Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSIIMS Eru ökumenn dáleiddir? Frá Sveini Ólafssyni: SPURNINGIN er, eru íslenskir öku- menn nánast upp til hópa í dá- leiðsluástandi? Þeir aka hérumbil allir eins og í leiðslu, rétt aftan í næsta bíl. Og fjarlægðin er næstum alltaf 3-4 bíllengdir, sama hvort er farið hratt eða hægt. Skrítið er líka, að svo er að sjá eins og margt kvenfólk sé mest dáleitt af öllum, þótt það sé kannski ekki alveg algilt. Þar eru líka marg- ir karlmenn ekkert betri. Þetta fólk hangir eins og fast aftan í næsta bíl, hver sem hraðinn er. Ef maður eykur hraðann, er eins og það sé límt aftan í mann. - Það ér bara ekki hægt að fá neinn til að skilja - hvað sem gert er - að betra sé að hafa bilið lengra. Þegar horft er í baksýnisspegil- inn sér maður andlit sem er eins og á sofandi manni, þó augun séu opin. Og næsta bíl er bara fylgt í leiðslu. - Hefur einhver dáleitt ís- lenska bílstjóra? Það er ekki nokkur vegur að fá lengra bil á milli bíla. - Þeir eru eins og fastir í ósýnilegu dáleiðslubandi! Er ekki mál að bílstjórar vakni af þessum „þyrnirósarsvefni" og skynji veruleikann? Er ekki mál að fólk skynji, að þess eigin bíll er í hættu ef eitthvað ber útaf? Líka það sjálft, héilsa þess, og lífshamingja? - Reynslan er ólygnust um það! Hvað hafa ekki margir lamast og hlotið örkuml af svona hátta- lagi? Hvað margir bflar hafa ekki farið í klessu útaf svona aulaskap? Hvað kostar ekki svona bjálfaskap- ur, ef illa fer? - og það er allt of oft, því hættunni er boðið heim. Árekstur í dásvefni Þykir íslenskum ökumönnum ekkert vænt um bílinn sinn? - spurði einn gestkomandi að utan, sem undraðist þessa skringilegu hegðun í umferðinni hér. Og þykir þeim ekkert vænt um sitt eigið líf? Eru menn staurblindir á, að svona háttalag stofnar þeim sjálfum og bílnum, - og þá ekki síst þeirra eigin gæfu og lífshamingju í hættu? Svona dásvefn og akstur á þung- um hlut eins og bíl, - jafnvel 30-40 tonna malarbílum, eiga enga sam- leið. Brennivín og akstur eiga held- ur enga samleið, það s_kynja flestir. - Akstur í svona DÁSVEFNI er bara ekkert betri, þó lögreglan geti illa skipt sér af því, fyrr en þarf að gefa skýrslu, og þá er líka sekt - þegar ekið er aftaná. Eigum við ekki, bílstjórar góðir, að reyna að skilja hvar öryggið ligg- ur? Er ekki betra að halda sig hæfi- lega langt frá næsta bíl á undan og sofa ekki á verðinum gagnvart örygginu - eigin öryggi, bílanna okkar og annarra vegfarenda. Höfum bilið nóg á milli bíla í akstri, til að við getum sjálf haft full tök á að lenda ekki í því sjálf- skaparvíti, sem aftanáakstur er. - „Hver er sinnar gæfu smiður“ hér. Það er engum öðrum en okkur sjálf- um að kenna ef við lendum í aftaná- akstri, sem kostar offjár og getur kostað heilsuna og alla lífshamingj- una fyrir sjálfan mann - og líka aðra. Með ósk um heill og gæfu í umferðinni til allra ökumanna! SVEINN ÓLAFSSON, Furugrund 70, Kópavogi. Hvernig- er staða raf- magiisreg'lugerðar- mála Islendinga í dag? - eftir meðhöndl- un þróunardeildar Rafmagnseftirlits ríkisins með yfir- stjórn frá Hagsýslu ríkisins og iðnaðar- ráðuneyti Frá Sigurði Magnússyni: GREINARSTÚFI þessum er ætlað að vekja