Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Leitin að náð Leikstjóri uppfærslu Þjóðleikhússins á Valdi örlaganna, sem er frumsýnd á morgun, er Sveinn Einarsson. Hann segir Verdi vera að tjá afstöðu sína til manna og guða í óperunni. Morgunblaðið/Sverrir SVEINN Einarsson leikstjóri segist leggja meiri áherslu á gaman- semina en vanalegt sé í uppfærslu sinni. FYRIR mér er hver einasta upp- færsla upp á líf og dauða,“ segir Sveinn Einarsson leikstjóri Valds örlaganna eftir Verdi. Þjóðleikhúsið frumsýnir óperuna á morgun og Sveinn dreifði huganum milli æf- inga í vikunni við beijatínslu og sultun og sorteringu pappíra af borðinu sínu í ráðuneytinu. Þar hitt- umst við einn daginn og hann seg- ist næst vera lítið fyrir ytri stæla, aðeins til að vekja athygli eða fara aðra leið. „En auðvitað reynum við að ganga okkar eigin braut, eins og með öll góð verk. Þau eru í senn sígild og nútímaleg og það varðar leiðina. Við lásum dæmisögu um nútímann út úr óperunni og vel má vera að það hafi ekki verið gert svona ákveðið áður í uppsetningu hennar. Hugmyndir komu vitanlega frá fleirum en mér; aðstoðarleikstjóra, hönnuðum, kórstjóra og söngvur- um, öllu þessu fólki sem hefur unn- ið vel. Líklega hefur hópvinnan ver- ið meiri í þessari óperu en öðrum sem ég hef sett upp. Við erum hepp- in með listafólk, bæði ítölsku stjórn- endurna og söngvarana. Mér finnst Kristján betri en nokkru sinni og held að aðrir geti komið á óvart í þessari sýningu. Kórinn hefur líka staðið sig harla vel, ég æfði hann Hljómsveitarstjórinn Maurizio Barbacini stjómar á fyrstu sýning- unum á Valdi örlag- anna. Hann segist upp- haflega hafa verið efins um val verksins, en listafólkið hafí reynst vandanum vaxið. „TÓNLISTIN er stórkostleg, tær og hrein, en dramað óneitanlega óskýrara," byijar Maurizio Barbac- ini hljómsveitarstjóri þegar ég bið hann að lýsa óperunni Valdi örlag- anna. „Sagan er bæði einföld og flókin, með miklum formála og framvindu sem gæti virst ótrúleg. Þetta er erfitt fyrir stjórnanda og mér finnst lausn Sveins Einarssonar góð. Hann raðar atriðum upp á nýjan hátt og ég hef ekki áður í vor og geri meiri leikkröfur en oftast er. Þú hefur heyrt hvernig hljóm- sveitarstjórinn vill að fólkið horfi á sig og ég banna það; svona teknísk atriði leysast smám saman á æfíng- um og Barbacini hefur lagt margt mjög gott til. Samvinna leikstjóra og hljómsveitarstjóra er annars með ýmsu móti, en mér fínnst við hafa talað sama mál. Enda höfum við unnið saman áður, í Grímudansleik Verdis hér í húsinu. Barbacini er næmur leikhúsmaður og það hefur meðal annars komið fram í tillögum hans um styttingar óperunnar." Sveinn segist hafa óttast áður en hann kynntist óperunni að farið væri að slá í efnið. Þráðurinn væri of ólíkindalegur og ekki sannfær- andi. „Ég hélt að vinsældirnar byggðust á auðlegð tónlistarinnar, en komst að því að sagan er einnig stórvirki. Hún á ekki síður erindi í dag en á síðustu öld. Verdi er að tjá okkur afstöðu sína til manna og guða og það er engin tilviljun að óperan heitir Vald örlaganna. Hluti af veraldarvafstrinu er stríðsrekstur