkasýning Þórðar, en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. NOATUN Folaldakjots útsala! I N0ATUNI Folaldagúllas Folalda 1499 pr.kg. P' parsteik pr.kg. Folalda innralæri 799rt pr.kg. Folaldalundir pr.kg. Folaldasnitsel 599 NOATUN Nóatún 17 - S. 617000. Rofabæ 39 - S. 671200, Laugavegi 116 - S. 23456, Hamraborg 14, Kóp. - 43888, Furugrund 3. Kóp. - S.42062, Þverholti 6., Mos. - S 666656, JL-húsinu vestur í bæ - S. 28511. Kleifarseli 18 - S. 670900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.