athygli viðkomandi ráða- manna á því hvert stefnir í fram- kvæmd rafmagnsöryggismála okk- ar í dag. Stefnan nú er til mikillar vanvirðu við íbúa landsins, sérstak- lega þá sem búa í dreifbýli og hafa verið sviptir því öryggi sem þeir höfðu fram eftir ári 1992, eða á meðan rafmagnseftirlit var fram- kvæmt á hefðbundinn hátt. Tilsjón Rafmagnseftirlits ríkis- ins fólst í aðstoð við eftirlitsmenn rafveitna lándsins á þeirra vett- vangi, sem eru dreifðar byggðir landsins. í dag er nánast ekkert eftirlit af hálfu þess opinbera, samkvæmt hinni nýju stefnu, hins vegar er boðið uppá þjónustu skoðanastofa, þar sem sagt er að hver tími kosti um sjö þúsund krónur með öllu. Þá vaknar sú spurning hvaða ein- staklingur hefur efni á slíkri þjón- ustu. Einnig er það umhugsunarefni, hvað skoðun á býli í Skagafirði eða íbúðarhúsi á Kópaskeri kostar, t.d. ef Jón Jónsson fengi menn frá skoðunarstofu til sín? Ennfremur má muna að raf- orkukaupendur greiða svonefnt rafmagnseftirlitsgjald af hverri kílóvattstund sem er keypt, gjald sem rennur til ríkisins, þetta gjald var um 90 miljónir á ári, í hvað eru þessir peningar notaðir í dag? Ef til vill í smíði nýrrar reglugerð- ar um raforkuvirki, reglugerðar sem búið var að semja, og endur- semja, og er nú í athugun í nefnd? Að lokum er það ítrekað að það eru svik við fólkið í landinu þegar það er svipt því rafmagnseftirliti sem það hefur greitt fyrir í ára- tugi og þar með áunnið sér rétt til þeirrar þjónustu sem kynnt var í upphafi gjaldtökunnar. Það er ótrúlegt að það sé einka- mál örfárra manna hvernig þessi mál hafa þróast, manna sem forð- ast birtuna og sitja í fílabeinst- urni. Hver er stefnan í rafmagnsör- yggismálum landsins? Það er eðli- legt að spyrja á þennan veg, þar sem fulltrúar iðnaðarráðuneytisins boðuðu á árinu 1992 þá stefnu að heppilegt gæti verið að reglur um raforkuvirki yrðu sniðnar fyrir öll ríki innan EES samtímis og íslend- ingar hefðu um það forgöngu og sýndu hvers þeir væru megnugir í að veita forustu flókinni reglu- gerðarsmíði, og það á kostnað ís- lensku þjóðarinnar. Hver er svo árangurinn, augljós upplausn og grátlegar uppá komur. Hvenær telur hæstvirtur iðnaðarráðherra, Sighvatur Björgvinsson, að raf- magnsöryggismál íslands verði komin í viðunandi lag? SIGURÐUR MAGNÚSSON, fv. rafmagnseftirlitsmaður, Hofteigi 14, Reykjavík. FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 37 HLUTAVELTA STÚLKURNAR á myndinni efndu til hlutaveltu til styrktar bágstöddum í Rúanda og afhentu Hjálparsjóði Rauða kross ís- lands alls 1.500 krónur. Þær heita Svana Lovísa Kristjánsdótt- ir, Elín Ásbjarnardóttir, Signý Þórhallsdóttir, María Yr Daða- dóttir og Sandra María Guðmundsdóttir. Á mýndina vantar Onnu Brá Bjarnadóttur. Mínar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu mér hlýhug og glöddu mig á margan hátt í tilefni sjötiu og fimm ára afmœlis míns 11. ágúst sl. Sigurborg Skúladóttir, Krummahólum 8, Reykjavík. Morgunblaðið/Árni. ÞESSIR þrír hressu krakkar frá Bakkafirði héldu tombólu til styrktar bágstöddum í Rúanda og söfnuðust 1.200 kr. sem þeir sendu Rauða krossi íslands. Þeir heita f.h.: Birkir Ólafsson, Járnbrá Ólafsdóttir og Stefnir Elíasson. ÞESSAR stúlkur, Svandís Hreinsdóttir, 10 ára, og María Jó- hannsdóttir, 9 ára, héldu tombólu til styrktar Samtökum sykur- sjúkra í Reykjavík. AIls söfnuðu þær 1.800 krónum. ÞESSI glaðlegu börn héldu hlutaveltu og afraksturinn, 2.151 króna, rann til Rauða kross íslands. Þau heita Unnur Gréta, Sigurbjörn og Sigríður. