Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMENNI í TUNGNARÉTTUM Mo'rgunblaðið/Sigurður Sigmundsson VEL gekk að reka safnið til réttar. Sumar ærnar voru reyndar orðnar þreyttar eftir langa göngu. Þreytan sást hins vegar ekki á leitarmönnum. Sauðfé kemur vænt affjalli RÉTTIR vekja alltaf jafnmikla forvitni þó að sauðfénu fækki ár frá ári. í þessari og næstu viku er réttað í öllum stærstu réttum landsins. Fé virðist almennt koma vænt af fjalli eða svipað og í fyrra en þá sló vænleiki sauðfjár öll fyrri met. I fyrradag var réttað í Tungnarétt, í gær var réttað í Skaftholtsrétt og í dag er réttað í Skeiðarétt. Fjölmenni sótti Tungnarétt að vanda. RÚSSNESKUR stúlknakór söng í Tungnaréttum. Hér er það hins vegar Einar Þorsteinsson frá Vatnleysu, sem stjórnar kór réttargesta. „Leitir gengu vonum framar að þessu sinni. Við fengum gott veð- ur, þurftum t.d. aldrei að fara í galla. Ég held því að óhætt sé að fullyrða að það hafi leitast vel,“ sagði Guðmundur Sigurðsson, bóndi á Vatnleysu og fjallkóngur Tungnamanna. Guðmundur hefur verið fjall- kóngur Tungnamanna í átta ár þó að hann sé ekki nema 32 ára gam- all. Blaðamaður hafði á orði við hann að Tungnamenn þyrftu vart að skipta um fjallkóng næstu 30-40 árin, en Guðmundur sagðist ekki ætla halda titlinum lengi. Hann myndi að öllum líkindum hætta inn- an fárra ára. Þess eru þó dæmi um að menn hafi verið fjallkóngar sam- fellt í nær 40 ár. Erfið leit að fáum kindum Það eru 24 leitarmenn sem fara í leit á afrétti Tungnamanna. Leitað er í sjö daga og farið er allt inn að Hveravöllum. Guðmundur sagði að það væri mikil og erfið vinna að leita afréttinn, en þetta væru allt ákaflega duglegir leitarmenn þannig að leitin gengi vel fyrir sig. Sauðfé hefur fækkað mikið á Suðurlandi eins og víðar á landinu. Guðmundur sagði að 2.000-3.000 fjár kæmi nú til réttar í Tungna- rétt í Biskupstungum, en fyrir 15-18 árum hefði fjöldinn verið 14.000-15.000. „Þetta er gríðar- leg fækkun á fáum árum. Margir bændur hafa hætt búskap og aðrir hafa orðið að draga saman fram- leiðslu. Svo hefur ^ukist að menn hafi sauðfé í heimahögum yfir sumarið. Vinnan við að leita minnkar hins vegar ekkert. Við SVEINN Skúlason bóndi Bræðratungu. ÞINGMENNIRNIR Guðni Ágústsson og Þorsteinn Pálsson létu að sjálfsögðu sjá sig í réttunum. ERLINGUR Gíslason bóndi í Dalsmynni. S AUÐFÉÐ rekið í réttina og börnin fylgjast spennt með. þurfum alltaf að fara yfir sama svæðið,“ sagði Guðmundur. Dilkar komu almennt mjög vænir af fjalli í fyrra og mældist vænleik- ur þeirra um heilu kílói meiri en í meðalári. Guðmundur sagðist telja að vænleikinn væri ekki minni í ár en í fyrra. Mjög margt fólk kemur að jafn- aði í réttir og er það þannig sum- staðar að fólkið er litlu færra en sauðféð. Margt fólk sem flust hefur burt úr sveitunum kemur í réttir til að endurnýja kynni við menn og skepnur. í Tungnarétt mátti m.a. sjá allflesta þingmenn Suðurlands og búnaðarmálastjóra. í réttina komu einnig góðir gestir frá Rúss- landi. Stúlknakór frá Moskvu söng nokkur lög fyrir bændur og aðra réttargesti við góðar undirtektir. Ná verður til allra hrúta fyrir 10. okt. Þó að Tungnaréttum sé lokið fá bændur í Biskupstungum ekki tíma til að slappa af því að smala þarf heimalönd og færa dilka til slátrun- ar. Ný reglugerð frá landbúnaðar- ráðuneytinu hvetur bændur til að smala betur en áður. Reglugerðin kveður á um að færa verður alla lambhrúta til slátrunar fyrir 10. október. Þetta er til að forða því að hrútabragð verði af kjötinu. Guðmundur sagði að þetta væri eðlileg ráðstöfun. Neytendur ættu rétt á að fá fyrsta flokks kjöt, án alls hrútabragðs. Hann sagði að reglugerðin leiði hins vegar til þess að bændur þurfi að smala oftar en ella. I c í, li € C c I € í I i I (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.