og það er engum hetjuljóma brugðið yfír hann þótt sameiningarsinninn Verdi styðjist við leikrit eftir spænskan róman- tíker. Þvert á móti fjallar heill þátt- stjórnað óperunni í þessari mynd. Tenórdúettinn erfiði, sem oft er sleppt einmitt þess vegna, er hafður á eftir rataplan-kór í síðara veislu- atriðinu. Svo fletti ég nótnabókinni aftur og held áfram þar sem frá var horfíð. Þetta gengur eðlilega upp og mér finnst takast að halda spennu út alla sýninguna." Barbacini á heimili og fjölskyldu í Tórínó á Ítalíu. Þar ver hann þó takmörkuðum tíma, því verkefnin eru meira en nógu mörg. Eftir íjór- ar sýningar í Þjóðleikhúsinu í sept- ember fer hann vestur um haf að stjórna II Trovatore við óperuna í Fíladelfíu. Svo kemur hann aftur til tveggja sýninga á Valdi örlag- anna í desember. I Kaupmannahöfn dvelur hann nokkrar vikur í vetur og segist feginn að stoppa lengur en fáeina daga. Næsta vetur verður hann fastur stjómandi við Kaup- mannahafnaróperuna, en hefur áð- ur starfað talsvert í Ósló og orðið fyrstur til að stjórna í nýju óper- unni í Helsinki. „Ég kann vel við þennan heimshluta," segir hann, „kom fyrst til Noregs fyrir fímm ur um afleiðingar stríðsins, unga drengi fama að beijast, afsiðun og upplausn. Þetta er nákvæmlega eins og við sjáum í dag; í Bosníu og Rúanda og eflaust víðar. Og upphafíð liggur í því sama; kyn- þáttafordómum, trúarofstæki og heimsvaldastefnu. Við undirstrikum þetta með því að tala um óvininn í ópemnni í stað ákveðinna þjóða og bregðum í einu atriði upp stríðs- myndum frá ýmsum tímum.“ Sveinn kveðst varla hafa breytt einu einasta orði í ópemnni, heldur lagt í hana ákveðinn skilning. „Mér fínnst andstæður alvöru og gríns auka á tilbrigðin við efni verksins,“ segir hann. „Verdi hafði án efa trúarsannfæringu en þó fær jafnvel kirkjan sinn skammt. Til dæmis þegar munkurinn breiski, Melitone, útdeilir ölmusugjöfum til þeirra sem komnir eru á vergang. Ég held reyndar að við gerum meira úr gamansemi í óperunni en oftast er og hún verður ekki rútínugrín í svona litlu húsi. Hér er hægt að árum eftir ábendingu vinar míns, tónskáldsins Antonio Papua. Oft gerast hlutimir einmitt vegna vin- áttu og hingað kem ég vegna Krist- jáns Jóhannssonar. Við erum góðir vinir, eins og bræður eiginlega, ég hef fylgst með honum í fimmtán ár og dáðst að þeim metnaði sem hefur fleytt honum fram.“ Barbacini segist hafa kviðið upp- færslu Þjóðleikhússins og verið heldur efíns um val á óperu. „Stærstu húsin eiga fullt í fangi með hana,“ segir hann, „þetta er ekki auðveld ópera. Þess vegna varð ég hálf hissa þegar Kristján sagði mér að landar sínir vildu setja vinna hlutina betur en svo. Alvaro og Carlo sveijast hjá okkur í fóst- bræðralag í gamansömum hálfkær- ingi og þannig verður atriðið trú- verðugt fyrir nútímafólk" Bróðir Melitone, sígauninn Prezi- osilla og brúðuleikhúsmaðurinn Trabuco birtast öðru hvoru á svið; inu og létta yfírbragð óperunnar. í handritinu er Trabuco múldýramað- ur, „án skírskotunar til nútímans,“ segir Sveinn, sem breytti honum þess vegna í skemmtikraft. Hann lætur meira að segja Trabuco