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauL Kopavogi, simi 571800 Opið sunnudag kl. 13-18 MMC Pajero V-6 ’91, grár/blár, sjálfsk., ek. 69 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafmagn í öllu O.fl. V. 2.350 þús. Ný 31“ dekk og felgur. Sk. ód. MMC Lancer GLXI 4x4 station '93, hvít- ur, 5 g., ek. 25 þ. km., rafm. í rúöum, hiti í sætum, álfelgur o.fl. V. 1.690 þús. Fjörug bflaviðskipti Vantar góða bfla á skrá og á staðinn. Ekkert innigjald. Dalhatsu Charade Sedan SG '91, rauöur, ek. 55 þ. km. V. 790 þús. Suzuki Swift GL '90, 5 g., ek. 78 þ. km. Tilboðsverð. V. 490' þús. Fiat Tipo DGT 1600 rauður, 5 g., ek. 50 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Óvenju gott eintak. Nissan Sunny SLX sedan '92, steingrár, 5 g., ek. 61 þ.km. Álfelgur, spoiler, rafm. í rúðum o.fl. V. 990 þ. Sk. ód. Nissan Sunny GTi 2000 '93, rauður, 5 g., ek. 38 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafm. í öllu o.fl. V. 1.350 þús. Mazda 323 1.5 LX station '88, 5 g., ek. 75 þ. km. V. 550 þús. Volvo 460 GLE 2000 '94, sjálfsk., ek. 8 þ. km., hiti í sætum o.fl. V. 1.680 þús. Sk. ód. MMC Lancer GLX hlaðbakur '90, sjálfsk., ek. 54 þ. km. V. 820 þús. Toyota Corolla 3ja dyra '87, ek. aðeins 78 þ. km. V. 395 þús. Toyota 4Runner Diesel Turbo m/lnterc. '94, 5 g., ek. aðeins 17 þ. km., upphækk- aður 4:88 hlutföll, leðurklæddur, sóllúga, 35“ dekk, álfelgur, kastarar, aukatankur, geislaspilari o.fl. o.fl. V. 3.680 þús. Cherokee Laredo 4.0 L '88, blár, sjálfsk., ek. 113 þ. km., sóllúga, álfelgur, m/spili o.fl. V. 1.490 þús. MMC Galant GLSi '89, grásans, sjálfsk., ek. 115 þ. Rafm. í öllu o.fl. Fallegur bfll. V. 890 þ. stgr. Sk. ód. MMC Pajero Diesel Turbo m/lnterc. '91, hvítur, 5 g., ek. 100 þ. km. 31“ dekk, m/mæli o.fl. Góður jeppi. V. 1.690 þús. Toyota Corolla XL '88, 5 dyra, steingrár, 4 g., ek: aðeins 69 þ.km. V. 550 þús. Ford Explorer Eddie Bauer V-6 '91, btár, sjálfsk., ek. 46 þ. km., 32“ dekk, álfelgur,. sóllúga, rafm. í öllu o.fl. V. 2.950 þús. Suzukí Vitara JLX '90, Ijósblár, 5 g., ek. 58 þ. km., upphækkaður, 31“ dekk o.fl. V. 1.150 þús. Nissan Sunny SLX Sedan '94, 5 g., ek. 3 þ. km., álfelgur, spoilero.fi. V. 1.350 þús. V.W Golf CL '91, 3ja dyra, 5 g., ek. 67 þ. Gott eintak. V. 780 þús. MMC Lancer GLX '89, sjálfsk., ek. aðeins 53 þ. km. V. 720 þús. GEO Storm 1600Í Coupé '90, blár, sjálfsk., ek. 60 þ. V. 1.090 þ. MMC Galant GLSi hlaðbakur '91, 5 g., ek. 54 þ. km. V. 1.250 þús. Toyota Corolia GLi Liftback '93, ek. 16 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafm. í öllu o.fl. V. 1.390 þús. Subaru Legacy Artic 2000 station '93, sjálfsk., ek. 20 þ.km., álfelgur o.fl. V. 2.100 þús. Cherokee Laredo 4.0 L '90, sjálfsk., ek. 88 þ. km., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.950 þús. Sk. ód.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.