hefja leikinn með brúðunum sínum og ljúka honum eftir lokaaríu ábótans, Leonóru og Alvaros. Þótt öðru hvoru birti til er óperan harðneskjuleg og sagan beisk. Trúin reynist eina athvarfíð og spurning er hvort Sveini þyki þessi lausn höfða til áhorfenda enn, á okkar tíma. Hann segir miskunn kirkjunn- ar kannski ekki niðurstöðu óperunn- ar, náðin sé orðið sem eftir standi. Og ekki búi hún í hinu veraldlega. Að því hafí hetjur óperunnar komist. upp Vald örlaganna. Hvers vegna ekki eitthvað aðgengilegra, hvers vegna að ráðast í þetta?, spurði ég. En eftir fyrstu æfinguna fannst mér ljóst að leikstjórinn og leik- myndahönnuður væru á réttri leið. í sviðsmyndinni felst raunar djúpur skilningur á óperunni. Söngvararnir eru ágætir, þeir eru vitanlega á öðru róli en Kristján, ungir margir og eiga kannski eftir sýna eitt og annað. Kórinn er góður þegar hug- leitt er að hér er ekki atvinnufólk á ferð og hljómsveitin finnst mér afar samvinnugóð. Fólkið vill ein- faldlega gera eins og það getur. Þess vegna er ég hamingjusamur." Orgeltón- leikar í Landakots- kirkju HELMUT Freitag orgelleikari og hljómsveitarstjóri frá Kaiserslautern í Þýskalandi mun halda tónleika í Landakotskirkju í kvöld kl. 20.30. Efnisskrá tónleikanna verður á rómantísku nótunum, en auk Bachs, leikur Freitag verk eftir Mend- elssohn, R. Schumann og J. Brahms. Helmut heldur fjölda orgeltónleika á ári hveiju, bæði í heimalandi sínu og utan þess. Hann ferðast einnig með eigin kammerhljómsveit. Eitt verka Bjarnheiðar. Leirskúlptúr í Stöðlakoti SÝNING á leirskúlptúrum eftir Bjarnheiði Jóhannsdóttur opnar á morgun, laugardag, í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg. Verkin eru unnin í Ungveijalandi og notar hún í þau gamla járnhluti ásamt leirnum. Sýningin er opin dag- lega frá kl. 14-18 og lýkur henni 2. október. Þetta er fyrsta einkasýning Bjarnheiðar. ------♦ ♦ ♦ Gallerí Birgis Andréssonar Kristján Stein- grímur sýnir KRISTJÁN Steingrímur Jónsson opnar sýningu í Galleríi Birgis Andr- éssonar, Vesturgötu 20, á morgun laugardag. Sýninguna kallar Kristján Stein- grímur „Horfur". Sýningin er inní- setning, þar sem allt rými sýningar- salarins er nýtt sem ein heild. Krist- ján Steingrímur hefur haldið og tek- ið þátt í íjölda sýninga. Sýningin er opin á fímmtudögum frá kl. 14-18 eða eftir samkomulagi. ------♦ ♦ ♦---- Kitta sýnir í Tilverunni KITTA Pálmadóttir opnar sína sjö- undu einkasýningu í Tilverunni, Linnettstíg 1 Hafnarfirði, á morgun, laugardag. Á sýningunni verða málverk og gifsgrímur. Kitta er 27 ára gömul ig er sjálfmenntuð. Sýningin stendur til mánaðamóta. Tónlistin - tær og hrein í ■ v.' < - /Wjm. 'íMí V ! f KÓRINN er góður og hljómsveitin finnst mér samvinnugóð, seg- ir hljómsveitarstjórinn Maurizio Barbacini. I > ) I i i i i i i > i \ I É I I Laugardaginn 17.september kynnum við Hewlett-Packard tölvuprentara við allra hæfi! Verið velkomin á einstaka laugardagskynningu okkar. Opiófrakl. 10.00 til 14,00. Tæknival * I Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664 ö L U k l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.